Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 46

Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 46
46 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Guðrún Pálína Helgadóttir fyrrum skólastjóri Kvenna- skólans í Reykjavík andaðist hinn 5 júlí sl. áttatíu og fjögurra ára að aldri eftir hetjulega baráttu við þann, sem enginn getur sigrað. Fram á síðustu stund hélt hún reisn sinni og skýrleik í hugs- un. Hún var jarðsett í Fossvogs- garði 13. júlí eftir fallega athöfn og eftirmæli í Hallgrímskirkju, sem Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur framkvæmdi. Við útförina var m.a. sungið ljóð eftir Guðrúnu um haustið í lífi manna. Sunginn var Kvennaskólasöngurinn eftir Jakob Jóh. Smára við lag Páls Ísólfssonar og uppáhaldskvæði hennar ,,Ég bið að heilsa“ eftir Jónas Hallgríms- son, Ég átti heima á Keldum á Rangárvöllum um skeið í barn- æsku. Þar bjuggu þá afi minn og amma, Skúli Guðmundsson, Brynj- ólfssonar frá Keldum og Svanborg Lýðsdóttir, Guðmundssonar frá Hlíð í Gnúpverjahreppi. Guðrún Pálína var af Keldnakyni. Amma hennar, Júlía, lengi prestsfrú á Skeggjastöðum í Norður-Múla- sýslu, var fædd og uppalin á Keld- um, systir Skúla. Keldur eru ævintýrastaður þeim sem kynnst hafa með sín fornu torfhús og umhverfi, sem engu er líkt. Skálinn er elsta hús landsins. frá 12 öld og austur af honum í röð: skemmur tvær, smiðja og hjallur. Fram af þessum húsum er kirkjan, bændakirkja, sem Guðmundur Brynjólfsson langafi okkar Guðrún- ar lét byggja og síðar endurreisa 1875. Hann bjó þar í hálfa öld og Skúli sonur hans önnur 50 ár eftir hann til 1946. Árið 1932 voru menn að grafa fyrir safnþró í varpanum. Allt í einu hurfu þeir ofan í jörðina og höfðu þar með fundið leynigöng, sem enginn vissi af frá skálanum gamla niður að læk. Framan við varpann er bæjarlækurinn, vatns- mikill og straumþungur en þó með spegilsléttar lygnur og fram af honum eru formhrein lambhúsin, sem Jón bróðir Skúla, síðar bóndi á Ægisíðu, byggði 1895. Útsýnið frá Keldum er stórbrotið, varðað fjöll- um: Vatnsdalsfjall með Hádegis- GUÐRÚN P. HELGADÓTTIR ✝ Guðrún PálínaHelgadóttir fæddist í Reykjavík 19. apríl 1922. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 5. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 13. júlí. hnauk í hásuðri, aust- ar er Þríhyrningur, frábær útsýnisstaður með tinda og skörð, sem minna á varð- turn, þar fólst Flosi frá Svínafelli með liði sínu í 3 daga eftir Njálsbrennu og fylgdist með leitinni að brennumönnum. Skúli Guðmundsson bóndi kallaði Þríhyrn- ing fegurstan fjalla í heimi, Austan Þrí- hyrnings er Þjófafoss. Þar földu sig þjófar tveir, sem síð- ar voru hengdir. Í austri eru Tindafjöll og Vatnafjöll og í land- norðri fjalladrottningin Hekla, Tryppafjöll, Geldingafjöll, Selsund- sfjall. Þar vestur af eru Bjólfell og Búrfell, þar sem systurnar bjuggu er veiða vildu Gissur á Lækjar- botnum, Knafahólar í norðri, þar sem Gunnari á Hlíðarenda og bræðrum hans var gerð fyrirsát, Grákall vestan túnfótar, Kirkjuhóll, Skyggnir og Loðsa til vesturs og útsuðurs. Allt ilmar af sögunni hér og hana þekkti Guðrún vel, þótti vænt um Keldur og kom þar oft eins og faðir hennar Helgi Ingvars- son á Vífilsstöðum. Keldur standa á fornri hraun- brún. Undan brúninni í hálfhring um bæinn frá austri til vesturs spretta fram óteljandi uppsprettur, með kaldara og betra vatn en ger- ist annars staðar, 2–3 gráður allan ársins hring. Þær mynda Keldna- læk, sem fellur úr Austurbotnum og Króktúnslæk, sem fellur úr Vesturbotnum og þeir sameinast sunnan túns við Tanga. Svo segir Kristín Skúladóttir frá Keldum: Uppsprettan bólar við brekkurætur, blátært er vatn og kalt, veitir sárþyrstum svölun góða, silfurlind gefur allt. Hér áttu fjársjóð bóndi á bænum, sem er betri en gullið valt. Vestan við