Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 09.06.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 2006 47 MINNINGAR heiðursmaður, mikill fjölskyldumað- ur og mjög samviskusamur. Hann var sérlega góður verkstjóri, nokkuð sem nýttist vel í sveitinni. Já, það eru forréttindi að hafa alist upp í sveit. Pabbi var ekki skorpumaður, en var alltaf að. Allar framkvæmdir voru gerðar að vel ígrunduðu máli og allt gekk eins og vel smurð vél. Ég veit varla hvar á að byrja, þar sem það er svo margs að minnast. Sauðburður- inn á vorin var alltaf besti tíminn, þegar allt var að vakna til lífsins, kindurnar fóru á túnið eftir að búið var að fara vel yfir girðingarnar og tókum við krakkarnir fullan þátt. Það var sjálfsagt mál að allir hjálpuðu til, þannig var það bara. Við vorum með pabba í girðingunum, við að gá til kinda, girða í lækinn og allt sem því fylgdi. Þegar mamma var búin að hjálpa mér og vinkonu minni við að tjalda var stofnuð blómabúð og svo kom pabbi og keypti blóm af okkur, mætti í kaffi í gamla bæinn eða boddíið þar sem kökurnar voru drullukökur skreyttar með blómum og hjálpaði mér að smíða kofa niðri við rétt. Auðvitað þurfti hann að hjálpa heilmikið til við smíðarnar, þá kannski helst við að saga, en ein- hvern veginn kom hann því þannig fyrir að mér fannst eins og ég hefði smíðað kofann alveg sjálf. Síðan gerði hann girðingu í kring svo það væri hægt að hafa alvöru garð og rollurnar kæmust ekki inn. Á vet- urna fór hann í bílaleik með okkur krökkunum á stofugólfinu og eru þær stundir sérlega minnisstæðar. Síðan tók hann sig til öðru hvoru og gerði armbeygjur á stofugólfinu, átti dyggan aðdáendahóp sem taldi sam- viskusamlega hvað hann gerði marg- ar. Þegar fór að líða að vori var haldið til Þorlákshafnar þar sem keyptur var fiskur og þegar heim var komið flatti hann fiskinn út og hengdi upp í rjáfur á íbúðarhúsinu til þurrkunar. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fá að smakka síðar meir til að athuga hvort fiskurinn væri orðinn passlega þurr, enda harðfiskurinn hans pabba sá besti í heimi. Pabbi passaði alltaf sérlega vel upp á að við krakkarnir kæmum ekki nálægt tækjum sem væru mjög hættuleg, kenndi okkur vel á allar vélar og vildi helst alltaf tengja drif- skaftið sjálfur. Síðar meir fékk ég að hjálpa honum við að smyrja vélarnar og varð það eitt skemmtilegasta verkið. Þegar átti t.d. að smyrja fjöl- fætluna var kappsmálið alltaf að finna alla smurkoppana, því síðan fór pabbi yfir það með mér hvort ég hefði gleymt einhverjum og þá varð þetta hálfgerð áskorun. Verk sem pabbi hafði lag á að gera spennandi, eins og svo margt annað. Árin liðu og þegar pabbi og mamma hefðu átt að geta farið að minnka við sig kom í ljós að maður á aldrei að taka hlutunum sem sjálf- sögðum. Pabbi greindist með Alz- heimer-sjúkdóminn árið 2000 en þá áttuðum við okkur á að hann var bú- inn að vera með sjúkdóminn í nokk- urn tíma. Það var mikil sorg að sjá hann hreinlega hverfa á ótrúlega skömmum tíma. Hræðilegur sjúk- dómur. En nú er komið að kveðjustund og margar góðar stundir sem hægt er að þakka fyrir að hafa átt. Hamingju- söm æska sem aldrei verður frá manni tekin. Pabbi var góður maður sem vert er að minnast og sem án efa fylgist með okkur fjölskyldunni um ókomna tíð. Hugrún. Afi gaf sér alltaf tíma til að leika við okkur barnabörnin. Mín skýrasta minning er þegar hann leyfði mér að fara inn í svínahúsið. Það fékk eng- inn, á þeim tíma, að