Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 49

Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 49 FRÉTTIR Atvinnuauglýsingar Mælingar og sýnataka Efnarannsóknastofa í Reykjavík óskar eftir að ráða áreiðanlegan mann til starfa við sýnatöku og mælingar. Æskilegt er að viðkomandi sé talnaglöggur, sjálfstæður og skipulagður í vinnubrögðum og geti hafið störf sem fyrst. Öll tæknimenntun, á borð við vélfræði eða vél- virkjun, kemur sér vel en er ekki skilyrði fyrir ráðningu. Drjúgur hluti vinnunnar er úti við. Um er að ræða fullt starf en vinnutími er óreglulegur. Áhugasamir sendi uppl. til Morgunblaðsins, Há- degismóum 1, 110 Reykjavík, eða á box@mbl.is merktar: „LAB - 101“ fyrir 10. ágúst nk. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Strandgötu 52, Eskifirði, miðvikudaginn 2. ágúst 2006 kl. 10:00 sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurvegur 7, Reyðarfirði (217-7395), þingl. eig. Logi Steinn Karls- son, gerðarbeiðendur Fjarðabyggð og Íbúðalánasjóður. Bleiksárhlíð 32, Eskifirði (217-0109), þingl. eig. Kristján Valur Sigurðs- son, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Eskifirði. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (216-9104), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (216-9106), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (223-6318), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (223-6319), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (223-6320), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8817), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8818), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8819), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8820), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8821), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8822), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8823), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað (227-8824), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 2, Neskaupstað. (216-9101) og (216-9103), þingl. eig. Tröllaborgir ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Hafnarbraut 50, Neskaupstað, ásamt rekstr.tæk. (216-9147) , þingl. eig. Trölli ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Lambeyrarbraut 12, Eskifirði (217-0314) (223-1151), þingl. eig. Eðvarð Þór Grétarsson og Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv., Og fjarskipti hf., Olíufélagið ehf. og Regula - lögmannsstofa ehf. Nesgata 18, Neskaupstað (216-9572), þingl. eig. Sveinn Þór Gíslason, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Réttarholt 1, Stöðvarfirði, (217-8363), þingl. eig. Borghildur Jóna Árnadóttir, gerðarbeiðandi Leifur Árnason. Skólavegur 92, Fáskrúðsfirði (216-9234), þingl. eig. Sesselja Loftsdótt- ir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Strandgata 61, n.h., Eskifirði ( 217-0477 ), þingl. eig. Sölvi Þór Birgis- son, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn á Eskifirði. Þiljuvellir 31, Neskaupstað (216-9862), þingl. eig. Eiður Waldorff Karlsson, gerðarbeiðandi Fjarðabyggð. Sýslumaðurinn á Eskifirði, 30. júní 2006. Uppboð Framhald uppboðs á neðangreindri eign í Bolungarvík verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 2. ágúst 2006 kl. 14:30. Þjóðólfsvegur 5, fastanr. 212 1756, þingl. eig. Birna Hjaltalín Pálsdótt- ir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 28. júlí 2006. Félagslíf 30.7. Sunnudagur. Skógfella- vegur. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. Vega- lengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst. Fararstjóri Ragnar Jóhannesson. V. 2.300/ 2.700 kr. 2.-6.8. Laugavegurinn. Brottför frá BSÍ kl. 8:30. Fararstj. Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. V. 27.200/30.700 kr. 3.-6.8. Strútsstígur. Brottför frá BSÍ kl. 8:30. Farar- stjóri Friðbjörn Steinsson. V. 23.500/27.400 kr. 3.-7.8. Fjalllendi Tröllaskaga. Brottför auglýst síðar. Fararstj. Martin Guðmundsson. V. 10.800/12.800 kr. 5.-6.8. Fimmvörðuháls. Brottför frá BSÍ kl. 8:00. V. 11.000/13.700 kr. 5.-12.8. Laufrandarleið – Jeppa- ferð Brottför kl. 9:00. Fararstj. Jón G. Snæland. V. 11.900/13.900 á bíl. 11.