Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 38

Morgunblaðið - 29.07.2006, Side 38
38 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gunnar SkarphéðinssonVerslunarskólakennariskrifar þættinum. Viðlestur ritgerða og próf- úrlausna nemenda sinna segist hann hafa veitt því athygli að mis- fellur séu fleiri og í mörgum til- vikum annars eðlis en áður. Máli sínu til stuðnings sendir hann fjöl- mörg athyglisverð dæmi og skal nú vikið að nokkrum þeirra. Í úrlausnum nemenda gætir þess nokkuð að ruglað sé saman forsetningunum eftir og á eftir, t.d.: hver kynslóð eftir annarri [þ.e. eftir aðra] og setningin sem hann lét hafa eftir sig [þ.e. eftir sér]. Umsjónarmaður hefur reyndar vikið að hliðstæðum dæmum í pistlum sínum, t.d. á eftir messunni [þ.e. eftir messuna] og er líf á eftir dauðanum? [þ.e. eftir dauðann]. Meginmunurinn á forsetningunum eftir og á eftir er sá að eftir að við- bættu þolfalli vísar til tíma, jafnt í beinni merkingu (eftir veturinn, eftir þennan dag) sem óbeinni (bók eftir höfundinn, spor eftir fugla), en á eftir að viðbættu þágufalli vís- ar til raðar í rúmi eða á stað (hlaupa á eftir e–m). – Nú er það hins vegar svo að í mörgum til- vikum er unnt að vísa til hvors sem er tíma eða rúms. Það má t.d. sjá af því að orðasamböndin hver eftir annan og hver á eftir öðrum eru al- geng í fornu máli og fram til þessa en á þeim er skýr merking- armunur. Það er því í fullu sam- ræmi við málvenju að segja upp- reisnarmennirnir gáfust upp hver á eftir öðrum eða uppreisnarmenn- irnir gáfust upp hver/einn eftir annan. Það gengur hins vegar ekki að rugla þeim saman og skrifa t.d.: uppreisnarmennirnir gáfust upp hver á eftir annan. Í nokkrum þeirra dæma sem Gunnar tilgreinir má sjá tilhneig- ingu til að breyta fallstjórn tiltek- inna sagnorða. Sem dæmi má nefna (þau dæmi sem ekki sam- ræmast málvenju eru merkt *): *tala vitinu í e-n [þ.e. tala vitið í e-n], sbr. koma viti í e-n (algengast koma vitinu fyrir e-n); *engu var til sparað [þ.e. ekkert var til sparað], sbr. kosta öllu/miklu til; *hala nið- ur vinningum/lögum [þ.e. hala nið- ur vinninga/lög], sbr. ná e-u niður, og *fá sínu fram [þ.e. fá sitt fram], sbr. ná sínu fram. Hér er í öllum tilvikum um að ræða það sem kalla má áhrifsbreytingu, fallstjórn sagnar breytist fyrir áhrif frá ann- arri merkingarskyldri sögn. Umsjónarmaður þakkar Gunn- ari kærlega gagnlegar ábendingar. Kennarar, ekki síst íslenskukenn- arar, eru auðvitað í ágætri stöðu til að fylgjast með þróun íslenskrar tungu. Ábendingar frá þeim eru því mikilvægar og vel þegnar. Nafnorðið víking, kvk., „sjórán, hernaður; ferð víkinga“, beygðist í eldra máli svo: nf. víking, þf. víking, þgf. víkingu, ef. víkingar. Í síðari alda máli hefur sú breyt- ing orðið að flest kvk.-no. sem enda á -ing hafa end- inguna -u í þf. et., t.d. breyting, um breyt- ingu. Hér er um að ræða áhrif frá þágufalls- myndinni. Gamla beyg- ingin helst þó í föstum orðasamböndum, t.d. segjum við alltaf fara í víking og leggjast í vík- ing. Nafnorðið víkingur, kk., er allt annarrar merkingar, það getur m.a. merkt „norrænn sæfari sem stundaði kaupskap, sjórán og strandhögg á víkingaöld; yf- irgangsseggur, ójafnaðarmaður; dugnaðarforkur; maður sem af- kastar miklu“. Ekki gengur að rugla saman kvk.-orðinu víking og kk.-orðinu víkingur eins og gert er í eftirfarandi dæmi: [NN] er snú- inn heim úr víkingi [þ.e. víkingu] í Danaveldi (Blaðið 28.4.06). Í nútímamáli verður vart enn annarrar breytingar á beygingu kvk.