Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 45 MINNINGAR Runólfur Gíslason, eða Runi á Hvann- eyri, er allur, langt fyrir aldur fram. Mig langar með þessum orðum að minnast hans og þakka samfylgdina sem hefur varað frá unglinsárum í gagnfræðaskóla. Þar minnist ég helst þátttöku í gam- anleikjum sem settir voru upp á árshátíðum skólans. Þar fór Runi fremstur í flokki. Leiklistin átti eftir að fylgja honum en hann tók öflugan þátt í starfi Leikfélags Vestmannaeyja um árabil. Einnig var hann leiðtogi í hópi jafnaldra þegar kom að árgangsmótum sem haldin hafa verið reglulega á und- anförnum áratugum. Þar sparaði Runi ekki kraftana og var sá sem blés til leiks hverju sinni þegar komið var að undirbúningi næsta móts. Árlegar jólaveislur hjá Margó og Runa á Brekastígnum voru jafnan fjörugar og líflegar. Þar fór Runi oft á kostum þegar hann rifjaði upp ýmsa atburði og sögur af sjálf- um sér og öðrum. Hann var stál- minnugur og mundi ólíklegustu at- burði og tímasetningar þannig að okkur hinum, sem jafnvel vildum gleyma bernskubrekunum, þótti nóg um. Við Egill og fjölskylda eigum eftir að sakna Runa sárt en minn- ing um góðan dreng lifir. Við send- um Margó, Andra, Sóleyju, Lokesh og öðrum ættingjum hans og vin- um innilegar samúðarkveðjur. Erna Jóhannesdóttir. Kveðja frá 50-árgangnum Skólafélagi okkar og fermingar- bróðir, hann Runi á Hvanneyri, hefur kvatt þennan heim. Með nokkrum fátæklegum orðum minn- umst við góðs félaga. Árgangurinn okkar hefur verið duglegur við að hittast. Oftast yfir helgi síðla í maí og að sjálfsögðu í Eyjum. Þessi árgangsmót okkar hafa verið vel undirbúin af hörðum kjarna búsettum í Eyjum og var Runi einn þeirra sem lagði hvað mesta alúð við undirbúninginn. Hann lét sig ekki vanta á einn ein- asta undirbúningsfund, enda hafði hann mikið gaman af árgangsmót- unum og honum fannst alls ekki of þétt að hafa þau á 5 ára fresti. Það er svo gaman að hitta allt þetta fólk, sagði hann. Hann vildi hafa þetta flott og lagði sitt af mörkum til að svo mætti verða. Hann ýmist tók að sér að vera veislustjóri, halda ræðu eða tók þátt í einhverju skemmtiatriðinu. Það var gaman að vinna með honum fyrir þessi ár- gangsmót, honum fannst þetta svo skemmtilegt. Þegar árgangurinn hittist öðru sinni, 1990, vantaði Runa. Hann RUNÓLFUR GÍSLASON ✝ Runólfur Gísla-son fæddist á Hvanneyri í Vest- mannaeyjum 31. maí 1950. Hann lést á heimili sínu í Vest- mannaeyjum 9. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Landakirkju 15. júlí. var erlendis á ferða- lagi. Þá helgina var viðkvæðið manna á meðal, að það væri ekki alvega að marka, því það vantaði jú Runa. Ekki svo að skilja að okkur hafi leiðst, – en samt … það vantaði Runa. Hann var „heiðurs- gesturinn sem ekki var viðstaddur“. Það var nefnilega sama hvar Runi kom, alltaf setti hann svip á um- hverfið. Í okkar hópi verður hans minnst sem kraftmikils gleðigjafa, einnar af styrkustu stoðunum sem haldið hafa samfélagi 50-árgangs- ins gangandi. Kannski af því að hann var óborganlega fyndinn, kannski af því að hann var stór- kostlegur leikari, kannski af því að hann var prakkari allt sitt líf, kannski af því að hann var kraft- mikill og drífandi. Því allt þetta var hann og meira til. Runi var baráttumaður, sem ávallt hafði kjark til að tjá skoðanir sínar. Hann hafði sterka réttlæt- iskennd og ríka sjálfstæðisþörf. Í barna- og gagnfræðaskóla hefur kennurunum vafalaust oft þótt erf- itt að þurfa að rökstyðja alla skap- aða hluti gagnvart Runa. Þeir sem höfðu völd og ábyrgð komust ekki upp með