fara inn, en hann gerði undanþágu með mig og bróður minn.Hann hélt á mér inn, bara til að leyfa mér að halda á litlum grís. Inni voru skær ljós og frekar heitt. Þar sem ég hélt á grísnum líkti ég honum við kött án hára. Afi leyfði mér oft að sitja á hest- baki eða atast með honum í fénu. All- ar minningarnar tengdar afa eru einnig tengdar búskapnum og hvern- ig hann hugsaði um dýrin í sveitinni. Hann hugsaði vel um alla og gerði allt til að gleðja okkur barnabörnin. Erna Kristín. Móðurbróðir minn Hannes Hann- esson er látinn eftir langvinn veik- indi. Hann er fimmti elstur níu systk- ina og eru sex þeirra á lífi. Í stórum systkinahóp þurfti hver og einn að fara að vinna um leið og tækifæri gafst. Hann fór ungur í sveit og var m.a. á Fjalli á Skeiðum í fimm sumur og einn vetur. Fimmtán ára gamall fór hann að vinna hjá Rafmagnseft- irliti ríkisins í línuflokki föður síns, Hannesar Andréssonar, og vann þar samfellt við lagningu háspennulína frá Ljósafossvirkjun til ársins 1949, en þá voru kauptúnin Selfoss, Eyr- arbakki, Stokkseyri, Hella, Þykkvi- bær, Hveragerði og Hvolsvöllur orð- in tengd Ljósafossvirkjun. Á næstu árum var minna um línulagnir og sér- staklega yfir vetrarmánuðina og fór Hannes þá á vetrarvertíð bæði í Vestmannaeyjum og á Eyrarbakka. Á Eyrarbakka reri hann á mótor- bátnum Faxa undir skipstjórn Jó- hanns Vilbergssonar. Hann var vel til forystu fallinn enda voru honum snemma fengin mannaforráð. Vorið 1954 var Hannes gerður að flokks- stjóra hjá Rafmagnsveitum ríkisins og honum falið að sjá um lagningu háspennulínu frá Hrauni í Ölfusi og niður í Þorlákshöfn. Sama ár var hann skipaður verkstjóri, og hann var síðan með vinnuflokk sinn við línulagningar víðs vegar um land til ársloka 1960, en eftir það fór hann að vinna á skrifstofu RARIK í Reykja- vík. Árið 1967 urðu mikil umskipti í lífi Hannesar, þegar þau Salvör fluttust á æskuheimili Salvarar, Arnkötlu- staði í Holtum, og hófu þar búskap, aðallega með sauðfé og svín, en á þeim árum voru ekki margir með svínabúskap. Hannes naut þess frels- is, sjálfstæðis og athafnasemi, sem fólst í því að vera bóndi. Hann gekk til þessa verks af sama áhuga, skipu- lagningu og natni og annarra starfa sem hann hafði tekið að sér. Þar byggðu þau nýjan húsakost, bæði íbúðarhús og útihús. Hann var yfir- vegaður, framsýnn og mikill höfðingi í sér. Hann var lengi forðagæslumað- ur sveitarinnar og þar komu áður nefndir kostir sér vel. Hannes hafði mikinn áhuga á mönnum og málefnum, var glettinn og fólk laðaðist að honum. Hann var frá unga aldri mjög söngelskur og söng í kirkjukór Árbæjarkirkju í Holtum í 27 ár og það gladdi hann mjög að eldri sonur hans skyldi læra söng. Honum þótti vænt um kirkjuna sína og sem sóknarnefndarformaður beitti hann sér m.a. fyrir byggingu safnaðarheimilis. Á Arnkötlustöðum er tekið vel á móti gestum, þeim sinnt vel og þurfti Hannes að ræða hin ýmsu mál. Bændur eiga í rauninni aldrei frí og hafði ég stundum áhyggjur af því, hvað við gestirnir héldum heimilis- fólkinu lengi frá verkum. Hannes lét sig velferð allra varða og talaði jafnt við börn, unglinga og fullorðna. Þeg- ar ég kom í heimsókn að Arnkötlu- stöðum fyrr á árum fór Hannes oft með mig um útihúsin, sagði mér frá búskapnum og áformum sínum. Um sláttinn komum við alltaf við í hlöð- unni, þefuðum af heyinu, könnuðum hitastigið á því og Hannes sagði frá hvernig tekist hefði til með þurrk- unina á því og mat gæði þess. Á þess- um