Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMEIGINLEG forsjá hefur orðið æ algengari frá því að heimildin var lögfest árið 1992. Grundvöllur sameig- inlegrar forsjár er að foreldrar séu sammála um að vinna saman að hagsmunum barns síns til 18 ára aldurs þess. Foreldrarnir skilja við hvort annað sem ein- staklingar. Þeir skilja ekki við börn sín og geta sjálfir ekki skilið sem foreldrar. For- eldrar þurfa að geta komið sér saman um hjá hvoru foreldrinu barnið skuli eiga lögheimili þar sem ekki er hægt að eiga lögheimili á tveimur stöðum. Jafnvel þótt foreldrar segist geta og ætli að vinna saman þá getur það breyst á einni svipstundu enda sam- skiptagrundvöllurinn oft afar við- kvæmur. Dæmi eru um að ágætri samvinnu foreldra lýkur skyndilega þegar nýr maki kemur inn í mynd- ina. Við komu nýs maka breytist andrúmsloftið, ójafnvægi getur skapast og líkur á ósamkomulagi aukast. Ástæðan er oftar en ekki til- finningarlegs eðlis. Það er ekkert sjálfgefið að það sé við nýja makann að sakast. Sprottið getur upp af- brýðisemi hjá því foreldrinu sem ekki á nýjan maka. Nýi makinn gæti einnig haft skoðun á umgengninni og viljað gera á henni einhverjar breytingar. Með komu nýs maka er hætta á að gamlir fortíðardraugar lifni við hafi foreldrarnir ekki unnið úr skilnaðinum. Hvað felst í sameiginlegri forsjá og hverju mætti breyta? Algengur misskilningur er að með því að hafa sameiginlega forsjá skipti foreldrar frekar með sér út- lögðum kostnaði vegna barnsins s.s. útgjöldum vegna fatakaupa, lækn- isaðstoðar, hjálpartækja, tannrétt- inga og íþróttaiðkunar. Sameiginleg forsjá skyldar ekki það foreldri sem barnið á ekki lögheimili hjá til að greiða neitt umfram meðlag. Hversu mikið það foreldri vill láta af hendi rakna til barns síns er því í sjálfs- vald sett. Það er ekki óeðlilegt að ábyrgð sameiginlegs forræðis liggi ekki aðeins í að koma að stærri ákvörð- unum er varða barnið heldur einnig í beinni þátttöku í að veita barninu þá nauðsyn- legu hluti sem það kann að þarfnast. Með þessum hætti er sam- eiginleg forsjá bæði í orði og á borði. Ef barn býr til jafns hjá báðum foreldrum er eðlilegt að meðlag og bætur skiptist að sama skapi jafnt á milli þeirra. Hvað er átt við með „stærri ákvarðanir“? Dæmi um stærri ákvarðanir er í hvaða skóla barnið gengur. For- eldrar eru yfirleitt sammála um að barnið gangi í þann skóla sem til- heyrir lögheimili þess. Lækn- isheimsóknir og viðtöl hjá sálfræð- ingi eru talin flokkast undir stærri ákvarðanir. Sálfræðingur getur ekki átt viðtal við barn nema með sam- þykki beggja forsjárforeldra. Flutn- ingur með barn úr landi telst vera „stór ákvörðun“ og krefst sam- þykkis beggja forsjárforeldra. Umgengnin Sameiginleg forsjá er ekki nauð- synlegt fyrirkomulag til að foreldri geti haft góða og tíða umgengni við barn sitt. Hvernig svo sem forsjár- skipan er háttað á barnið gagn- kvæman rétt á að umgangast báða foreldra sína með reglubundnum hætti. Það fyrirkomulag að barn dvelur viku í senn hjá foreldrum sín- um hefur farið vaxandi. Í þeim til- vikum eru foreldrar oftast með sam- eiginlega forsjá. Enda þótt ekki skorti á samvinnuvilja foreldranna gæti verið að þetta skipulag hentaði ekki barninu. Tíð búsetuskipti geta verið mikið álag jafnvel þótt aðbún- aður sé góður á báðum stöðum. For- eldrar sem hafa þetta fyrirkomulag í hyggju þurfa að