að rökstyðja ákvarðanir sínar með „af því bara“. Áhuga- málum sínum sinnti Runi ávallt af alúð og kostgæfni. Þannig fylgdist hann með grósku Bítlatímabilsins af slíkum ákafa að hann var eins og gangandi alfræðiorðabók og vissi bókstaflega allt um allar hljóm- sveitirnar og öll lögin. – Og við höfum notið góðs af þessu ótrúlega minni Runa æ síðan. Hann mundi nánast allt sem gerst hafði, bæði í skólanum og utan hans. Og þegar við bættist að hann var frábær sögumaður, þá er kannski ekki að undra að hann var gjarnan mið- punktur athyglinnar þegar við hitt- umst til að rifja upp gamla daga. Það varð snemma ljóst að þessi fjörmikli og orðheppni prakkari hafði mikla hæfileika á sviði leik- listarinnar. Ekki var haldin sú skólaskemmtun að Runi kæmi þar ekki við sögu með eftirminnilegum hætti. Eftir að skóla lauk fór hann fljótlega að leggja Leikfélagi Vest- mannaeyja lið og hefur verið einn af burðarásum þess um ártuga skeið. Næst þegar við í 50-árgangnum hittumst, mun vanta Runa. Og eins og síðast þegar hann vantaði verð- ur hans sárt saknað. Það verður vitnað í hann og sagðar af honum sögur. „Eitthvað hefði nú Runi haft að segja um þetta“, verður sagt. Andi hans mun svífa yfir vötn- unum, því minningin um góðan dreng verður aldrei frá okkur tek- in. Við sendum Margo, börnum þeirra, tengdasyni, Gísla tvíbura- bróður hans og öðrum ættingjum hugheilar samúðarkveðjur. – Blessuð sé minning Runa vinar okkar. Fyrir hönd 50-árgangsins í Vest- mannaeyjum, Kristín (Kiddý) og Gylfi. Fyrstu þrjú árin bjó Helga og fjölskylda hennar að Laugateigi 29 í Reykjavík, en flutti síðan í nýbyggt ein- býlishús að Þinghóls- braut 44 (síðar 52) á suðurhlið Kárs- ness í Kópavogi. Á þessum tíma var mikið byggt á Kársnesi, enda erfitt að fá lóðir í Reykjavík. Leiksvæði Helgu og annarra barna á Kársnesi voru byggingarsvæðin. Þessi leiksvæði voru spennandi en hættuleg. Naglar, vírar, steypujárn og vinnupallar or- sökuðu ófáar skrámur og jafnvel fót- og handleggsbrot hjá æskulýð Kópa- vogs á þessum árum. Helga var hepp- in að eiga yndislega æsku og marga leikfélaga á þessum fallega stað. En æskan er ekki einungis leikur, Helga var aðeins fimm ára gömul þegar hún hóf nám í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Fljótlega fór hún að taka þátt í danssýningum skólans. Upp frá þessu var Þjóðleikhúsið hennar annað heimili, þar til að hún flutti af landi brott. Æskuheimili Helgu á Kársnesi var fallegt og gestríkt, þar sem áheyrsla var lögð á menningu, garðyrkju og hesta. Framtíðin sá jafn ljós út og for- tíðin hafði verið. Þegar Helga var fjórtán ára gömul deyr Jón faðir hennar, eftir skamma óheilsu. Lilja móðir Helgu, var nú ein og atvinnu- laus með fimm börn, olíukynt ein- býlishús og há lán. Í þokkabót var kreppa og því sem næst ómögulegt að selja dýr einbýlishús og aðrar eignir. Lánardrottnar flykktust að og heimt- uðu að eignir yrðu seldar og lánin greidd þegar í stað. Húsið, góðhestar og bílar voru nú seldir fyrir því sem næst ekki neitt til að greiða lánin, en fjölskyldan flutti að Kaplaskjólsvegi HELGA ELDON ✝ Helga Eldonfæddist 9. júlí 1953. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 3. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 9. maí. 55 í Reykjavík. Lilja vann þá vinnu sem hún fékk í kreppunni, en launin hrukku skammt. Ekki sáust gestir á Kaplaskjóls- vegi 55, enda þeim ekki veitt þar af sömu rausn og þeim hafði verið á Þinghólsbraut 44. Helga var kjörin fulltrúi ungu kynslóð- arinnar 1969 og komst í úrslit í Miss Young Int- ernational-keppninni í Japan árið eftir. Þrem árum síðar var hún kjörin ungfrú Ís- land. Sama ár varð hún önnur í keppninni Ungfrú alheimur sem hald- in var í Tókýó. Mörgum fannst feg- urðarsamkeppnir lítt við hæfi á þess- um árum kvennaverkfalls og bernsku pólitísks femínisma á Íslandi. Gekk svo langt að Helga varð fyrir aðkasti fyrir uppátækið, en fékk fáar þakkir. Fjölmiðlar voru í vasa pólitíkusa á þessum árum og fór því fremur hljótt þar um afrek Helgu. Enginn stjórn- málamaður eða flokkur vildi, í þessu andrúmslofti, sjást vera hlynntur „kroppasýningum“. Lilja varð að greiða ferðakostnaðinn með matar- peningunum, þó að aðrir hefðu hvatt til fararinnar og lofað að borga brús- ann. Íslenski dansflokkurinn var stofn- aður á þessum árum og var Helga ein af fyrstu dönsurum flokksins. Árið 1978 hélt Helga til New York þar sem hún æfði og dansaði med Harkness- ballettfloknum, sem á þeim árum var annar aðalballettflokkur borgarinnar. Eftir nokkur ár í höfuðborg dansins, flutti Helga til Los Angeles og dans- aði þar um hríð. Þar tók hún m.a. nokkrum sinnum sporið með John Travolta! Í svanalíki lyftist moldin hæst. Hann ljómar fegurst og hann syngur skær- ast … Svo reisist brjóstsins hvíta, hreina mjöll, hver hreyfing er sem stilltur bogadráttur. Og hálsinn ljósi liðast mjúkt og réttir sig langt yfir dalaþorpin öll. Sem bylgjur tóna líða vængir léttir í loftsins fríðu, víðu söngvahöll … (Einar Benediktsson.) Í Los Angeles fær hún heimboð frá Íslendingi sem bjó í Seattle og hún hafði hitt stuttlega í Reykjavík. Skömmu eftir að til Seattle var komið spyr maðurinn Helgu, hvort hún sé ekki til í að skreppa með honum til Alaska. Hún slær til. Ferðalaginu lauk ekki fyrr en fyrir einu og hálfu ári! Íslendingurinn heitir Gunnar Guðjónsson. Gunnar var skipstjóri, útgerðarmaður og frægur aflakóngur á Alaskamiðum. Helga var kokkur, háseti og stjórnarformaður útgerðar- innar í rúm tuttugu ár. Komust þau Gunnar þar oft í hann krappan, eins og geta má nærri. Útsær, þú hastar á hjartað og göfgar þess ama. Þú hylur í þögn vor fögnuð og gjörir hann ríkan … Þó deyi hjá þér okkar vonir, sem nefna sig nöfnum, Og nísti þinn kali vort brjóst, er vald þitt hið sama; Því handan þín enginn átti að búast við höfnum. Eilífð og himinn er landsýnin þar fyrir stöfnum. (Einar Benediktsson.) Gunnar og Helga fluttu heim til Ís- lands fyrir rúmlega einu og hálfu ári. Helga leit þá ekki út degi eldri en þeg- ar hún kvaddi landið fyrir nær þrem áratugum. Nokkru eftir að heim var komið varð Helgu ljóst að hún gekk ekki heil til skógar. Í ljós kom að hún gekk með ólæknandi krabbamein og töldu læknar að hún ætti skammt eft- ir ólifað. Helga var ekki vön að gefast upp baráttulaust og var sú raunin nú sem endranær. Helga lifði mun leng- ur en nokkur hafði þorað að vona og læknar gátu útskýrt. Hún lifði sínu daglega lífi þar til hún lést. Hún sá um öll húsverk, lagaði mat, verslaði, sat fundi, fór í leikhús, á bíó og tók á móti gestum af sömu rausn og ætíð og henni var í blóð borið. Um sjúkdóm- inn ræddi hún opinskátt og af æðru- leysi. … í vöggunar landi skal varðin standa. (Einar Benediktsson.) Sveinn Eldon. Undirrituðum bárust þau leiðu tíð- indi að frændsystkini mín þau Hjör- dís og Magnús frá Vallá hefðu látist þann sama dag 4. júlí sl. Í erli nú- tímans er því tekið sem ákveðnum söknuði en hlut sem ekki verður við ráðið. En þegar komið er til hinstu kveðjustundar skerpist minnið og við hugljúfa kyrrðarstund í Grafarvogs- kirkju með séra Önnu Sigríði Páls- dóttur, listamönnunum Hallveigu Rúnarsdóttur, Hilmari Erni Agnars- syni og Sigurði Halldórssyni sem fluttu sinn þátt af athöfninni af stakri prýði ásamt félögum úr Karlakór Kjalnesinga og vinum úr Karlakór Reykjavíkur hrannast upp minning- arnar. Ef farið er langt langt aftur í tím- ann koma fyrst fram nöfn, saga og ör- lög. Kynslóðir sem maður þekkti og í HJÖRDÍS JÓNSDÓTTIR OG MAGNÚS JÓNSSON ✝ Hjördís Jóns-dóttir fæddist á Litlu-Vallá á Kjalar- nesi 24. maí 1952. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi þriðjudaginn 4. júlí síðastliðinn. Magnús Jónsson fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1953. Hann varð bráð- kvaddur þriðjudag- inn 4. júlí síðastlið- inn. Útför systkinanna var gerð frá Grafarvogskirkju 14. júlí. dag sjáum við samferðafólkið, jafn- aldrana og að lokum unga fólkið og börn sem við höfum náð að kynnast nú á síðustu árum og í erfidrykkjunni hitti ég afabarn Magnúsar, Jón Arnar Gústafsson, „sæll, Sverrir frændi“ sagði hann, enda frændi minn í báðar ættir. Benedikt Sigurðsson var bóndi í Varmadal. f. 26. janúar 1807. Magnús Benediksson bóndi á Vallá og Þerney, f. í Varmadal 10. október 1831. Bene- dikt Magnússon, f. í Leirvogstungu 22. ágúst 1867 bóndi á Vallá 1895– 1937, kvæntur Gunnhildi Ólafsdóttur. Magnús Benediktsson, f. á Vallá 1903 og bóndi þar, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur. Gréta Magnúsdóttir, f. á Vallá 22. ágúst 1930, gift Jóni Eng- ilbert Júlíussyni, ættuðum af fjöl- mennri ætt af Kjalarnesi, eru forfeð- ur hans kenndir við Nes í Brautarholti, Ártún og Tindstaði. Hjördís og Magnús teljast því til þeirrar Kjalarnesættar sem margir eru komnir af. Föðurætt Hjördísar og Magnúsar þekki ég vel. Þorgeir Jónsson bóndi í Gufunesi föðurbróðir minn sagði eitt sinn við mig er við keyrðum fram hjá Kolla- firði „voða var hann Óli Þorkels dug- legur í Kollafirði“ en Ólafur þessi var bróðir Júlíusar afa Hjördísar og Magnúsar. Faðir þeirra og þau systk- inin voru alveg eins, með afbrigðum dugleg. Hjördísi þekkti ég lítillega en var þó alltaf hreykinn af því að hún var skírð í höfuðið á systur minni sem al- nafna, en systir mín annaðist heimili þeirra á Litlu-Vallá þegar móðir hennar ól hana, Hjördís í Varmadal var þá unglingsstúlka, falleg og ógleymanleg. Kynni okkar Magnúsar urðu miklu meiri og öll góð, Magnús var víkingur í sjón og raun. Þau verk sem hann vann Kjalnesingum verða seint þökk- uð. Á sviði stjórnmála á Kjalarnesi var hann ofur virkur og allt í öllu en á Kjalarnesi var hart barist og auðvitað allt of hart í svona lítilli sveit og má segja þó við Magnús værum á móti sameiningu við Reykjavík að hún hefði verið til góðs því það er ekki gott að fólk skiptist í tvær stjórnmálalegar einingar sem ekki lyndir saman. Það sem ég minnist fyrst og fremst í fari Magnúsar er óeigingjarnt starf hans og framtakssemi við sína sam- borgara á Kjalarnesi og hjálpsemi við þá sem voru að byggja húsin sín alveg eins og faðir hans gerði en þeir voru báðir þúsundþjalasmiðir. Á heimili mínu eru fallegir munir sem Magnús hafði frumkvæði að láta gera fyrir hönd vina okkar á Kjalarnesi og færa mér í tilefni tímamóta í lífi mínu. Þannig var Magnús, hugsaði vel til allra. Blessuð sé minning þeirra systkina Magnúsar og Hjördísar. Jón Sverrir Jónsson, Varmadal. Morgunblaðið birtir minningargrein- ar alla útgáfudagana. Skil Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkost- urinn Minningargreinar ásamt frek- ari upplýsingum. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrest- ur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.