bæjarhúsin, skammt suður af bæjartröðunum verður dá- lítil skál í brekkuna við Króktúns- læk, 5 metrar rúmir í þvermál hálf- ur þriðji metri að dýpt með lindarauga hringlaga í botni um 2 m í þvermál. Þetta er Maríubrunn- ur, heitinn eftir Maríu guðsmóður. Þar bóla upp ótal uppsprettur. Vatnið kemur undan hraunbrún á 25 metra dýpi er mér sagt. Þangað er ævinlega sótt vatn til barnaskírna á Keldum. Lindin er vígð af Guðmundi biskupi Arasyni góða, d. 1237. Vatnið er sagt heilsu- bætandi, bæði til inntöku og til að lauga augu sín. Þetta kunni amma mín Svanborg að meta og eins var með Guðrúnu frænku. Ég sá til þess að Maríubrunnsvatn gengi aldrei til þurrðar á heimili hennar síðustu árin eða á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilinu þar sem hún var síðast. Ekki er mér grunlaust um að hjúkrunarfræðingar og ann- að starfsfólk hafi einnig notið góðs af lækningamætti vatnsins með góðu samþykki Guðrúnar. Keldur voru dálætisstaður Guðrúnar og hún hafði ætlað þangað á þessu sumri ásamt sonum sínum og fjöl- skyldum þeirra til að rifja upp forn kynni. Af því gat ekki orðið því miður. Guðrún var eftirminnileg kona, sem tekið var eftir hvar sem hún fór, fríð sýnum, bar sig vel og virðulega, sköruleg í framgöngu, teinrétt í baki, grannvaxin og há, hárið var dökkt en farið að silfra, breiðleit var hún sem algengt er í Keldnaætt, bláeyg, réttnefjuð, munnurinn festulegur. Orð hennar og ræða voru hnitmiðuð og á fögru máli. Hún var afburða kennari, uppörvandi og hugmyndaríkur fræðari, metnaðarfull fyrir hönd nemenda sinna og frændliðs og stjórnsöm í besta lagi en þó um leið mild og skilningsrík, kröfuhörð við nemendur sína en þó mest við sjálfa sig. Hvað sem hún tók sér fyrir hendur var vel undirbúið og hugsað og unnið af samviskusemi og fagmennsku. Hún ritaði nokkrar merkar bækur með annasömu starfi sínu og dreif sig í doktors- nám og lauk því með glans eftir lífshættulega hjartaaðgerð. Um langt árabil naut hún dýrmætrar aðstoðar frænku sinnar Guðrúnar Svönu Theodórsdóttur úr Vest- mannaeyjum, sem var á heimilinu og hugsaði um það með einstakri trúmennsku ásamt Guðrúnu Pálínu og eins á meðan hún var fjarver- andi. Guðrún vann af kappi að bók um skáldkonuna Torfhildi Hólm og hafði nær því lokið henni með dyggri aðstoð samverkakonu sinn- ar Sigurlaugar Ásgrímsdóttur, þeg- ar heilsan leyfði ekki meira. Guð- rún var stefnuföst, kappsfull og þolgóð. Um uppgjöf var aldrei að ræða, þótt hún mætti andbyr. Guð- rúnu var eðlislæg trúin á hið góða í manneskjunni. Hún var lífsglöð og kunni að njóta lífsins á heilbrigðan hátt og veita jákvæðum straumum til um- hverfisins. Barnabörnin kunnu vel að meta umhyggju hennar og hug- kvæmni við að gleðja og fræða. Guðrún var frændrækin hið besta og ættrækin. Það var sér- stakur hljómur í nafninu Guðrún Pálína frænka hjá okkur Keldna- fólki. Vegna framkomu sinnar og hæfileika var hún sjálfkjörin til for- ustu á mörgum sviðum, þar sem hún kom að málum og meðal ann- ars í Frænkufélaginu svonefnda, sem starfaði á vettvangi Keldna- ættarinnar. Ég átti því láni að fagna að verða gjaldgengur félagi þar ásamt frænda okkar Halldóri Vigfússyni, en við vorum einu karl- arnir í félaginu og nú er líklega enginn eftir nema sá sem þetta skrifar, en tími til kominn að stofna nýtt. Félagatal var ekkert og fjöldi breytilegur eftir verkefnum. Guð- rún fékk þennan kviðling letraðan á veggskjöld frá Frænkufélaginu á áttræðisafmæli sínu: Afrek hefur unnið í þig mikið spunnið, þess við megum minnast hér. Alltaf fremst á fari flestum áræðnari. Forustuna þökkum þér. Margs er að minnast og margt að þakka af samskiptum við Guð- rúnu frænku og hennar góðu fjöl- skyldu. Innilegar samúðarkveðjur eru sendar þeim, ekki síst barna- börnunum, sem hafa misst svo mik- ið. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Mín kæra vinkona Guðrún P. Helgadóttir lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. júlí sl. Hún naut þeirrar náðar og bænheyrslu að verða aldrei öðrum byrði í lífinu, þrátt fyrir hnignandi heilsu hin síð- ari ár. Ég kynntist Guðrúnu fyrst í Kvennaskólanum í Reykjavík 1955, er ég naut kennslu hennar í ís- lensku í 4. bekk skólans. Ég hreifst af fágaðri og hnitmiðaðri framsögn hennar á móðurmálinu og túlkun hennar á sagnaarfi fyrri tíma. Hún vakti áhuga nemandans á, að kynna sér frekar töfraheim íslenskra bók- mennta fyrr og síðar, og hand- leiðsla hennar er ómetanleg og verður aldrei fullþökkuð. Hún var strangur kennari en réttsýn. Sýnisbók íslenzkra bókmennta (1953) var þá notuð við kennslu. Hún var sett saman af Sigurði Nordal, prófessor, Guðrúnu P. Helgadóttur, og manni hennar, Jóni Jóhannessyni, prófessor. Mann sinn missti Guðrún 1957 og hafði þá fyrir þremur sonum að sjá auk fullrar vinnu utan heimilis við kennslu, en hún varð skólastjóri Kvennaskólans 1959. Sumir hljóta í vöggugjöf að vera bornir til ákveðins ævistarfs, en fá- ir í eins miklum mæli og Guðrún, eru fæddir kennarar af lífi og sál. Eljusemi hennar og ögun við sjálfa sig og reisn hennar til að standa sig, þrátt fyrir lífsins ólgusjó, hefur aukið henni styrk og hún orðið maður að meiri, líkt og tréð, sem svignar í hörðustu byljum, en rís að nýju sterkara er lygnir. Hugur Guðrúnar stóð til fræði- iðkana. Hún taldi hlutdeild kvenna í skáldskap fyrir borð borinn og vildi stuðla að því, að hugverk þeirra yrðu almenningi aðgengileg. Hún ritaði bækurnar Skáldkonur fyrri alda I-II, er út komu 1961–63. Hlutu þær einkar góðar viðtökur lesenda og vísast um brautryðj- andaverk að ræða. Guðrún gekk ekki heil til skógar á þessum árum og fór í hjartaað- gerð vestan hafs 1964 og náði heilsu á ný. Hún sökkti sér niður í rannsóknir á Hrafns sögu Svein- bjarnarsonar, sem lengi hafði verið henni hugleikin. Eftir tveggja ára hlé frá skólanum verður hún fyrst íslenskra kvenna til að ljúka dokt- orsprófi frá Oxford-háskóla 1968. Eftir starfslok hennar við Kvenna- skólann gafst henni fyrst tími til að vinna að útgáfu doktorsritgerðar- innar, og var bókin gefin út hjá Clarendon Press, í Oxford, 1987. Leiðir okkar Guðrúnar lágu aftur saman 1974. Ég átti við hana viðtal sem birtist í bók sem gefin var út í tilefni aldar afmælis Kvennaskól- ans í Reykjavík. Guðrún var for- maður ritnefndar þessa veglega af- mælisrits, og ritaði gagnmerka grein um stofnanda skólans, Þóru Melsteð, af alúð og skilningi, sem hæfði brautryðjanda jafnréttis í skólamálum þjóðarinnar. Guðrún fylgdist vel með þróun skólamála, beitti sér fyrir ýmsum nýjungum í skólastarfi en byggði jafnframt á fornum hefðum um uppeldi og menningu. Hún tók pilta inn í skólann og var það í samræmi við breytta tíma. Vafalaust er það dugnaði og festu Guðrúnar að þakka, að Kvennaskólinn í Reykjavík var ekki lagður niður eins og til stóð um skeið. Með þrotlausri baráttu hennar vannst sá áfangi, að byggt var við gamla skólahúsið og í kjöl- farið hlaut skólinn réttindi til að út- skrifa stúdenta. Við starfslok brautskráði Guðrún fyrstu stúdent- ana vorið 1982 og hafði hún þá starfað við skólann um 27 ára skeið. Guðrún ritaði gagnmerka ævi- sögu 1989 um föður sinn Helga lækni á Vífilsstöðum. Bókina skrif- aði hún í minningu foreldra sinna, þeirra Guðrúnar Lárusdóttur og Helga Ingvarssonar, en hann var einn helsti bjargvættur þjóðarinnar í barráttunni við berklaveikina hér á landi. Við Guðrún höfðum bundist sterkum vináttuböndum, og bað hún mig um að lesa yfir handrit bókar sinnar og sýndi þannig fyrr- um nemanda sínum ómælt traust. Fyrrverandi nemendur Kvenna- skólans í Reykjavík stóðu að útgáfu afmælisrits undir heitinu Litið um öxl (1992), er helgað var