Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 43 MINNINGAR og gaf okkur brjóstsykur. Við viss- um að við vorum í hennar leyniher að bjarga drykkjumönnum! Nú eru liðnir áratugir frá því að þessar baráttuaðferðir voru notaðar í þágu stúkustarfs Imbu frænku í Vestmannaeyjum og margir meðlim- ir villst af brautinni eða fundið hana að nýju eftir ævintýralegar koll- steypur. En alltaf stóð Imba styrk í trúnni. Hún fylgdist vel með æsk- unni og þurfti því að þola margar fréttir af afvegaleiddum ungmenn- um en fagnaði enn meir endurreisn þeirra þegar þeir birtust að nýju með falleg áform. Mannfólkið var henni allt, hún var alltumvefjandi einstaklingur. Þessa naut ég í æsku, síðan við Bryndís, þá börnin okkar sem áttu vísar sumar- gistingar hjá Imbu frænku. Dætur okkar lærðu margt af heimsóknum og dvöl hjá Imbu frænku í Eyjum. Þær segja enn sögur af því hvernig Imba bjargaði málum þegar öll sund virtust lokuð og hversu stutt var í hláturinn þegar auðvelt var að kalla svartnætti yfir. Þegar við höfðum flutt til Reykja- víkur var alltaf stuðkvöld þegar Imba frænka kom í heimsókn, gjarn- an með smurbrauðsbakka eða nokkra lítra af rjómaís með í för. Imba fylgdi Sjálfstæðisflokknum í gegnum þykkt og þunnt, stundum var það næfurþunnt en samt stóð hún með bókstafnum á úrslita- stundu. Heimsóknir til Eyja gátu ekki ver- ið án heimsóknar í Ásnes, Bjarnhéð- inn í horninu við eldhúsborðið, glað- hlakkalegur með spurningar og komment um pólitíkina í Reykjavík. Svo vék hann af sviðinu og var sárt saknað. En áfram hélt lærið að fara í ofninn, steikarilmur um allt hús, Imba á þeytingi um húsið og bæinn, afgreiða nokkur blóm í leiðinni, sjá til þess að öllum gestunum líði vel. Skreppa upp í kirkju með kransa – alltaf hægt að koma fyrir svefnplássi með uppbúinni sæng. Megi Guð gefa okkur vinum henn- ar og ættingjum greind til að bera merki hennar áfram og umvefja mannfólkið kærleika. Árni, Bryndís og börn. Imba frænka var með stórt og hlýtt faðmlag og stórt hjarta, átti mikið af vinum og alls staðar voru blóm í kringum hana. Í rauninni var allt einhvern veginn stórt í Ásnesi; tvö lambalæri voru eiginlega alltaf í ofninum og þegar ég dvaldi 14 ára hjá frænku um páska fengum við Elías 16 stór páskaegg í stórum kassa beint frá framleiðandanum! Ásnes var kannski ekki eins stórt og það er í minningunni en einhvern veginn rúmaði það einhver ósköp af fólki, gestum og gangandi, sem streymdi inn og út um ólæstar dyr, og Ásnes rúmaði líka margar hug- myndir og skoðanaskipti um bind- indismál, stjórnmál og dægurmál. Heimurinn var stundum málaður svartur eða hvítur en hann var að minnsta kosti ekki grár. Og blómabúðin var einhvern veg- inn risasmá. Þar gátu margir við- skiptavinir komist fyrir í einu ásamt margvíslegum skrautmunum, kop- arhestum, óróum, lifandi blómum og ekki lifandi blómum. Kannski koma svona einstakar og hlýjar Imbu- blómabúðir aldrei aftur? Ég er afar stoltur af Imbu frænku og minningu hennar. Þessi litríka persóna, sem fæddist á gullöld Vest- mannaeyja, gerði Eyjarnar enn rík- ari og fallegri með glaðværð, dugn- aði og einstöku hjartalagi. Blessuð sé minning hennar. Þór Sigfússon. Elsku Imba mín. Nú heyrist ekki