-13.8. Fjölskylduferð í Bása. Brottför frá BSÍ kl. 17:00. Básar iða af lífi þegar börn, mömmur, pabbar, afar, ömmur, frændur og frænkur skemmta sér saman. Í þessari árlegu og vinsælu ferð eru börn á öllum aldri í aðalhlut- verki þegar brugðið verður á leik, sagðar sögur, föndrað, sungið og farið í ógleymanlegar gönguferðir. Skráningar í ferðir á skrif- stofu Útivistar í síma 562 1000 eða utivist@utivist.is Sjá nánar á www.utivist.is Á HÁTÍÐ verndardýrlings Ís- lendinga, Þorláks Þórhalls- sonar, hélt kaþólski söfnuður- inn á Íslandi messu í Skálholti. Messan fór fram á Þorlákshá- tíð sem haldin er á hverju ári á þeirri helgi sem er næst Þor- láksmessu að sumri. Auk þess að votta hinum forna biskupi Þorláki virðingu var messan einnig haldin í tilefni af 950 ára afmæli Skálholts sem biskups- seturs á Íslandi. Skálholt hefur verið bisk- upssetur frá árinu 1056, þegar Ísleifur Gissurarson, sonur Gissurar hvíta, höfðingja í Skálholti, var útnefndur bisk- up. Á staðnum var biskupsset- ur óslitið þar til skömmu eftir aldamótin 1800 þegar ákveðið var að færa biskupsstólana frá Hólum og Skálholti til Reykja- víkur. Á 20. öld var ákveðið að endurreisa Skálholtsstað og var núverandi kirkja vígð þar árið 1963 og situr þar nú vígslubiskup. Þorlákur Þórhallsson, verndardýrlingur Íslendinga, var biskup í Skálholti frá 1178 til dauðadags árið 1193. Hann var tekinn í helgra manna tölu á fundi á Þingvöllum fimm ár- um síðar og voru bein hans þá grafin upp og sett í skrín sem var haft til sýnis í Skálholts- kirkju í mörg hundruð ár. Skrínið var talinn einn mesti helgigripur íslensku þjóðar- innar og kom fólk víða að til að sjá það enda var talinn fylgja því lækningamáttur. „Við skulum í dag þakka Guði fyrir hina mörgu ágætu og kappsömu biskupa, sem á liðnum tímum sátu biskups- stóla Skálholts og Hóla. Við skulum ákalla sérstaklega heilagan Þorlák, að hann megi biðja góðan Guð fyrir öllum kristnum mönnum á Íslandi og staðfesta þá og styrkja í trúnni, eins og hann gerði á ævidögum sínum,“ sagði herra Jóhannes Gijsen, biskup kaþ- ólskra, í niðurlagi predikunar sinnar. Kaþólsk Þorláks- messa í Skálholti Ljósmynd/Hörður Arinbjarnarson Séra Jakob Rolland og herra Jóhannes Gijsen biskup við guðsþjónustuna á Þorlákshátíð í Skálholti. Í TENGSLUM við Hólahátíð um miðjan næsta mánuð verða gengnar pílagríma- göngur heim til Hóla úr þremur áttum laugardaginn 12. ágúst. Gengnar verða gamlar þjóðleiðir úr Svarf- aðardal yfir Heljardalsheiði og úr Hörgárdal yfir Hjalta- dalsheiði og einnig gömul biskupaleið frá Flugumýri að Hvammi. Samkvæmt upplýs- ingum frá skipuleggjendum eru þetta áhugaverðar en jafnframt langar og stundum erfiðar göngur. Eru göngu- menn því hvattir til að vera vel útbúnir og hafa með sér nesti. Undir lok dags verður tekið á móti pílagrímunum með helgistund í dómkirkj- unni kl. 18:00. Eins og fyrr var getið verð- ur gengið úr þremur áttum. Þau Guðrún Edda Gunnars- dóttir og Einar Sigurbjörns- son munu leiða göngumenn yfir Heljardalsheiði, en í þeirri ferð er gengin gömul þjóðleið úr Svarfaðardal yfir Heljardalsheiði. Reiknað er með átta stunda rólegri göngu. Gengið verður eftir ruddum vegarslóða sem er nokkuð brattur yfir háheiðina og þarf að vaða nokkrar smá- ar ár. Önnur leiðin sem hægt er að velja um er yfir Hjaltadals- heiði og er alls 30 km, en ekki erfið yfirferðar. Samkvæmt upplýsingum skipuleggjenda má gera ráð fyrir að hún taki um 11 tíma. Fararstjóri er Bjarni Guðleifsson. Þriðja leiðin liggur frá Flugumýri, upp með Hvammsgili sunnanverðu, upp í Ranghala, eftir endi- löngum Austurdal og upp á fjallið milli Austurdals og Hvammsdals og þaðan niður Hvammsdal að Hvammi í Hjaltadal. Leiðsögumaður er Þórarinn Magnússon. Áætl- aður heildargöngutími er um níu klst. og telst hér um erfiða göngu að ræða. Allar nánari upplýsingar um gönguleiðirnar sem og hvar og hvenær lagt er af stað má nálgast á vefslóðinni: www.holar.is/900/gongur.- htm. Þátttaka tilkynnist til Málfríðar Finnbogadóttur í síma 455-6334 og 899-6303 eða með tölvupósti malfridur- @holar.is. Þrjár pílagrímagöngur tengdar Hólahátíð Morgunblaðið/Einar Falur ÞINGFLOKKUR Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs skorar á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon. „Alþjóðasamfélagið verður að koma Ísrael í skilning um að frekari stríðsglæpir og mannréttindabrot verði ekki liðin. Öll ríki Sameinuðu þjóð- anna geta haft áhrif í þessu efni og leggur þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til að ís- lenska ríkisstjórnin beini þeim tilmælum til forseta alls- herjarþings Sameinuðu þjóð- anna að þingið verði kallað saman (skv. ályktun SÞ nr. 377) þegar í stað með það fyr- ir augum að samþykkja kröfu um að vopn verði lögð niður. Fyrir þessu eru fordæmi. Þingflokkur VG hefur þeg- ar sent forseta Alþingis erindi með ósk um að utanríkismála- nefnd komi saman hið bráð- asta til þess að ræða þá stöðu sem nú er uppi og á hvern hátt Íslendingar geti lagt sitt af mörkum til að stöðva mann- drápin og eyðilegginguna.“ Allt verði gert til að stöðva manndráp

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.