Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra segir alltaf hægt að deila um það hvort ríkið hafi brugðist of seint við þenslu í þjóðfélaginu en hafa verði í huga að upplýsingar um hagvöxt á árinu 2004 hafi ekki verið þær sömu og síðan varð end- anleg niðurstaða. Þar vísar hann til þess að hagvaxtarmæling Hag- stofunnar fyrir árið 2004 var leið- rétt í mars síðastliðnum um 2%, úr 6,2% í 8,2%. Allar þenslumælingar hafi því byggst á röngum forsendum sem nemi þriðjungi, sem sé umtalsverð skekkja. „Gæði ákvarðanatökunnar standa alltaf í samhengi við gæði upplýsinganna sem við höfum á hverjum tíma og þess vegna er alltaf hægt að deila um það eftir á hvort ákvarðanir hafi verið réttar sem byggðust á upplýsingum sem voru síðan breytilegar,“ segir Árni. „Ég vil gjarnan trúa því að ef við hefðum haft mælingar um það að hagvöxturinn og þenslan yrði meiri sem þessu nemur þá hefðum við hagað okkar ákvarðanatöku á ann- an hátt og þar með dregið meira úr framkvæmdum ríkisins á síðasta ári og í ár heldur en við gerðum.“ Árni segir 2% skekkju í hagvaxt- armælingum skipta talsverðu máli. Til samanburðar hafi evrulöndin náð að jafnaði 2% hagvexti á ári að undanförnu. Hallgrímur Snorrason hagstofu- stjóri segir að vissulega hafi verið um breytingu á hagvaxtartölum ársins 2004 að ræða, sú breyting sem hér um ræði og ráðherrann vísi til sé sú að hagvöxtur ársins 2004 hafi verið hækkaður úr rúm- lega 6% í áætlun í september 2005 í rúmlega 8% í bráðabirgðatölum í mars 2006. Hallgrímur segir að ár- in 2005 og 2006 hafi komið fram ýmsar aðrar reglubundnar hagtöl- ur, ekki síst ársfjórðungsmælingar á landsframleiðslu, sem hafi sýnt mjög mikil umsvif í þjóðarbú- skapnum. Þær tölur hafi ekki farið framhjá neinum. „Mér finnst það frekar langt seilst hjá fjármálaráðherra að líta sérstaklega til þessarar endur- skoðunar sem einhverrar ástæðu til aðgerða eða aðgerðaleysis,“ segir Hallgrímur. Staðan önnur í mars Árni segir að erfitt hafi verið að bregðast við þegar nýjar hagvaxt- artölur hafi verið birtar í mars „sérstaklega af því að það var mjög nauðsynlegt á þessum tíma- punkti að sveitarfélögin væru með okkur í þessu. Framkvæmdir sveitarfélaganna á þessu ári eru áætlaðar ívið meiri en fram- kvæmdir ríkisins þannig að það þurftu fleiri að koma að þessu og í aðdraganda sveitarstjórnarkosn- inganna þá hefði ekki verið þægi- legt að taka þessar ákvarðanir,“ segir Árni. Þá bendir hann á að gengi krón- unnar hafi þá ekki verið búið að lækka eins mikið og nú sé raunin og að verðbólgumæling í febrúar hafi verið neikvæð. Því sé staðan önnur í dag en þá var. Árni segir verðbólguna nú marg- þætta, hluta af henni megi rekja til þenslu innanlands og hluta til hækkana á innfluttum vörum, en þar hafi lækkun á gengi krónunnar áhrif. „Vegna þess hve viðskiptahall- inn var orðinn mikill þá var nauð- synlegt að breyting yrði á genginu og ljóst að lækkuninni hlyti að fylgja einhver verðbólga. Aðalat- riðið er að verðbólgan verði ekki umfram það sem gengisbreyting- arnar gefa tilefni til, að menn sæti ekki lagi og hækki vörur meira, eða aðrar vörur en þær sem gengið hefur áhrif á. En síðan eru margir aðrir þættir sem hafa áhrif á það hvernig þetta þróast, hvernig sam- keppnisstaðan er hjá einstaka vörutegundum og þar fram eftir götunum,“ segir Árni. Ráðherra segir þenslumælingar hafa byggt á röngum forsendum Finnst frekar langt seilst hjá fjármálaráðherra, segir hagstofustjóri Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is NÝR púttvöllur við Kirkjulund sem er fyrsti púttvöllurinn fyrir al- menning í Garðabæ var formlega tekinn í notkun 26. júlí sl. Við athöfnina undirrituðu Gunn- ar Einarsson, bæjarstjóri Garða- bæjar, og Jóhann Gunnar Stef- ánsson, framkvæmdastjóri GKG samning um viðhald og umhirðu vallarins. Samningurinn nær út ár- ið 2008 og mun klúbburinn sjá al- farið um allt er viðkemur rekstri vallarins á þeim tíma. Að undirritun lokinni var brugð- ið á leik og kepptu þau Gunnar Ein- arsson, Ragnhildur Inga Guðbjarts- dóttir, Helgi Hjálmsson formaður félags eldri borgara og Ingibjörg Hauksdóttir formaður um málefni eldri borgara, eina holu. Keppnin endaði með naumum sigri Helga. Völlurinn er hannaður af Ragnhildi Skarphéðinsdóttur arkitekt hjá arkitektastofunni Hornsteinum. Völlurinn sem er um 1000m2 er staðsettur austan Kirkjulundar og er umhverfi hans skreytt með trjá- beðum og bekkjum. Völlurinn er opinn öllum bæj- arbúum sem vilja æfa sig í púttinu þótt hann sé hannaður með þarfir eldri borgara í huga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr púttvöllur í Garðabæ SÆMUNDUR Ólafsson, eigandi út- gerðarfélagsins Sandvíkur í Gríms- ey, hefur tekið tilboði Sigurbjörns ehf. um kaup á rekstri félagsins. Kaupin ná til krókaaflamarksbáts- ins Kristínar EA 37 og 100 þorsk- ígildistonna af aflamarki sem er í eigu félagsins. Áætla má að kaup- verðið sé nálægt 150 milljónum króna. Fyrr í vikunni flutti blaðið fréttir af því að feðgarnir Óli Hjálmar Óla- son og Óli Bjarni Ólason, útgerð- armenn í Grímsey, hefðu selt tæp 1200 þorskígildistonn til útgerðar- félagsins Vonar í Sandgerði. Að mati Sæmundar Ólafssonar er gott að kvótinn sem hann selur nú hald- ist í eynni. „Þetta er óskastaða og ég gæti ekki verið ánægðari. Það besta sem gat komið fyrir var að þetta yrði selt svona yfir lóðamörkin,“ segir Sæmundur og bætir við að út- gerðarfélagið Sigurbjörn sé staðsett í næsta húsi við hann. Seldur á markaðsverði „Það er samt langt í frá að maður sé að gefa þeim nokkurn skapaðan hlut. Þetta er markaðsverð og það hæsta sem ég hefði getað fengið. Ég hafði fengið önnur tilboð sem ég neitaði. Þau voru frá Vestfjörðum og Norðvesturlandi. Sigurbjörn lagði fram sitt tilboð á jafnréttisgrundvelli og ég tók því,“ segir Sæmundur sem flyst nú bú- ferlum til Akureyrar. „Ég er búinn að vera einn hérna í Grímsey í þrjá vetur í röð. Krakkarnir hafa verið í skóla á Akureyri og konan sinnir þeim þar.“ Spurður að því hvort hann hyggist halda áfram útgerð á Akureyri neitar Sæmundur. „Ég er búinn að vera á sjó síðan ég var krakki og þetta er orðið ágætt, ég kann ekki að gera út frá öðrum stöð- um en Grímsey,“ segir Sæmundur sem er fæddur og uppalinn í eynni. Garðar Ólafsson, einn eigenda Sigurbjörns ehf., kveðst mjög ánægður með kaupin á bátnum og kvótanum. Hann segir að félagið eigi tvo báta í Grímsey en einnig tvo uppi á landi og einn 24 tonna bát í Reykjavík sem ætlunin sé að selja. „Við erum að verða stærsti út- gerðaraðilinn í eynni, fyrir þessi kaup vorum við með einhver 500– 600 þorskígildistonn og svo hafa menn verið að hætta rekstri hérna,“ segir Garðar en fyrirtæki hans er með 10–12 manns í vinnu sem er dá- góður hluti íbúa eyjarinnar, sem eru 102. 