lengur tiplið á hælaskónum, sem óm- aði langar leiðir, þegar þú komst eft- ir Vestmannabrautinni, í heimsókn til okkar á Hrafnagili forðum daga. Húsið og íbúar þess lifnuðu við, með glaðværðinni og bjartsýninni, sem ávallt fylgdi þér. Það er alveg himn- eskt hvað ein svona glöð og jákvæð manneskja getur haft góð áhrif og lífgað upp á tilveruna. Ég er búin að þekkja þig, Imba mín, alla mína ævi og man aldrei eft- ir neinu neikvæðu hjá þér, jú, kannski einu, þú hafðir megna óbeit á víni og varst þá ómyrk í máli. Ég gleymi aldrei fyrstu jólunum sem við vorum í Eyjum. Þá komst þú til okk- ar og spurðir hvað við værum með í jólamatinn. Ég sagði að það væri hamborgarhryggur. Þú sagðir: „Lilla, þú sýður hann sko upp úr maltöli en ekki rauðvíni,“ og ég held að þú hafir fylgst með suðunni til að allt væri í lagi, en samt borðaðir þú hjá mér triffle með slatta af sherríi og þótti það algjört sælgæti. Ég man eina þjóðhátíð. Það gerði ofsarok, Bjarnhéðinn og fullt af fólki voru í tjaldinu, mikið fjör og áreið- anlega ekki allir þurrbrjósta. Þarna stóð Imba mín megnið af nóttinni og hélt í stagið svo að tjaldið tækist ekki á loft. Svona var hún. Ég fór á þjóðhátíð þegar ég var 16 ára, var þá uppi í Suðurgarði. Þá voru þau með stórt og mikið gróð- urhús fullt af rósum. Ég finn ennþá ilminn af þeim, þetta var svo stór- kostlegt. Ég var nú ekki hress með Imbu mína í þá daga. Ég var komin í þræl- skemmtilegt partí, þá kom hún og sagði: „Nú kemur þú heim, góða.“ Ég hlýddi en þótti ekkert vænt um frænku mína þá. Þetta voru eflaust „ordrur“ að heiman. Elsku Imba mín, það er svo margs að minnast í sambandi við þig að ég gæti skrifað heila bók. Fleiri með læri og ævintýrið með frímerkin, svo var það skírnin í Mosó og svona mætti lengi telja. Við rifjum þetta bara upp og hlæjum þegar við hitt- umst næst. Ég öfunda englana, það er örugglega orðið mikið fjör hjá þeim, fyrst þú ert mætt á staðinn. Bestu kveðjur senda Hreiðar, Ásta, Ársæll, Jóhann, Hafsteinn og Dísa. Hittumst heilar á himnum. Guðbjörg Jóhannsdóttir (Lilla). Elskuleg frænka mín Ingibjörg Á. Johnsen hefur kvatt þennan heim. Hún var systir stórkarakteranna Gilla og Svölu í Suðurgarði, Súlla á Saltabergi, Siffa á Kirkjubæjar- brautinni og Áslaugar í Eþíópíu. Imba var eins og öll þau systkinin í miklu uppáhaldi hjá mömmu – en þær voru systradætur – og mamma kenndi okkur að elska, meta og virða allt skyldfólkið okkar frá Suður- garði. Í ófá skipti leit hún inn með okkur systkinin í blómabúðina í kjallaran- um í Ásnesi. Þær heimsóknir enduðu oftast með því að Imba sendi okkur upp í íbúð í kaffi og bakkelsi. Ef hún gat skaust hún upp augnablik og það varð svo skemmtilegt. Imba lét sig varða mannlífið í bænum af mikilli elju og röggsemi, enda hlaðin trún- aðarstörfum. Hún var með eindæm- um stórtæk, fórnfús og gjafmild og alltaf svo flott á því. Hún var mikil stórfjölskyldumanneskja og lét sig ekki muna um að slá upp veislu hve- nær sem hún gat, hvort sem það var í þjóðhátíðartjaldinu eða á annan í jól- um í Ásnesi. Og hún lét sig heldur ekki vanta til að samgleðjast öðrum eða hugga þá sem áttu um sárt að binda. Glæsileikinn einkenndi heimskonuna Imbu og hún hamraði mjög