Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 24

Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 24
24 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 7 8 AKUREYRI GRÓÐRARSTÖÐIN í Kjarna á Akureyri hefur verið lýst gjaldþrota. Mikil áföll hafa dunið yfir starfsemina á undanförnum misserum. Á árunum 2003–2004 eyði- lagðist um ein milljón plantna eða sem svarar til árs- framleiðslu stöðvarinnar. Allt frá þeim tíma hafa ver- ið miklir rekstrarörðugleikar hjá gróðrarstöðinni. Í tilkynningu segir að reynt hafi verið til þrautar að koma rekstrinum á réttan kjöl, en ekki tekist. Því hafi verið óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Stærstu hluthaf- ar Gróðrarstöðvarinnar í Kjarna eru Skógræktar- félag Eyfirðinga og Upphaf ehf. Stærstu kröfuhafar eru Landsbankinn og KB-banki. Hjá félaginu starfa nú fimm fastráðnir starfsmenn auk sumarfólks. Kjarni gjaldþrota Akureyrarvaka | Nú styttist í hina árlegu hátíð Akureyringa, Akureyrarvöku, en hún verður haldin eftir tæpan mánuð, laugardaginn 26. ágúst. Á Akureyr- arvöku er haldið upp á afmæli bæjarins og einnig lýkur á sama tíma tíu vikna há- tíð Listasumars. Fjöldi viðburða verður í boði fyrir alla fjölskylduna. Sem dæmi má nefna að Sinfóníuhljómsveit Norður- lands heldur tónleika undir berum himni og sýningin „Bitið í skjaldarrendur“ verður opnuð í Ketilhúsinu. Akureyrarvökunefnd hefur nú tekið til starfa og hvetur þá sem ætla að standa fyrir viðburðum á vökunni til að tilkynna um þá og einnig tekur nefndin við hug- myndum og ábendingum um hugsanleg atriði á vökunni. Hafa má samband á net- fangið akureyrarvaka@akureyri.is. DRÁTTARBÁTUR frá Hafna- samlagi Norðurlands togaði í norska skipið Steines, en það tók niðri á Hörgárgrunni í gærmorg- un. Engin hætta var á ferðum og vel gekk að koma skipinu á sigl- ingu á ný að sögn lögreglu á Ak- ureyri. Á myndinni kemur skipið í höfn við Krossanes. Engin hætta á ferðum MIKIL starfsemi hefur verið á Gás- um, skammt norðan Akureyrar, í kringum árið 1300. Fornleifarann- sókn sem staðið hefur yfir í sumar leiðir það í ljós. Gásir voru miðstöð fyrir útflutning á brennisteini, sem var ein dýrasta og jafnframt fágæt- asta verslunarvaran á miðöldum. Minjasafnið á Akureyri, Þjóð- minjasafn Íslands og Fornleifa- stofnun Íslands hafa staðið fyrir fornleifarannsóknum á Gása- kaupstað síðan árið 2001, nú í sumar hefur síðasta uppgraftarlotan í þessu verkefni staðið yfir, rannsókn á svæðinu lýkur 12. ágúst næstkom- andi. Gásakaupstaður, sem er um 11 kílómetra norðan Akureyrar, þykir meðal merkustu minja á landinu, svæðið allt er um 14 þúsund fer- metrar að stærð og þar eru um 60 búðartóftir. Búið er að opna um 1.100 fermetra af minjasvæðinu. Orri Vésteinsson og Howell Ro- berts fornleifafræðingar hafa stjórnað uppgreftrinum á Gásum en að sögn Orra hefur nú í sumar eink- um verið unnið við kirkjurúst sem á svæðinu er, en einnig á svæði sem opnað var þegar rannsókn hófst, sumarið 2001. Orri kynnti helstu niðurstöður verkefnisins í gær, en komið hefur í ljós að mikil starfsemi hefur verið á staðnum í kringum árið 1300. Á Gásum fór m.a. fram járn- og brons- smíði, líklega í tengslum við skipa- og bátaviðgerðir. Heimildir eru um viðskipti nafnkunnra höfðingja í kaupstaðnum og vitað er að Hóla- biskupar fóru þar um á leið sinni til útlanda og heim aftur. Búðirnar í kaupstaðnum eru byggðar til nokk- urra