Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 48

Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 48
48 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR/KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar. Fermd verður Hanna Valgerður Þórðardóttir, Vættaborg- um 33, Reykjavík. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Kári Þormar. Helgistund á Hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Sókn- arprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11.00. Fermdur verður Birkir Óli Bjarkason, bú- settur í Þýskalandi. Sr. Hans Markús Haf- steinsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Organisti Guð- mundur Sigurðsson. Kór Bústaðakirkju syngur. Molasopi eftir messu. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Hjálmar Jónsson predikar. Sönghópur úr Dómkórnum syngur, organisti Marteinn H. Friðriksson. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ástríður Haraldsdóttir. Samskot í líkn- arsjóð. Molasopi að lokinni guðsþjónustu. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Hjálmar Jónsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardagur: Há- degistónleikar kl. 12.00 á vegum Al- þjóðlega orgelsumarsins. Bine Katrine Bryndorf, organisti í Kaupmannahöfn, leik- ur. Sunnudagur: Messa kl. 11.00. Sr. Birgir Ásgeirsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Hópur úr Mót- ettukór syngur. Organisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kaffisopi eftir messu. Ensk messa kl. 14.00 í umsjá sr. Yrsu Þórð- ardóttur. Organisti Gróa Hreinsdóttir. For- söngvari Guðrún Finnbjarnardóttir. Messu- kaffi. Orgeltónleikar á sunnudagskvöld kl. 20.00. Bine Katrine Bryndorf organisti leikur á orgelið. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Org- anisti Magnús Ragnarsson. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Guðsþjónusta kl. 10.30 á Landspítala á Landakoti. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, organisti Birgir Ás Guðmundsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks er ekki messað í Langholts- kirkju í júlímánuði. Bent er á messu í Bú- staðakirkju kl. 11. Sr. Pálmi Matthíasson sóknarprestur í Bústaðakirkju þjónar Langholtsprestakalli í júlímánuði og sím- inn í Bústaðakirkju er 553 8500. LAUGARNESKIRKJA: Nú stendur yfir sum- arleyfi hjá söfnuði Laugarneskirkju og er safnaðarfólk hvatt til að heimsækja ná- grannakirkjurnar á helgum dögum. Fyrsta messa eftir sumarleyfi verður sunnudag- inn 20. ágúst kl. 20.00. NESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Í mess- unni mun strengjakvartettinn Quartetto Constanz frá Toronto í Kanada leika. Fé- lagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Reynir Jónasson. Sr. Örn Bárður Jónsson predikar og þjónar fyrir altari. Kaffi á Torginu eftir messu. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11. Ritningarlestur og bæn. Kaffisopi eftir stundina. Sr. Arna Grétarsdóttir. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Almennt guðs- þjónustuhald fellur niður til 13. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Sunnudag- inn 13. ágúst verður guðsþjónusta kl. 14, sem varðar upphaf fermingarstarfs Frí- kirkjunnar. Hægt er að ná í safnaðarprest í sumar. Prestarnir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari. Krist- ina Kalló Sklenár organisti. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg guðs- þjónusta Digranes-, Linda- og Hjallasókna í Hjallakirkju kl. 11. (www.digra- neskirkja.is). GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti Gróa Hreinsdóttir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Yrsa Þórðardóttir þjónar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja og leiða safnaðarsöng. Org- anisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson predikar og þjónar fyrir altari. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir. LINDASÓKN í Kópavogi: Sameiginleg guðsþjónusta Linda-, Hjalla- og Digranes- sókna í Hjallakirkju kl. 11. SELJAKIRKJA: Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Bolli Pétur Bollason predikar. Kór Seljakirkju leiðir söng. Jón Bjarnason er organisti. Kvöldguðsþjónusta með alt- arisgöngu kl. 20. Sr. Bolli Pétur Bollason og sr. Guðni Már Harðarson þjóna. Kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti er Jón Bjarnason. Sjá nánar um kirkjustarf á www.seljakirkja.is. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma með mikilli lofgjörð og fyrirbænum. Komið og sjáið að drottinn er góður. Þáttur kirkj- unnar, „Um trúna og tilveruna“, er sýndur á Omega kl. 14. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmára 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11.00. Bænastund alla miðvikudaga kl. 20.00. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Samkoma sunnu- dag kl. 20. Umsjón Anne Marie Reinholdt- sen. Opið hús daglega kl. 16–18 í ágúst (nema mánudaga). Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN KEFAS, Fagraþingi 2a: Sam- koma sunnudag kl. 20. Sigrún Ein- arsdóttir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samfélag eftir samkomu. Allir velkomn- ir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Fyr- irbænir í lok samkomu. Allir velkomnir. Ath. Barnakirkjan er komin í sumarfrí, hefst aftur 27. ágúst. Hægt er að hlusta á beina útsendingu á Lindinni FM 102,9 eða horfa á www.gospel.is – Á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu kl. 20. KROSSINN: Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. BETANÍA, Lynghálsi 3: Samkoma kl. 11 sunnudaga. Einnig samkomur kl. 19.30 á föstudögum. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónar, Ásabraut 2, Garða- bæ: Guðsþjónusta sunnudag kl. 9 árdegis á ensku og kl. 12 á hádegi á íslensku. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík, Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18.00. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Tilbeiðslu- stund er haldin í Kristskirkju á hverju fimmtudagskvöldi að messu lokinni, þ.e. frá kl. 18.30 til 19.15. Reykjavík, Mar- íukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga:Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á mánudögum frá kl. 19.00 til 20.00. Riftún í Ölfusi: Sunnu- daga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Tilbeiðslustund á hverjum degi kl. 17.15. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukap- ella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnu- daga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnu- daga: Messa kl. 11.00. Tilbeiðslustund á hverjum föstudegi kl. 17.00 og messa kl. 18.00. KIRKJA SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19, Reykja- vík. Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðsþjón- usta kl. 11.00. Ræðumaður: Björgvin Snorrason. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11.00. Ræðumaður: Jóhann Þorvalds- son. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðsþjónusta kl. 11.00. Ræðu- maður Gavin Anthony. Safnaðarheimili að- ventista Blikabraut 2, Keflavík: Lokað. Aðventkirkjan Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.00. Guðsþjónusta kl. 11.00. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Messa sunnudag kl. 14. Útivistar- og hestafólk er sérstaklega boðið velkomið. Góð aðstaða fyrir hross. Heitt á könnunni í garðinum eftir messu. Fjölmennum og eigum ánægjulegan dag. Sóknarprestur. STAFKIRKJAN á Skansinum í Eyjum: Kl. 11. Sunnudagsmessa Landakirkju verður í Stafkirkjunni við Hringskersgarð á kirkju- degi Stafkirkjunnar. Teknir verða í notkun nýir altarisdúkar og kaleiksklæði Stafkirkj- unnar sem listamaðurinn Sigríður Jó- hannsdóttir hefur unnið. Altarisganga. Kór Landkirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar organista. Gestaprest- urinn sr. Ruth Wegeberg frá Árósum í Dan- mörku tekur þátt í messunni og les texta á móðurmáli sínu. Sr. Kristján Björnsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Morg- unsöngur kl. 10.30. Ath. tímann. Prestur sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti Hrönn Helgadóttir. Félagar úr Kór Hafnarfjarð- arkirkju leiða söng. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Helgi- stund á sumarkvöldi á sunnudag kl. 20. Prestur Bragi J. Ingibergsson. Kór Víð- istaðasóknar syngur. Organisti Úlrik Óla- son. Allir velkomnir. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 20. Félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Fermd verða Atli Steinn Benedikts- son og Karen Bascou. Rúta fer frá Vídal- ínskirkju kl. 19.30 og frá Hleinum litlu síð- ar. Allir velkomnir. Sjá upplýsingar á vef Garðasóknar, www.gardasokn.is. STRANDARKIRKJA: Guðsþjónusta á sunnudag kl. 14. Prestur sr. Úlfar Guð- mundsson, organisti Jón Bjarnason. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Kvöldmessa í Kefla- víkurkirkju. Nk. sunnudag, 30. júlí, verður gospelmessa í Keflavíkurkirkju kl. 20. Gospelkór Suðurnesja syngur undir stjórn Elínar Halldórsdóttur. Við hvetjum sem flesta til að koma og hlýða á þennan skemmtilega kór eftir amstur helgarinnar. Meðhjálpari er Guðmundur Hjaltason og prestur er sr. Sigfús Baldvin Ingvason. SETBERGSPRESTAKALL: Hátíðarmessa í Grundarfjarðarkirkju kl. 14 í tilefni af 40 ára vígsluafmæli Grundarfjarðarkirkju. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, predikar. Að guðsþjónustu lokinni verður boðið til kaffisamsætis. Í tilefni af vígsluafmæli kirkjunnar verður jafnframt opnuð sýning í Sögumiðstöðinni, sem byggir á dagbókarbrotum Guðbjarts Jóns- sonar, byggingarmeistara kirkjunnar. Kl. 18: Helgistund í Setbergskirkju. HÓLADÓMKIRKJA: Messa kl. 11. Prestar úr prófastsdæminu þjóna fyrir altari. Sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson prédikar. Kór Sauð- árkróksprestakalls syngur. Dagskrá kl. 14. Sr. Gísli Gunnarsson kynnir. Sr. Sig- urður Ægisson flytur erindi um Guðbrand Þorláksson. Ungir fiðluleikarar úr héraðinu leika ásamt Kristínu Höllu Bergsdóttur. Þuríður Þorbergsdóttir syngur nokkur lög. Undirleikari Jóhanna Marín Óskarsdóttir. Ókeypis aðgangur. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Kvöldmessa verð- ur fyrir allt prestakallið sunnudagskvöldið 30. júlí kl. 20.30. Messukaffi á prests- setrinu á eftir. Allir velkomnir. Sókn- arprestur. AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Ey- þór Ingi Jónsson. GLERÁRKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta með léttri tónlist kl 20.30. Sumarkirkjan á ferð og heimsækir Glerárkirkju. Þorvaldur Hall- dórsson og Margrét Scheving flytja tónlist og lofgjörð. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Allir velkomnir, kaffiveitingar í safnaðarsal. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Almenn samkoma á sunnudag kl. 20. Allir vel- komnir. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11. Org- anisti Kristján Gissurarson. Mánudaginn 31. júlí er kyrrðarstund kl. 18. Sókn- arprestur. BÚRFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti Guðrún Bragadóttir. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa á sunnudag kl. 17. Prestur sr. Egill Hall- grímsson. Organisti Hilmar Örn Agn- arsson. Flutt verður tónlist frá sumartón- leikum helgarinnar. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur hádegisverður og kaffisopi að loknu emb- ætti. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Fjölskyldu- og barna- guðsþjónusta sunnudaginn 30. júlí kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðs- prestur í Kjalarnesprófastdæmi, annast guðsþjónustuna. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson. Fjölskyldufólk á ferð eða í sumarbústöðum í nágrenninu er sér- staklega hvatt til að koma með börn sín. Ef lítið pláss er inni verður sungið úti við gítarundirleik. Sóknarprestur. Morgunblaðið/Brynjar GautiStafkirkjan í Vestmannaeyjum. Guðspjall dagsins: Jesús mettar 4 þúsundir manna. (Mark. 8). Ensk messa í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 30. júlí nk. kl. 14.00 verður haldin ensk messa í Hallgrímskirkju. Prestur verður sr. Yrsa Þórðardóttir. Organisti verður Gróa Hreinsdóttir. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Fimmta árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Messu- kaffi. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgríms- kirkja) 30th of July, at 2 pm. Holy Communion. The Eighth Sunday after Pentecost. Celebrant and Preacher: Revd. Yrsa Þórð- ardóttir. Organist: Gróa Hreins- dóttir. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. Kvöldstundir í Garðakirkju NÚ fer kvöldguðsþjónustunum að fækka í Garðakirkju, en þær hafa mælst vel fyrir. Sunnudags- kvöldið 30. júlí kl. 20 verða tvö börn fermd, Atli Steinn Bene- diktsson, sem kemur frá Spáni, og Karen Bascou, sem býr í Frakklandi. Sunnudaginn 6. ágúst verður helgistund með léttu sniði í kirkj- unni kl. 20. Vonandi hentar það þeim sem dvelja heima um versl- unarmannahelgina. Vafalaust sjá margir ástæðu til að biðja fyrir fólki á ferðalögum þá helgi. Sunnudaginn 13. ágúst verður „Göngumessa“ kl. 11 en þar með lýkur hinu reglulega helgihaldi sumarsins í Garðakirkju og starf- semin færist aftur í Vídal- ínskirkju. Göngumessan á að vera á allra færi, aðeins verður farið um næsta nágrenni kirkjunnar. Mikill sómi er að breytingum á aðkomu að Garðakirkju og kirkjugarðurinn er til fegurð- arauka fyrir Garðabæ. Allir eru alltaf velkomnir til helgihaldsins. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju GUÐSÞJÓNUSTA með alt- arisgöngu verður í Seljakirkju að kvöldi 30. júlí kl. 20. Sr. Guðni Már Harðarson og Sr. Bolli Pétur Bollason þjóna. Kór Seljakirkju leiðir sönginn undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Njótum saman góðs samfélags í Jesú nafni. Verið vel- komin. Kanadískur kvartett í Neskirkju STRENGJAKVARTETTINN Quartetto Constanz frá Toronto mun leika við messu í Neskirkju sunnudaginn 30. júlí kl. 11 og halda tónleika í kirkjunni mánu- daginn 31. júlí kl. 20. Á efnisskrá eru eftirtalin verk: Strengjakvartett #1 op. 21, „Mors et Vita“, eftir Jón Leifs, Kvartett op. 33 #2 eftir Josef Haydn, Kvartett #3 op. 41 eftir Robert Schumann og La muerta del An- gel eftir Astor Piazzolla. Einnig stendur til að frumflytja nýfundið tónverk eftir Vestur-Íslendinginn Þórð Sveinbjörnsson (Swinburn), en hann var sonur Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar tónskálds. Kvartettinn hefur aðsetur í Ro- yal Conservatory of Music í To- ronto, þar sem hann hefur und- anfarið ár verið „Quartet in Residence“. Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.