Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 47
G. Þar opnaði hún okkar nýja heima. Það var ekki ónýtt nesti. Víst var hún strangur kennari og kröfuhörð við okkur agalitla tán- inga. Við bárum virðingu fyrir henni. Kannski stundum svolítið óttablandna, ef heimavinnan hafði setið á hakanum eins og komið gat fyrir. Minnist þess er ég eitt sinn bað um frí til að fara til læknis, út- steyptur í frunsum eftir jólafrís- vinnu við uppskipun á sementi. Ég stundi upp: „Ég þarf að fara til læknis.“ „Ég sé það,“ sagði Guð- rún. Um það voru ekki höfð fleiri orð. Í síðustu kennslustund fyrir jól las hún fyrir okkur úr stílabók það sem hún kallaði „málblómin sín“ – setningar úr ritgerðum nemenda í áranna rás, sem ekki féllu alveg að viðteknum málvenjum. Þá sáum við á henni nýja hlið og allir skemmtu sér konunglega og hún ekki síst. Seinna komst ég að því að hún og faðir minn heitinn voru þremenn- ingar og það þótti mér hreint ekki verra. Síðast hittumst við á vinsælum matstað í Reykjavík fyrir nokkrum árum. Þá var óvænt tekið utan um hálsinn á mér og ég fékk koss á kinn. Minn gamli kennari mundi eftir gömlum nemanda. Það yljaði. Þessar fáu línur eru fyrst og síð- ast þakkarorð til góðrar konu og frábærs kennara sem innrætti nemendum sínum virðingu fyrir móðurmálinu og leiðbeindi okkur um refilstigu réttritunar og réttrar málnotkunar. Ég þykist vita að ég tala fyrir hönd margra fyrrum nemenda frú Guðrúnar P. Helgadóttur, þegar ég þakka henni þær stundir sem hún helgaði okkur nemendum sínum. Þær gleymast ekki. Fjölskyldu hennar og afkomend- um votta ég einlæga samúð. Eiður Guðnason. Fyrir rétt rúmum níu árum stóð ég andstutt á tröppunum á Aragötu sex og beið eftir að komið yrði til dyra. Eftir drykklanga stund var dyrunum lokið upp og við mér blasti virðuleg eldri frú. Hún var hávaxin, grönn og dálítið hvöss á svip, en um leið stafaði af henni þvílíkri góðvild, að mér féll um- svifalaust vel við hana. Þetta var Guðrún Pálína. Ég var komin á Aragötuna í þeim tilgangi að fá leigða íbúð í kjallaranum hjá henni og var óðamála mjög af spenningi. Það virtist þó ekki koma að sök, því eftir nokkuð langar yfir- heyrslur um ætterni og lífsvenjur, ákvað Guðrún að leigja mér íbúðina og sagðist viss um að okkur ætti eftir að koma ljómandi vel saman. Næstu þrjú árin á eftir bjuggum ég, maðurinn minn og sonur í kjall- aranum hjá Guðrúnu og er óhætt að segja að Guðrún hafi reynst sannspá. Með okkur tókst mikil vinátta og sérstaklega var Guðrún Árna Geir syni okkar góð. Enda varð hann fljótt mjög hændur að henni, þó að vísu væri snáðinn lengi ófáanlegur til að ávarpa hana með nafni. ,,Heiti ég ekki Guðrún?“ sagði hún oft við hann þegar hann kom í heimsókn og úr varð að hann kallaði hana aldrei annað en Ekki- Guðrúnu. Ekki-Guðrún átti alltaf kók í flöskum inni í búri og bauk með konfekti. Hún strauk strákn- um um kinnina og sagði að hann væri óskaplega fallegur og gáfaður. Var það furða að hann héldi að hún Ekki-Guðrún væri amma hans? Guðrún reyndist mér ekki síður vel en syni mínum. Raunar fannst mér ég oft sjálf hafa eignast þarna auka ömmu. En fyrst og fremst vorum við vinkonur, þótt hálf öld skildi okkur að. Ég fór gjarnan upp og drakk kaffi með henni og spjall- aði við hana. Ef henni þótti líða of langt milli heimsókna, hringdi hún niður og þá dugðu engar afsakanir, þá varð að koma strax! Hún átti aðdáun mína óskipta, þessi sterka kona, sem lét heilsuleysið ekki aftra sér, heldur sótti tónleika, fór á myndlistarsýningar, í leikhús, stundaði