-no. sem enda á -ing. Breyt- ingin felst í því að í stað ef. et. -ar kemur -u, þá er t.d. sagt er vegna aukningu í stað vegna aukningar. Dæmi af þessum toga eru t.d.: Frá því að starf til undirbúnings stytt- ingu [þ.e. styttingar] fór af stað fyrir hálfum öðrum áratug (Mbl. 27.1.06) og athugasemdir vegna byggingu [þ.e. byggingar] sjúkra- húss (Sjónv. 15.6.06). Umsjón- armanni virðist að hér sé um að ræða breytingu á beygingu orða sem enda á -ing fremur en hér sé „eignarfallsflótti“ á ferð. Breyt- ingin á þolfallsmyndinni [t.d. stytt- ing > styttingu] er um garð geng- in en breytingin á eignarfallsmyndinni [t.d. stytt- ingar > styttingu] hefur ekki öðl- ast viðurkenningu. Orðatiltækið hrista e-ð fram úr erminni, „gera e-ð (erfitt) létt og leikandi, fyrirhafnarlaust“, vísar trúlega til töfrabragða eða þess að á miðöldum voru ermar oft víðar og notaðar sem vasar. Það sem hrist er fram úr erminni er jafnan eitthvað óhlutstætt, t.d. getur skákmaður hrist nýjung fram úr erminni eða rithöfundur getur hrist nýtt verk fram úr erminni. Einnig vísar orðatiltækið oft til nafnháttar, t.d. getum við sagt: það verður ekki hrist fram úr erm- inni að gera við skemmdirnar á sundlauginni. Það sem hrist er fram úr erminni (í óbeinni merk- ingu) má því ekki vera hlutstætt (nema í beinni merkingu: töfra- maðurinn hristi egg/smápening fram úr erminni) og alls ekki stórt í sniðum. Eftirfarandi dæmi er því nánast skoplegt: Svona bílar [öfl- ugir slökkviliðsbílar] eru ekkert hristir fram úr erminni („ekki auð- gerðir“) (Frbl. 9.7.06). Úr handraðanum Lýsingarorðið fornspurður er samsett [forn og spurður] og vísar það til þess er e–ð er gert án vit- undar e–s, án þess að spyrja hann. Það er kunnugt í fornu máli í orða- sambandinu gera e–n fornspurðan að e–u, „gera e-ð án vitundar e–s, án þess að spyrja e-n“ (Hrólfs saga kraka). Í síðari alda máli er það al- gengt í orðasambandinu gera e–ð að e–m fornspurðum, t.d.: seg- ir … að hann taki enga veturvist- armenn að drottningu sinni forn- spurðri og brá hann við og fór að fornspurðri drottningu frá liði sínu. – Í nútímamáli er lo. for- spurður stundum notað í svipaðri merkingu en þar stendur for- sem neitandi forskeyti. Það má t.d. sjá af því að orða- samböndin hver eftir annan og hver á eftir öðrum eru algeng í fornu máli og fram til þessa en á þeim er skýr merkingarmunur. jonf@rhi.is.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 82. þáttur. BJÖRN Bjarnason dóms- málaráðherra hefur haft frum- kvæði að endurskoðun öryggis- mála í ljósi þess að varnarliðið er að fara af landi brott. Kynnt hefur verið skýrsla sérfræðinga EB í lögreglu- og hryðju- verkamálum. Ég fagna þessu framtaki ráðherrans enda hef ég skrifað fjölda greina um þátttöku Íslands í öryggis- og varnarmálum um áratugaskeið. Sérfræðingar EB telja m.a. að Íslend- inga vanti sérstaka löggæslustofnun, sem rannsaki glæpastarf- semi og grípi til fyr- irbyggjandi aðgerða gegn glæpum. Rætt er um 25–30 sérhæfða menn með reynslu af löggæslustörfum og gagnagrunnsvinnslu. Þá er rætt um að starfsdeildin vinni í skýru lagaumhverfi. Hugtakið hryðjuverk hefur ekki verið skilgreint í alþjóðalögum. Er mörgum áhyggjuefni hversu víð- tæk skilgreining hugtaksins er hér á landi. Það er með hryðjuverk eins og aðra glæpi að á þeim verður að taka hverju sinni eftir umfangi og eðli brota og setja skýr refsi- ákvæði þar að lútandi. Allgóð sátt hefur verið í þjóð- félaginu um framkvæmd og verk- lag löggæslunnar á undanförnum árum og hún nái í meginatriðum fram settum markmiðum lögreglu- yfirvalda. Þó er ljóst að umfangs- mikil sakamál eru embætti rík- islögreglustjóra þung í skauti og það sem verra er að meint pólitísk afskipti hafa skaðað embættið. Við höfum að mestu í blindni