Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 41 MINNINGAR Bragi minn, ertu virkilega horfinn frá okkur eftir þína löngu baráttu við hinn illvíga sjúkdóm sem við héldum að þú hefðir sigrast á. Margs er að minnast eftir þessi 34 ár sem ég vann hjá þér í Eden. Stundum blés hann á norðan eða jafnvel norðvestan, en svo komu sunnanvindar og það voru ljúfir dag- ar. Ekki vorum við nú alltaf sammála, enda hefði það nú ekki verið eðlilegt. En alltaf var gaman að vinna hjá þér, fullt af húmor og á morgnana þá varst þú alltaf mættur í vinnuna klukkan 9.30 og settist hjá okkur starfsfólkinu og þá var talað um bæj- armálin, pólitíkina og mikið hlegið, en í pólitík vorum við nú ekki á sömu línu, sem betur fer. Þú tókst mér nú ekkert sérstak- lega vel þegar ég kom til þín og bað um vinnu öll kvöld og allar helgar. Þú sagðist nú ráða fólk á þeim tíma sem þú þyrftir það í vinnu, en ekki eftir því hvað það vildi, ég átti að koma aftur eftir fjóra tíma, því þú þurftir að hugsa málið. Þegar ég svo mætti í þetta viðtal þá varst þú auðvitað búinn að hringja landið þvert og endilangt og spyrja út í þessa nýfluttu í Hvera- gerði og ég fékk vinnuna. Það var alltaf svo gaman að koma heim til ykkar Karenar og fjölskyldu m.a. áður en við fórum á árshátíð- arnar, allir orðnir vel málglaðir og hressir áður en farið var á áfanga- stað, en það var aldrei spurning um að mæta hress í vinnuna daginn eft- ir. Þú varst mikill vinur vina þinna, en lést hina vera að mestu. Ég og fjölskylda mín þökkum þér og þinni fjölskyldu fyrir öll góðu ár- in. Þau gleymast aldrei. Elsku Karen, André Berg, Olga, Einar, Magga og aðrir aðstandend- ur Guð gefi ykkur þrek til að komast í gegnum sársaukann og mikinn missi. Valgerður Jóhannesdóttir. BRAGI EINARSSON ✝ Bragi Einars-son, garðyrkju- maður og forstjóri Eden í Hveragerði, fæddist á Ísafirði 19. ágúst 1929. Hann lést á heimili sínu í Mosfellssveit 17. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 26. júlí. Hinn 17. júlí sl. lést Bragi Einarsson eftir harða baráttu við óvæginn sjúkdóm. Hann var búinn að heyja nokkrar orrust- ur og hafði haft betur í þeim, þess vegna fannst manni að þann- ig ætti það líka að fara í þetta sinn. En það fer víst ekki allt eins og við ætlum í þessu lífi. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera heimagangur á heimili Braga öll mín bernsku- og unglingsár. Við brölluðum margt saman vinkonurnar ég, Olga og Freyja og mesta gamanið var þegar við gátum atast svolítið í Braga og fengið hann til að taka þátt í fjörinu, þá geislaði af honum kímnin og hann sýndi oft ýmsa góða leikræna til- burði. Ég vann nokkur sumur í Eden og tel það hafa verið mína gæfu að hafa stigið fyrstu skref mín á vinnumark- aðnum þar. Bragi var ákveðinn hús- bóndi sem vildi hafa hlutina í lagi í kringum sig en þar lærði maður einnig um mikilvægi þess að vera stundvís og að stunda sína vinnu vel. Á menntaskólaaldrinum varð ég eitt- hvað óákveðin um framtíðaráformin, hætti námi og vann einn vetur í Eden. Bragi og Karen hvöttu mig þá óspart til að fara í Garðyrkjuskólann enda blómaáhuginn mikill. Ég fór að ráðum þeirra og er ég viss um að það varð til þess að ég hélt svo í frekara nám að því loknu og endaði þar sem ég er í dag. Fyrir þá hvatningu þeirra hjóna verð ég alltaf þakklát. Sú mynd sem ég mun alltaf sjá fyrir mér þegar