Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 64
FÁHEYRÐUR ofsaakstur bif- hjólamanns var stöðvaður á Vest- urlandsvegi í fyrrinótt að lokinni eftirför lögreglu sem stöðvaði hjól- ið skammt frá Ölveri á um 200 km hraða. Bifhjólamaðurinn var ásamt félaga sínum en sá stakk af þegar hinn gafst upp. Að sögn lögregl- regla náði þó númeri hjólsins og er með málið í rannsókn. Lögreglu- menn í Reykjavík mældu síðan tvö bifhjól á 142 og 148 km hraða á Sæ- braut síðar um nóttina. Voru öku- mennirnir báðir færðir á stöð og sviptir ökuréttindum. Um 40 bifhjólaslys hafa orðið á þessu ári og þrjú banaslys og er bif- hjólasamfélagið slegið yfir slysa- tíðninni. Á fimmtudagskvöld var haldinn baráttufundur fyrir bættri umferð- armenningu bifhjólamanna í Laug- ardalshöll en svo virðist sem boð- skapur fundarins hafi ekki náð til sumra. Hálftíma eftir að fundurinn var settur mældu lögreglumenn við umferðareftirlit í Kópavogi bifhjól á 164 km hraða. Þegar lögregla veitti hjólinu eftirför gaf ökumað- urinn í og stakk lögregluna af. Lög- unnar voru þetta engin unglömb á hjólum sínum en þetta er einn mesti hraðakstur sem lögreglan hefur stöðvað. Hraðakstur eftir baráttufund Þess má geta að sektarskalinn var sprengdur í þessu tilviki þar sem sektarramminn nær „aðeins“ upp í 170 km hraða á þjóðvegum og er sektin 70 þúsund krónur. Eltu bifhjól á 200 km hraða á Vesturlandsvegi Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi ÁRNI Mathiesen fjármálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp þegar þing kemur saman í haust, til að leið- rétta þær skerðingar sem orðið hafa á greiddum vaxtabótum í ár. Vaxta- bætur vegna tekna 2005 lækka um 700 milljónir og 10 þúsund færri ein- staklingar fá vaxtabætur en í fyrra. Árni segir að menn hafi grunað að til skerðinga kæmi á vaxtabótum en ekki hafi verið hægt að segja til um það fyrirfram hversu miklar þær yrðu. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir brýnt að skerðingarnar verði leiðréttar strax. Hún segir það verða veru- legan skell fyrir margar fjölskyldur að fá skertar vaxtabætur í ár, en fólk hafi miðað útgjöld við að fá bæturnar í ágúst. Reynist nauðsynlegt að bíða eftir lagabreytingu frá Alþingi í október telji hún að endurgreiða þurfi fjárhæðirnar með dráttarvöxt- um. | 2 og 12 Skerðingar á vaxtabót- um leiðrétt- ar í haust VÖRUSKIPTI við útlönd voru óhag- stæð um 15,7 milljarða króna í júní- mánuði. Þetta er mesti halli á vöru- skiptum við útlönd í einum mánuði frá því Hagstofa Íslands fór að birta tölur um vöruskiptin eftir mánuðum á árinu 1989. Meginástæðan fyrir auknum viðskiptahalla er fyrst og fremst mikill innflutningur fjárfest- ingar- og rekstrarvara. Vöxtur í inn- flutningi neysluvara hefur hins veg- ar minni áhrif nú en áður. Innflutningur fjárfestingarvara jókst um 60% á öðrum ársfjórðungi frá sama tímabili í fyrra en stóriðju- framkvæmdir á Austurlandi eru nú í hámarki auk þess sem mikið er byggt af íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Aukin álframleiðsla í kjölfar stækk- unar álvers Norðuráls hefur einnig áhrif til aukningar á innflutningi rekstrarvara, en aukning í innflutn- ingi þeirra nam rúmlega 30% á öðr- um ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra að eldsneyti og olíum undan- skildum. Innflutningur einkabifreiða dróst hins vegar saman um 19% á tímabilinu miðað við fast gengi. | 16 Stóriðju- framkvæmd- ir auka við- skiptahalla ÓHÆTT er að segja að sólardögum hafi verið misskipt landshluta á milli það sem af er sumri, líkt og þessar myndir frá því í gær sanna. Á Húsavík, þar sem Húsavíkurdagar standa nú yfir, lét sólin sjá sig og það þurfti ekki að spyrja að því – fólk baðaði sig í geislum sólarinnar og naut veitinga og marimba-tónlistar við Kaffi Skuld. Í Reykjavík var hins vegar skýjað að mestu leyti og varð einhverrar úrkomu vart af og til. Aldrei þessu vant var hægt að notast við regnhlíf, þar sem vindurinn hefur látið fara hægt um sig undanfarna daga. Gera má ráð fyrir svipuðu veðri í dag og í gær, hiti verður á bilinu 10 til 22 stig, hlýjast inn til landsins. Morgunblaðið/ Hafþór Hreiðarsson Veðurblíða fyrir norðan Morgunblaðið/Golli Á SÍÐASTA ári voru fluttir inn 166 hundar til landsins. Þetta er töluverð aukning frá árinu áður þegar fluttir voru 122 hundar til landsins. Alls 114 hundar voru fluttir til landsins árið 2003. Þá var 31 köttur fluttur til lands- ins í fyrra en 27 árið áður. Í ársskýrslu yfirdýralæknis kemur fram að þessi aukning sé að miklu leyti til komin vegna þess að í desember tók til starfa ný einangrunarstöð fyrir hunda og ketti, Einangrunarstöð Reykjanesbæjar í Höfnum, en þar er samtímis hægt að vista 26 hunda og 9 ketti. Hundarnir sem voru fluttir inn á árinu voru af 65 mismunandi hunda- tegundum, en algengastar voru labra- dor, golden retriever og þýskur fjár- hundur. Morgunblaðið/Ingó Stöðugt fleiri hundar fluttir til landsins ♦♦♦ BOBBY Fischer skákmeistari hefur átt í deilum við Union Bank of Switzerland (UBS), einn stærsta banka heims, í kjöl- far þess að honum var tilkynnt að reikn- ingi hans hjá bankanum yrði lokað. Bankinn gaf ekki aðrar skýringar en að honum væri heimilt samkvæmt almenn- um skilmálum að loka reikningi hjá við- skiptavinum sínum en um 200 milljónir króna voru á reikningnum. Fischer var upphaflega tilkynnt um þetta fljótlega eftir að hann kom til lands- ins í fyrra og óskað eftir upplýsingum um banka- reikning hans hér á landi. Fischer leitaði á náðir lög- manna til að reka málið og hefur Árni Vil- hjálmsson lögmaður séð um bréfaskipti við bankann. Í ágúst í fyrra var reikningi Fischers hjá UBS lokað og upphæðin færð inn á reikning í Landsbankanum en að beiðni Fischers voru peningarnir milli- færðir aftur til svissneska bankans og eru þar nú. Fischer telur ástæðu þess að bankinn vilji losna við sig vera skoðanir hans á gyðingum og að bankinn sé að bregðast við þrýstingi úr þeirri átt. Heimsmeistarinn fyrrverandi hefur verið hér á landi frá því í mars í fyrra, segist kunna vel við sig og að Íslendingar séu vingjarnlegir í hans garð en hann kveðst þó lítið hafa lært í íslensku, enda sé framburðurinn erfiður. | Miðopna Svissneskur banki lokaði reikningi Fischers Bobby Fischer ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.