rannsóknarstörf og skrif- aði bækur. Gæfukona er ég að hafa þekkt Guðrúnu Pálínu. Sigríður Ásta Árnadóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 47 MINNINGAR Ljóssins geislar lýsa víða, lýsa þeim sem á hann líta. Þessi orð þykja mér lýsa þér, elsku frænka, og þínu æviskeiði, þú varst ætíð reiðubúin að gefa af þér. Í gegnum líf mitt hefur þín ætíð notið við, ferming, gifting, fæðing barna minna og uppvöxtur þeirra, alltaf varst þú þar með þitt faðmlag fullt af hlýju og ást. Í mínum huga voru það forréttindi að eiga þig að. Ég átti síður von á að ná því að kveðja þig því fréttirnar af veikind- um þínum fékk ég þegar ég var stödd erlendis. Í gegnum huga minn streymdu minningar um þig, pabba og Diddu. Mér varð á þeirri stundu ljóst að þessi hluti lífs míns væri að renna sitt skeið. Tárin runnu niður kinnar mínar en samtímis fann ég til þakk- lætis fyrir að hafa notið vináttu ykk- ar. Við náðum okkar kveðjustund þegar ég kom heim. Ég fékk að þakka þér öll þau spor sem þú skildir eftir í lífi mínu, alla þá ást og vænt- umþykju sem ég naut af þinni hálfu. Orðin sem við áttum um leið og þú gafst mér síðasta faðmlag þitt munu ætíð lifa í brjósti mínu. Kæra föðursystir og nafna, hvíl í friði. Elsku Halli, Inga Lóa, Helga, Ása og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur. Fullt af ást og kærleik. Áslaug Ó. Stefánsdóttir og fjölskylda. Elsku Ninna mín, ég vil þakka þér og Halla þínum allt sem þið hafið verið mér í hartnær þrjátíu ár. Það er margs að minnast og þakka í öll þessi ár. En öll okkar bestu ár voru þegar við kratakonur vorum sem ein heild og unnum marga sigra. Allar flottustu veislurnar og partíin voru í Goðabyggð 2. Ég er þakklát fyrir að hafa átt stund með ykkur hjónum á sjúkrahúsinu viku áður en þú kvadd- ir þennan heim. Elsku hjartans vina, ég vona að þú fáir rauðar buxur þar sem þú ert núna og að þið Anna Bergþórs vin- kona okkar látið okkur hinar stelp- urnar vita þegar við gerum ykkar skál á pallinum í sveitinni minni þar sem við ætluðum að fá okkur kaffi og sherrý. Ninna mín, í trúnaði, mér hefur alltaf þótt sherrý vont. Ég bið góðan Guð að vera með þér, Halli minn, dætrum ykkar og þeirra fjölskyldum. Samúðarkveðja. Herdís. Elsku Ninna mín, þá er komið að kveðjustund. Margs er að minnast og margt ber að þakka. Fjölmargar minningar leita á hugann, allar stundirnar sem við áttum saman í Goðabyggðinni, spjallið við eldhús- borðið yfir rjúkandi kaffibolla þar sem ég, þú og Halli rifjuðum upp gamlar sögur og ræddum meðal ann- ars bæjarmálin sem þú hafðir ætíð ákveðnar skoðanir á og sögðum sparibrandara. Það var orðin hefð fyrir því að ég kæmi til ykkar á jóla- dagsmorgun og drykki með ykkur súkkulaði og þá var nú aldeilis glatt á hjalla. Þá voru dregnar upp nýjustu myndirnar af barna- og barnabarna- börnunum sem sendar voru þau jólin og sagðar af þeim sögur því þú fylgd- ist vel með hópnum þínum. Þú varst mikill fagurkeri og bar heimilið ykk- ar Halla þess vitni og þið höfðingjar ÁSLAUG JÓNÍNA EINARSDÓTTIR ✝ Áslaug JónínaEinarsdóttir fæddist á Akureyri 1. júlí 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 16. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 26. júlí. heim að sækja. Þú varst alltaf svo fín og stelpurnar mínar sögðu þegar þær voru litlar: „Hún Ninna frænka er svo mikil skvísa.