Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 29.07.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Á.Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum 1. júlí 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 21. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir og Árni J. Johnsen. Alsystkini hennar voru fimm og í ald- ursröð: Svala, Gísli, Hlöðver, Áslaug og Sigfús. Samfeðra eru bræður hennar Guðfinnur Grétar og Jóhannes. Ingibjörg var fjórða í röðinni og eru Sigfús, Guðfinnur Grétar og Jóhannes eftirlifandi. Ingibjörg giftist Bjarnhéðni Elí- assyni frá Oddhól á Rangárvöllum 30. desember 1945. Foreldrar hans voru Sveinbjörg Bjarnadóttir og Elías Steinsson. Börn Ingi- bjargar og Bjarnhéðins eru fjögur og í aldursröð: 1) Árni, f. 1. mars 1944. Eiginkona hans er Halldóra Filippusdóttir og börnin eru í ald- ursröð: Helga Brá, Þórunn Dögg, Haukur og Breki. Barnabörnin eru orðin fimm. 2) Margrét Ás- laug, f. 3. janúar 1950. Eiginmaður hennar er Grétar Hafnfjörð Jón- atansson og börn þeirra í aldurs- röð: Skarphéðinn Rúnar, Bjarn- héðinn, Ingibjörg og Margrét. Barnabörnin eru orðin sex. 3) Þröstur, f. 13. maí 1957. Eigin- kona hans er Áslaug Rut Áslaugsdóttir og börn þeirra í ald- ursröð: Ósk, Birg- itta, Þengill, Sandra Rós og Brynja. Barnabörnin eru orðin fjögur. 4) Elías Bjarnhéðinn, f. 6. júlí 1964. Unnusta hans er Sigrún Við- arsdóttir og börnin eru í aldursröð: Daníel, Bjarnhéðinn Gunnar og Helena Sól. Eitt barnabarn er komið í heiminn. Ingibjörg ólst upp í Vestmanna- eyjum og bjó þar til æviloka. Hún rak blóma- og gjafavöruverslun í Eyjum í um fimmtíu ár, auk þess sem hún vann að æskulýðs- og bindindismálum með hundruðum ungmenna í Eyjum. Hún gegndi auk þess margvíslegum trúnaðar- störfum í félagsmálum og stýrði starfi templara um áratuga skeið og starfaði með Stórstúku Íslands, landssamtökum bindindismanna. Ingibjörg vann við barnavernd, tók virkan þátt í starfi kirkju og KFUM og K og sinnti þannig margs konar þjónustu í Vest- mannaeyjum fyrir hugsjónir sín- ar. Útför Ingibjargar verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 10.30. Glæsileiki og móðurmildi voru í rauninni aðalsmerki hennar þótt hún væri margslungin eins og veðrið á Stórhöfða og andstæðurnar í nátt- úrunni á heimaslóðinni. Móðir mín vann ótrúlega þéttan vinnudag frá æskuárum til áttræðs, síðust til svefns, fyrst á fætur, á heimili sem minnti stundum á járnbrautarstöð með gestum og gangandi, verbúð færeyskra sjómanna um árabil og blómabúðin niðri opin allan sólar- hringinn ef menn þurftu á að halda. Það var oft sagt að á Skólaveginum væri boðið upp á blóm, kjöt og kransa, því að það var alltaf matur og góðgerðir á boðstólum hjá móður minni, fyrir hvern sem bar að garði. Hvort sem það þurfti óvænt að hýsa tvo eða tuttugu þá var það ekkert vandamál og lambalærum skotið í ofninn eftir þörfum. Bjarnhéðinn faðir minn sem var harðsækinn skip- stjóri og útgerðarmaður átti stund- um ekki orð yfir umsvif frú Ingi- bjargar og var hann þó þekktur fyrir annað en að verða orðs vant. Nótt eina á leið í nætursprænið á nærbux- unum mætti hann tveimur óvæntum gestum mömmu í stiganum sem spurðu hvaða ferðalagi hann væri á. „Hún Ingibjörg á engan sinn líka,“ sagði pabbi oft um konu sína með tal- stöðvarhnykk og sínum frægu blóts- yrðum, en þessi tvö stjarnkerfi báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Þau töluðu bæði tæpitungulaust og auð- vitað hvessti stundum í eldhúsinu. Í miðjum stormi með fullt af gestum hringdi dyrabjallan og mamma rauk til dyra, en pabbi reri fram í gráðið foxillur og sagði með blússandi áherslu: „Hún hefur aldrei verið mín týpa.