árum voru margir Eyrbekkingar með kýr og kindur og heyjuðu, og vildi Hannes vita, hvernig heyskapur gengi þar. Þó að ég hjálpaði til við heyskap hjá föðurfólki mínu á ung- lingsárum, þá talaði Hannes við mig stráklinginn eins og ég væri reyndur bóndi. Þegar ég kom í heimsókn vildi Hannes vita, hvað bændur væru að gera fyrir austan Selfoss og sérstak- lega fyrir austan Þjórsá. Hvort þeir hefðu verið að slá, hvað þeir væru búnir að hirða mikið o.s.frv. Þetta gerði það að verkum, að ég lagði mig í líma við að læra nöfn þeirra bæja, sem sást heim til frá veginum, þegar keyrt er austur í Holt til þess að geta gefið sem nákvæmastar upplýsingar. Á þessum göngum okkar Hannesar og einnig við önnur tækifæri reyndi hann að kenna mér framsýni og fá mig til að búa í haginn fyrir framtíð- ina, sem ég er honum þakklátur fyrir. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta leiðsagnar hans og samfylgdar og votta fjölskyldu hans samúð mína. Brynjólfur G. Brynjólfsson. ✝ GuðmundurKristján Finn- bogason fæddist á Eyri í Mjóafirði í Norður-Ísafjarðar- sýslu 21. júlí 1934. Hann lést á líknar- deild LSH 4. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Finnbogi Björnsson bóndi, f. 1. maí 1898, d. 11. mars 1978, og Sal- vör Kristjánsdóttir, f. 20. október 1903, d. 9. ágúst 1989. Systkini Guðmundar eru Ólöf, f. 7. janúar 1932, d. 10. október 1988, maki Guðmundur Ólason, f. 1. september 1927, Björn Breiðfjörð, f. 24. maí 1937, Kristján Ragnar, f. 3. júlí 1941, kvæntur Maríu Sonju Hjálmarsdóttur, f. 9. júlí 1936, og Arndís, f. 29. júlí 1948. Guðmundur fluttist ásamt for- eldrum sínum í Kirkjubæ í Skut- ulsfirði árið 1946. Árið 1974 hóf Guðmundur sam- búð með Valdísi Jónsdóttur, f. 7. júlí 1934. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson, bóndi á Fífustöðum í Arnarfirði, f. 1. júlí 1903, d. 29. maí 1987, og Guðrún J.B. Guðjónsdóttir, f. 25. júlí 1900, d. 18. október 1967. Börn Valdísar frá fyrra hjónabandi eru Guð- rún, f. 11. júlí 1954, Þorgrímur, f. 14. júní 1955, Dagný, f. 7. mars 1958, og Ás- dís, f. 19. febrúar 1963. Guðmundur gekk í Héraðsskólann í Reykjanesi og síðan barnaskólann á Skeiði í Eyrarhreppi hinum forna. Guðmundur var bílstjóri hjá Þóri Bjarnasyni sérleyfishafa. Hóf síðan vinnu á þungavinnuvélum hjá Vegagerð ríkisins og síðar eig- in fyrirtæki, Jarðýtum hf., sem hann átti ásamt Gunnari Péturs- syni og Ebeneser Þórarinssyni. Flokksstjóri hjá Vegagerð ríkisins frá 1974 til 1984, svo Pólnum hf. og Póls hf. til 2003. Útför Guðmundar verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkan 17. Mig langar að minnast stjúpföður míns Guðmundar Finnbogasonar með nokkrum orðum. Fyrir um það bil 3 árum greindist hann með krabbamein sem að lokum dró hann til dauða. Okkar kynni hófust fyrir um það bil 30 árum síðan þegar hann og mamma rugluðu saman reytum sín- um og við fluttumst til Ísafjarðar með þeim, ég og yngri systir mín. Ekki hefur það verið beint auðvelt fyrir hann sem átti ekki börn sjálfur að taka við tveim stelpuskottum og báð- ar nokkuð ákveðnar en Guðmundur tók öllu með ró og tók þá skynsam- legu ákvörðun að vera ekki að skipta sér of mikið af uppeldinu, þannig að smám saman byggðist upp traust og væntumþykja á milli okkar. Það var helst að hvessti á Túngötunni þegar pólitík bar á góma, því ekki vorum við sammála á því sviði. Þá voru oft eld- heitar umræður og höfðum við bæði lúmskt gaman af. Guðmundur var mjög hagur og