meta ekki einungis kostina heldur einnig vankanta fyr- irkomulagsins, með líðan barnsins og aðlögunarhæfni þess að leið- arljósi. Skilnaður Það að börn upplifi létti þegar for- eldrar þeirra skilja er algengara en margir halda. Í sumum tilvikum er heimilislífið orðið svo eitrað og þrungið að það er stórskaðlegt barnssálinni. Foreldrar sem eiga í erjum hafa oft ekki mikið að gefa börnum sínum. Eftir skilnaðinn kemst meira jafnvægi á heimilislífið og stundum aukið öryggi hafi áfengi eða ofbeldi verið til staðar. Börnin sem fallið hafa í skuggann af deilum foreldranna verða þeim, eftir að skilnaðurinn er afstaðinn, aftur sýni- leg. Með því að skoða hvernig sam- band foreldranna var á sambúðarár- unum er stundum hægt að spá fyrir um hvort sameiginlegt forræði komi til með að verða farsælt fyr- irkomulag. Önnur atriði sem hafa spásagnargildi er hvort báðir aðilar hafi verið sáttir við ákvörðun um skilnaðinn eða hvort annar aðilinn hafi viljað skilnað í óþökk hins. Hafi samskiptin verið átakamikil, þrung- in togstreitu og valdabaráttu eru auknar líkur á að sameiginleg forsjá sé síður heppileg forsjárskipan. Eins ef annað foreldrið hefur ekki getað sætt sig við skilnaðinn getur reiði þess og höfnunartilfinning haft neikvæð áhrif á samskiptin við hitt foreldrið. Ef foreldrar hafa ekki þann þroska að bera til að leggja til hliðar ágreining sinn hvernig svo sem hann er tilkominn mun sameiginleg forsjá fara í bága við hagsmuni barnsins. Barnið verður á milli og foreldrarnir kunna jafnvel að nýta sér þann rétt sem sameiginleg forsjá veitir þeim til að ná sér niðri á hvort öðru frekar en að leyfa barninu að njóta góðs af. Sameiginleg forsjá getur verið vandmeðfarin Kolbrún Baldursdóttir segir að mörgu að hyggja við sameig- inlega forsjá ’Með komu nýs maka erhætta á að gamlir fortíð- ardraugar lifni við hafi foreldrarnir ekki unnið úr skilnaðinum.‘ Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. Sagt var: Hann er þannig maður, að óhætt er að treysta honum. RÉTT VÆRI: Hann er maður sem óhætt er að treysta. (þannig er atviksorð en ekki lýsingarorð.) Gætum tungunnar KUNNINGI minn fór með fjöl- skyldu sinni til Portúgals í sum- arleyfi, sem er svo sem ekki í frásög- ur færandi, nema hvað að fjölskyldan skoraði á hann að elda eftirlæt- isréttinn hans, sem er kjúklingapasta. Hann varð við því – fór út í matvörubúð og keypti allt í réttinn, sem inni- hélt m.a. kjúklingabring- ur. Fyrir kjötið greiddi hann sem svarar 400 krónum. Þegar heim til Íslands kom vildi fjöl- skyldan aftur kjúklinga- réttinn góða og fjöl- skyldufaðirinn fór í matvöruverslun hér og keypti hráefn- ið. Nú greiddi hann fyrir sama magn af kjúklingabringum 1.600 krónur. Þær voru sem sagt fjórum sinnum dýrari en í ferðamannamatvörubúð í Portúgal, en á ferðamannastöðum er verðlag yfirleitt nokkru hærra en al- mennt gerist í landinu. Þessi mikli munur er ekki viðunandi. Samfylkingin hefur um árabil haft forystu á Alþingi um margvíslegar aðgerðir til að lækka matarkostnað heimilanna. Þar hafa Rannveig Guð- mundsdóttir og Össur Skarphéð- insson verið fremst í flokki Samfylk- ingarþingmanna. Nú er komin fram vönduð greinargerð og úttekt á or- sökum hins háa mat- vælaverðs hér á landi. Þar kemur fram að meginástæðan sé verð á búvörum. Enn frem- ur segir þar að engin ein aðferð sé áhrifa- ríkari til að lækka mat- arverð