100 tonna kvóti útgerðar í Grímsey skiptir um eigendur Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is SAMBAND skagfirskra kvenna hef- ur hrundið af stað söfnun til styrktar tvíburasystrunum Örnu og Brynju Árnadætrum, sem slösuðust í bíl- slysinu við Varmahlíð 2. júlí síðast- liðinn. Í frétt á vefnum www.skagafjor- dur.com kemur fram að áfalli sem þessu og öðrum sem fjölskylda systranna hafi orðið fyrir í gegnum árin sé erfitt að mæta, ekki síst fjár- hagslega, og því hafi Samband skag- firskra kvenna fyrir hönd kvenfélag- anna í Skagafirði ákveðið að opna reikning til stuðnings þeim systrum. Reikningurinn er í KB-banka og er nr. 310-13-302888 og ber heitið Syst- urnar Arna og Brynja. Kennitala reikningsins er: 280486-2489. Söfnun til styrktar tví- burasystrum JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir það verða verulegan skell fyrir margar fjölskyldur að fá skertar vaxtabætur í ár. Bætur við skattá- lagningu 2006 vegna tekna árs- ins 2005 lækki um 700 milljónir króna og 10 þús- und færri ein- staklingar fá vaxtabætur en fengu síðast. „Þetta gengur ekki. Fólk er bú- ið að gera sínar fjárhagsáætlanir og miða útgjöld við það að fá þessar vaxtabætur í ágúst. Það gengur auðvitað ekki að koma svona í bakið á fólki,“ segir Jóhanna. Fast- eignamat hefur hækkað um 35% og Jóhanna segir að þessi breyting ein og sér leiði til þess að verulegar skerðingar verði á vaxtabótum hjá mörgum. „Ég held líka að það séu margir sem hafi ekki áttað sig á þessu. Fólk hefur reiknað með vaxtabótunum í sínum útgjöldum í ágúst,“ segir Jóhanna. Spurð um hvaða hópar fari verst út úr þessu segir Jóhanna erfitt að fullyrða um það fyrr en útreikningar liggi fyrir, en hún óttist að það verði einna helst lág- og meðaltekjufólk. Verði leiðrétt strax Jóhanna segir brýnt að þetta verði leiðrétt strax. Hún bendir á að þegar þríhliða samkomulag um áframhaldandi gildi kjarasamninga hafi náðst í júní milli ríkisstjórn- arinnar, ASÍ og SA, hafi stjórnvöld sagt að endurskoða ætti vaxtabætur ef í ljós kæmi við skattálagningu að þær yrðu verulega skertar. Spurn- ingin sé hvort sú skerðing sem verði á bótunum vegna hækkunar sem orðið hefur á fasteignamati verði greidd að fullu, en Jóhanna kveðst ekki hafa ástæðu til þess að ætla að stjórnvöld standi ekki við áform um endurskoðun vaxtabótanna. Reynist nauðsynlegt að bíða eftir lagabreyt- ingu frá Alþingi í október telji hún að endurgreiða þurfi fjárhæðirnar með dráttarvöxtum. Jóhanna segir Samfylkinguna fara fram á að grunni til útreikn- ings vaxtabóta verði breytt og hann látinn taka mið af þeirri u.þ.b. 35% hækkun sem orðið hefur á fast- eignamati. Greiddar vaxtabæt- ur lækka um 700 milljónir króna í ár Verulegur skellur fyrir mörg heimili Jóhanna Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.