vandvirkur, hann hafði gaman af smíðum og að gera upp húsgögn, hann var einnig mikill búmaður. Það voru ræktaðar kartöflur í stórum stíl, sviðnir hausar, súrsað og tínd ber af miklum móð. Ævistarfið lá þó ekki í bústörfum því það má segja að vega- vinna hafi verið hans ævistarf, fyrst á ýtunni sem hann átti og seinna var hann vegavinnuverkstjóri og flokkur- inn hans fór um allt Ísafjarðardjúp og upp á Steingrímsfjarðarheiði. Frá árinu 1985 og þar til hann veiktist vann Guðmundur hjá Póls á Ísafirði. Var hann mjög ánægður þar og hefði helst ekki viljað hætta að vinna. Elsku Guðmundur minn, við börn- in mín vorum glöð yfir að hafa fengið að kveðja þig á föstudaginn á meðan þú gast talað svolítið við okkur og ég kveð þig núna, þakklát fyrir allt. Dagný. Elsku Guðmundur, þegar við hitt- umst fyrst var ég 9 ára gömul en þá kynntist þú mömmu. Skömmu seinna fluttum við til Ísafjarðar á Túngötuna en þar átti ég mín bestu ár sem barn og unglingur. Stebbabúð niðri, sjór- inn og sjávarlyktin, yndisleg sumur við lygnan Pollinn, snjóþungir vetur og skíðaferðir upp á Dal og svo mætti lengi telja. Ísafjörður var fyrir þér besti stað- ur á Íslandi og þar vildir þú helst vera með fjöllin brött og blá beggja vegna fjarðarins og sjóinn ólgandi við fjör- una. Þar áttir þú þínar rætur sem aldrei slitnuðu. Sem verkstjóri í vegavinnunni og mamma sem ráðskona eydduð þið sumrum í að vinna við vegagerð inni í Djúpi. Það var ekki leiðinlegt fyrir stelpuskott að vera með ykkur þar í náinni snertingu við náttúruna sem er engu lík. Þar fylgdist maður með uppbyggingu veganna sem í þá daga voru nú ekki upp á marga fiska. Ég man þegar við vorum að keyra í Landrovernum heim í fríhelgar á malarvegum í ryki sem smaug inn um allan bíl. Mér verður alltaf hugsað til þessa tíma þegar ég ek Djúpið í dag, nánast allt malbikað, þú áttir þinn þátt í að byggja þetta allt saman upp. Þú varst mjög handlaginn og margar stundir fóru hjá ykkur mömmu í að byggja upp sumarbústaðinn inni í firði. Í minningunni er alltaf sól og gott veður og ótal skemmtilegar stundir koma upp í hugann. Eftir að bústaðurinn fór í snjóflóðinu saknaði maður þess sárt að komast ekki þangað og ég veit að þú saknaðir þess líka. Þegar þú hættir í vegagerðinni fórstu að vinna hjá Pólnum og þar gastu nýtt þína handlagni við smíðar, enda afar vandvirkur maður. Þú varst ekki allra og maður fárra orða en maður sem maður gat treyst. Þú varst ekkert mikið að ræða um þín veikindi og vildir helst ekkert gera mikið veður úr þeim, þetta var bara gangur lífsins. Enda er bara tvennt víst í þessum heimi, maður fæðist og maður deyr. Að lokum vil ég þakka þér fyrir samfylgdina og bið Guð um að blessa þig. Í faðmi fjalla blárra, þar freyðir aldan köld, í sölum hamra hárra á huldan góða völd, sem lætur blysin blika um bládimm kletta-skörð, er kvöldsins geislar kvika og kyssa Ísafjörð. (Guðmundur Guðmundsson.) Kveðja, Ásdís. Fallinn er frá vinur, samstarfsmað- ur og meðeigandi í rúma tvo áratugi Guðmundur Finnbogason eða Gummi á Kirkjubæ eins og hann var kallaður hér í Skutulsfirði. Hann átti í baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann varð að lokum að lúta í lægra haldi fyrir, þrátt fyrir hetjulega og harða baráttu um nokkurt skeið. Guðmundur flutti að Kirkjubæ með foreldrum sínum og systkinum vorið 1946. Hófust kynni okkar og Fjölskyldunnar á Kirkjubæ þá um haustið, og hafa haldist óslitið síðan, þó í seinni tíð hafi stundum verið vík