“ Þú elskaðir garðinn þinn og bar hann þess vitni og fylgdist þú grannt með fuglalífinu í honum. Að lokum vil ég senda þér þetta ljóð sem mér finnst eiga svo vel við þig: Dagur er risinn, rjóður í austri, raular mér kvæði þröstur á grein. Blessuðu tónar, blessaði dagur, blessaða veröld tindrandi hrein. Sólin er risin, hátt upp á himin, hlæjandi dagur þerrar mín tár. Blessað sé ljósið, lífgjafinn mildi, lofaður veri himinninn blár. Ég elska lífið, ljósið og daginn, lofgjörð um heiminn fagnandi syng. Blessað sé lífið, blessað sé ljósið blessaðir morgnar árið um kring. (Heimir Pálsson.) Elsku Ninna mín, ég og fjölskyld- an mín þökkum þér fyrir alla þá elsku sem þú hefur ávallt sýnt okkur, við biðjum þig að passa upp á litla engilinn okkar. Halli minn, þinn missir er mikill. Þið Ninna voruð einstök hjón, svo samrýnd að ef annað var nefnt þá var hitt nefnt um leið. Inga Lóa, Jón, Helga, Kjartan, Ása, Svenni og fjölskyldur, ég og fjölskylda mín vottum ykkur öllum samúð. Minning um góða konu mun lifa með okkur öllum. Skúli Viðar Lórenzson og fjölskylda. Fallin er frá ein af þeim konum sem héldu merki jafnaðarstefnunnar hátt á lofti á Akureyri í áratugi. Þeg- ar ég kom sem ungur drengur í Al- þýðuflokkinn voru einstaklingar sem settu sterkan svip á flokksstarfið hér í bæ. Einn af þeim var Áslaug sem allir þekktu þó undir nafninu Ninna. Í þá daga héldu konurnar sig meira sér í flokksstarfinu, í kvenfélögum. Þess vegna kynntist ég Ninnu minna en hefði orðið seinna. En hún fór samt ekki framhjá neinum því alls staðar sem þurfti að gera eitthvað var hún mætt og Haraldur eiginmað- ur hennar, tryggðatröllið. Saman hafa þau hjón unnið jafnaðarstefn- unni ómetanlegt gagn í áratugi. Hátindur stjórnmálastarfs Ninnu var þegar hún, óvænt, var kjörin bæjarfulltrúi fyrir Alþýðuflokkinn. Ég kom mikið að kosninga- skrifstofustarfinu þessa vordaga 1986. Alþýðuflokkurinn hafði átt einn bæjarfulltrúa. Ninna var í þriðja sæti og engum datt í hug að það væri baráttusætið. En þegar upp var staðið varð Ninna þriðji bæj- arfulltrúi flokksins á Akureyri það kjörtímabil og þar vann hún af alúð öll þau störf sem henni voru fengin. Mér er enn minnisstæður svipurinn á henni þegar úrslitin lágu fyrir. Þá var gaman að lifa. Stjórn Samfylkingarinnar á Akur- eyri vottar fjölskyldu Áslaugar inni- legustu samúð. Jafnframt vil ég þakka Áslaugu mikið og óeigingjarnt starf fyrir jafnaðarmenn í áratugi. Jón Ingi Cæsarsson, formaður Samfylkingarinnar á Akureyri. Það er þungbært að kveðja góða vinkonu sem nú er horfin yfir móð- una miklu. Á hugann leita margar góðar minningar um samvistir og vináttu sem aldrei bar skugga á. Áslaug Einarsdóttir eða Ninna eins og hún var alltaf kölluð var ein- staklega væn kona og vel gefin bæði til munns og handa. Ninna bjó án efa yfir miklum námshæfileikum og það ekki síst til tungumálanáms en það tíðkaðist ekki á þeim árum þegar hún var að alast upp að stúlkur færu í langskólanám. Ninna var því að mestu sjálfmenntuð og fullfær í bæði Norðurlandamálum og ensku, svo ekki sé talað um íslenskt mál sem hún var betur að sér um en margur langskólagenginn maðurinn. Ninna var ritfær í besta lagi, sagði vel frá og ekki skorti hana kímnigáf- una sem hún nýtti ekki síst til að gera hæfilegt grín að sjálfri sér. Ninna lofaðist ung eftirlifandi eig- inmanni sínum Haraldi Helgasyni og saman reistu þau hús og heimili í Goðabyggð 2. Þau voru alltaf ein- staklega samhent hjónin og héldu heimili af miklum myndarskap. Það var gestkvæmt í Goðabyggð- inni enda hjónin gestrisin með af- brigðum og enga þekkjum við sem betri voru heim að sækja. Ninna var afbragðs húsmóðir og fór létt með að töfra fram dýrindis kræsingar sem glöddu munn og