Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 52
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ROP! FISKUR HÁRRÉTT! ÉGKEM RÉTT
BRÁÐUM AFTUR
MEÐ NÆSTA SÝNI
ÉG ER BÚINN
AÐ FÁ NÓG AF
ÞVÍ AÐ GISKA Á
HVAÐ ÞÚ
BORÐAÐIR Á
ÞENNAN HÁTT!
„ÞEIM TÓKST
AÐ MALA AND-
STÆÐINGA SÍNA
600 - 0“
„KYLFINGAR ÞEIRRA HITTU
HVERN BOLTANN Á FÆTUR
ÖÐRUM OG GRÍPARARNIR
STÓÐU SIG FRÁBÆRLEGA“
„ANDSTÆÐINGAR ÞEIRRA
VORU GJÖRSAMLEGA
NIÐURLÆGÐIR!“
MAMMA, EF ÞÚ
GÆTIR FARIÐ
AFTUR Í TÍMANN...
HVERNIG
EIGINMANN
MUNDIRÐU VELJA
ÞÉR?
ÉG MUNDI VELJA MÉR MANN SEM
HEIMTAÐI AÐ VERA HEIMA OG VINNA
HÚSVERKIN...
...SVO ÉG GÆTI FARIÐ ÚT Á
VINNUMARKAÐINN!
MÉR FINNST
ÞESSI FÖT BARA
ENGAN VEGINN
ENDURSPEGLA
ÞINN INNRI MANN
ÉG SAMDI
FJÁRHAGSÁÆTLUN
FYRIR OKKUR
ÞETTA ER EKKI EINU SINNI
NÓG FYRIR EINUM
HAMBORGARA!?!
ÞAÐ ER
EINMITT
MÁLIÐ
HÉRNA SÉRÐU TEKJUR
OKKAR OG ÚTGJÖLD. HÉRNA
SÉRÐU SVO HVAÐ VIÐ MEGUM
EYÐA MIKLU Á MÁNUÐI EF
VIÐ ÆTLUM AÐ SPARA FYRIR
ELLINA
...ÞAÐ ER RÉTT, ÉG MUN FRAM-
LEIÐA OG LEIKSTÝRA MYNDINNI
ER ÞAÐ RÉTT AÐ
KÓNGULÓARMAÐURINN
KOMI Í STAÐ KRAVEN?
ÞETTA ÆTTI
AÐ SVARA
SPURNINGU
ÞINNI!
HVÍ ER
HANN ÞÁ
EKKI HÉR?
HVERS
VEGNA?
HÉR
KEMUR EIGIN-
MAÐUR MINN
Á SÍÐUSTU
STUNDU
LOVELACE SMILEY HELDUR
BLAÐAMANNAFUND
MAMMA,
ÞVOTTAVÉLIN ER BÚIN
AÐ ÞVO!!!
JÁ!
RÉTT
BRÁÐUM ÆTLARÐUBARA AÐ
LÁTA ÞVOTTINN
LIGGJA
ÞARNA?
HÚN ER
UPPTEKIN
ÆTLARÐU
EKKI AÐ SETJA
ÞURRKARANN
Í GANG?
SÉRÐU
EKKI AÐ
ÉG ER
UPPTEKIN
KALVIN?
ÉG VONA
AÐ ÞAÐ SÉU
EKKI TIL
HANDKLÆÐI
NÆST ÞEGAR
HÚN FER Í
BAÐ
Dagbók
Í dag er laugardagur 29. júlí, 210. dagur ársins 2006
Víkverji fagnaði ádögunum hálfs árs
sambandsafmæli. Síð-
an í janúar hefur Vík-
verji flotið á rósrauðu
skýi eftir að hafa fund-
ið sér ákaflega ynd-
islegan pilt sem vel
gæti reynst sá eini
sanni.
Víkverji verður
samt alltaf hálfkind-
arlegur þegar hann er
spurður hvernig hann
kynntist piltinum
bráðhuggulega, því
það var í gegnum
stefnumótasíðuna
Einkamal.is.
Það þykir hallærislegt að „deita“
gegnum internetið. Og það er alveg
rétt, að það að finna framtíðarmak-
ann gegnum stefnumótasíðu er ekki
jafnrómantískt og ævintýralegt og
það sem við sjáum í bíómyndunum.
En hitt vefst ekki fyrir Víkverja að
net-stefnumót eru heldur betur þægi-
legri og sívílíseraðri leið til makaleit-
ar en hin leiðin sem hvað vinsælust er
á Íslandi: djammið.
Gegnum netið má kynnast fólki
með hröðum og einföldum hætti, og
það kostar engan pening að skoða
nokkrar áhugaverðar einka-
málaauglýsingar á netinu. Finni mað-
ur einhvern áhuga-
verðan er minnsta mál
að senda línu, og fái
maður jákvæð við-
brögð má spjalla aðeins
lengur, eða bara fara
við fyrsta tækifæri á
skemmtilegt stefnumót
þar sem hægt er að
kynnast í rólegheitum
og spjalla, og sjá hvort
einhverjir galdrar eru í
loftinu.
Að fara á djammið,
hins vegar, kostar
skelfing mikinn pening.
Flestu fólki niðri í bæ
er varla sjálfrátt vegna
drykkju og þess utan ekki um það að
ræða að kynnast fólki almennilega í
hávaða og reyk skemmtistaðanna.
Samt virðist samfélaginu þykja
hallærislegt að fólk kynnist gegnum
netið, en hið besta mál ef fólk rambar
hvað á annað í áfengismóki og myrkri
næturlífsins.
Það er nú meiri vitleysan.
Æ fleiri uppgötva kosti net-
stefnumóta. Nú er svo komið að allir
ættu að geta fundið sér einhvern við
sitt hæfi á netinu. Jafnvel móðir Vík-
verja er komin á einkamal.is, en hún
sló til eftir að hafa frétt af vinkonu
sinni sem fann þar bráðlaglegan lög-
fræðing á besta aldri!
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Siglingar | Siglingar eiga sér langa sögu allt frá víkingatímanum og tóm-
stundasiglingar nú til dags eru algengar og stundaðar um allan heim. Eftir
seinni heimsstyrjöldina fara siglingar að taka á sig þá mynd sem þær hafa í
dag og hinn almenni borgari gat farið að stunda siglingar sér til gamans.
Þessi skúta lá í Reykjavíkurhöfn í góða veðrinu í vikunni.
Morgunblaðið/ÞÖK
Stolt siglir fleyið mitt
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: En sonurinn sagði við hann: Faðir, ég hef syndgað móti
himninum og gegn þér. Ég er ekki framar verður að heita sonur þinn.
(Lúk. 15, 21.)