á því við okkur sér yngri að við ættum að vera flottar í þessu lífi og smart í tauinu. Það var stutt að skjótast yfir túnið frá Þorlaugargerði í Suðurgarð og nokkuð víst að hitta á Imbu í heim- sókn þar. Hún og Svala voru mér svo góðar og mikil hvatning alla tíð. Seinna þegar ég stofnaði fjölskyldu voru þær sem endranær artarlegar og yndislegar við okkur Max og dótt- ur okkar Ingibjörgu Iris Mai Svölu. Það er ómetanlegt að hafa fengið að eiga Imbu að frænku og óbifandi kletti í lífinu. Frænku sem var svo blessunarlega laus við tilgerð og fals, fyrirgaf og gerði gott úr öllu. Sú sem þetta ritar er erlendis, en sendir innilegustu samúðarkveðjur til Eyja í dag. Guð blessi minningu Ingi- bjargar Á. Johnsen. Guðrún Garðarsdóttir. Þá hefur drottningin Imba John- sen kvatt þennan heim. Mig grunar sterklega að á þeirri stundu þegar Imba tók sinn síðasta andardrátt hafi Guð á himnum fyrirskipað að setja út rauðan dregil til að taka á móti sínum góða þjóni. Imba stjórnaði barnastúkunni Eyjarós nr. 82 í Eyjum með glæsi- brag. Starf stúkunnar skipti hana miklu máli og reyndi hún að halda því starfi gangandi eins lengi og hún gat. Imba fór eitt sinn með okkur á stórstúkuþing í Reykjavík. Mikið fjör var í hópnum frá Eyjum í þessu ferðalagi. Þegar hópurinn átti að fara að sofa reyndum við strákarnir nokkrum sinnum að komast yfir til stelpnanna en við minnsta þrusk var innrásin brotin á bak aftur af Imbu. Ég ákvað að gera lokatilraun til þess að komast á áfangastað. Á miðri leið öskraði sú gamla: „Farðu nú að sofa, asninn þinn.“ Ég játaði mig sigraðan og skreið skömmustulegur í svefn- pokann. Um síðustu páska kíkti ég með Önnu Birnu dóttur minni og ömmu Vídó upp á spítala til Imbu. Anna Birna söng fyrir Imbu sunnudaga- skólalög og Imba brosti sínu breið- asta og bað um óskalög sem sú stutta söng svo fyrir hana. Þessi síðasta heimsókn mín til Imbu er mér dýrmæt. Elsku Imba, takk fyrir allt. Kjartan Vídó. Kær vinkona hefur fengið hvíldina eftir erfiða sjúkralegu. Ingibjörg Á. Johnsen eða Imba eins og hún var kölluð var mikill kvenskörungur. Hún ólst upp í Suð- urgarði í Vestmannaeyjum í góðum systkinahópi. Aðeins Sigfús, yngsti bróðir hennar, er nú eftirlifandi. Hún lifði tímana tvenna. Hún sagði mér að þegar hún hefði orðið ástfangin af grísk-amerískum her- manni, þá hefði verið skrifað á ljósa- staur: Varúð, þessar konur eru í ástandinu, og þær nokkrar nafn- greindar. Hafði hún gaman af. Hún giftist Bjarnhéðni Elíassyni og eignaðist fjögur börn. Stór hópur syrgir hana nú. Ég kynntist henni fyrir u.þ.b. 40 árum. Við vorum saman í Sjálfstæð- iskvennafélaginu Eygló, þar sem hún var lengi formaður. Hún var mjög skelegg og vei þeim sem hafði aðrar skoðanir en hún. Hún sótti mál sitt af hörku, dugnaður hennar og ósérhlífni voru rómuð. Stúkan átti hug hennar allan. Eiga margir henni að þakka að unglings- árin liðu án skelfingar drykkjuskap- arins. Óþreytandi byggði hún upp ung- lingastarfið, fór í ferðalög og gerði allt sem hún gat til uppbyggingar stúkustarfinu. Er í raun undarlegt að hún skuli aldrei hafa verið sæmd Fálkaorðunni. Blómabúð rak hún um áraraðir. Tók við af móður sinni að selja blóm. Hún var í félagi kaupsýslumanna