Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 19 ERLENT ÍSRAELAR reyna nú ákaft að beita öflugum her- afla sínum til að knésetja vígasveitir Hizbollah- hreyfingarinnar í Líbanon. En þótt vafalaust hafi margir liðsmenn hennar fallið bendir fátt til að tekist hafi að draga vígtennurnar úr sveitunum. Talið er að í þeim séu a.m.k. 8.000 manns og sverfi verulega að þeim munu liðsmennirnir einfaldlega láta sig hverfa, fela vopn sín og leita skjóls innan um almenna borgara. Stjórnmálaskýrendur segja að stuðningur við Hizbollah, sem er samtök bók- stafstrúaðra sjía-múslíma, vaxi nú meðal almenn- ings í löndum íslams, einkum arabaríkjum. Æ fleiri gagnrýna nú Ísraela, í gær voru það fimm íslömsk ríki í Asíu, Íran, Malasía, Pakistan, Bangladesh og fjölmennasta ríki múslíma, Indó- nesía, sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar var þess krafist að gert yrði „tafarlaust og skilyrðislaust vopnahlé“ og harkalegar aðferðir Ísraelshers í Líbanon voru fordæmdar. Ísraelar hófu árásirnar á Líbanon þegar Hizbol- lah-menn rændu tveim ísraelskum hermönnum og hófu auk þess að skjóta flugskeytum á Ísrael, sum skeytanna eru mun langdrægari en þau sem sam- tökin hafa áður notað. Bent er á í grein í The New York Times í gær að í fyrstu hafi leiðtogar nokk- urra mikilvægra arabalanda, Sádi-Arabíu, Egyptalands og Jórdaníu, orðið við tilmælum Bandaríkjamanna og gagnrýnt Hizbollah fyrir að kalla hefndarárásir yfir líbönsku þjóðina með óá- byrgri stefnu sinni. En nú hafi hundruð óbreyttra borgara í Líbanon fallið og Hizbollah haldi enn velli í Suður-Líbanon eftir tveggja vikna bardaga, þrátt fyrir yfirburði ísraelska hersins. Leiksoppar Bandaríkjanna? Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, sem þyk- ir snjall áróðursmaður og vel máli farinn, sé að verða þjóðhetja meðal almennings í arabalöndum sem finnist að hann og menn hans haldi uppi heiðri araba gegn Ísraelum. Margir arabar álíta að leiðtogar ríkjanna þriggja sem áður voru nefnd og reyndar fleiri arabalanda hagi sér eins og leiksoppar Bandaríkj- anna og Ísraels, sýni ekkert sjálfstæði og láti stöð- ugt auðmýkja sig. Rasha Salti, sjálfstætt starfandi blaðamaður í Líbanon, lýsti því á bloggsíðu sinni hvers vegna Nasrallah væri svo vinsæll. „Eftir að stríðið braust út hefur komið í ljós að persónuleiki Hassan Nasrallah og reyndar öll framkoma hans út á við er alger andstæða þess sem gerist meðal þjóðhöfðingja arabaríkja,“ sagði hún. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa nú snúið við blaðinu. Þau segja að stöðvi Ísraelar ekki árás- irnar geti farið svo að þau hætti að styðja tillögu frá 2002 um að friður verði saminn á grundvelli þess að Ísrael verði viðurkennt af öllum arabaríkj- um gegn því að skila öllu landi sem Ísraelar hafi hernumið síðan 1967. Ráðamenn í Egyptalandi og Jórdaníu eru einnig hvassyrtari gagnvart Ísrael þótt ef til vill sé aðeins um að ræða tækifæris- stefnu vegna reiði almennings. Hvarvetna birtast nú blaðagreinar, skopmyndir, bloggfærslur og ljóð þar sem Nasrallah er hafinn upp til skýjanna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er gagnrýnd og sögð hafa