Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 53 DAGBÓK Vin, athvarf Rauða kross Íslands fyrirgeðfatlaða, hefur boðið hingað til landsRon Coleman sem halda mun eins dagsnámskeið um að vinna með raddir. Guð- björg Sveinsdóttir er forstöðukona Vinjar: „Áhugaverðar rannsóknir hafa verið unnar í lönd- unum í kringum okkur á geðklofa þar sem fólk heyrir raddir. Unnið hefur verið að þróun aðferða m.a. byggðra á hugrænni meðferð til að ná stjórn á og vinna með röddum, frekar en að nota ein- göngu lyf til meðferðar,“ segir Guðbjörg. „Áætlað er að milli 1,5 og 2% fólks heyri raddir en aðeins þriðjungur þess hóps sækir sér einhvers konar aðstoð til geðheilbrigðiskerfisins. Af þeim sem heyra raddir segja um 70% að einkennin hafi byrjað í kjölfar andlegs áfalls, sem bendir til að það að heyra raddir tengist atvikum í lífi fólks, en orsakist ekki eingöngu af efnafræði heilans,“ út- skýrir Guðbjörg. „Ron Coleman þjáðist sjálfur af geðklofa og heyrði raddir og hefur verið mjög virkur í breska geðheilbrigðiskerfinu við rann- sóknir á þessu sviði. Hann hefur skrifað bækur og greinar um þær aðferðir sem hann hefur beitt á sinn sjúkdóm, sem byggja ekki á notkun lyfja heldur að sjúklingurinn nái sjálfur stjórn á ein- kennunum.“ Námskeið Ron Coleman verður haldið mánu- daginn 13. nóvember á Hótel Lind. Má lesa nánar um aðferðir hans á slóðinni www.roncolem- anvoices.co.uk. Vin er starfrækt á Hverfisgötu 47 af Lands- skrifstofu Rauða kross Íslands í samstarfi við Reykjavíkurborg. „Vin var stofnuð árið 1993 í kjölfar könnunar Rauða krossins sem benti til þess að geðfatlaðir sem útskrifuðust af geðdeild- um byggju margir við bágan hag og í félagslegri einangrun,“ segir Guðbjörg. Markmið Vinjar eru að draga úr félagslegri ein- angrun og einmanaleika geðfatlaðra, efla andlegt og líkamlegt heilbrigði, skapa umhverfi byggt á gagnkvæmri virðingu og trausti og efla þekkingu á málefnum geðfatlaðra. Í Vin er boðið upp á ýmsa þjónustu og stuðning og er lögð áhersla á að geðfatlaðir séu virkir þátt- takendur í starfsemi athvarfsins: „Gestir í Vin geta keypt sér mat á vægu verði og þar er bað- og þvottaaðstaða. Á vegum Vinjar er starfræktur skákklúbbur í samstarfi við Hrókinn, og ferða- félag sem stendur fyrir ferðalögum innanlands og utan. Staðið er fyrir ýmiss konar fræðslu og þjálf- un, sjálfstyrkingu og sjálfseflingu, og margskonar önnur starfsemi er í boði. Þá hefur Vin staðið fyrir málþingum og ráðstefnum og tekur þátt í skipu- lagningu alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins sem haldinn er 10. október ár hvert.“ Guðbjörg segir öllum velkomið að nýta sér þjónustu Vinjar á eigin forsendum. „Erfitt er að mæla árangur starfsins en margir sem sækja Vin reglulega styrkja sín félagslegu tengsl. Þeir byrja að taka upp samband við fjölskyldur sínar sem þeir hafa ekki gert áður, sumir fara í skóla eða byrja að vinna.“ Heilsa | Ron Coleman heldur námskeið í nóvember um óhefðbundna meðferð við geðklofa Að ná stjórn á röddunum  Guðbjörg Sveins- dóttir fæddist í Þykkvabæ í Rang- árvallasýslu 1954. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1971, lærði í tvö ár við Lindargötu- skólann, lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1978 og útskrifaðist sem geðhjúkr- unarfræðingur í Noregi 1991. Guðbjörg starf- aði um langt skeið við geðdeildir Landspítala og Kleppsspítala en hún hefur frá árinu 1994 verið forstöðukona Vinjar. Guðbjörg er gift Einari Ólafssyni bókaverði og eiga þau tvö börn. Spurningar til ríkisstjórnar Íslands og allra alþingismanna 1) HVERNIG á að lifa af ör- orkubótum? (Svar óskast) 2) Hvernig ætlið þið að sjá til þess að við öryrkjar komumst í bíó, leikhús eða innan um fólk? (Svar óskast) 3) Hvers vegna fáum við ekki það sem við höfum borgað í lífeyr- issjóði, þá peninga sem við eigum, án þess að Tryggingastofnun skerði örorkubætur okkar? (Svar óskast) 4) Hvenær ætlið þið að hækka laun öryrkja? (Svar óskast) 5) Mannsæmandi laun þurfa að vera 150.000 kr. á mánuði. 6) Öryrkjar ættu að fá að vinna 4 klst. á dag án þess að bætur skerðist. Það myndi koma mörgum öryrkjum út á vinnumarkaðinn, þeim sem það gætu. 7) Hversu lengi ætlið þið að láta okkur þiggja mat frá hjálparstofn- unum eins og betlarar, 4–5 mál- tíðir á mánuði? (Svar óskast) 8) Við öryrkjar erum 11.000 í landinu og það eru kosningar framundan. 9) Hvaða flokkur ætlar að sjá um þessi og fleiri baráttumál ör- yrkja, fyrir og eftir kosningar? (Svar óskast) 10) Veit nokkur ykkar hvað það er að missa heilsuna? Virðingarfyllst, Ólafur Jón Einarsson, framreiðslumeistari. Fljótaskrift og æðibunugangur ÞAÐ gegnir furðu hve álútir landshöfðingjar Íslendinga ríða í söðlinum þessa dagana er þeir ræða við bandarísk stjórnvöld um málefni landsins. Fljótaskrift og æðibunugangur, „erindisleysa með dugnaðarfasi,“ eins og Einar Benediktsson kvað í ljóði sínu. Bandarísk stjórnvöld, sem gáfu loforð í herverndarsamningi sín- um, rufu það heit strax í upphafi. Alfbert, fyrrum fréttamaður, her- foringi sem gnístir tönnum, sagði að vísu að það hefði verið „bömm- er fyrir okkur sjálfstæðismenn að kosningarnar fóru eins og vitað er,“ en allt er þetta heldur laust í reipum. Það er athyglisvert að hyggja að því að það var ekki síst marka- kunnátta og þekking Valdimars Björnssonar Vestur-Íslendings, sem tryggði honum aðdáun og virðingu bænda á Héraði. Hann kunni allar markaskrár þeirra bet- ur en Marka-Leifi. Pétur Pétursson þulur. Dömuhringur í óskilum FYRIR u.þ.b. 3 vikum síðan fannst fallegur dömuhringur í Ráðhúsinu. Hugsanlegur eigandi getur haft samband við Upplýsingaþjónustu Ráðhúss Reykjavíkur í síma 411 1005. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Nickell/Weed. Norður ♠KG ♥G982 N/Allir ♦ÁKD862 ♣9 Vestur Austur ♠1095 ♠Á7632 ♥765 ♥4 ♦10543 ♦7 ♣á103 ♣KDG752 Suður ♠D84 ♥ÁKD103 ♦G9 ♣864 Þegar litið er til allra átta sést að ellefu slagir fást í rauðum lit í NS (650 í hjartageimi), en AV eiga níu slagi í svörtum lit (sem gæti verið –200 í fjórum spöðum dobluðum). Þetta var spil númer 45 af 64 í úr- slitaleik Nickells og Weeds í Spin- gold-keppninni: Lokaður salur: Vestur Norður Austur Suður Versace Meckstr. Lauria Rodwell -- 1 tígull 3 lauf * 3 tíglar * 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar Dobl Pass Pass Pass Stökk Lauria í þrjú lauf sýnir svörtu litina og þrír tíglar Rodwells virðast vera yfirfærsla í hjarta (dobl væri væntanlega tígull). Versace tók sína níu slagi og NS urðu að sætta sig við 200-kall. Sveiflufæri fyrir Ítalina í sveit Weeds: Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður Soloway Fantoni Hamman Nunes -- 1 tígull 2 lauf 2 hjörtu Pass 3 lauf * 3 spaðar Dobl 5 lauf 5 tíglar Pass 5 hjörtu Pass 5 spaðar Pass 5 grönd Pass 6 hjörtu Allir pass En sveiflan datt í bandaríska dálk- inn, því Fantoni og Nunes villtust upp í slemmu með tvo ása úti. Kerfið er eðlilegt í grunninn, en ítölsku- skotið og persónulegt, svo það er erfitt að segja hvað fór úrskeiðis. Fantoni lá reyndar lengi yfir síðustu ákvörðun. Kannski hefur hann hugs- að sem svo að makker þyrfti spaða- ásinn til að fimm hjörtu ynnust og þá mætti eins keyra í sex. En lokaákvörðunin kostaði 17 stig – pass hefði gefið Weed 10 stig, en hækkunin í slemmu þýddi 7 stiga tap. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 e6 4. Rf3 b6 5. Bg2 Bb7 6. O-O d6 7. He1 Rbd7 8. e4 a6 9. d4 cxd4 10. Rxd4 Dc7 11. Be3 Be7 12. Hc1 O-O 13. f4 Hfe8 14. g4 Rc5 15. Bf2 e5 16. fxe5 dxe5 17. Rf5 Bf8 18. g5 Rfd7 19. Rd5 Dc6 20. Hf1 Hac8 21. Hc3 Ra4 22. Hh3 Rxb2 23. Dg4 De6 24. Dh4 Dg6 25. Bf3 f6 26. Hg3 Df7 Staðan kom upp í AM-flokki Fyrsta laugardagsmótsins sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Nick A. Adams (2184) hafði hvítt gegn Bence Nagy (2355). 27. g6! Dxg6, svartur þarf að láta drottn- inguna af hendi þar sem eftir 27… hxg6 yrði hann mát eftir 28. Hh3 De6 29. Dh7+ Kf7 30. Rh6#. 28. Hxg6 hxg6 29. Rfe3 Rxc4 30. Rxc4 Hxc4 31. Dg4 Bxd5 32. Dxd7 Bc6 33. Dd3 b5 34. He1 Bb4 35. He3 f5 36. Db3 Kf8 37. exf5 Bxf3 38. Hxf3 e4 39. fxg6+! og hvítur gulltryggir sér nú sigurinn. 39…exf3 40. Dxf3+ Ke7 41. Df7+ Kd8 42. Bb6+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 90 ÁRA afmæli. Í dag,29. júlí, er níræð Jón- ína Guðmundsdóttir, búsett á Tjörn, heimili aldraðra á Þingeyri við Dýrafjörð. Hún fagnar tímamótunum með afkomendum á Þingeyri. 50 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 29. júlí, er fimmtugur Magnús Rúnar Magnússon, raf- iðnfræðingur hjá Orkuveitu Reykja- víkur, til heimilis í Hesthömrum 11 í Reykjavík. 60 ÁRA afmæli. Útivistarfélaginn,göngugarpurinn og mót- orhjólakappinn Björn Viggósson er sextugur í dag, laugardaginn 29. júlí. Hann verður utandyra á afmælisdag- inn. Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Hvenær settist fólk að í Reykjavík? 2ja ára nám í ilmolíufræðum byrjar í september 2006. Allar uppl. á heimasíðu skólans www.simnet.is/lifsskolinn og í s: 861 1070 og 557 7070, tölvup: lifsskolinn@simnet.is. Lífsskólinn Aromatherapyskóli Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.