milli vina. Á þessum árum var mikið félagslíf í Skutulsfirði með starfi Íþrótta- og málfundafélagsins Ármanns. Kirkju- bæjarfjölskyldan var mjög félagslynd og gekk öll til liðs við félagið fljótlega eftir komu sína í fjörðinn. Bræðurnir tóku strax virkan þátt í íþróttastarf- inu og varð Guðmundur á sínum ung- lingsárum einn besti göngumaður hér um slóðir. Hann var meðal annars með undirrituðum í skíðaskólanum veturinn 1949 og tók þátt í mörgum mótum hér heima og var talinn mjög efnilegur og höfðu menn á orði að hann Gummi væri þindarlaus. Ég man sérstaklega eftir skíðamóti Ís- lands 1951, þá tróð hann slóðina fyrir mig þá 16 ára gamall, því ég hafði lent framarlega í rásröð og slóðin ekki sem best vegna skafrennings. Í þá daga voru ekki komnir troðarar og varð þetta til þess að ég náði öðrum eða besta tíma í göngunni. Aðstæður höguðu því þannig að Gummi kom ekki til keppni í eldri flokkum og var það miður. Gummi hafði snemma mikinn áhuga á vélum, sérstaklega bílum og minnir mig að hann hafi keypt sér vörubíl, Í-12 áður en hann var kominn með bílpróf. Fljótlega kom í ljós áhugi á vinnuvélum og varð það hans aðalstarf frá tvítugsaldri að stjórna þeim. Leiðir okkar Gumma áttu eftir að liggja víðar saman en í sambandi við skíðin, því haustið 1959 gerist hann jarðýtustjóri hjá mér og Ebenezer Þórarinssyni og stofnaði með okkur Jarðýtur h/f árið 1963 og var aðal- ýtustjóri um langt árabil. Einnig starfaði hann hjá okkur í sambandi við vöruflutninga og viðgerðir á vetr- um. Guðmundur var góður og útsjón- arsamur ýtustjóri og bílstjóri, ósér- hlífinn þannig að oft fannst manni nóg um. Víða háði hann baráttu við móður jörð við erfiðar aðstæður og hafði oftast betur, sérstaklega eftir að hann fékk í hendurnar 45 tonna ýtu 1971 sem var þá með stærstu ýtum landsins. Kom hann víða við í nýbygg- ingu vega, sérstaklega á Djúpvegi (Skötufirði og Hestfirði) sem tekinn var í notkun árið 1974 og vígður 1975. Það er margs að minnast eftir rúm- lega tveggja áratuga samstarf, oft við óblíðar aðstæður og var þá giftu- drjúgt að hafa Gumma sér við hlið. Man ég sérstaklega eftir haustferð yfir Þingmannaheiði 1963 eða ’64 á leið til Ísafjarðar, þá gerði snjókomu og skafrenning þannig að þegar upp á heiðina var komið var skyggni orðið svo lélegt að við urðum stopp. Þetta fannst Gumma ekki gott og snaraðist út úr bílnum og gekk við vinstra framhornið á Bensanum þangað til halla fór niður í Þingmannadal. Haustið 1973 kynntist Gummi Val- dísi Jónsdóttur frá Fífustöðum í Arn- arfirði (henni Dísu sinni) og flutti hún með honum vestur vorið 1974. Þá um haustið gerist hann verkstjóri hjá Vegagerðinni til 1985, aðallega í Ísa- fjarðardjúpi og var Dísa matráðskona hjá honum meðan hann starfaði við það. Þá var þegar vel stóð á komið við og drukkið kaffi. Síðan vann Gummi hjá Pólnum h/f og síðar Póls h/f meðan kraftar leyfðu. Síðustu 2–3 árin hafa Gummi og Dísa búið í Reykjavík. Gummi var vinfastur og traustur félagi, átti örugglega enga óvildar- menn og kveður þessa tilveru í sátt við alla. Ég heimsótti Gumma stuttu fyrir leiðarlok, þá var auðséð að hverju stefndi og vissum við báðir að þetta væri sennilega kveðjustundin. Að lokum kveð ég góðan dreng og traustan vin með hryggð í huga, far þú í friði. Dísu og fjölskyldu, systkinum hans og þeirra fjölskyldum óskum við Val- gerður Guðs blessunar Gunnar Pétursson. GUÐMUNDUR KRISTJÁN FINNBOGASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.