Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 29.07.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 31 MENNING hann ásamt kór frá Kasakstan opna Europa Cantat í ár á sér- stökum hátíðartónleikum á setn- ingarkvöldi mótsins, þar sem hann flytur Vorkvæði um Ísland eftir Jón Nordal, og taka þátt í tveimur vinnustofum á hátíðinni, sem lýkur með tónleikum. Í annarri vinnustofunni er sjónum beint að rússneskum þjóðlögum í útsetningum Shosta- kovits, en hún er sérstaklega hald- in til að fagna þeim 100 árum sem liðin eru frá fæðingu tónskáldsins í haust. HAMRAHLÍÐARKÓRINN hélt í gær á æskukóramótið Europa Cantat, sem nú er haldið í 16. sinn, að þessu sinni í Mainz í Þýska- landi með yfir 3.000 þátttakendum. Þetta er í 9. sinn sem kórinn sækir þessa stóru hátíð heim, en hann fór fyrst á hátíðina fyrir 30 árum. Stjórnandi kórsins er Þorgerður Ingólfsdóttir. Syngur á setningarhátíðinni Hamrahlíðarkórnum hafa verið falin nokkur viðamikil verkefni á kóramótinu að þessu sinni. Mun Hitt verkefnið er flutningur á Sálmasinfóníu Stravinskys sem Hamrahlíðarkórinn var valinn til að flytja ásamt tveimur öðrum úr- valsæskukórum frá Evrópu; Robert Schumann-kórnum frá Mið-Evrópu og hinum virta Æsku- kór Noregs. Að auki mun kórinn halda fjölda tónleika með eigin efnisskrá, þar sem íslensk kórtónlist og íslensk þjóðlög eru í forgrunni. Tónlist | Hamrahlíðarkórinn tekur þátt í kóramótinu Europa Cantat um þessar mundir Flytur Sálmasinfóníuna Morgunblaðið/Golli Hamrahlíðarkórinn skipa sextíu ungmenni á aldrinum 17-25 ára. www.europacantat.org SPUNI er nokkuð sem fáir „klass- ískir“ tónlistarmenn hafa hlotið þjálf- un í. Það eru helst organistar sem geta leikið af fingrum fram og hafa nokkur dæmi um það heyrst í Hall- grímskirkju í gegnum tíðina. Nú síð- ast var það kona frá Frakklandi sem heitir því langa nafni Sophie- Veronique Cauchefer-Choplin, en hún hefur unnið til verðlauna í spuna. Á tónleikunum, er haldnir voru á sunnudagskvöldið, var organistanum afhent íslenskt þjóðlag, sem texti eft- ir Hallgrím Pétursson hefur verið sunginn við. Cauchefer-Choplin hafði ekki séð lagið áður (eftir því sem ég best veit) en það breytti engu; lagið umbreyttist í meðförum hennar og varð að stórfenglegri sinfóníu sem unaður var að hlýða á. Það var eins og ævintýri um fátækan bóndason sem heldur út í heim, berst við dreka og forynjur, og vinnur kóngsdótturina og hálft konungsríkið að lokum. Gam- an væri að heyra Cauchefer-Choplin spinna við fleiri íslensk þjóðlög. Fyrir utan spunann samanstóð dagskráin af verkum eftir ýmis tón- skáld. Sérstaklega verður að nefna sálmaforleik BWV 686 eftir Bach, en það er ákaflega þykk tónlist með sex röddum. Dettur mér þá í hug skop- mynd sem ég sá einu sinni af Franz Liszt með sex hendur að spila á las- burða flygil. Einhvern veginn þannig var tónlistin eftir Bach, hún var svo þétt og efnismikil að það var eins og organistinn væri kónguló! Reyndar fékk Cauchefer-Choplin lánaða aðra hönd flettarans, Láru Bryndísar Eggertsdóttur organista, í stað þess að „dobbla“ eina rödd org- elsins, en þannig urðu litbrigði tón- smíðarinnar fleiri en ella. Útkoman var verulega skemmtileg. Einkennandi fyrir leikstíl Cauche- fer-Choplin er skýrleiki sem maður heyrir oft hjá frönskum píanóleikur- um. Nákvæmnin og öryggið var aðdáunarvert í öllum verkum dag- skrárinnar, þar á meðal hinni stór- brotnu sónötu nr. 2 í c-moll eftir Mendelssohn. Stígandin í róman- tískri túlkuninni var auk þess afar markviss og grípandi. Tónsmíðar eftir Bédard, Pierné, Mulet og fleiri voru líka hver annarri magnaðri; styrkleikajafnvægið á milli ólíkra radda var úthugsað og radd- valið stílhreint og sannfærandi. Ótrú- leg fótafimin vakti sérstaka aðdáun mína, en hún var þvílík að þegar mest gekk á var eins og organistinn væri að dansa fjörugan steppdans. Efnisskráin var þó ekki eintóm flugeldasýning; hin innhverfa Medi- tation eftir Duruflé var t.d. einstak- lega hrífandi, blæbrigðarík og falleg. Óneitanlega voru þetta frábærir tón- leikar; megi Cauchefer-Choplin koma hingað fljótt aftur. Margar hendur organistans TÓNLIST Hallgrímskirkja Sophie-Veronique Cauchefer-Choplin flutti tónlist eftir Bach, Mendelssohn, Pierné, Mulet og Duruflé. Sunnudagur 23. júlí. Orgeltónleikar Jónas Sen                        !                                   G L Æ S I L E G S Ý N I N G 28. - 30. júlí um helgina milli kl. 12 og 17 Gengið inn um aðalinngang Á sýningunni verða einnig til sýnis: Mercedes Bens CLS 500 Mercedes Bens SLK 280 Mercedes Bens ML 350 Mercedes Bens S550 Master er komin með þessa frábæru bíla í sölu og munum af því tilefni halda sölusýningu dagana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.