Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 33 Tónlistarhátíðin Reyk-holtshátíð fer nú fram í tí-unda sinn í Reykholti. Afþví tilefni er í ár borið sér- staklega mikið í hátíðina. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er stjórnandi hátíðarinnar og hefur verið frá stofnun hennar árið 1997. „Hátíðin hefur tekist mjög vel öll árin og flest árin afburðavel. Stein- unn Birna átti hugmyndina að því á sínum tíma að koma til samstarfs hérna fast. Það var auðvitað vel þegið af sóknarinnar hálfu, að fínn tónlistarmaður eins og Steinunn tæki að sér tónlistarhluta hátíð- arinnar,“ segir Geir Waage, sókn- arprestur í Reykholti. Á hátíðinni eru fernir tónleikar auk messu á sunnudeginum. Venju- lega á Reykholtshátíð er fyrirlestur á laugardeginum í Snorrastofu, en að sögn Geirs fellur hann niður að þessu sinni. Mikil eftirspurn Er Reykholtshátíð stærsti viðburð- urinn ársins hér? „Við gætum verið með tónleika hérna tvisvar til þrisvar í viku mið- að við listamennina sem vilja koma, en markaðurinn leyfir það ekki. Reykholtshátíðin er toppurinn þótt hér sé meira og minna eitthvað í gangi allt árið. Þegar við vorum að skipuleggja vígslu kirkjunnar hugsuðum við um það að við vildum hafa hátíð, árlega, í kringum kirkjudaginn en kirkju- dagshald var reglan á miðöldum og hefur verið að færast í aukana aft- ur. Við ákváðum að vígja kirkjuna á sumri svo þægilegt yrði að ferðast og veður gott, vonandi. Ólafsmessa varð því fyrir valinu, en eðlilegast hefði verið að vígja kirkjuna á Pét- ursmessu, sem er að vetri til, þar sem þetta er Péturskirkja. Það hefði einnig verið freistandi að vígja kirkjuna á jólaföstu þar sem gamla kirkjan var á sínum tíma vígð á jólaföstu.“ Skilar þjóðmenningunni og héraðinu verulegum arði Hvaða þýðingu hefur hátíðin fyrir svæðið í kring? „Reykholt eins og það hefur þróast undanfarin ár, það er að segja endurreisn staðarins og sú starfsemi sem er hér núna, skiptir miklu meira máli en virðist vera í fljótu bragði. Það er ekki bara út af atvinnusjónarmiði, þeirri atvinnu sem starfsemin hér veitir, beint og óbeint. Heldur er þetta spurning um – er ekki mikið í tísku að tala um ímynd. Reykholt hefur um aldirnar verið menningarlegt höfuðból, allar göt- ur frá því að staðurinn byggðist um kristnitöku og hér var stofnað til kirkju og kristnihalds. Kirkjan var mjög auðug á mið- öldum og var í hópi auðugustu kirkna. Sá auður skilaði ekki bara þjóðmenningu okkar verulegum arði, heldur hefur það mikið að segja fyrir héraðið allt. Þannig er það orðið aftur, varðandi menning- arlega reisn, að hér er verið að halda því áfram sem verið hefur um aldir.“ Steindir gluggar vígðir Á hátíðinni eru formlega teknir í notkun steindir gluggar eftir lista- konuna Valgerði Bergsdóttur. Að sögn Geirs var ákveðið þegar í upp- hafi skipulagningar á byggingu kirkjunnar að gluggarnir skyldu vera steindir. Lokuð samkeppni um gluggana fór fram árið 1991 og vann Val- gerður keppnina. Hefur hún unnið að gluggunum síðan þá og hafa þeir nú allir verið settir upp. „Ég held að flestum beri saman um að þeir hafi tekist mjög vel gluggarnir. Þeir eru mjög marg- breytilegir, þeir eru gjörólíkir á nóttunni, þegar búið er að kveikja inni í kirkjunni. Í sterku sólskini eru þeir mjög bjartir, í morg- unbirtu og kvöldbirtu er mikið lita- spil í þeim, það koma litir fram í glerinu sem virðast á daginn vera gegnsæir. Ljósið í náttúrunni ræð- ur því algjörlega hvernig litirnir eru.“ Til stóð að opna gömlu kirkjuna í Reykholti á hátíðinni en sú opnun dregst í um hálfan mánuð. Við- gerðir hafa staðið yfir á kirkjunni og verður hún opnuð sem hluti af húsasafni Þjóðminjasafnsins. Tvennir tónleikar í dag Opnunartónleikarnir fóru fram í gærkvöldi þar sem flutt var tónlist eftir Mozart. Sigrún Hjálmtýsdótt- ir sópran söng með hljómsveitinni Virtuosi di Praga. Tvennir tónleikar verða haldnir í dag. Steinunn Birna og Sigrún Hjálmtýsdóttir flytja klukkan 15:00 ítölsk og íslensk lög og aríur. Á kvöldtónleikum klukkan 20:00 flyt- ur Trio Polskie verk eftir Haydn, Beethoven og Brahms. Virtuosi di Praga flytja verk eftir Respighi, Janácek og Dvorák á lokatónleikum sem fara fram klukkan 16:00 á morgun. Tónleikarnir verða allir haldnir í Reykholtskirkju. Nánari upplýs- ingar má nálgast á síðunni www.vortex.is/festival. Miðapant- anir eru í síma 891-7677 og 664- 8181. Morgunblaðið/ Jim Smart Geir Waage segir að eins og Reykholt hafi þróast undanfarin ár með endurreisn staðarins hafi það orðið menn- ingarlegt höfuðból á nýjan leik eins og það hafi verið um aldirnar. Gamla kirkjan í Reykholti er í bakgrunni en hún verður opnuð aftur á næstunni, þó ekki um helgina, en viðgerðir hafa staðið yfir á henni undanfarin ár. Endurreisn staðarins skiptir miklu meira máli en virðist í fljótu bragði Reykholtshátíð er um helgina haldin hátíð- leg í tíunda sinn. Jó- hann Magnús Jó- hannsson og Jim Smart heimsóttu Reykholt þar sem Geir Waage sókn- arprestur sagði þeim frá hátíðinni og þýð- ingu starfsins sem unnið er á staðnum. Morgunblaðið/ Jim Smart „Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika“, úr Jó- hannesarguðspjalli, er letrað á austurglugga Reykholtskirkju. Val- gerður Bergsdóttir hannaði steindu gluggana í kirkjunni sem formlega eru teknir í notkun á Reykholtshátíðinni sem stendur yfir um helgina. álverum fá ekki háa einkunn hjá Fischer. „Þeir fá greiðslur frá álfyrirtækjunum,“ segir Fischer en vill þó ekki tiltaka hvað hann hafi fyrir sér í því. Aðspurður hvort hann hafi fylgst eitt- hvað með þjóðmálaumræðunni hér á landi að undanförnu segir hann svo ekki vera. Þegar blaðamaður færir honum þau tíðindi að bandaríski herinn sé á förum hýrnar yf- ir heimsmeistaranum gamla. „Ég vona að það sé satt.“ konur í heimi,“ segir Fischer og hlær. nn segist hafa náð að ferðast aðeins ndið og meðal annars farið til Ak- ar og ferðast um Vesturland. ftið er miklu hreinna á landsbyggð- n í borginni,“ segir Fischer og bætir honum sé ákaflega illa við uppbygg- liðnaðar hér á landi og tilheyrandi un. Verið sé að eyðileggja ímynd ns með þessum virkjunum og iðnaði. er segist ekki sjá tilganginn með og spyr hverjir vilji þetta eiginlega. órnmálamenn sem hafa barist fyrir elgason hitti heimsmeistarann fyrrverandi og ræddi með- ð og tilveruna á Íslandi og hvernig gangi að læra íslensku. el við mig hér Morgunblaðið/Sverririð í ströngu eftir að svissneskur banki ákvað að loka reikningi hans í apríl í fyrra. ulegum dómstólum heldur dómstóli almenningsálitsins. arnihelgason@mbl.is Þar að auki segist Fischer ekki vilja binda eigur sínar á Ís- landi um aldur og ævi, hann geti vel hugsað sér að ferðast í framtíðinni og vilji geta nýtt sér þjónustu UBS. Aðspurður hvort hann ætli sér í mál við bankann segist Fischer efast um það enda telji hann sig ekki eiga mikla möguleika gegn svo stórum banka. „Ég fer í mál við þá fyrir dómstóli almenningsálitsins,“ segir hann. Lögmaður Fischers leitaði með mál hans til embættis um- boðsmanns svissneskra banka en í svarbréfi frá embættinu kemur fram að ekki sé talið að bankinn hafi brotið á Fisc- her, þar sem fyrirvari sé í almennum skilmálum bankans og að nokkur tími hafi liðið frá því að fyrsta tilkynning kom þar til reikningnum var lokað. Þegar Fischer er inntur eftir því hvaða ástæður hann telji að liggi að baki ákvörðun bankans segir hann augljóst að ákvörðunin beinist gegn persónu sinni. „Gyðingarnir standa að baki þessu, þetta er hluti af atlögu þeirra gegn mér,“ segir Fischer og bætir við að einn yf- irmanna hjá bankanum hafi gefið sér þau svör að það sé þrýstingur innan bankans á að gera þetta en að hugsanlega geti hann opnað reikninginn síðar. Þegar hann er inntur eftir því hvernig þetta tengist gyð- ingum segist hann ekki þekkja nákvæmlega hvað yfirmenn bankans séu að hugsa en augljóst sé að bankinn sé hræddur við að hafa hann sem viðskiptavin. Hann segist ekki sjá mun- inn á því hvort bankinn taki við skipunum frá utanaðkom- andi aðilum um að loka reikningi sínum eða sé að reyna að losna við hann af eigin frumkvæði til að þóknast gyðingum eða bandarískum stjórnvöldum. „Þetta er algerlega siðlaust, ólöglegt og ósanngjarnt af þeim,“ segir Fischer. bankareikning í er óskaði eftir því við færð til baka inn á bankinn við þeirri ósk. schers og banka- gna málsins og hefur s, tekið við málinu af ir útskýringum frá i verið að loka reikn- r bankans ekki feng- n bankans hafi komið ann hana ólögmæta. ann hafi rétt til að slíta i þar sem ekki hafi að ræða heldur vörslu- itt fjármuni hans. u og Fischer telur agslegt gildi í sjálfu það veiti honum ákveð- að íslensku bankarnir g að láta ekki undan í að hann sætti sig við þjóðlegir bankar fari ta banka heims
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.