“ Þau voru búin að vera gift í 41 ár og hún var sannarlega hans týpa. Það fylgdi þeim líf og fjör, skin og skúrir eins og gengur, en það var al- veg sama hvað kom upp þá afgreiddi mamma það með sjónarmiðinu að allt hefði sinn tilgang og síðan var gert gott úr. Félagsmálastarf mömmu með unglingum í bindindisstarfi, barna- verndarstarfi og fjölmörgum fé- lagssamtökum, svo sem fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, var með þeim hætti að maður hélt stundum að hún væri fremur stofnun en einstaklingur. Hvar sem hún kom stormaði af henni og hún átti urmul vina heima og heiman, enda var hún í sjálfu sér eins og heilt björgunarskip og alltaf var maður stoltur af því hvað margir litu á hana sem móður sína og velgjörða- mann. Hjálpsemi hennar var galdur. Hún hélt fullri reisn í hugsun til síðustu stundar og húmorinn var aldrei langt undan. Fyrir nokkrum mánuðum sagðist Palli Helga hafa hitt hana á gangi sjúkrahússins. Hann tók utan um hana og kyssti hana á kinnina og þá sagði mamma: „Palli, mikið er þetta skemmtilegt, það hefur verið svo lítil eftirspurn eftir þessu upp á síðkastið.“ Nú er hún sigld blessunin hún móðir mín. Eftir situr þakklæti og virðing í brjóstum okkar systkin- anna, Áslaugar, Þrastar og Elíasar og afkomenda fyrir magnaða móður. Guð gefi henni góða ferð og gleði þeim sem eftir lifa. Það er víst að hún mun storma inn í dýrð himnanna með slæðurnar sínar og meðfæddum glæsibrag. Árni Johnsen. Elsku mamma mín, það er svo skrítið að setjast niður og skrifa nokkrar línur til þín, þetta er svo óraunverulegt. Mér fannst þú svo ung miðað við aldur, ég er svo þakk- lát fyrir að hafa átt svona góða mömmu og þú varst börnum okkar og okkur svo góð og alltaf til taks hvenær sem var. Við vorum ekki bara mæðgur heldur líka vinkonur, okkur kom alltaf vel saman, en það kom þó fyrir að við vorum ekki sam- mála, en við virtum skoðanir hvor annarrar. Þú varst alltaf svo jákvæð og sást alltaf björtu hliðarnar á öllum mál- um, sagðir alltaf: „Þetta bjargast allt og boðar bara eitthvað miklu betra.“ Það var ótrúlegt hvað þú gast gefið öllum tíma, sólarhringurinn hjá þér var miklu lengri en hjá öðrum. Þú varst í búðinni allan daginn en samt var aldrei neitt mál ef einhver þurfti á hjálp að halda við að sauma, mála, baka eða hvað sem var, þú hafðir alltaf tíma. Þú sást um að við systk- inin fengjum kristilegt uppeldi. Þú og pabbi voruð mér og fjölskyldu minni alltaf svo góð og það verður skrítið að geta ekki leitað til þín eins og svo oft. Ég man eftir því að þegar mig langaði í nýjan kjól eða pils fyrir næsta ball var það ekki málið. Þá var bara sagt: „Við reddum því í kvöld og ef vinkonur þínar langar líka í, segðu þeim bara að koma með efni.