treyst Bandaríkjamönnum fyrir varnarhlutverki okkar í meira en hálfa öld, enda hernaðarþekking okkar of takmörkuð. Á tímum kalda stríðsins þegar umsvif Sov- étmanna voru hvað mest hér á landi (70–80 starfsmenn) kom það aðallega í hlut leyniþjónustu Bandaríkjanna að hafa eftirlit á þeim vettvangi. Til eru þó ýmis gögn og vitneskja um sovéskar njósnir á Íslandi á tímum kalda stríðsins og íslenska samstarfs- aðila þeirra. Íslensk stjórnvöld höfðu engan áhuga á vopnabúnaði Banda- ríkjahers hér á landi. Hefði þó oftar en einu sinni verið þörf að kanna hvort hér væru geymd kjarnavopn eða þau hefðu verið í her- vélum sem millilentu á Keflavíkurflugvelli samkvæmt upplýs- ingum frá flotastöð- inni Haakonsvern í Noregi 1981 sem trún- aðarmál, en þar var Ísland á lista yfir þau lönd sem talið var að kjarnavopn væru geymd í og fleiri upp- lýsingar hnigu í sömu átt. Væntanlega verða þessi mál leidd fram í dagsljósið þegar her- inn er farinn. Sérfræðingarnir frá EB líta svo á að Ísland vanti sérstaka lög- gæslustofnun sem rannsaki glæpa- starfsemi og grípi til fyrirbyggj- andi aðgerða gegn glæpum. Hér hlýtur að vera átt við þá mála- flokka sem að mestu hafa farið ut- angarðs hjá ríkislögreglustjóra, s.s. öryggismál sem varða hryðju- verkaógnir, samskipti innlendra aðila við erlenda fíkninefnahringi, mansal og þrælahald, ólögmæta viðskipahætti við erlend fyrirtæki og einstaklinga og meint afskipti framkvæmdavaldsins af lögreglu- og dómsmálum. Ýmsum finnst að embætti rík- islögreglustjóra sé orðið of um- fangsmikið og valdsvið þess of víð- tækt og hamli gegn skilvirkri uppbyggingu og málsmeðferð. Dómsmálaráðherra hefur oft sýnt ábyrga afstöðu til uppbyggingar dóms- og lögreglumála, nú fær hann kærkomið tækifæri að end- urskipuleggja og auka vegsemd lögreglunnar í landinu. Þjóðaröryggis- máladeild Kristján Pétursson skrifar um öryggismál Kristján Pétursson ’Ég fagna þessuframtaki ráð- herrans …‘ Höfundur er fv. deildarstjóri. Í FRAMHALDI af þeirri rétt- mætu umræðu sem átt hefur sér stað í blöðum á undanförnum vik- um um vélhjólamenn á torfæruhjólum sem hjóla og skemma við- kvæman svörð lang- ar mig að leggja eft- irfarandi orð í belg. Það er í mínum huga og þeirra vél- hjólamanna sem ég þekki alveg fyrir neðan allar hellur að láta sömu vél- hjólmennina alltaf komast upp með það að skemma fyrir hin- um og hjóla og skemma það sem þeim sýnist þegar þeim sýnist. Það er nefnilega ekki þannig að hægt sé að skrifa þennan utanvega akst- ur á ungu vélhjólamennina ein- göngu, heldur hafa ákveðnir hópar vélhjólamanna stundað það um árabil að hjóla þangað sem þeim sýnist þegar þeim sýnist. Það er að sjálfsögðu hægt að ferðast um landið á mótorhjóli án þess að skemma en freistingarnar um brekkur að reyna sig í eru alls staðar og ekkert getur komið í veg fyrir að hjólamenn reyni við þess- ar brekkur nema móralskt aðhald sem kemur frá hjólamönnum til hjólamanna. Mig langar því að nota tækifærið og fordæma öll skemmdarverk sem unnin eru af vélhjólamönnum á tor- færuhjólum á við- kvæmum íslenskum sverði sem á sér enga von um að jafna sig nema á mörgum árum og kannski aldrei. Fyrst ég er byrjaður langar mig einnig að fordæma þau skemmd- arverk sem unnin eru á viðkvæmum íslenskum grámosa og hrauni með stórvirkum vinnu- vélum og vegfarendur sjá svo auðveldlega út um gluggann á bílnum sínum beggja vegna þegar keyrt er upp Hveradalabrekkuna á leið yfir Hellisheiði. Ég hef reyndar fullan skilning á mikilvægi þess að beisla orku en ég get ekki séð að þeir sem standa að framkvæmdum á þessum stað velji vegastæðin af meiri kostgæfni, né taki meira tillit til