Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING LEIKFÉLAGIÐ Sýnir frumsýnir leikritið Mávinn eftir Anton Tsjek- hoff í dag klukkan 15 úti undir ber- um himni í Elliðaárdalnum. Leik- stjóri er Guðjón Þorsteinn Pálmars- son en hann leikstýrði einnig upp- setningu leikfélagsins á Stútunga- sögu í Heiðmörk fyrir tveimur árum. Leikfélagið Sýnir var stofnað fyrir um tíu árum upp úr leiklistarskóla sem Bandalag íslenskra leikfélaga starfrækir á hverju sumri í Svarf- aðardal, viku í senn. Var þá brugðið á það ráð að stofna leikfélag svo eitt- hvert framhald yrði á starfinu í skól- anum. Sýnir er því nokkurs konar sumarverkefni sem setur aðeins upp sýningar á sumrin en allir meðlimir félagsins eru starfandi í öðrum áhugaleikfélögum á veturna. „Sýnir er í rauninni samstarfs- verkefni áhugaleikfélaga landsins,“ segir Anna Bergljót Thorarensen, framkvæmdastjóri sýningarinnar sem félagið frumsýnir í dag. Undir berum himni Útisýningar félagsins hafa vakið þónokkra athygli en félagið setti upp Draum á Jónsmessunótt í Elliðaár- dal fyrir þremur árum og Stútunga- sögu í Heiðmörk fyrir tveimur árum eins og áður var vikið að. „Þessi hefð er svolítið afleiðing þess að við sýnum á sumrin,“ segir Anna. „Það er sömuleiðis skemmtilegt að prófa ný form og eitthvað öðruvísi en það sem við erum að gera yfir vetrartímann. Þegar við prófuðum að sýna úti fyrir í fyrsta skipti fyrir þremur árum þótti okkur það svo rosalega skemmtilegt að við ákváð- um að halda þessu áfram. Og nú er- um við mætt aftur í Elliðaárdalinn og ætlum að sýna Mávinn þar,“ segir Anna og bætir við að þau óttist ekki veðurguðina um of. „Maður verður bara að hlýða veðurguðunum og gera það besta úr þessu, hvernig sem viðrar. Það verður mjög skemmtileg útilegustemning,“ segir Anna og bendir fólki á að koma með teppi, regnhlífar og púða eða ferða- stól ef fólk getur ekki setið á jörð- inni. Draga fram húmorinn Anna segir hópinn nálgast Mávinn á svolítið annan hátt en hefð hefur verið fyrir hingað til. „Mávurinn var skrifaður sem gamanleikrit, allavega skrifaði Tsjekhoff í undirtitli „gamanleikur“. Aftur á móti hafa flestar uppfærslur á verkinu verið í dramatískari kant- inum enda virkar verkið mjög dramatískt við fyrsta lestur. Við höf- um hins vegar hugað sérstaklega að húmornum sem við reynum að draga fram í sýningunni. Við viljum samt ekki taka tragedíuna alveg í burt heldur setjum við fram blöndu af þessu tvennu þannig að sýningin verður nokkurs konar kómísk tra- gedía.“ Leikritið verður sýnt í stóra rjóðr- inu í hólmanum í Elliðaárdalnum en farið er göngustíginn frá Rafveitu- heimilinu, yfir bogabrúna og þar blasir rjóðrið við. Þar verða þrjár sýningar á verkinu en frumsýning er, sem fyrr segir, klukkan 15 í dag. Önnur sýning verður svo á mánu- deginum 31. júlí klukkan 20 og þriðja sýning fimmtudaginn 10. ágúst klukkan 19. Miðaverð er þús- und krónur. Þar að auki verður sýn- ingin sett upp á Fiskideginum mikla á Dalvík hinn 12. ágúst en þangað hefur hópurinn komið tvisvar sinn- um áður með sýningar. Leikhús |Leikfélagið Sýnir setur upp Mávinn í Elliðaárdalnum Tsjekhoff undir berum himni Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Morgunblaðið/Eggert „Sýningin er nokkurs konar kómísk tragedía,“ segir Anna Bergljót Thor- arensen framkvæmdarstjóri sýningunnar á Mávinum eftir Tsjekhoff. Jæja, þá er búið að taka upp síð-asta Top of the Pops-þáttinn.Sú sögulega stund átti sér stað síðastliðinn miðvikudag í upp- tökuveri breska ríkissjónvarpsins en þangað voru mættir dyggir aðdáendur þáttarins, margir hverj- ir í gervi sinna uppáhalds tónlistar- stjarna. Í