Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 58
Það lá í loftinu að Maus var aðfara í frí. Ég hafði engu aðtapa, átti enga kærustu ogallt í einu enga hljómsveit,“ segir Birgir Örn Steinarsson, betur þekktur sem Biggi í Maus, en hann hefur að undanförnu verið búsettur í London þar sem hann hefur unnið að sinni fyrstu sólóplötu. Hún er nú tilbúin og kemur út hér á landi og í Skandinavíu í september á vegum 12 Tóna og ber nafnið id. „Ég vildi sjá hvort ég gæti þetta. Ég var með ein- hver sambönd þarna úti en það var ekkert fyrirfram ákveðið. Ég var ekki með neitt í höndunum áður en ég fór út. Fjármagnaði allt sjálfur, tók mikið upp heima en komst síðar í samband við fólk. Ég hoppaði bara upp í flugvél án þess að vita neitt hvað myndi ger- ast.“ Allt lagt í plötuna Að sögn Bigga eyddi hann fyrstu mánuðunum í London að mestu í að finna nýja rödd. Hann samdi mikið af lögum og tók upp sjálfur. „Ég vildi ekki gefa út sólóplötu sem hljómaði eins og Maus. En ég var ekki alveg með það á hreinu hvernig tónlist ég vildi gera. Þannig að ég var í svona þrjá eða fjóra mánuði bara einn að gera „demó“, tók upp inni í íbúð og átti þá enga vini í London.“ Í framhaldinu komst Biggi í sam- band við upptökustjórann Tim Sime- non en hann hefur m.a. annars unnið með Depeche Mode, Björk og Neneh Cherry og er í hljómsveitinni Bomb The Bass. „Ég kynntist honum í gegnum umboðsmann sem hafði áður verið að vinna aðeins fyrir Maus. Við byrjuðum svo að taka upp plötuna í maí í fyrra. Hann er búinn að eyða ári af lífi sínu í að hjálpa mér að gera þessa plötu. Þetta er búið að ganga mjög vel og hefur verið alveg geðbil- uð vinna. Ég hef aldrei lagt jafnmikið í neitt á ævinni. Ég er búinn að leggja allt í þetta, allan minn metnað og pen- inga. Ég stend og fell algjörlega með þessari plötu,“ segir Biggi. „Elektrónískur“ suðupottur „Þetta er svona tilraunakennd poppplata. Það er mjög fjölbreytt tónlist á henni. Ég hef aldrei verið hrifinn af því að flokka tónlist og halda mig bara við eina stefnu. Góð tónlist er tónlist sem hreyfir við mér og svo er til tónlist sem hreyfir ekki við mér. Þannig að fyrir mér er bara til tvenns konar tónlist,“ segir Biggi og tekur fram að platan sé fjölbreytt ef hún sé skilgreind út frá „hefð- bundnum“ tónlistarstefnum. „Þarna er m.a. vögguvísa sem ég samdi með finnskri þjóðlagasöngkonu, lag í anda New Order og svo er mikið af lögum þar sem spilað er undir á klassísk hljóðfæri. Það er reyndar hægt að segja að í heild sé þetta „elektróník“ sem hann Tim hefur komið með inn í þetta en það er t.d. ekki mikið af for- rituðum hljóðfærum heldur er spilað á strengja-, blásturs- og áslátt- arhljóðfæri. Þetta er algjör suðupott- ur úr mínum haus.“ Sleppir dramatíkinni Biggi segir að platan sé persónuleg en það eigi við um allt sem hann geri í sinni sköpun. Og að textarnir á id séu ansi fjölbreyttir. „Ég tók meðvitaða ákvörðun eftir að ég var búinn að gera „demó“ í nokkra mánuði. Ég var að ganga í gegnum leiðinlegt tímabil í mínu lífi og þá samdi ég fullt af rosa- lega dramatískum lögum. Ég ákvað að sleppa þeim öllum. Ég nenni ekki að vera að spila þessi lög næstu tvö árin og vera alltaf að muna eitthvað sem er löngu búið. Mér finnst það svolítið eins og að marínera sjálfan sig í einhverri sjálfsvorkunn og rugli.