Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERÐ á bæði vöru og þjónustu er hæst á Íslandi á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og miklum mun hærra en að meðaltali í lönd- um Evrópusambandsins (ESB). Þannig er verð á þjónustu hér á landi 58% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB og verð neysluvara á Íslandi er 52% hærra. Verð á bæði neysluvörum og þjónustu er um- talsvert hærra í EFTA-löndunum þremur, Íslandi, Noregi og Sviss en í ríkjum ESB, eða 52% hærra á þjónustu og 28% hærra á neyslu- vörum. Þetta kemur fram í útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins þar sem skoðað er verðlag á fimm vöru- og þjónustuflokkum sem að meðaltali standa fyrir um 23% af útgjöldum evrópskra fjöl- skyldna. Í öllum flokkunum fimm er verðlagið á Íslandi hærra en með- altalið í ESB eða allt frá að vera 8% og upp í að vera 91% hærra. Þar er einnig að finna útreikn- inga á þjóðartekjum á mann leið- réttum fyrir verðlagi en þar er Ís- land í fimmta sæti en efstu sætin skipa Lúxemborg, Noregur, Írland og Sviss. Fram kemur í skýrslunni að yf- irleitt sé verðlag hátt, einkum á þjónustu, í ríku löndunum, þ.e. löndum með mikla verga lands- framleiðslu á mann leiðrétta fyrir verðlagi. Þegar hinar ýmsu tegundir þjón- ustu eru skoðaðar nánar kemur í ljós að Ísland sker sig algerlega úr í verðlagi á þjónustu hótela og veit- ingahúsa en það er 91% hærra en að meðaltali í ríkjum ESB og verð- lagið er raunar hvergi í námunda við það sem hér gerist og er sér- staklega minnst á þá staðreynd í skýrslunni, sem annars er stuttorð. Næsthæst er verðið í Noregi, eða 48% yfir meðaltalinu í ESB. Orkan 8% dýrari Verð á samgönguþjónustu er einnig hæst á Íslandi eða 76% yfir meðaltalinu í ríkjum ESB. Fjar- skiptaþjónusta er 15% dýrari á Ís- landi en að meðaltali í löndum ESB og menningarþjónusta og afþreying er 47% dýrari, samkvæmt útreikn- ingum Eurostat. Undir þann flokk falla leikhús, kvikmyndahús, íþróttaviðburðir og fl. Athygli vekur að á Íslandi, sem státar sig af miklum orkuauðlind- um, er verð á orku engu að síður 8% hærra en í ríkjum ESB. Hótel- og veitinga- þjónusta sér á parti Verð á þjónustu 58% hærra hér en að meðaltali innan ESB Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is                           !" # #  $%&  ' ' () '*+," - ."* ./ 0/1  0/1  0&) 01 23/4 56  7138 9%  0 :: ' ;  0  3 & - :" <2=  !/:" 1  (*                                                                     # >"  01                 JÓHANNES Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, segir um óá- sættanlegan mun á verðlagi að ræða, jafnvel þó að inn í meðaltalið komi verðlag á láglaunasvæðum. Hann segir að mikið hafi verið rætt um hátt verð á landbúnaðarvörum hérlendis, sem sé vissulega rétt, en niðurstöðurnar sýni svart á hvítu að það sé margt fleira sem þurfi að laga hérlendis. „Ég hlýt að velta fyr- ir mér hvers vegna í ósköpunum orkan, sem er framleidd á ódýrasta hugsanlega máta hérlendis, er dýr- ari á Íslandi en að meðaltali í ESB- löndunum. Ég hlýt að heimta svör við því. Það gengur bara ekki upp í mínum huga.“ Jóhannes segir dapurlegt að verð- lag á Íslandi sé alltaf hæst því það endurspegli þann raunveruleika sem íslenskir neytendur búi við. Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, segir það slæmt fyrir landkynningu okkar að hér mælist verðlag iðulega með því hæsta í þeim löndum sem samanburður taki til. „Veitingahúsin hafa verið að kalla eftir lægra matarverði alveg eins og allur almenningur. Hátt matarverð og áfengisskattur, sem er sá hæsti í heimi, koma auðvitað fram í háu verði á veitingahúsum,“ segir Erna. Óásættanlegur munur FJÓRIR hundaþjálfarar, ásamt hundum, luku nám- skeiði í fíkniefnaleit í gær. Námskeiðið hefur staðið yfir í tæpan mánuð og er á vegum embættis Ríkislög- reglustjóra og Lögregluskóla ríkisins. Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra- embættinu, segir námskeiðið bæði fyrir hunda og þjálf- ara í lögreglunni. Hann segir að nú sé svo komið að lög- regla og tollgæsla á Íslandi hafi mjög góða fíkniefnaleitarhunda. Þjálfunarnámskeiðin hafa verið gerð í samstarfi við norsk tollgæsluyfirvöld en þau hafa sent hingað hundaþjálfara en einnig hafa íslenskir þjálfarar fengið að sitja námskeið í Noregi. Morgunblaðið/Júlíus Kennararnir Steinar Gunnarsson (t.v.) og Rolf von Krogh frá norsku lögreglunni(t.h.) ásamt nemendum. Luku námskeiði í fíkniefnaleit AÐGERÐIRNAR vöktu athygli, við höfum fengið ágæt viðbrögð og þá er markmiðinu náð,“ sagði Borgar Þór Einarsson, formaður SUS, í gærkvöldi. Talsvert var fjallað í gær um það uppátæki ungra sjálfstæðismanna að meina almenningi aðgang að álagning- arskrám í Reykjavík. „Fólk veltir þessu kannski fyrir sér og hvaða upplýsingar við erum að passa; það eru upplýsingar um hvað þú ert með í laun,“ sagði Borgar jafnframt. „Við skorum á fjár- málaráðherra og Alþingi að breyta þessu í hvelli. Það er mjög einföld lagabreyting og við munum ganga á þingflokk Sjálf- stæðisflokksins með að breyta þessu.“ Félagar í SUS, um sjö eða átta manns, sátu í afgreiðslu Skatt- stjórans í Reykjavík og héldu sem fastast um möppur með álagningarskrám sem þar lágu frammi. Borgar sagði í viðtali við mbl.is í gær að aðgerðirnar mið- uðu að því að vernda persónu- upplýsingar sem yfirvöld heimti af almenningi, vinni síðan úr og leggi á glámbekk. „Þetta eru persónuupplýsingar sem snerta einkahagi einstaklinganna í land- inu. Þetta er ekki skattaeftirlit heldur njósnir um samborgar- ana.“ Ekki var gripið til mótaðgerða af hálfu Skattstjórans í Reykja- vík. Til minni háttar átaka kom á milli manns sem vildi komast í skrárnar og liðsmanna SUS. Eft- ir að maðurinn hafði togast á við unga fólkið um möppur með álagningarskránum kvartaði hann við starfsfólk Skattstofunn- ar. Honum var þá hleypt inn fyr- ir afgreiðsluborð þar sem hann mun hafa fengið að skoða skrárnar. „Munum ganga á þingflokk Sjálf- stæðisflokksins“ Morgunblaðið/Golli Til lítils háttar átaka kom á milli félaga SUS og þessa manns sem vildi nýta sér rétt sinn til að skoða álagningarskrár hjá skattstjóranum. OSTA- og smjörsalan hef- ur krafist þess að Mjólka stöðvi tafarlaust sölu á fetaosti í glerkrukkum þar sem osturinn sé í umbúð- um sem líki nákvæmlega eftir umbúðum sem Osta- og smjörsalan notar undir sinn fetaost. Áskorun þess efnis var send Mjólku í gær en í fréttatilkynningu frá Osta- og smjörsölunni segir að tilgangur Mjólku virðist vera sá að rugla neytendur í ríminu og hagnast á vel þekktum umbúðum Osta- og smjörsölunnar. Þar kemur einnig fram að lögbanns verði krafist á sölu Mjólku á fetaosti í umræddum umbúðum verði fyrirtækið ekki við kröfu Osta- og smjörsölunnar. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- Osta- og smjörsalan sakar Mjólku um eftiröpun umbúða Segja neytendur hafa ruglast og smjörsölunnar, segir að um sé að ræða augljósa eftiröpun á umbúðun- um en Osta- og smjörsalan hafi sann- reynt að neytendur hafi nú þegar ruglast á umbúðunum. Vísa kröfunni á bug Ólafur Magnús Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Mjólku, segir erindi Osta- og smjörsölunnar vera hlægilegt og fyrirtækið hyggist ekki verða við þeirri kröfu að taka fetaost í gler- krukkum af markaði. Osta- og smjörsalan hafi ekki skráð sitt vörumerki líkt og Mjólka en bæði nafn fyrir- tækisins og vörumerkið komi skýrt fram á umbúð- unum. „Það er sjálfsagt að á ein- hvern hátt tóni þetta saman en það er á engan hátt gert til þess að villa um fyrir neytendum,“ segir Ólafur og bendir á að fyrirtækin skipti við sömu birgja vegna umbúðanna. „Þetta er enn ein tilraun Osta- og smjörsölunnar til þess að bregða fyrir okkur fæti en það hafa þeir áður gert með undirboðum á markaðnum.“ Hinar umdeildu umbúðir ostsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.