Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT EMBÆTTISMENN í Venesúela fullyrða að þarlend stjórnvöld hafi verið þvinguð til að falla frá kaupum á 10 herþotum frá Spáni, vegna af- skipta stjórnvalda í Washington, sem hafi komið í veg fyrir sölu á lyk- ilhlutum í þoturnar en þeir eru framleiddir í Bandaríkjunum. Að sögn Alberto Muller, hernað- arlegs ráðgjafa Hugo Chavez, for- seta Venesúela, íhuguðu þarlendir embættismenn og kollegar þeirra á Spáni að sækja umrædda lykilhluti annað. Hins vegar var fallið frá slík- um hugmyndum vegna þess að kostnaðurinn við að kaupa umrædda hluti frá öðru landi en Bandaríkj- unum var talinn alltof mikill. Kaup stjórnarinnar í Caracas á átta spænskum eftirlitsbátum munu engu að síður ganga eftir. Upphaf- legur samningur þjóðanna um vopnakaup, að þotunum meðtöldum, hljóðaði upp á 160 milljarða ís- lenskra króna og hefði það verið stærsti einstaki kaupsamningur Venesúela af þessu tagi til þessa. Keyptu 53 þyrlur af Rússum Óhætt er að segja að Chavez hafi verið í sviðsljósinu í vikunni. Hann hóf för sína til nokkurra ríkja með því að kynna til sögunnar „öxulveldi hins góða“ á fundi með Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rúss- lands, í Minsk á þriðjudag. Að þessu loknu hélt hann til Moskvu þar sem hann og Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirrituðu á fimmtudag samning um kaup á 24 herflugvélum og 53 herþyrlum frá Rússum fyrir sem svarar um 217 milljörðum króna. Þá hefur stjórnin í Caracas þegar pantað 100.000 Ka- lashnikov-riffla af Rússum og hyggst auk þess byggja tvær verk- smiðjur til að framleiða rifflana heima fyrir. Útilokar ekki kjarnorkuver Chavez notaði tækifærið og sagði í samtali við Interfax-fréttastofuna í fyrradag að ekki væri útilokað að smíðuð yrðu kjarnorkuver í Vene- súela sem er betur þekkt fyrir olíu- lindir sínar. Bandaríkjaþing samþykkti fyrr á árinu vopnasölubann til landsins og var Chavez því afar þakklátur Pútín. „Rússar hafa rétt okkur höndina andspænis alþjóðlegum þrýst- ingi … og vopnasölubanninu gagn- vart okkur,“ sagði Chavez. „Her- menn okkar fyllast sérstökum anda þegar við afhendum þeim rússneska Kalashnikov-riffla í staðinn fyrir byssur frá fimmta áratug síðustu aldar.“ Við sama tilefni sagði Pútín að rússnesk fyrirtæki hefðu áhuga á að fjárfesta fyrir hundruð milljarða króna í Venesúela en Chavez vonar að slíkt fjármagn muni hjálpa til við byggingu olíuleiðslu sem áætlað er að kosti um 1.500 milljarða króna. Chavez hélt upp á 52 ára afmæli sitt í Íran í gær,þar sem búist var við að hann mundi undirrita samn- inga um fjárfestingu í olíuvinnslu í Venesúela. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hefur miklar mætur á Chavez og veitti forsetanum sem heimsótti landið í fimmta sinn í gær sérstaka orðu „íslamska lýðveldis- ins“ í tilefni dagsins. Fyrirtæki í Íran hafa þegar fjár- fest fyrir að jafnvirði 73 milljarða króna í Venesúela og reiknar ír- anska innanríkisráðuneytið með að sú upphæð eigi eftir að nífaldast í um 652 milljarða á næstu árum. Afskipti Bandaríkjamanna gagnrýnd í Venesúela Stjórn Chavez þvinguð til að falla frá kaupum á tíu herþotum frá Spáni AP Pútín og Chavez föðmuðust á fundi sínum í Kreml á fimmtudag. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is STUNDUM er sagt í rómantískum tóni að það að missa af strætó geti skorið úr um það til hvaða lífs- förunautar örlögin kjósa að leiða mann. Stórskáld hafa í gegnum tíðina gert þetta að yrkisefni sínu og snert viðkvæma strengi með myndlíkingum um djúpa og var- anleg ást við fyrstu sýn. Karlar ættu ef til vill að endur- skoða þessar hugmyndir og leggja rómantískar ljóðabækur til hliðar, því val á lífsförunaut getur átt sér allt aðrar og jarðbundnari rætur. Þannig bendir ný bresk rann- sókn á 61 karli í háskólanámi til þess að svangir menn hafi tilhneig- ingu til að laðast að þyngri konum en þeir sem eru með magann