ritstörfum Guðrúnar í tilefni sjötugsafmælis hennar. Efnið var valið í samráði við hana sjálfa. Við Guðrún unnum saman um skeið við að taka saman ritaskrá og færa efnið í lokabúning fyrir prentun. Aðalsteinn Eiríksson skólameistari hafði veg og vanda af framkvæmd verksins, en Menning- arsjóður styrkti útgáfuna. Guðrún skrifaði bókina Lárus hómópati (1994) um móðurafa sinn og óskaði eftir aðstoð minni við verkið. Heimildaöflun mín fólst einkum í að kemba kirkjubækur, blöð og tímarit og afla alls þess fróðleiks er að gagni mætti koma. Tölvu vildi hún ekki nota, svo að handritið skrifaði ég með penna, en verkið stóð yfir um fjögurra ára skeið. Á sama hátt var bókin Braut- ryðjandinn Júlíana Jónsdóttir skáldkona unnin (1997). Júlíana er fyrst íslenskra kvenna sem fær gefna út ljóðabók sína Stúlku 1882, og leikritið Víg Kjartans Ólafsson- ar sýnt á sviði. Frændi Guðrúnar, Sigurður Sig- urðarson dýralæknir, leit stundum inn á Aragötu 6. Hann fór með vís- ur eða sagði smellna sögu að beiðni frænku sinnar, og var þá hlegið dátt og koma frændans var okkur Guðrúnu eins og vítamínsprauta við skriftirnar. Á þessum árum, þegar komur mínar voru tíðastar á Aragötuna, var eiginmaður hennar Jóhann Gunnar Stefánsson, framkvæmda- stjóri. Hann var einstakur öðling- smaður og prúðmenni í allri við- kynningu, og sambúð þeirra farsæl, enda um gagnkvæma virðingu að ræða. Þau áttu samleið um ald- arfjórðungs skeið, en Jóhann lést 2001. Þar bjó einnig, árum saman, góð kona, Svana Theódórsdóttir, frænka Guðrúnar, en hún var hjálparhellan á heimilinu, á meðan hennar naut við. Synir Guðrúnar, Ólafur Oddsson menntaskólakennari, og læknarnir Helgi Jónsson og Jón Jóhannes Jónsson, eru vel metnir, hver á sinu sviði. Fjölskylduböndin eru traust enda hafa þessir sómamenn valið sér lífsförunauta við hæfi. Börn þeirra eru öll efnileg, vel menntuð, þau sem uppkomin eru, og yngri systkinin munu vafalaust feta í fótspor þeirra. Þau vöndu komur sína tíðum til ömmu sinnar, sem var henni ætíð fagnaðarefni, og ekkert til sparað að gleðja þau eftir föngum. Guðrún var stolt af afkomendum sínum og gat tekið undir orð, ættföðurins, séra Jóns Steingrímssonar: „Barnalán er betra en fé.“ Heimilið að Aragötu 6 var mikið menningarsetur, hlýlegt og vistlegt. Guðrún var fagurkeri, og allir munir innanstokks voru valdir af natni og smekkvísi. Hún var bókhneigð og heimilið prýddi fjöldi góðra bóka. Hún hafði yndi af blómum, innanhúss sem utan. Fyr- ir utan stofugluggann blómstra rósarunnar, og bleik klifurrósin, er hylur húsvegginn, er sannkallað augnayndi, og hávaxin grenitrén veita skjól. Síðustu árin unnum við Guðrún sameiginlega að bók um skáldkon- una Torfhildi Þ. Hólm, en hún skrifaði Brynjólf biskup Sveinson (1882), fyrstu sögulega skáldsögu Íslendinga. Torfhildur var ótrúlega afkastamikill rithöfundur, skrifaði margar bækur og gaf út tímarit ár- um saman, en lést úr spænsku veikinni 1918. Er þessu verki okkar Guðrúnar nánast lokið, en hefur tafist lengur en til stóð. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Elsku Óli, Helgi, Nonni og fjöl- skyldur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð við fráfall kærleiks- ríkrar móður, sem mun ætíð eiga sess í hjarta mínu. Blessuð sé minning Guðrúnar P. Helgadóttur. Sigurlaug Ásgrímsdóttir. Það voru forréttindi að njóta móðurmálskennslu Guðrúnar P. Helgadóttur í landsprófsbekknum 3-X í Gagnfræðaskóla Austurbæjar veturinn 1954 til 1955 og síðan í 3-B í MR veturinn 1955 til 1956. Við erum mörg, sem búum ævi- langt að hennar ágætu leiðsögn á þessum mótandi unglingsárum. Seint gleymist túlkun hennar á perlum íslenskra bókmennta á borð við Gunnarshólma Jónasar Hall- grímssonar, Arnljót Gellini Gríms Thomsens og Verkalok StephansPantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.