ég hugsa um Braga er myndin af honum sitjandi í Eden með kaffibollann á borðinu, Mogg- ann fyrir framan sig og með penna í hönd að rissa andlitsmyndir í blaðið. Það voru ófáir Moggarnir sem teikn- að var í á þeim árum sem ég vann í Eden og eflaust mörg árin þar á eft- ir. Það var ekki fyrr en ég var komin á fullorðinsár að ég uppgötvaði hversu mikill listamaður Bragi var í raun. Hann teiknaði ótrúlega flottar og skemmtilegar andlitsmyndir af ýmsum persónum jafnt landsfræg- um sem og hinum ýmsu Hvergerð- ingum, sem prýddu veggina í Eden. Í huga mínum var aldrei gert ráð fyrir því að þetta yrði öðruvísi, mér fannst Bragi og Eden vera eitt og að hvor- ugt gæti verið til án hins. Það er því skrýtið til þess að hugsa að Bragi sé horfinn á braut en að Eden standi enn á sínum stað eins og ekkert hafi í skorist. Það er þó óneitanlega ein- hvern veginn öðruvísi að koma þar inn núna. Við Bragi vorum samflokka í póli- tíkinni. Hann var gegnheill sjálf- stæðismaður og starfaði lengst af af miklum krafti með sjálfstæðismönn- um í Hveragerði og var m.a. formað- ur Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs á ár- unum 1962–1969. Bragi sá einnig lengi, ásamt öðrum, um útgáfu á BS Hvergerðingi sem var blað sjálf- stæðismanna hér í bæ. Á síðum þess blaðs kom í ljós að hann var ekki síð- ur góður penni en teiknari og skrif- aði hann margar skemmtilegar og afar fróðlegar greinar í blaðið. Fyrr á þessu ári fékk hann mér í hendur afgangseintök sem hann átti í geymslu hjá sér af þeim tölublöðum sem hann sá um útgáfu á. Sjálfstæð- isfélagið mun að sjálfsögðu varðveita þau vel og vandlega enda mikinn fróðleik í þeim að finna um menn og málefni. Það er hverju félagi ómetanlegt að eiga góða og dugmikla félagsmenn að og ég leyfi mér að fullyrða að Bragi hafi verið einn af þeim öflug- ustu hér hjá okkur. Ég vil fyrir hönd sjálfstæðismanna í Hveragerði þakka Braga samfylgdina og óeigin- gjarnt starf í þágu félagsins í gegn- um tíðina. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsku Karen, Olga, Einar, André og ástvinir allir. Ég sendi ykkur öll- um mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Guð veri með ykkur. Inga Lóa Hannesdóttir, formaður Sjálfstæðisfélags Hveragerðis. Faðir Edens, þar sem Adam og Eva gæta dyragátta í aldingarðinum í Hveragerði, er fallinn frá. Horfinn á braut með mörkuð spor fortíðar í farteski náttúruperlu, til framtíðar. Hvatning komandi kynslóða Hver- gerðinga til að horfa fram á við, eigi við öxl. Brautryðjandastarf sem hef- ur markað lífsspor fram á við, rósir, runnar og rauðir túlipanar. Fallinn er frumkvöðull, horfinn er heimsborgari í Hveragerði, heim- spekingur, listamaður og lífskúnst- ner í mannlegum samskiptum, list- rænn ráðgjafi lífsins. Mannlegur borgari í tveggja manna tali. Gef- andi, græðandi og gróskufullur. Þitt Eden var aldingarður Hvera- gerðis. Þitt Eden var dyragátt Hveragerðis. Þitt Eden var andlit Hveragerðis út á við. Þitt Eden kom Hveragerði á kortið. Ég vona og ég veit að þú spígspor- ar nú á öðrum lendum, ljúfur í lund. Einlægur og sannur eins og nýút- sprungin rós veitir gleði, vonir og væntingar. Leiðbeinandi forfeðrum fortíðar til fótspora framtíðar. Með bros þitt einlægt og gefandi. Í aldingarðinum Eden. Sigurður Blöndal. Guð hefur kallað garðyrkjumann sinn heim. Það var sorg í hjarta þegar við