“ Svo var saumað og farið í nýjum fötum á næsta ball. En nú er lokið baráttu þinni við þennan erfiða sjúkdóm, sem þú barðist við eins og hetja. Þú sagðir alltaf að þetta myndi lagast og það eru ekki nema svona tvær vikur síð- an þú baðst mig og Söndru að koma með stóra góða poka því að þú ætl- aðir að fara að pakka niður dótinu þínu því þú værir alveg að komast heim. Ég veit að núna líður þér vel, laus við allar kvalir og ég veit að pabbi, afi, amma og öll systkinin þín taka á móti þér opnum örmum og faðma þig. Ég bið góðan Guð að varðveita þig, elsku mamma mín, og ég veit að þú verður alltaf hjá okkur. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Kveðja. Þín dóttir Margrét Áslaug Bjarnhéðinsdóttir. Það er sárt að sjá á eftir sínum nánustu. Jafnvel þó að aðdragandinn sé langur og þetta sé í raun það eina sem við vitum fyrir víst í lífinu, þá er maður aldrei tilbúinn að kveðja og það snertir mann mjög. Elsku mamma mín, ég þakka þér fyrir öll árin með návist, hjálpsemi og væntumþykju þinni og ævintýr- unum víða um heim og að hafa fengið að vera ekki bara sonur heldur vinur líka alla tíð. Þú kenndir mér allt það besta sem er í mínu fari, fyrir það og allt er ég ævinlega þakklátur. Guð blessi þig og varðveiti um alla eilífð. Þinn Þröstur. Mig langar í fáum orðum að minn- ast hennar Imbu, mömmu hans Elí- asar, eins og við kölluðum hana. Er ég sit hérna í Hafnarfirði og rifja upp okkar fyrstu kynni fyrir sex árum, þegar yngsti sonur hennar kynnti okkur, þá koma margar minningar upp í hugann. Hún tók mér strax mjög vel og bauð mig velkomna. Þá var hún farin að láta á sjá vegna sjúkdóms en bar sig vel. Bjó hún heima og keyrði bílinn sinn sem veitti henni mikið frelsi til að komast að heiman stund og stund. Þrátt fyr- ir heftan gang þá munaði hana ekk- ert um að steikja handa okkur sínar frábæru fiskibollur og elda kjötsúpu þegar hún tók á móti okkur í heim- sóknum okkar til Eyja. Um tíma þegar hún sótti Reykjalund til end- urhæfingar þá gisti hún oft hjá okk- ur og Daníel sonur minn gekk glaður úr rúmi sínu fyrir hana og svaf í stof- unni þegar svo bar undir og tóku þau hvort öðru strax eins og nánir vinir. Ræddum við oft um heima og geima og þegar mér fannst eitthvað órétt- látt og vildi að hlutirnir væru öðru- vísi þá var hennar viðkvæði oft: „Þetta er bara svona,“ og vildi meina að við breyttum ekki öðrum. Imba var mjög væn og sérstök kona, með mikla kímnigáfu. Hún hafði mikil áhrif á samferðafólkið sitt með styrk sínum og trausti. Undir það síðasta vorum í síma- sambandi og fengum fréttir hvor hjá annarri. Þegar við vorum hjá henni undir lokin þá hafði ég alltaf á tilfinn- ingunni að hún vissi af okkur og fólk- inu sínu í kringum sig. Börnin henn- ar viku ekki frá henni og voru afar dugleg að hugsa um hana. Það verð- ur skrítið að koma til Eyja og fá ekki að hitta Imbu en ég kveð hana með þakklæti og virðingu. Þú skalt vera stjarna mín, Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Árna, Áslaugu, Þresti, Elíasi og öðrum aðstandendum sendi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Sigrún. Það er skrýtið að tengdamóðir mín hún Ingibjörg Johnsen, þessi sterki karakter, sé farin, þó svo að við höfum öll vitað að það væri ekk- ert framundan hjá henni í þessu lífi. Þessi sjúkdómur