gegnum tíðina hafa ýmsir tekið að sér að stjórna þættinum en í þeim síðasta, sem sendur verður út í Bretlandi annað kvöld, verður aðalkynnirinn enginn annar en Sir Jimmy Savile en hann er nokkurs konar goðsögn í bresku sjónvarpi. Mér dettur helst í hug að líkja hon- um við Hemma Gunn eða jafnvel Ómar Ragnarsson, en nei annars það er eiginlega ekki hægt að líkja honum við neinn. Savile kynnti einnig fyrsta þáttinn sem sendur var út árið 1964. Karlinn hefur ver- ið langlífari en flestir í hörðum heimi sjónvarpsins og það sama má segja um þáttinn. Það voru nú ekki allir sem höfðu trú á Top of the Pops á sínum tíma, en þeim ætti að hafa snúist hugur nú, eftir alls 2.204 þætti í heil 42 ár.    Fyrsti þátturinn var sendur útbeint frá Manchester og voru það Rolling Stones sem stigu allra fyrstir á svið og fluttu lagið „I Wanna Be Your Man“. Fyrir þá sem ekki þekkja til þáttarins þá var hann sjónvarpskynning á breska smáskífuvinsældalistanum. Hljóm- sveitir og sólólistamenn mættu í sjónvarpssal og sungu lögin sín fyr- ir framan fáa heppna aðdáendur sem urðu þess heiðurs aðnjótandi að fá að vera í nærveru goða sinna. Tilkynnt var í hvaða sæti lagið hafnaði þá vikuna og þættinum lauk svo að sjálfsögðu ævinlega á því að topplagið var kynnt og flutt, en í fyrsta þættinum voru það Bítl- arnir sem vermdu fyrsta sætið með lagið „I Wanna Hold Your Hand“. Síðasti þátturinn verður nokkurs konar „best of“-þáttur þar sem mikið verður sýnt frá þeim tímum þegar Top of the Pops var risavaxið menningarfyrirbæri. Þetta var þátturinn. 15 milljónir horfðu að meðaltali á hann í Bretlandi þegar hann var upp á sitt besta.    Breska ríkis-sjónvarpið hefur verið dug- legt að endursýna gamla Top of the Pops-þætti undan- farið og eru þeir langt því frá að vera eitthvað í lík- ingu við það sem þátturinn breyttist í hin seinni ár. Ef maður slysaðist til að skipta yfir á hann þá mátti þar sjá þvögu af unglingum sem annaðhvort hopp- aði og skoppaði öll í takt við eitt- hvert Jessicu Simpson-popplag eða eitthvað af þessum endalausu bandarísku háskólarokklögum, nú eða þvagan dillaði sér öll í takt við r’n’b-lag iðulega flutt af léttklæddri söngkonu eða hún vangaði öll í takt við James Blunt, Dido eða eitthvað álíka. Hin síðari ár heyrði það til undantekninga ef flytjendur „mæm- uðu“ ekki og tóku þeir það oft sér- staklega fram í viðtölum baksviðs.    Hér áður fyrr sungu tónlistar-mennirnir „live“ og það voru engar risavaxnar þvögur. Eða alla- vega ekki í þeim gömlu þáttum sem ég hef séð. Fólki var oft stillt upp á mismunandi stöðum í salnum og það var í svo töff fötum að það gat vart verið til sökum eigin töffleika. Það dansaði svo að sjálfsögðu sam- kvæmt nýjustu tískunni. Mynda- vélamennirnir voru duglegir að ferðast um salinn og mynduðu fólk í bak og fyrir. Þetta var ekki bara tónlistarþáttur. Þetta var líka tískuþáttur. Þetta var lífsstíls- þáttur. Ýmsir menningarfræðingar og aðrir fræðimenn hafa lengi rannsakað fyrstu árin sem þáttur- inn var sýndur (og einhver árin á undan) og fært rök fyrir því að ný tegund af manneskju hafi fæðst á þessu tímabili … unglingurinn. Þau öfl sem stýrðu hinum kapítalíska auglýsingamarkaði og poppkúltúr- markaðinum almennt eiga að hafa staðið fyrir sköpun þessarar veru. Hina nauðsynlegu uppreisn á milli barnæsku og fullorðinsára var hægt að kaupa. Hvort sem þetta er rétt eða ekki þá var unglingurinn allavega mættur fram á sjónar- sviðið á þessu tímabili og mátti finna ítarlegar leiðbeiningar um nýjustu og mest töff tónlistina, tískuna, danssporin o.s.frv. í Top of the Pops.    