og lét þar gott af sér leiða. Imba var mikil blómakona og sá um blómaskreytingar bæði í gleði og sorg. Oft gat hún ekki farið að heim- an, ef hún þurfti eða langaði til Reykjavíkur, því hún þurfti að skreyta kistu. Hún var góð kaupkona, þótt hún hafi ekki alltaf grætt. Ein saga lifir. Ungur maður, nýkvæntur og fluttur í bæinn, þurfti að kaupa blóm. Komið var um hádegi og blómabúðin lokuð. Hann bankaði upp á hjá henni og spurði hvort hún gæti hjálpað sér um blóm. Áður en hann vissi af var hann farin að borða kjötsúpu ásamt öðrum sem tilfallandi hafði mætt hjá henni. Svona var Imba ávallt gestrisin. Í gosinu var heimili hennar og Bjarnhéðins öllum opið. Óteljandi er það fólk sem Árni sonur hennar dró heim á Skólaveg 7, lét sofa og hún eldaði ofan í. Veit ég að margir hugsa nú til hennar með þakklæti. Sjálfstæðisflokkurinn á henni mikið að þakka. Hún mætti á alla landsfundi sem hún gat og barðist fyrir sínum áhugamálum, Vest- mannaeyjum, Stúkunni, mannrétt- indum og velferð lítilmagnans. Ég sé fyrir mér Imbu og vinkonu okkar Erlu Vídó á fulltrúaráðsfund- um, þegar þær voru að skamma mig og strákana í bæjarstjórn. Segja okkur til syndanna og leiðbeina í hin- um ýmsu málaflokkum. Eða þegar þeim fannst strákarnir fara illa með mig. Þá söfnuðu þær liði sem ljón- SJÁ SÍÐU 44 Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar sonar míns, bróður, mágs og frænda, VALDIMARS GUÐMUNDAR JAKOBSSONAR, Álfaborgum 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar B6 á Landspítala háskólasjúkrahúsi og líknareild- arinnar í Kópavogi. Jakob Valdimarsson, Þráinn Kristjánsson, Lára Kristjánsdóttir, Grétar Geirsson, Örn Berg Guðmundsson, Ragnhildur Gröndal, Björk Kristjánsdóttir, Stefanía Kristjánsdóttir, Ásgeir Þór Hjaltason, Sigurlaug Jakobsdóttir, Bragi Már Bragason og frændsystkini. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BJÖRK SIGRÚN TIMMERMANN, Ljárskógum 2, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 26. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Andrés Svanbjörnsson, Frímann Andrésson, Sigríður Þóra Óðinsdóttir, Markús Þór Andrésson, Dorothée Kirch, Breki Þór Frímannsson. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, EYJÓLFS THORODDSEN, Boðagranda 4, Reykjavík. Elín Bjarnadóttir, Bjarni Thoroddsen, Ástríður H. Þ. Thoroddsen, Ólafur Örn Thoroddsen, Sigríður Jónsdóttir, Jóhann Thoroddsen, Katla Kristvinsdóttir, Ólína Elín Thoroddsen, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum af hjarta auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Nesi á Rangárvöllum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Jóhann Gunnarsson, Edda Þorkelsdóttir, Jón Bragi Gunnarsson, Stefanía Unnur Þórðardóttir, Kristinn Gunnarsson, Unnur Einarsdóttir, barnabörn, langömmu- og langalangömmubörn. Okkar ástkæri sambýlismaður og faðir, BENEDIKT B. BJÖRNSSON frá Þorbergsstöðum, Öldugranda 3, lést á LSH v. Hringbraut að kvöldi miðvikudags- ins 26. júlí. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju fimmtu- daginn 3. ágúst kl. 13.00. F.h. afkomenda og annarra aðstandenda, Magnþóra Þórðardóttir, Birna Dís Benediktsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.