er hræðilegur og það var erfitt að horfa upp á þessa góðu konu kveljast svona mikið. Maður spyr sig hver tilgangurinn sé. Ég man þegar ég kynntist tengda- móður minni fyrst árið 1968 á Skóla- vegi 7, þá nýkominn til Eyja á vertíð. Fannst mér ótrúlegt hvað hún hafði stórt hjarta og ekki bara fyrir fjöl- skyldu sína heldur fyrir alla, hún mátti ekkert aumt sjá, hún sendi jólagjafir um allan heim og gaf sér tíma fyrir alla sem erfitt áttu. Hún virtist hafa 48 tíma í sólarhringnum. Ég man þegar við keyptum Hilm- isgötu 5, þá var tengdamamma fyrsta manneskjan sem kom til að mála og hjálpa til. Alltaf var okkur boðið með þegar átti að fara í sumarfrí og fórum við í margar ferðir til Spánar saman, það voru ógleymanlegar ferðir. Við vorum stundum ósammála við Ingibjörg en við vorum aldrei lengi ósátt því það var ekki hennar stíll að erfa neitt, hún var kletturinn sem við öll stóluðum á. Það var gott að vita af henni ekki langt undan, ég vissi allt- af þegar ég var á sjó að hún fylgdist með konu minni og börnum. Ingibjörg mín, mig langar að þakka þér fyrir dóttur þína sem þú fæddir í þennan heim og er konan mín í dag, ég er lánsamur maður að hafa fengið að vera með ykkur í öll þessi ár og þakka ég fyrir það. Þín verður sárt saknað, Ingibjörg mín. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhj. Vilhj.) Kveðja. Grétar Jónatansson. Elsku amma. Orð fá ekki lýst hversu erfitt er að kveðja. Þú sem varst ávallt svo stór partur af lífi okkar og hefur alltaf verið okkur öllum til halds og trausts. Við systkinin eigum öll óteljandi minningar um þig og fengum við öll alltaf að taka þátt í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Sama hvort það var í blómabúðinni, stúkunni, spila Olsen eða bara hanga saman og horfa á Leiðarljós. Allt þetta og allar þær stundir sem við fengum með þér eru mikils metnar og minninguna um þær geymum við öll í hjartastað. En nú er langri baráttu þinni við erfiðan sjúkdóm lokið og þó að erfitt sé að sætta sig við að þú sért farin, þá er gott að vita að þér líður betur og loks hefurðu fengið langþráða hvíld. Við elskum þig og söknum þín ólýsanlega mikið og þú verður alltaf með okkur í huga og hjarta. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Sofðu vært hinn síðsta blund, unz hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þín barnabörn Bjarnhéðinn, Ingibjörg og Margrét. Elsku amma við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar og allt sem þú hefur gert fyrir okkur, allar minn- ingarnar sem við geymum hjá okkur um alla tíð. Við kveðjum þig með söknuði. Ósk, Birgitta, Þengill, Sandra Rós, Brynja. Ingibjörg Johnsen er fallin frá og margs að minnast. Kærleikurinn var stærsti strengurinn í lífi hennar og gjafmildi var tjáning hans. Hún vann sífellt að velferð barna, unglinga og fjölskyldna; að bindindismálum og aðhlynningu aldraðra, ásamt ræktun eigin fjölskyldu. Rekstur blómabúðarinnar var henni mikilvægur. Hún kallaði blómabúðina Magasín og brá fyrir Kaupmannahafnarglansi í augum hennar er hún nefndi hana á nafn. Útstillingar gerðu búðina að lista- safni og afgreiðslutími var nánast allur sólarhringurinn. Ef ekki var flugfært til blómakaupa í Reykjavík voru gerðir lyngkransar, blandaðir