vikna búsetu í senn og end- urbyggðar með stuttu millibili. Merki um mataræði búðverja gefa til kynna að kaupstaðurinn var markaður fyrir úrvalskjöt úr hér- aðinu, en þar hafa einnig fundist ummerki um útlendan kost, selkjöt og skinku. Kirkjan á Gásum var veldistákn norsku kaupmannanna á staðnum, hún var um 112 fermetrar að grunn- aðstöðu fyrir ferðamenn og leggja stíga um nærliggjandi sögustaði, sem eru margir í nágrenni Gása. Þá eru uppi hugmyndir um að end- urgera hluta af kaupstaðnum, koma upp lifandi sögumiðlun og loks að setja upp varanlega sýningu um verslun og iðnað á miðöldum. Von á spennandi niðurstöðum „Ég á von á að niðurstöður þessa verkefnis verði mjög spennandi,“ segir Orri og getur þess að nú í sumar sem og á liðnum sumrum hafi fundist mikið magn beina, spen- dýra- og fiskibeina. Það hafi vakið upp spurningar um hvort slátrun og neysla á kjötvöru á Gásum eigi sér innlendar eða erlendar rætur. Í tengslum við beinarannsóknir fékkst styrkur frá Fornleifasjóði til samanburðarrannsókna á öskuhól hins forna höfuðbóls á Möðruvöll- um. Það er fyrsta skrefið til að víkka rannsóknina á Gásakaupstað út. fleti, önnur stærsta kirkja sem rannsökuð hefur verið með forn- leifauppgreftri hér á landi. Svæðið innan kirkjugarðsins var notað til að sjóða mat og jafnvel til iðnaðar eftir að kirkjan fauk, enda var nokkurt skjól af kirkjugarðsveggnum. Eftir að rannsókn lýkur nú eftir hálfan mánuð hefst uppgröftur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar verður rannsakaður öskuhaugur frá miðöldum en tilgangurinn er að safna efni til samanburðar. Ösku- haugar innihalda aflagða gripi og brot úr þeim gefa oft góða mynd af áhaldaúrvali heimilanna. Vonast er til að Gásakaupstaður verði byggður upp eftir að rann- sóknum lýkur og að hann verði að- gengilegur fyrir gesti sem geta þá tileinkað sér sögu hans. Fyrirhugað er að leggja stíga um minjasvæðið, setja upp fræðsluskilti um sögu staðarins, fornleifarannsóknina og náttúruna og að auki að koma upp Mikil starfsemi var á Gásum í kringum árið 1300 Staðurinn var miðstöð útflutnings á brennisteini Morgunblaðið/Margrét Þóra Kirkjan var veldistákn norskra kaupmanna. Dr. Orri Vésteinsson stendur í kirkjutóftinni og fornleifafræðing- arnir Oddgeir Hansson og Rúnar Leifsson eru við mælingar og skráningu. FIMMTU og síðustu Sumartónleikar í Akureyrarkirkju þetta sumarið verða haldnir á morgun, sunnudaginn 30. júlí, kl. 17. Auk þess sem í ár er tuttugasta starfsár Sumartónleikanna eru þessir tónleikar hinir eitthundruðustu í tón- leikaröðinni í Akureyrarkirkju frá upphafi tónleikahaldsins árið 1987. Flytjendur verða upphafsmenn tón- leikanna, þau Margrét Bóasdóttir sópr- an og Björn Steinar Sólbergsson org- elleikari, en auk þeirra leikur Nicole Vala Cariglia á selló. Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach og tónverk eftir ís- lensk tónskáld s.s. Þorkel Sigurbjörns- son, Jón Hlöðver Áskelsson, Smára Ólason, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildi- gunni Rúnarsdóttur og Pál Ísólfsson og munu þau verk verða útgefin á geisladiski þegar líða tekur á haustið. Tónleikarnir standa í klukkustund án hlés og er aðgangur ókeypis. Sumartónleikar í hundraðasta sinn Ragnhildur Aðalsteinsdóttir TENGLAR ..................................................... www.akureyrarkirkja.is/sumartonleikar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.