hjónin fréttum lát Braga Einarsson- ar sem lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ mánudaginn 17. júlí 2006. Bragi var stofnandi Eden í Hvera- gerði og eigandi þess þar til sl. vor eða í rúmlega 48 ár. Eden er senni- lega einn af þeim stöðum sem flestir erlendir ferðamenn heimsækja á ferðum sínum um landið. Bragi var vingjarnlegur og einlægur maður með mikla þjónustulund. Fólki var hann minnisstæður sem maður sem vildi hvers manns vanda leysa, alltaf jafnhjálpsamur. Vinnutími hans var langur, oft sjö dagar vikunnar, stundum fjórtán tímar á dag meira og minna allt árið um kring enda blómstraði Eden undir hans stjórn og það er örugglega engin tilviljun að Eden varð staðurinn þar sem flestir stoppa á leið um Hveragerði. Hinn 30. apríl sl. seldi Bragi Eden og afhenti nýjum eigendum. Hann flutti í Mosfellsbæ ásamt konu sinni og ætlaði að njóta efri áranna og ef til vill rækta nýjan garð þar. Og nú er hann horfinn til hins eilífa Eden- garðs. Það munu margir sakna hans bæði hér á Íslandi og vinir erlendis. Við hjónin söknum góðs vinar. Ef við verðum heppin munum við hitta hann á ný þegar okkar tími kemur og eflaust verður hann að rækta garð- inn sinn. Hann var sannur heiðurs- maður. Innilegar samúðarkveðjur til eiginkonu Braga og fjölskyldunnar allrar. Bob Murray og Agnes Sigurgeirsdóttir. Bragi Einarsson í Eden, vinur og velgjörðarmaður leiðsögumanna í áratugi, er fallinn frá. Fyrir 48 árum lá fyrir honum að stofna garðyrkju- stöð við þjóðveginn sem síðar varð einn helsti áningarstaður ferða- manna hér á landi. Eflaust telja margir að tilviljun hafi ráðið því að Bragi settist að í Hveragerði. En það er öðru nær. Hugmyndin að Eden varð til í Am- eríku þar sem Bragi dvaldi á stúd- entsárunum. Þá heimsótti hann 35– 40 ríki og þar opnuðust augu hans fyrir því að lífæð viðskiptanna á landsbyggðinni var að finna með- fram þjóðvegunum. Í viðtali við Fréttabréf leiðsögu- manna sem kom út í apríl sl., og tekið var af tilefni af sölu Eden, vildi hann að það kæmi skýrt fram að skugga hefði aldrei borið á samstarf hans og leiðsögumanna. Hann nefndi einnig hversu vænt honum þótti að taka á móti leiðsögunemum frá Leiðsögu- skóla Íslands á hverju vori í árlegri námsferð skólans umhverfis landið. Aðspurður um það hvernig tilfinning það væri að kveðja ævistarfið í Eden svaraði hann: „Mér líður eins og fiðr- ildi sem er að komast af púpustiginu. Nú get ég farið að flögra um í sól- skininu.“ Kannski eiga þessi orð hans enn betur við einmitt nú. Bragi reyndist leiðsögumönnum og ferðamönnum öllum ávallt vel og aldrei var þessi blíði, kurteisi og vin- gjarnlegi maður of upptekinn til þess að spjalla. Leiðsögumenn sem kynntust Braga minnast hans með hlýju í hjarta um ókomna tíð. Bless- uð sé minning hans. Leiðsögumenn senda fjölskyldu og vinum Braga innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Félags leiðsögumanna, Stefán Helgi Valsson. Það er alltaf sárt að sjá á eftir góð- um vini. Leiðir okkar Braga Einars- sonar lágu saman fyrir réttum 50 ár- um er við vorum við nám í Banda- ríkjunum; ég við viðskiptanám en Bragi við nám í garðyrkju. Braga varð strax ljóst að hann vissi miklu meira um garðyrkju en þeir sem hann átti að stunda nám hjá svo hann sneri sér að öðru. Bragi féll strax inn í hóp þeirra Íslendinga er voru í New York á þessum árum. Hann varð