úr Eyjaflóru, og prýddu kistur í Landakirkju sem henni var svo hug- leikin. Eftir kirkjuferð á sunnudög- um var barnastúkufundur á Hótel HB, síðar um kvöldið farið í bíó og vinna í barnaverndarnefndinni dag- inn eftir. Aldrei eyða í dagskránni. Á annan í jólum var siður að fara í Ásnes þar sem hundrað manns komu saman í húsi Imbu og Bjarnhéðins þar sem borð svignuðu af veitingum. Lystisemdirnar voru matreiddar að hætti Imbu sem enginn lék eftir. Sósutækni var t.d. eitt af leyndar- málum hennar. Það var einnig tækniundur hvernig hægt var að steikja öll þessi lambalæri í litla ofn- inum í Ásnesi. Heimskonan Imba vílaði ekki fyrir sér að bjóða fjölskyldunni til Spán- arstranda þar sem starfsfólk gæða- hótelanna bauð henni í afmælisveisl- ur barna sinna og ættingja. Húmoristinn Imba naut sín oft í tækifærisræðum, sem voru margar og misalvarlegar, allt frá stórafmæl- um til landsfunda. Orðfæri hennar og orðaforði voru oft gáskafull og til- svörin fleyg á góðum stundum. Imba hafði sterk áhrif á börn sín og þau endurspegla þá ástúð sem þau hlutu frá henni. Við vottum þeim og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð okkar við þennan missi. Þegar klukkur Landakirkju sem svo oft hafa hringt á stórum stund- um – í Tyrkjaráni og eldgosum – hringja yfir kistu Ingibjargar John- sen verða afgerandi tímamót í lífi okkar allra sem þekktum hana. Blessuð sé minning góðrar frænku. Þorsteinn Ingi og Bergþóra. Imba frænka var einstök í heim- inum. Það lærði maður snemma á lífsleiðinni. Glæsilegur og sterkur persónuleiki umvafði allt sem hún vildi nálgast. Vilji hennar var að færa öðrum styrk til að gera betur. Mælikvarðinn á lífsgæði og hegðun var vissulega hennar og oftast sam- hljóða hinum almennu gildum. Þessa naut fjölskyldan auðvitað fyrst og fremst en í litlu samfélagi Eyjanna var enginn undanskilinn. Frumkvöðulsstarf hennar í barna- stúkunni og ungtemplurum var slíkt verkefni. Miðstöð rökræðu var í Ásnesi hjá Imbu og Bjarnhéðni. Við Þröstur frændi minn áttum mörg ævintýri og leyndarmál saman í æsku, enda á svipuðum aldri. Imba var líklegust til að brjóta upp læs- ingar að leyndarmálum okkar eða prakkarastrikum. Hún hafði ein- stakt lag á að ná til okkar á hrað- ferðum sínum um bæinn og rann- sóknareðli. Við komumst þó klakklaust frá okkar ævintýrum og Imba fyrirgaf öll spellvirki, þótt henni væru þau flest óviðkomandi. Eitt verkefni okkar var henni þó alls ekki óviðkomandi því hún hafði gríðarleg áhrif á ungdóminn í Eyjum í gegnum Barnastúkuna Eygló og Ungtemplarahreyfinguna. Svo alvarlega tókum við stúku- uppeldi Imbu að við Þröstur frændi fórum um Dalinn að morgni Þjóðhá- tíðarlaugardags og sprændum í áfengisflöskur sem þeir allra róttæk- ustu sváfu með sér við hlið í brekk- unum eins og elskurnar sínar. Þann- ig töldum við okkur hafa tekist að stöðva eða deyfa ölvunardrykkju margra. Við sögðum að sjálfsögðu Imbu og ættingjum hróðugir frá þessu framlagi okkar til afvötnunar drykkjumanna. Allir urðu frávita af harmi yfir þessu uppátæki þótt frá- rennsli átta ára peyja væri tiltölu- lega hreint. Nema Imba. Hún brosti og blikkaði okkur, tók okkur afsíðis INGIBJÖRG Á. JOHNSEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.