“ Í staðinn fjalla textarnir á plötunni um alls kyns hluti sem Biggi hefur verið að velta fyrir sér upp á síðkast- ið, svo sem skyndikynni, upphaf á vináttusambandi og tilfinningar varð- andi hryðjuverkaárásirnar á London og Bandaríkin, en hann bjó í London þegar ráðist var á borgina. „Svo er lag þarna um dauða ömmu minnar en þarna er ekkert volæði heldur er þetta lag um afar fallega kveðju- stund.“ Platan var unnin í Reykjavík, London og Amsterdam. Fyrir utan Tim Simenon upptökustjóra var stundum hljóðupptökumaður til stað- ar til að aðstoða Bigga og svo tók hann oft upp sjálfur. „Ég er með fullt af gestum á plötunni. Halli í Botn- leðju er t.d. þarna en það er enginn úr Maus. Það var meðvituð ákvörðun.“ Eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu í síðustu viku kom Biggi til landsins fyrir stuttu ásamt bresku hljómsveitinni The Bigital Orchestra, en hún er skipuð ungum breskum hljóðfæraleikurunum sem hann kynntist á krá í London. Í framhaldi af þeim kynnum urðu „krakkarnir“ (eins og hann kallar þá) að hljóm- sveitinni sem spilar undir með honum í sólóverkefninu en þar notar hann sjálfur nafnið „Biggi“ og verður plat- an gefin út undir því nafni. Hljóm- sveitin, með Bigga sjálfan í broddi fylkingar, spilaði á tveimur tónleikum í Reykjavík og svo í framhaldinu á LungA á Seyðisfirði um síðustu helgi. Það er mikið tónleikahald fram- undan í London á alls konar stöðum, meðal annars í leikhúsi í Brixton- hverfinu. „Ég vil ekki vera að segja of mikið. Það er ekki allt komið á hreint en við erum örugglega að fara til ein- hverra annarra landa líka,“ segir Biggi, en ekki hefur verið gengið frá útgáfu á id utan Norðurlandanna. „Þegar ég kom til London þá langaði mig að gera plötu þar, vinna með nýju fólki og koma plötunni í plötubúðir úti. Mér finnst gott að taka allar ákvarðanir sjálfur. Ég vil þá frekar vera gæinn sem klúðrar hlutunum. Ég vil ekki geta kennt einhverjum öðrum um ef þetta mistekst.“ Úr eistum í egg Meðlimir The Bigital Orchestra hafa nú haldið af landi brott en Biggi er hér enn og er myndband við lag af plötunni í vinnslu. „Ég er að vinna Marínerar sig ekki í sjálfsvorkunn og Birgir Örn Steinarsson býr sig nú undir að gefa út sína fyrstu sólóplötu en hún var mestmegnis tekin upp í London. Jón Gunnar Ólafsson ræddi við hann um nýtt myndband, upptökuferlið langa, framtíð Maus og margt fleira. Morgunblaðið/Sverrir Biggi ásamt bresku hljóðfæra- leikurunum sem skipa The Bigital Orchestra. 58 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Stormbreaker kl. 4 (400 kr.), 6, 8 og 10. Silent Hill kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i. 16.ára. Stick It kl. 4 (400 kr.) Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára Silent Hill LÚXUS kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 1, 3, 5, 7 og 9 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 1, 3 og 5 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 1, 3 og 5 Ultraviolet kl. 4.50 og 8 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 10.10 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 3 Ísöld 2 m.ísl tali kl. 1 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. Magnaður spennutryllir eftir höfund „Pulp Fiction“ VELKOMIN TIL SILENT HILL. VIÐ ÁTTUM VON Á ÞÉR! Með frábærum úrvalsleikurum eins og Sean Bean, Deborah Kara Unger og Radha Mitchell (Pitch Black og Melinda & Melinda) FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! MILLA JOVOVICH Í MÖGNUÐUM SCI-FI SPENNUTRYLLI! BLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN TRAILER VERÐLAUNANNA Í FLOKKNUM BESTA HRYLLINGSMYNDIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.