strax hvers manns hugljúfi og hans einstaki húmor vann hug allra. Minnisstæðir eru margir atburðir frá árinu 1956 er við unnum saman við malbikun á bílastæðum á Long Island í mikilli hitabylgju, yfir 100° hita á F og sérlega háu rakastigi. Þá kom dugnaður og ósérhlífni Braga vel í ljós en hann var verkstjóri okk- ar þetta sumar. Þá er einnig ferð okkar að Niagarafossum í góðum vinahópi þetta sumar ógleymanleg öllum sem voru með í þeirri ferð. Vinskapur okkar Braga hefur staðið óslitið þessi 50 ár og aldrei fallið blettur á og veiðiferðir okkar í árnar sunnanlands eru eftirminnilegar. Man ég vel er hann byrjaði sinn feril í garðyrkju í Hveragerði. Þá fyllti hann gróðurhús af gulrótum sumarið 1957 og hóf þar með sinn glæsta fer- il. Ég veit að ég tala fyrir hönd okkar allra sem vorum samferða Braga á New York árunum er við Erna fær- um honum þakkir fyrir einstaklega ánægjulega samveru. Við sendum Karen, Olgu, Einari og Andra og öll- um fjölskyldumeðlimum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Valur Pálsson. Af ýmsum ástæðum verða sumir einstaklingar eftirminnilegri en aðr- ir. Fólk laðast að þeim og sækir í að vera í návist þeirra. Þessir einstak- lingar móta mannlíf og bæjarbrag og geta með nærveru sinni bæði styrkt og eflt það samfélag sem þeir búa í. Bragi Einarsson, forstjóri Eden, var einn af þessum einstaklingum. Hann stofnaði og rak, ásamt fjöl- skyldu sinni, Eden, sem alla tíð hefur verið miðpunktur ferðaþjónustu í Hveragerði. Í þeim rekstri kom best fram hversu langt á undan sinni samtíð Bragi var. Sunnudagsbíltúr austur fyrir fjall og viðkoma í Eden varð að föstum punkti í tilverunni hjá fjölmörgum íslenskum fjölskyldum. Mér er til efs að sá Íslendingur sé til sem ekki hefur heimsótt Eden, sem fljótlega eftir stofnun varð einn fjöl- sóttasti ferðamannastaður landsins. Eden varð snemma vin þeirra sem unnu listum, hvort sem það var mynd- eða ritlist, og löngu lands- þekkt er kaffispjall lífskúnstneranna á morgnana. Sú ímynd sem þar varð til smitaðist yfir á bæjarfélagið allt og viðurnefnið Skáldabærinn var enn og aftur réttnefni um Hvera- gerði. En Bragi var meira en hlust- andi í umræðum listamannanna. Hann var fullgildur þátttakandi því bæði var hann afburðagóður teiknari og ekki síður vel hagmæltur og rit- fær. Hvergerðingar hafa heiðrað Braga með margvíslegum hætti í gegnum árin. Hann fékk sérstaka viðurkenningu fyrir störf í þágu Hveragerðisbæjar árið 1996, á 50 ára afmæli bæjarins. Aftur var hann heiðraður fyrir framlag sitt til bæj- arfélagsins undanfarna áratugi nú á vormánuðum þegar Hvergerðingar fögnuðu 60 ára afmæli bæjarfélags- ins. Hinn 17. júní síðastliðinn var hann svo ennfremur valinn bæjar- listamaður Hveragerðisbæjar. Við Sunnlendingar erum ekki þekktir fyrir að flíka tilfinningum okkar og sjálfsagt hefur skapferli Árnesinga ekki alltaf átt vel við mann sem kom að vestan og vanur var meiri litbrigðum og blóðhita en hér gerist. Það gustaði af Braga og hann stóð fast á skoðunum sínum. Hann var eldhugi í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var rekstur Eden, áhugi á listum eða stjórnmálum. Hvergerðingar gera sér góða grein fyrir því að þeir standa í þakk- arskuld við Braga í Eden og fjöl- skyldu hans. Eden er löngu orðin eitt af þekktustu táknum bæjarins og saga fyrirtækisins er samofin sögu Hveragerðis sem byggðarlags. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Hvergerðinga þakka Braga sam- fylgdina og bið eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldunni allri Guðs blessunar á erfiðum tímum. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Lára frænka var yngst fjögurra barna langömmu okkar og -afa, en elst var Stein- unn móðuramma okk- ar. Lára reyndist okkur góð frænka. Hún var róleg og yfirveguð og okkur leið vel í návist hennar. Við minnumst hjálpfýsi hennar og greiðvikni, m.a. þegar við fengum að vera hjá henni og Valtý manni hennar þegar for- eldrar okkar voru á ferðalagi í út- löndum. Ragnheiður einkadóttir þeirra var þá stálpuð, svo að kannski hafa þau notið þess að hafa aftur börn á heimilinu. Að minnsta kosti varð þetta okkur yndislegt sumaræv- intýri í góðu yfirlæti. Á ný skaut Lára skjólshúsi yfir alla fjölskylduna vik- um saman þegar við vorum að flytja og nýja húsið ekki tilbúið. Börnin KRISTÍN LÁRA KRISTINSDÓTTIR ✝ Kristín LáraKristinsdóttir fæddist í Reykjavík 7. september 1916. Hún andaðist á Landakoti hinn 5. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 12. júlí. okkar kunnu líka vel að meta gestrisni hennar og félagsskap. Einkum og sér í lagi naut Anna Lotta þess að geta heimsótt hana að skóladegi loknum og var hún alltaf vel- komin. Í sumarbústað þeirra Láru og Valtýs við Elliðavatn var oft fjölmennt á góðviðris- dögum. Þar komu saman þrjár kynslóðir fjölskyldunnar. Börn og fullorðnir fóru í leiki, yfir og fallin spýta voru vinsælir, og farið var út á vindsæng á ísköldu vatninu eða í felu- leik í kjarrinu. Það var mikill missir fyrir Láru þegar Valtýr féll skyndilega frá langt um aldur fram og hún var orðin ekkja öðru sinni. Ung hafði hún kynnst þýskum manni, sem starfaði um tíma hér í Reykjavík á árunum fyrir stríð. Þau fluttust til Þýskalands og giftust þar. Þegar stríðið braust út var hann kvaddur í herinn, og síðan lá leið hans til vígstöðvanna í Rússlandi, þar sem hann féll. Dvölin í Þýskalandi í héraði, sem að styrjöldinni lokinni féll Tékkó- slóvakíu í skaut, átti eftir að verða Láru þungbær reynsla. Þegar við flettum myndaalbúminu hennar frá þeim tíma kom fyrir að hún sagði okkur glefsur úr lífi sínu þar. Þegar hún og tengdafjölskylda hennar urðu að flýja heimili sitt og borg vegna hættu á loftárásum var leitað á náðir vandamanna í nálægu þorpi. Þegar þau vanhagaði um eitthvað, sem skil- ið hafði verið eftir heima, tók Lára að sér að sækja það sem vantaði, hún ferðaðist heila dagleið og varð að gista í mannlausri borginni. Þegar stríðinu lauk lagði Lára af stað heim til Íslands. Sú ferð norður eftir Evrópu tók marga mánuði. Ferðast var ýmist fótgangandi eða í yfirfullum járnbrautarvögnum með viðkomu í flóttamannabúðum og oft í óvissu um framhaldið. Heim til Ís- lands kom hún 16. nóvember 1945 og sá dagur var síðan jafnan hátíðlegur haldinn, meðan Guðrún langamma lifði. Lára tók áföllum lífsins með still- ingu og sýndi bæði styrk og dugnað þegar á þurfti að halda. Eftir fráfall Valtýs hóf hún starf utan heimilis, tók bílpróf og gat þannig áfram notið sumarbústaðar síns. Í minningunni lifir kjarkmikil og dugleg kona, falleg og góð frænka. Við vottum Ragnheiði, sonum hennar, tengdadætrum og barna- börnum dýpstu samúð. Hildur og Steinunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.