en sú að lækka tolla á landbún- aðarvörur. Þing- flokkur Samfylking- arinnar hefur lýst stuðningi við tillögur Hallgríms Snorrason- ar í skýrslu mat- vælaverðsnefndarinnar og lagt til að samhliða þeim verið leitað leiða til að auðvelda bændum aðlögun að breyt- ingunum sem þeim fylgja. Þetta er úrelt kerfi sem bitnar á neytendum. Við erum að greiða um 28 milljarða til þessa kerfis, um 14 milljarða í beingreiðslur til bænda og álíka mikið til viðbótar í tolla og inn- flutningsvernd. Þess má geta vegna dæmisins af kjúklingabringunum, að kjúklingur er ekki hefðbundin land- búnaðarvara, heldur flokkast sem iðnaðarframleiðsla og flutningskostn- aður hingað til lands er um 40 krónur á kílóið. Aukið frelsi Það er nauðsynlegt að auka frelsi bænda, fjölga sóknarfærum og auka samkeppni. Mikilvægt er að bændur skapi sér sérstöðu þannig að þeir geti t.d. selt gæðavöru undir eigin nafni og fengið þannig betra verð fyrir vöru sína. Ég hef margoft vakið máls á þörfinni á því á Alþingi hvað varðar ferðaþjónustuna. Ég hef heimsótt ferðabændur víða um heim og þá hef- ur alltaf verið hægt að kaupa beint af bóndanum það sem hann framleiðir. Þessi framleiðsla er hluti af mat- armenningu hvers lands og ástæðu- laust að láta tæknilegar hindranir standa í vegi fyrir því að hið sama sé mögulegt hér á landi og annars stað- ar í heiminum. Slík sala er mikilvæg fyrir íslenska matarmenningu og hluti af kynningu á henni og fyrir ferðaþjónustuna. Heimilin munar um 130 þúsund kr. á ári Það verður að rannsaka afleiðingar fákeppni á matvælaverð í landinu og móta tillögur til að sporna við henni. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun berjast áfram fyrir lækkun mat- arverðsins. Nú verða hagsmunir neytenda að ráða ferðinni. Ef við för- um að tillögum formanns mat- vælaverðsnefndarinnar getur mat- arreikningur heimilanna lækkað um 50 þúsund krónur á ári og jafnvel allt að 130 þúsundum ef farið er að ýtr- ustu kröfum. Sumir hafa jafnvel talið að matarreikningurinn gæti lækkað um 180 þúsund krónur. Förum að til- lögunum, nema hvað varðar óholl- ustuna, gosdrykki og sælgæti. Lækk- un á slíkum varningi vinnur gegn heilsufarsmarkmiðum okkar. Nú er matarverðið meira en helmingi hærra á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum. Því ætlum við í Samfylkingunni að breyta. Fjórum sinnum dýrara í matinn Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um hátt matarverð ’Það verður að rannsakaafleiðingar fákeppni á matvælaverð í landinu og móta tillögur til að sporna við henni. ‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN Í KJÖLFAR þess að stjórnvöld ákváðu að stefna að lækkun mat- arverðs á Íslandi hefur skapast mikil umræða um réttu leiðirnar að þessu markmiði. Nefndarmennirnir tíu, í hinni svokölluðu mat- vælanefnd forsætisráð- herra, komu sér ekki saman um tillögur til verðlækkana. Fulltrúar hagsmunaaðila hafa bent á margar og mis- munandi leiðir til að lækka matarverð og því hefur verið haldið fram að óeðlilega hátt hlut- fall söluverðs landbún- aðarafurða renni til bænda og vinnslustöðva. Þetta er fjarri öllum sannleika. Mjólkuriðnaðurinn hefur tekið á sig umtals- verðan kostnað og kom- ið þannig í veg fyrir verulega hækkun á mjólkurvörum á síðustu árum. Vinnslu- og dreif- ingarkostnaður mjólkur síðustu 15 árin er 32% lægri en sem nemur hækkun neysluvísitöl- unnar