Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 9 FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 40, s. 561 1690 Útsala 20-80% afsláttur Laugavegi 40 - Sími 561 1690 RALPH LAUREN Útsala Nú 50% afsláttur af dömu- og herrapeysum og gallabuxum Útsala - Gott verð Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-15 Laugavegi 80 sími 561 1330 VIÐ RÝMUM TIL í SIGURBOGANUM! Kíktu við og gerðu góð kaup 50-75% AFSLÁTTUR AF • PEYSUM • BUXUM • BLÚSSUM • WOLFORD SAMFELLUM • SOKKABUXUM • O.FL. O.FL. Aukaafsláttur Haust 2006 ný sending Laugavegi 51, sími 552 2201 Ps. Útsalan enn í fullum gangi INGIBJÖRG Þórðardóttir, stríðs- fréttamaður hjá breska ríkisútvarp- inu, BBC, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að grunur léki á að Ísraelsher hefði gert sprengju- árás á bílalest sem var á leið með hjálpargögn inn til landsins í gær. „Í þessari bílalest voru sjálfboða- liðar sem voru á leið frá borginni Tý- rus í Suður-Líbanon til að sækja flóttamenn sem voru staddir innar í landinu,“ sagði Ingibjörg. „Þeir voru komnir hálfa leið að áfangastað sín- um þegar þeir urðu að snúa við þeg- ar þeir urðu fyrir sprengjuárás.“ „Með í för voru einnig þýskur kvikmyndatökumaður og bílstjóri sem urðu fyrir árásinni. Tökumað- urinn var fluttur á sjúkrahús á veg- um Sameinuðu þjóðanna en hann var sem betur fer ekki alvarlega slasað- ur. Þótt það sé óstaðfest grunuðu sjónarvottar Ísraelsher um að hafa staðið fyrir árásinni.“ Ísraelar loka flutningaleiðum Ingibjörg sagði talsmann alþjóð- legu hjálparsamtakanna Læknar án landamæra (MSF) hafa fullyrt að Ísraelar leyfðu ekki neinum hjálpar- samtökum að keyra með hjálpar- gögn inn til landsins. „Ég ræddi við Christopher Sto- kes, talsmann MSF, þegar hann var nýkominn frá Týrus,“ sagði Ingi- björg. „Hann sagði ástandið á svæð- inu alveg hræðilegt. Hann sagði mér líka að flutningaleiðir þær sem Ísr- aelar höfðu lofað að hafa opnar til að hægt væri að flytja hjálpargögn væru það ekki. Þess vegna taldi hann engin tök á því að dreifa hjálpargögnum inn til landsins. Jafnframt tók hann dæmi af ófrískri konu sem þurfti á keis- araskurði að halda en gat enga hjálp fengið vegna ástandsins.“ Ræddi við þingmann Hizbollah Spurð um nýjustu yfirlýsingar liðsmanna Hizbollah-hreyfingarinn- ar, sem Ísraelsher hefur sett sér það markmið að uppræta, sagðist Ingi- björg hafa fyrr um daginn rætt við einn þingmann Hizbollah. „Þetta var Ali Mokdad þingmað- ur,“ sagði Ingibjörg. „Hann sagði flokksbræður sína setja tvö skilyrði fyrir hugsanlegu vopnahléi. Í fyrsta lagi að báðir aðilar lýstu yfir algeru vopnahléi. Í öðru lagi að fjórum föngum úr hópi Hizbollah yrði sleppt úr ísraelskum fangelsum. Þegar við spurðum hann um hvað ætti að gera við ísraelsku hermennina í haldi Hiz- bollah sagðist hann tilheyra pólitísk- um armi hreyfingarinnar og að málið væri því ekki á hans snærum. Þá spurðum við hvort hann væri fylgj- andi því að fá fjölþjóðlegt herlið til landsins. Hann sagðist tilbúinn að ræða það en ekki fyrr en vopnahléi hefði verið komið á.“ „Ástandið alveg hræðilegt“ Hjálpargögn ber- ast ekki til sjúk- linga í S-Líbanon AP Líbanskt flóttafólk leitar skjóls í kjallara kirkju í þorpi í suðurhluta Líbanons vegna árása Ísraela. HJÁLPARSTARF kirkjunnar hef- ur tekið við tveggja milljóna króna framlagi stjórnvalda til neyð- araðstoðar í Líbanon. Því verður veitt í gegnum ACT-Alþjóðaneyð- arhjálp kirkna til að aðstoða 6.600 fjölskyldur eða um 40 þúsund manns á flótta í Suður-Líbanon, Líb- anonfjall, Beirút og Beqaa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Fram kemur að aðstoðin felist m.a. í því að útdeila vatni, hreinlæt- isvörum, sápu, matarpökkum, barnavörum á borð við bleium og þurrmjólk, skólaefni, dýnum og mat- aráhöldum auk nauðsynlegra lyfja. Samkvæmt upplýsingum frá Hjálparstarfi kirkjunnar er það mik- ið áhyggjuefni að mannúðarsamtök hafi ekki getað komið neyðaraðstoð- inni til skila í suðurhluta landsins. Þar hafi fólk verið án aðstoðar og ekki útséð um afdrif þess meðan árásir haldi áfram. ACT starfar náið með líbönskum samtökum og ætla að verja 360 milljónum króna á næstu þremur mánuðum til neyð- araðstoðar á fyrrnefndum svæðum. Ástandið versnar dag frá degi Alþjóða Rauði krossinn hefur lagt fram nýja neyðarbeiðni sem nemur rúmlega 82 milljónum Bandaríkja- dala eða sem svarar um sex millj- örðum íslenskra króna til að bregð- ast við ástandinu í Líbanon. Þetta er sú upphæð sem þarf til að halda úti hjálparstarfi Rauða krossins í Líb- anon til áramóta. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Rauði kross Íslands sendi frá sér í gær, en þar kemur jafnframt fram að RKÍ hefur ákveð- ið að styrkja neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins fyrst um sinn um tvær milljónir króna. Þá hefur Rauða krossi Íslands borist framlag að sömu upphæð frá ríkisstjórn Ís- lands til hjálparstarfsins í Líbanon. „Ástandið í Líbanon versnar með degi hverjum í harðnandi átökum milli Ísraels og Hizbollah-samtak- anna. Fjöldi óbreyttra borgara hef- ur látist og enn fleiri eru særðir. Tugþúsundir manna hrekjast frá heimilum sínum og er nú um hálf milljón manns á vergangi. Fjölmarg- ir óbreyttir borgarar hafa króast af inni í þorpum og bæjum þar sem samgöngur hafa víða lamast vegna árása. Matvæli og lyf eru af mjög skornum skammti og víða er ekkert hreint vatn að fá sökum rafmagns- leysis. Rauði krossinn er því í kapp- hlaupi við tímann við að veita þessu fólki lífsnauðsynlega aðstoð,“ segir í tilkynningunni. Styrkja neyðarbeiðni í Líbanon um samtals sex milljónir Fréttir í tölvupósti Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allt á hálfvirði Ennþá gott úrval af glæsilegum sumarfatnaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.