Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 25 MINNSTAÐUR Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. * Eingöngu innan kerfis Símans SUMARTILBOÐ Á SAMSUNG SÍMUM 5 KR. SMS &MMS ALLAR HELGAR Í SUMAR * Nánari upplýsingar á siminn.is eða á næsta sölustað Símans. Gullfallegur samlokusími, sem býður upp á alla helstu möguleikana. Meðal búnaðar má nefna VGA myndavél og hægt að taka upp hreyfimyndir, FM-útvarp, 3MB minni, 6 klukku- stunda taltíma á rafhlöðu og margt fleira. 14.980 kr. SAMSUNG X650 Glæsileg hönnun. Örþunnur, með stórum TFT hágæða litaskjá og 1,3 MP myndavél sem hægt er að snúa 180 gráður. Hægt er að tengjast tölvu, handfrjálsum búnaði og blátannarsímum í gegnum blátannarbúnað. 37.980 kr. SAMSUNG D820 * Eingöngu innan kerfis Símans Selfoss | „Það var viss ögrun og sér- lega spennandi að vera boðið að tak- ast á við bæjarstjórastarf í Árborg. Ég vil helst vera í starfi þar sem dagurinn er ekki varinn fyrir óvænt- um uppákomum með skipulagi. Ég vil starfa í góðu samstarfi við fólk og vera á starfsvettvangi sem býður upp á samskipti við marga aðila,“ sagði Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, sem tók við starfinu 14. júlí síðastliðinn. Hún er fyrrverandi rektor Tækniháskóla Ís- lands en Jökuldælingur að uppruna og segist vera eins og Jökuldæl- ingar, ekki með klukku, hjá þeim séu tveir tímar, sumar og vetur. „Maður skilar sínum verkefnum á réttum tíma, stundum hentar að gera það á kvöldin eða í annan tíma. Ég er mikið fyrir verkefnadrifna hugsun þar sem verkefnið ræður og ég vil sjá árangur og að verkefnin klárist,“ sagði Stefanía sem vill tak- ast á við verkefni sveitarfélagsins í góðu samstarfi við íbúana og starfs- menn sveitarfélagsins sem sterka liðsheild. Alin upp í veiðisamfélagi „Ég gekk í heimavistarskóla frá sjö ára aldri og var í mánuð í burtu í senn,“ sagði Stefanía sem er fædd og uppalin í Jökuldalnum á Austur- landi og upplifði í sínum uppvexti síðustu ár heimavistarskólanna, var síðan á Eiðum í Alþýðuskólanum. Aðstæður á þessum tíma voru um margt ólíkar því sem gerðist enda fjarlægðir miklar og samgöngur ekki góðar. „Ég held að þetta hafi styrkt mig frekar en hitt, maður þurfti að bjarga sér. Við vorum í ná- lægð við Jökulsána og lékum okkur þar og að fella niður snjóhengjur. Þetta var auðvitað hættulegt en við bárum virðingu fyrir hættunni og maður þurfti að læra á umhverfi sitt til að lifa með því eins og alltaf er. Á þessum tíma var þarna veiði- samfélag og allt veitt sem hægt var og etið. Strax og ísa leysti á vötnum þá voru lögð net og mikið veitt af sil- ungi og ég man hvað hann var góður fyrst á vorin en svo varð maður leið- ur á honum þegar leið á sumarið. Maður lifði á silungi á sumrin og lambakjöti og hreindýrakjöti á vet- urna, þetta var hversdagsmatur og eldunaraðferðir eftir því,“ sagði Stefanía þegar hún rifjar upp æsku- árin. Ég vil skoða fjöll „Um leið og fer að vora verð ég eins og farfuglarnir, ég verð að kom- ast austur. Við systkinin eigum sum- arhús í Lóni og þangað þarf maður að komast í kyrrðina og fegurðina. Ég eyði frídögum mikið í Lóni og á haustin og veturna á Egilsstöðum og í Jökuldalnum. Þá er hægt að slétt- keyra langar leiðir á fjallajeppa um víðátturnar en mitt fólk fyrir austan er mikið jeppafólk. Þessi þörf fyrir útivistina er svo skrýtin, það mynd- ast með manni einhver innri ókyrrð og svo fær maður andlega útrás með því að taka góðan rúnt á góðum degi með harðfenni svo langt sem augað eygir og ekki ský á himni. Það er eins og að detta inn í annan heim að komast í slíkar aðstæður. Það er eins með stangveiðina, einkum fluguveiði, henni fylgir ákveðin spenna og síðan slökun. Ég er mikil útivistarmanneskja og fer til veiða, á rjúpu og gæs. Ég vil skoða fjöll eins og hægt er, aðrir vilja skoða lista- söfn. Það er eins og víðáttan á fjöll- um skapi áráttu innra með manni og maður sækir í hana,“ sagði Stefanía sem nýlega gekk á Hvannadals- hnjúk. „Mér finnst gaman að takast á við eitthvað nýtt sem ég hef ekki gert áður. Það er alveg á hreinu að um leið og maður fer að ganga um landið skynjar maður náttúruna á annan hátt og hugsunin og upplifunin verð- ur önnur. Mín sýn á Árborg er fyrst og fremst að hér er stækkandi bæj- arfélag sem er orðið eitt af þeim stærstu á