á tímabilinu. Þetta er framlag mjólk- uriðnaðarins til ís- lenskra neytenda. Verðlagsnefnd bú- vöru, sem ákvarðar heildsöluverð mjólk- urafurða, setti á verð- stöðvun allra mjólkurafurða þann 1. janúar 2003. Verðstöðvunin gilti í þrjú ár og heildsöluverð mjólkuraf- urða hélst óbreytt allan þann tíma, þrátt fyrir að verðlagsnefndin hafi hækkað afurðarverð til mjólk- urframleiðenda. Mjólkuriðnaðurinn mætti verðstöðvuninni með aðhalds- aðgerðum og hagræðingu í rekstri sínum, neytendum til tekna, enda var það var ein af forsendum verðstöðv- unarinnar. Þessi verðstöðvun er ekki eins- dæmi og mjólkuriðnaðurinn hefur áð- ur tekið á sig verulegan kostnað til þess að halda niðri verði á mjólk- urvörum. Í kjölfar þjóðarsáttarsamn- inganna var gerð hagræðingarkrafa, bæði til mjólkuriðnaðarins og mjólk- urframleiðenda. Góð viðbrögð þess- ara aðila, mikil vinna þeirra og tækni- væðing voru forsenda þess að unnt var að halda mjólkurverði óbreyttu í fimm ár, frá árinu 1991 fram í byrjun árs 1996. Auðvelt er að sjá árangur aðhalds- aðgerðanna og hagræðingarinnar með því að bera saman hækkun á vinnslukostnaði mjólkur og hækkun á vísitölu neysluverðs. Frá því í desem- ber 1990 fram í janúar 2006 hefur neysluvísitalan hækkað um 68%. Á sama tíma hefur vinnslu- og dreifing- arkostnaður mjólkur, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar, einungis hækkað um 36,6%. Mismunurinn er 32% sem telja verður verulegan ávinning til neytenda. Það er því ljóst að neytendur hafa notið hagræðingarinnar í mjólkuriðn- aðinum á síðustu árum og svo verður áfram. Sameining Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna skilar verulegri hag- ræðingu og nýverið voru kynntar miklar að- haldsaðgerðir sem fel- ast í því að leggja niður stærsta mjólkurbú landsins í Reykjavík og flytja vinnsluna austur á Selfoss. Fleiri rekstr- arbreytingar eru á döf- inni, t.d. á afurðastöðv- unum á Blönduósi og í Búðardal. Verðlagsnefnd bú- vara ákvarðar það verð sem bóndinn fær fyrir hvern lítra mjólkur. Ákvörðunin tekur mið af áætluðum kostnaði við framleiðslu hvers mjólkurlítra hér á landi. Þrátt fyrir að greiðslur til bænda síðustu ár hafi verið meiri en sem nem- ur hækkun mjólk- urverðs hafa greiðsl- urnar ekki náð að fylgja neysluvísitölunni síð- ustu 10 árin og munar þar um 4%. Með auk- inni tæknivæðingu, tölvustýrðum fjósum og stærri rekstrarein- ingum hafa kúabændur náð að draga úr rekstr- arkostnaði og auka framleiðslu sína með umtalsverðum árangri, þrátt fyrir takmarkaða nyt íslenskra kúa. Það er í raun og veru ákaflega merkilegt að verð á mjólkurafurðum hér á landi sé jafnlágt og raun ber vitni, miðað við framleiðslukostnaðinn, vinnsluna og dreifingu afurðanna. Verð á mjólk- urlítranum hér er t.d. sambærilegt við mjólkurverð í Danmörku þrátt fyrir að danskar kýr mjólki allt að helmingi meira en þær íslensku og dreifingakostnaðurinn sé lægri en hér á landi. Framlag mjólkur- iðnaðarins til íslenskra heimila Guðbrandur Sigurðsson segir neytendur hafa notið hagræðingar í mjólkuriðnaði ’Verð á mjólk-urlítranum hér er t.d. sambæri- legt við mjólk- urverð í Dan- mörku þrátt fyrir að danskar kýr mjólki allt að helmingi meira en þær íslensku og dreifing- arkostnaðurinn sé lægri en hér á landi.‘ Guðbrandur Sigurðsson Höfundur er forstjóri MS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.