umhverfisáhrifa en vél- hjólastrákarnir sem spreyta sig á skemmtilegu brekkunum rétt hin- um megin við Hengilinn eða að Fjallabaki. Það er að mínu mati, engin ein lausn til til að standa vörð um íslenskan svörð en það er hægt að gera ýmislegt betur en gert er í dag. Vélhjólamenn verða sjálfir að standa saman og taka í lurginn hver á öðrum þangað til allir skilja að það á ekki að skemma viðkvæman íslenskan gróður á torfæruhjólum. Ráða- menn verða að vinna með vél- hjólamönnum á torfæruhjólum til að hámarksárangur náist. Ég er t.a.m. alfarið á móti barnalegum viðbrögðum fráfarandi umhverf- isráðherra þar sem hún hótaði að banna alfarið notkun torfæruhjóla. Ráðamenn verða einnig að sýna því skilning að góð aðstaða fyrir torfæruhjól (torfæruhjólabrautir) minnkar líkur á að hjólamenn spreyti sig á öðrum og viðkvæmari stöðum þótt þær komi kannski aldrei í veg fyrir það. Drulluflagið á Álfsnesinu Nú víkur sögunni upp í Álfsnes, nánar tiltekið að torfæruhjólabraut sem Vélhjólaklúbburinn Vík fékk úthlutað fyrir nokkrum árum fyrir tilstuðlan þáverandi umhverf- isráðherra Sivjar Friðleifsdóttur. Þessi æfingabraut ætti að vera, miðað við legu, aðalæfingasvæði þeirra sem búa á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta ójarðvegsskipta drulluflag á miðju Álfsnesinu (við endann á sorphaugunum) er sem sagt æfingabrautin sem ungling- unum og öðrum þeim sem asnast hafa til að kaupa torfæruhjól er ætlað að notast við. Þessi æf- ingabraut er ónothæf stærstan hluta sumarsins sökum þess að ef rignir verður hún að leðju sem beinlínis hættulegt er að hjóla í eða þá sjaldan hún þornar þá er svo mikið ryk í brautinni að ekki er hægt að hjóla. Í þessa braut þurfa síðan iðkendur að borga 1.000 kr. í hvert skipti til Vél- hjólaklúbbsins Víkur sem notar það sem safnast saman til að kaupa vélavinnu við að laga drul- luflagið öðru hverju. Nei, það eru takmörk fyrir hvað hægt er að sætta sig við og það eru takmörk fyrir hvað hægt er að taka við miklum skömmum frá áhugafólki um íslenska náttúru sem ann- aðhvort gengur eða ríður á milli upphitaðra skála með öllum græj- um á slóðum, stígum eða vegum sem voru einhvern tíma ekki til. Vélhjólamenn eiga eins og aðrir rétt á að fá bætt úr skammarlegu aðstöðuleysi og það er ekki farið fram á mikið. Það er ekki verið að fara fram á styrki til að leggja hjólastíga um fjöll og firnindi, það er ekki verið að fara fram á að fá yfirbyggðan æfingavöll með öllu, það er ekki farið fram á að fá bún- ingsaðstöðu til að skipta um föt og fara í sturtu eftir æfingar. Vél- hjólamenn þurfa einungis að fá hljómgrunn og skilning í stað skamma frá þeim sem ráða til að hægt sé að gera það sem þarf til að tryggja að sem flestir geti not- að þau svæði sem búið er að út- hluta og til að fá iðkendur þ.a.l. meira inn á afmörkuð svæði. Drul- luflagið á Álfsnesinu þarf að ræsta út með því að skipta um undirlag og setja möl í stað drullu og þann- ig fjölga þeim dögum sem hægt er að nota aðstöðuna yfir sumarið. Það er löngu tímabært að þeir sem ráða í Reykjavíkurborg sjái til þess sú litla aðstaða sem vél- hjólmenn hafa fengið úthlutað sé a.m.k. ekki það léleg að hún sé góð afsökun fyrir að fara eitthvað ann- að að hjóla því að æfingasvæðið er lokað svo vikum skiptir sökum aurbleytu þótt komið sé fram í júlí. Stöndum vörð um íslenskan svörð Loftur Ágústsson skrifar um aðstöðuleysi vélhjólamanna ’Vélhjólamenn eiga einsog aðrir rétt á að fá bætt úr skammarlegu að- stöðuleysi og það er ekki farið fram á mikið.‘ Loftur Ágústsson Höfundur er markaðsmaður og áhugamaður um vélhjólaakstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.