Vinsældir þáttarins fóru smámsaman að dala á níunda ára- tugnum, reynt var að fríska upp á hann nokkrum sinnum en allt kom fyrir ekki. Tónlistarmyndbandið og tónlistarstöðvar á borð við MTV voru helstu sökudólgar þess að þátturinn hætti að vera málið að margra mati. Til hvers að ferðast til Bretlands og koma fram í sjón- varpssal þar í hvert sinn sem þú gefur út nýja smáskífu þegar þú býrð til myndband sem er sýnt allan sólarhringinn þar í landi og um all- an heim?    Tónlistarstöðvar framleiða sífelltfleiri þætti þar sem tónlist kemur lítið sem ekkert við sögu. Myndbönd eru sýnd í heild þegar þau eru frumsýnd en eftir þá sýn- ingu er oft klippt mínúta framan af myndbandinu og mínúta í lokin þannig að eftir stendur miðjubútur myndbandsins, kannski ein til ein og hálf mínúta. Nú er oft talað um að þróunin sé á þann veg að ungt fólk haldi athyglinni í sífellt styttri tíma. Það á að hafa bitnað á löngum þáttum líkt og Top of the Pops. Á tímum þar sem lagabútar ganga manna á milli á netinu, hringitónar eru oft vinsælli en lögin sjálf og stutt heimatilbúin skemmtimynd- bönd (oft við vinsæl lög) njóta sífellt meiri vinsælda á heimasíðum eins og YouTube verður athyglisvert að fylgjast með því hvað verður um tónlistarmyndbandið. Unglingurinn í sjónvarpinu ’Fólki var oft stillt upp ámismunandi stöðum í salnum og það var í svo töff fötum að það gat vart verið til sökum eigin töff- leika. Það dansaði svo að sjálfsögðu samkvæmt nýjustu tískunni. ‘ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Það var alltaf dansað samkvæmt nýjustu tísku í Top of the Pops. Íslend- ingar voru að sjálfsögðu engir eftirbátar í danslistinni eins og sjá má. jongunnar@mbl.is AF LISTUM Jón Gunnar Ólafsson Í LISTHÚSI Ófeigs við Skólavörðustíg 5 verður í dag opnuð sýning listmálarans Sigurðar Örlygssonar. Sýn- ingin opnar kl. 15. Sýndar verða 120 vatns- litamyndir sem Sigurður vann í tengslum við það að hann varð nýlega sex- tugur. „Þetta eru mjög litrík- ar myndir,“ segir Sig- urður. „Ég sýni tvær myndaserí- ur eða tvö verk sem eru samsett hvort um sig úr sextíu myndum.“ Hver mynd er aðeins 25 sentí- metrar á kant en saman mynda þær verk sem þekja heilan vegg. Mynd- irnar í öðru verkinu eru geómetr- ískar og unnar með reglustiku og sirkli samkvæmt ákveðinni skipt- ingu. Myndirnar í hinu verkinu eru mun frjálsari í sniðum, en í þeim má greina tvö form sem kallast á við hvort annað. Nýbreytni að fást við vatnsliti „Vatnslitamyndir eru svolítið nýj- ar fyrir mér en ég hef oftast unnið með olíuliti. Það er svolítið erfitt að breyta svona til en það er mjög gaman að fást við þetta,“ segir Sig- urður. Hann hefur áður sýnt í Listhúsi Ófeigs, síðast rétt fyrir áramót. Þá sýndi hann einnig vatnslitamyndir, en viðfangsefnin voru fuglar í það skiptið. „Verkin sem ég sýni núna voru öll unnin á aðeins 6 mánuðum frá morgni til kvölds. Þetta er svolítið skylt því sem ég var að mála fyrir um 20 árum síðan. Ég fór að mála portrettmyndir fyrir um 10–15 ár- um síðan en það var svolítill út- úrdúr.“ Sigurður hefur málað í 35 ár og er búinn að halda um 50 sýningar. Hann nam við Myndlista- og hand- íðaskólann frá 1967–1971 og stund- aði eftir það framhaldsnám í Kaup- mannahöfn og New York. Sigurður hlaut menningarverðlaun DV árið 1988 og hefur fengið starfslaun úr Listasjóði. Myndlist | Sigurður Örlygsson opnar myndlistarsýningu í Listhúsi Ófeigs Sýnir 120 verk í tilefni 60 ára afmælis Vatnslitamynd frá sýningu Sigurðar Örlygssonar í dag. Myndin er úr geó- metrísku myndaröðinni á sýningunni. Sigurður Örlygsson myndlistarmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.