landinu og er orðið sterk- ur valkostur til búsetu. Þetta er ró- legt og fjölskylduvænt umhverfi þar sem fólki býðst að búa í sérbýli. Um- ferðin hefur aukist gríðarlega og er nokkuð sem þarf að bregðast við,“ sagði Stefanía sem sjálf hefur lent í biðröðum á Suðurlandsveginum í ná- grenni Selfoss. Vil ná hámarksárangri Hún er ekki enn flutt á Selfoss en segir það henta sér vel að búa í dreif- býli. „Staðsetningin hér er hentug fyrir mig, ég hef búið í 20 ár í Reykjavík og alið þar upp börn og makinn [Eiríkur S. Svavarsson] vinnur þar. Þegar maður flytur eru það skólarnir sem maður hugsar fyrst og fremst um og mér líst vel á skólana hérna. Mitt starf byggist á því að vera framkvæmdastjóri sveit- arfélagsins og ég þarf að sjá um að málefnasamningur meirihlutans nái fram að ganga. Ég vil vera bæj- arstjóri allra og koma góðum málum áfram á sem hagkvæmastan hátt. Ég er mikil rekstrarmanneskja og finnst það vera ábyrgðarhluti að nýta skattpeningana sem best. Ég vil umfram allt gera gott sveitarfé- lag betra og stuðla að því að skóla- starfið hér verði gott en það er und- irstaða lífsgæða fjölskyldunnar. Ég vil vega og meta hvert mál frá öllum hliðum og vera vakandi yfir öllum kostnaði. Til að ná þeim markmiðum vil ég innleiða markvissa áætl- anagerð og halda vel utan um rekst- urinn og fá viðvaranir strax ef eitt- hvað kemur upp. Ég vil eiga góð samskipti við fólk og mun leggja mig fram um það en ég er alltaf með ár- angursdrifna hugsun í forgangi og tel að ná megi miklum árangri með góðum og jákvæðum hópi starfs- manna. Ég vil fá starfsfólkið með mér í það að ná árangri og að við stefnum öll að sama markinu. Ég er samt ekki algjör já-manneska og er ekki alltaf sammála síðasta ræðu- manni en finnst mikilvægt að eiga góð samskipti við fólk og finna leiðir til að ná hámarksárangri,“ sagði Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæj- arstjóri Árborgar. Stefanía Katrín, bæjarstjóri Árborgar, er mikið náttúrubarn og veiðimaður Sækir í víðáttuna á fjöllum Eftir Sigurð Jónsson Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bæjarstjórinn Stefanía Katrín Karlsdóttir, nýráðinn bæjarstjóri Árborg- ar, á Tryggvatorgi með Ráðhús Árborgar í baksýn. ÁRBORG Selfoss | Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Ingibjörg Stein- unn Ingjaldsdóttir hafa keypt all- an rekstur Prentsmiðju Suður- lands ehf. á Selfossi og taka við rekstri fyrirtækisins 1. ágúst nk. Nýju eigendurnir eiga einnig Prentmet í Reykjavík og Prent- verk Akranes. Allir starfsmenn Prentsmiðju Suðurlands munu vinna áfram hjá nýju eigendunum og verður Örn Grétarsson prent- smiðjustjóri á Selfossi. Stefna Guðmundar og Ingi- bjargar er að efla starfsemi prent- smiðjunnar enn frekar þar sem einkunnarorðin verða hraði, gæði og persónuleg þjónusta, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þá ætla þau sér að treysta stöðu vikublaðsins Dagskrárinnar enn frekar á markaðnum og efla blaðið til muna. Prentsmiðja Suðurlands ehf. var stofnuð 30. júlí 1957 en saga prentlistarinnar í Árnesþingi er þó um það bil 300 árum eldri því fyrsta prentsmiðjan í sýslunni var sett upp í Skálholti árið 1685. Stofnendur Prentsmiðju Suður- lands voru þeir Haraldur Hafstein Pétursson og Klemens Guðmunds- son. Í upphafi var eingöngu um smáprentun að ræða hjá fyrirtæk- inu, en vélakostur var fljótlega endurnýjaður og stór handílögð prentvél var keypt, svo og setj- aravél. Vorið 1959 byrjaði prent- smiðjan að prenta héraðsblaðið Suðurland og vorið 1962 bættist héraðsblaðið Þjóðólfur við. Dag- skráin hóf svo göngu sína vorið 1968 og hefur alla tíð síðan verið unnin í prentsmiðjunni og er stór þáttur í rekstri hennar. Hjá Prentmeti starfa um eitt- hundrað manns í Reykjavík og það er því augljóst að svo sterkur bak- hjarl sem Prentmet er mun styrkja Prentsmiðju Suðurlands til muna, segir í tilkynningunni. Rit- fanga- og rekstrarvöruverslun verður seld út úr fyrirtækinu sam- hliða kaupum nýju eigendanna og mun hún flytjast til Tölvutaks á Eyravegi 27 á Selfossi. Prentmet kaupir Prentsmiðju Suðurlands Eigendaskipti | Nýir eigendur Prentsmiðju Suðurlands, þau Guð- mundur Ragnar og Ingibjörg Stein- unn, ásamt syni sínum, Arnaldi, og Erni Grétarssyni prentsmiðjustjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.