full- an, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins, BBC. Svangir þátttakendur beindu einnig mun minni athygli að vaxt- arlagi kvenna og voru síður upp- teknir af því hvort útlínur þeirra væru „bugðóttar“ heldur en þeir sem saddir voru. Hvaða áhrif svengd hefur á makaval kvenna verður svo næsta viðfangsefni rannsakenda. Þótt óljóst sé hvert orsaka- samhengið er í þessu sambandi benda eldri rannsóknir í fé- lagsfræði til þess að í samfélögum þar sem matur er af skornum skammti, líkt og t.a.m. í Suður- Kyrrahafsríkjum, séu karlar hrifn- ari af þéttholda konum. Þá eru innflytjendur frá þróunarlönd- unum sagðir laðast að grennri konum en áður eftir að hafa flutt til þróaðra ríkja þar sem slíkt holdarfar er lofsamað í fjöl- miðlum. Svangir vilja þyngri konur KÍNVERSK stjórnvöld tilkynntu í vikunni að sérstakir rannsak- endur í máli andófsmannsins Fu Xiancai, sem lamaðist eftir að hafa verið í haldi lögreglu, hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði hálsbrotnað eftir að hafa „lamið sig sjálfur“. Mál Fu hefur vakið gríðarlega athygli en hann hefur barist fyrir rétti fólks sem hefur þurft að yf- irgefa heimili sín vegna fram- kvæmda við Þriggja gljúfra stífl- una svokölluðu í Kína. Að mati Fu hafa yfirvöld komið illa fram við bændur á landinu sem fer undir vatn vegna bygg- ingar stíflunnar, úthlutað þeim lakara landi og ekki hirt um spillta embættismenn sem hafi svipt þá skaðabótum. Meint árás var gerð þremur vikum eftir að Fu gagnrýndi framkvæmdir við stífluna í viðtali við þýska sjón- varpsstöð, en talið er að það hafi verið kornið sem fyllti mæli yf- irvalda. Að sögn talsmanna mannrétt- indasamtakanna Human Rights in China (HRIC) er ekki búist við því að hann geti gengið aftur. Þeir fullyrða ennfremur að Fu hafi orðið fyrir svo miklu höggi á hálsinn að þrír hryggjarliðir hafi mölbrotnað. Rannsakendur á vegum stjórn- valda segja hins vegar að engin fótspor hafi verið að finna á meintum árásarstað og að þar af leiðandi hljóti hann að hafa valdið sjálfum sér þessum skaða. Tals- menn HRIC efast mjög um sjálf- stæði rannsakenda í málinu, sem þeir segja starfa fyrir sömu aðila og taldir eru hafa ráðist á Fu. Sagður hafa „lamið sig sjálfur“ AP Fu Xiancai skömmu áður en hann fór í skurðaðgerð í júnímánuði. Los Angeles. AFP. | Maður, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi í kjölfar þess að hann var handtekinn fyrir morð árið 1995, hefur fullyrt að hann hafi orðið samtals 48 mönn- um að bana á 25 ára tímabili, áður en lögreglan hafði hendur í hári hans. Reynist frásögn mannsins, hins 43 ára gamla Robert Charles Browne, rétt er um að ræða einn versta fjöldamorðingja í sögu Bandaríkjanna. Browne játaði á sig þessi morð þegar hann viðurkenndi í réttarsal í Colorado-ríki á fimmtudag að hafa myrt 15 ára gamla stúlku árið 1987. Dagblaðið Colorado Springs Ga- zette hefur það eftir skrifstofu lög- reglustjóra á svæðinu að Browne hafi sagt morðrununa hafa hafist eftir að hann gegndi herþjónustu í Suður-Kóreu, þar sem hann myrti annan hermann vegna rifrildis um vændiskonu. Tímasetningin á játningu Brow- nes er sérstök, því að ljóðskáldið og grunaður fjöldamorðingi, Willi- am Richard Bradford, var í vik- unni talinn hafa borið ábyrgð á dauða um 50 kvenna sem sátu fyr- ir á ljósmyndum hans. Nú hefur hins vegar verið staðfest að 26 kvennanna séu á lífi. AP Robert Charles Browne. Játar á sig 48 morð KÍNVERSKUR maður, sem missti móður sína og fatlaðist í jarðskjálftanum mikla í borginni Tangs- han 1976, minntist þess með tilfinningaþrungnum hætti í gær að 30 ár voru liðin frá því að skjálftinn reið yfir. Alls fórust 240.000 manns í skjálftanum, sem er einhver sá mannskæðasti í sögunni. Skjálftinn var áætlaður 7,8 til 8,2 á Richter- kvarðanum og var eyðilegging af hans völdum í iðnaðarborginni Tangshan gríðarleg. AP Skjálftans í Tangshan minnst ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.