sýnt tilfinn- ingakulda þegar hún lýsti átökunum sem fæðing- arhríðum „nýrra Mið-Austurlanda“. Skopmynd í Jórdaníu sýndi ísraelskan skriðdreka á rústum fjölbýlishúss sem táknaði arabaheiminn, yfir- skriftin var „Hin nýju Mið-Austurlönd“. Súnnítar og sjítar starfa saman Samskipti Hizbollah og Hamas-samtaka súnní- múslíma, sem nú eru við stjórnvölinn í Palestínu, eru góð. Á sínum tíma ráku Ísraelar hóp Hamas- manna frá hernumdu svæðunum yfir til Líbanons og urðu þeir í fyrstu að hírast við illan leik á ber- angri. Hizbollah-menn gáfu mönnunum tjöld til að skýla sér og sýndu þeim gestrisni sem varð til að bæta mjög samskiptin. Í grein The New York Times er minnt á að al- Qaeda hafi nýlega sent frá sér yfirlýsingu þar sem baráttan gegn Ísraelum í Líbanon er hyllt án þess þó að Hizbollah-samtökin séu nafngreind. Næst- ráðandi Osama bin Ladens í al-Qaeda, Egyptinn Ayman al-Zawahri, sagði þar að baráttan í Líb- anon væri hliðstæð stríðinu í Írak gegn stjórnvöld- um í Bagdad og erlenda herliðinu. Þetta er kaldhæðnislegt í ljósi þess að al-Qaeda eru samtök ofstækisfullra súnní-múslíma sem hat- ast við sjía-múslíma, líta á þá sem trúvillinga. Hinn fallni leiðtogi al-Qaeda í Írak, Abu Musab al- Zarqawi, hvatti eitt sinn súnníta í Írak til að gera út af við alla sjíta í landinu. Stuðningur við Hizbollah eykst í arabalöndum Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Margir arabar dást að baráttu samtakanna við Ísraelsher Reuters Kröfuspjald á útifundi með mynd af leiðtoga Hizbollah-samtakanna, Hassan Nasrallah. RÁÐAMENN í nokkrum borgum í Bandaríkjunum sporna við því að heimilislausu fólki sé gefið að borða í skemmtigörðum borgarinnar, að sögn The New York Times. Mikið er um að góðhjartaðir borgarar víki mat og drykk að útigangsfólki en margir kvarta undan drykkju- látum, sóðaskap og glæpum sem oft fylgi slíku fólki. Vilja ráðamenn í sumum borgum að fólkinu sé frem- ur bent á að fá sér að borða í opin- berum súpueldhúsum. Vandinn er að oft þarf umrætt fólk að ganga nokkra kílómetra frá görðunum að næsta súpueldhúsi og það er ekki auðvelt í borg eins og Las Vegas þar sem hitinn fer upp undir 40 gráður á celsíus á sumrin. „Yfirvöldum hérna er alveg sama um fólk,“ segir Linda Norman, 55 ára gömul heimilislaus kona í Hunt- ridge Circle-garði sem er í snyrti- legu hverfi í grennd við miðborg Las Vegas. „Við viljum bara fá að borða.“ Gary Reese, sem á sæti í borgar- stjórninni, segir að enginn vilji að fólk deyi úr hungri. En leysa verði vandann með öðrum hætti en að venja útigangsfólk á að fá frítt að borða í skemmtigörðum. „Fjöl- skyldufólk er hrætt við að fara inn í garðana,“ segir hann. Um 12.000 manns teljast nú heimilislausir í Las Vegas. Borgar- yfirvöld hafa nú gengið lengra en tíðkast annars staðar og sett reglur gegn matargjöfunum. Verður refs- að fyrir brot á reglunum með allt að 1.000 dollara sekt, um 73 þúsund kr. Tekið er fram að ekki sé átt við handahófskennd góðverk heldur skipulagða starfsemi sem valdi því að heimilislausir mæti á ákveðna staði í görðunum til að fá mat. „Viljum bara fá að borða“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.