maga heimilisfólks og gesta. Margt var í heimili fyrstu búskap- arárin því auk dætranna þriggja tóku þau hjón hvern vetur í fæði og húsnæði nokkra nemendur Mennta- skólans á Akureyri. Það var auðvitað mikil vinna fyrir húsmóðurina og oft þurfti hún að nota næturnar þegar aðrir sváfu til að sauma og prjóna á dæturnar. Ninna var gegnheill krati og það sama má segja um Halla en saman unnu þau áratugum saman fórnfúst og ómetanlegt starf fyrir Alþýðu- flokkinn. Þau voru alltaf boðin og bú- in að leggja fram vinnu í þágu jafn- aðarstefnunnar og nutu mikillar virðingar og trausts innan flokksins. Ninna var lengi formaður Kven- félags Alþýðuflokksins á Akureyri, sat í fjölmörgum nefndum á vegum flokksins og var bæjarfulltrúi á ár- unum 1986 til 1990. Við kveðjum Ninnu með söknuði og vitum að hennar skarð verður seint fyllt. Jafnframt vottum við Halla, dætr- um og fjölskyldunni allri samúð okk- ar. Oktavía Jóhannesdóttir og Karl Gunnlaugsson. Kveðja frá Íþróttafélaginu Þór Kær vinur og velgjörðarkona hef- ur nú verið kölluð heim af velli. Áslaug Jónína Einarsdóttir, heið- ursfélagi Íþróttafélagsins Þórs og eiginkona heiðursformanns félagsins Haraldar Helgasonar, lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 16. júlí sl. Saga Íþróttafélagsins Þórs verður vart skrifuð án sérkafla um þau heið- urshjón Halla og Ninnu eins og við Þórsarar þekktum þau. Saga félagsins okkar er svo sterkt tengd lífshlaupi þeirra hjóna og við Þórsarar stöndum í ævarandi þakk- arskuld fyrir það mikla og um- hyggjusama starf er Ninna vann fyr- ir félagið og sérstaklega öll þau ár er Haraldur gegndi stöðu formanns Þórs, lengur en nokkur annar. Heimili þeirra var hér á árum áður hið eiginlega félagsheimili okkar Þórsara og þangað komu oft heilu keppnisliðin að leik loknum, bæði heimalið sem og lið langt að komin í kaffi og bakkelsi og oft var Goða- byggð 2 næturstaður félaga utan af landi. Þar þjónaði Ninna af sinni al- kunnu snilld og alúð. Það verður skrítið að eiga ekki lengur von á Ninnu í kaffi á opnu húsi í Hamri hjá Þór í haust, en í huga okkar Þórsara verður hún með okkur og þannig munum við halda minningu hennar á lofti um ókomna framtíð. Margt væri hægt að minnast hér á er komið er að þessari kveðjustund, og eflaust er það ætlun annarra þórsara að gera slíkt. Það er með innilegu þakklæti sem þessi orð eru sett á blað og þannig veit ég að ég tala fyrir hönd alls félagsins sem Ninna fóstraði svo myndarlega og af mikilli umhyggju í mörg ár. Blessuð sé minnig Áslaugar Ein- arsdóttur. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Halli, dætur og aðrir ástvin- ir, Íþróttafélagið Þór sendir ykkur innilegar samúðarkveðjur. Sigfús Ólafur Helgason, formaður Íþróttafélagsins Þórs. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs bróður okkar og mágs, HEIÐARS ÞÓRARINS JÓHANNSSONAR, Lundargötu 10, Akureyri. Sérstakar þakkir til tónlistar- og vélhjólafólks sem heiðraði minningu Heiðars á fallegan og eftir- minnilegan hátt. Jón Dan Jóhannsson, Ruth Hansen, Rúnar Jóhannsson, Jónheiður Kristjánsdóttir, Guðmundur Jóhannsson, Eva Ingólfsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát DAGNÝJAR GEORGSDÓTTUR. Georg Ólafsson, Soffía Stefánsdóttir, Ólafur Georgsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Páll Georgsson, Guðný Steinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 204. tölublað (29.07.2006)
https://timarit.is/issue/284650

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

204. tölublað (29.07.2006)

Aðgerðir: