Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.lyfja.is - Lifið heil FLJÓTVIRKT VERKJALYF VIÐ M.A. TÍÐAVERKJUM. INNIHELDUR ENGIN ÁVANABINDANDI EFNI. VoltarenDolo FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A AU G L† SI N G AS TO FA N /S IA .I S LY F 33 20 4 06 /2 00 6 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaðar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo sem höfuðverk, tannpínu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsár eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalisýru, íbuprófen eða önnur bólgu- eyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni, en aldrei á síðasta þriðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfja- fræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. EINUNGIS eitt tilboð barst í bor- anir könnunar- og vatnsleitarhola á Norðausturlandi fyrir Landsvirkjun og Þeistareyki ehf. Tilboðið hljóðaði upp á rúmar 86 milljónir en kostn- aðaráætlun gerði ráð fyrir að verkið myndi einungis kosta rúmar 35 milljónir. Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun, segir að það hafi komið nokkuð á óvart að einungis eitt tilboð hafi borist og að það hafi verið svo miklu hærra en kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á. Það var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. sem átti tilboðið en Bjarni segir að nokkur fyrirtæki hér á landi gætu tekið verkefni sem þetta að sér. Tilboðið var opnað á þriðjudag- inn og segir Bjarni að Landsvirkjun sé ekki bundin af því en nú verði skoðað hvort einhverja þætti í kostnaðaráætluninni eða tilboðinu megi endurskoða. Aðspurður hvort lítill áhugi bor- unarfyrirtækja útskýri hvers vegna ekki bárust fleiri tilboð segir Bjarni að svo þurfi ekki að vera. „Ég hef heyrt að sum fyrirtæki hafi misst af auglýsingunni og aðrir ekki getað tekið verkefnið að sér vegna þröngs tímaramma. Ég veit líka að það er mikið um að vera á markaðnum.“ Markmið borananna er að rann- saka grunnvatnsstrauma á svæði sem nær frá Námaskarði og norður fyrir Þeistareyki með ítarlegri hætti en gert hefur verið áður, en til stóð að hefja boranir í haust. Lands- virkjun hefur staðið að borun djúpra rannsóknarholna í Bjarna- flagi og Kröflu. Einnig ætlar fyr- irtækið Þeistareykir ehf. að hefja djúpboranir við Þeistareyki í næsta mánuði. Tilgangur djúpborananna er að rannsaka virkjunarkosti jarðvarma á svæðinu en Bjarni segir að þær rannsóknarholur sem nú hafi verið boðnar út séu annars eðlis. Þær séu mun umfangsminni og lítið um- hverfisrask fylgi þeim. Boranirnar geti gagnast ef farið verði út í virkj- un jarðvarma á svæðinu en niður- stöðurnar hafi einnig fræðilegt gildi. Einungis eitt tilboð barst í rannsóknaboranir Morgunblaðið/Rax Frá Námaskarði í Mývatnssveit. NOKKUR fjöldi Íslendinga flýgur á milli landa til að komast til og frá vinnu og eru dæmi um að fólk fljúgi einu sinni í viku að með- altali. Dæmi eru um að sjómenn landi í Kanada og fljúgi heim á milli túra, lögfræðingar búsettir í Svíþjóð fljúgi heim til Íslands til að vinna, læknar fljúgi til Norður- landanna eða Bandaríkjanna til að sinna störfum þar og öfugt. Morgunblaðið ræddi við tvo Ís- lendinga sem búa í einu landi og starfa í öðru og láta þeir vel af þessum aðstæðum þrátt fyrir álag á köflum. Munar litlu í verði Bjarki Helgason, stýrimaður á Málmey SK 1, hefur undanfarin ár verið búsettur í Svíþjóð ásamt konu sinni en starfað sem sjómað- ur á íslenskum skipum. Áður var hann á skipi sem landaði í Kanada en Málmeyin landar á Íslandi. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að þetta fyrirkomulag hefði komið til þegar þau hjónin ákváðu að fara til Svíðþjóðar í nám: „Ég er búinn að vera sjó- maður og stýrimaður um alllanga hríð. Konan ákvað svo að fara í nám haustið 2002 þannig að við tókum okkur upp og fluttum út,“ segir Bjarki. Hann flutti út með fimm manna fjölskyldu og var í námi sjálfur fyrsta árið en hefur verið til sjós frá árinu 2003. Hann segist ekki þurfa að ferðast oft á ári til að komast heim. „Ég fer svona fimm til sex túra á ári, þannig að það eru jafn- margar ferðir til Svíþjóðar.“ Hann sagði að þetta væri ekkert erfiðara en að fara beint í land og bætti því við, að hann hefði áður verið á skipi sem landaði í Kanada og því nokkru styttra að fara heim núna og hann væri því öllu vanur. Bjarki sagði að nokkuð væri um það að íslenskir sjómenn byggju erlendis en væru á skipum sem lönduðu á Íslandi: „Við erum nokkrir sem búum á Norðurlönd- unum. Margir sem fylgja maka í nám og svo ílengist fólk. Það skiptir litlu máli, þegar þú ert 30– 40 daga úti í einu, hvar þú býrð, hvort sem þú þarft að koma þér til Reykjavíkur til Kaupmannahafnar eða norður í land,“ sagði Bjarki og bætti því við að það væri ekki mik- ill munur á verði þegar fljúga ætti til Kaupmannahafnar eða til Húsa- víkur: „Það þarf að fljúga til Ak- ureyrar frá Reykjavík og síðan taka rútu til Húsavíkur, það kost- ar oft minna að fljúga með Iceland Express til Kaupmannahafnar.“ Aðspurður hvort þau hjónin ætl- uðu að halda þessu fyrirkomulagi áfram sagði Bjarki að ekkert liti út fyrir að þetta væri að breytast. Um það hvort hugurinn leitaði heim sagði hann: „Já og nei, það eru bæði kostir og gallar og síðan þarf maður bara að gera þetta upp við sig.“ Spurður um lífið í Svíþjóð sagði hann það gott: „Það er bara gott, hlýtt. Mikill munur á veðr- áttu og verðlagi.“ Flýgur fram og til baka í hverri viku Sólveig Hafsteinsdóttir barna- læknir hefur undanfarin ár starfað sem barnalæknir í Lundi í Svíþjóð en kemur ætíð heim til fjölskyld- unnar um helgar. Hún segist starfa í Svíþjóð vegna þess að hún fái ekki slíka sérhæfingu hér á landi: „Ég er að sérhæfa mig í krabbameinslækningum barna, en ég er búin að vera erlendis nú í fimm og hálft ár,“ segir Sólveig en hún flutti út í byrjun ársins 2001 og þá hafi fjölskyldan búið á Ís- landi. Hún hafi þá verið í mánuð í burtu og komið heim í tvær vikur og synir hennar komið í heimsókn um sumarið. Fjölskyldan hafi svo flutt út í rúmt ár frá 2002 til 2003 en þá hafi fjölskyldan komið heim og hún starfað sem sérfræðingur á Ísland til ársins 2004 þegar hún flutti aftur út og hefur verið þar síðan. Hún segist koma heim allar helgar: „Ég flýg út á sunnudögum og kem heim á fimmtudags- kvöldum,“ og segir hún þetta vera töluvert ferðalag: „Ég flýg til Kaupmannahafnar, fer í lest til Malmö og þaðan með lest til Lundar,“ og segist hún vera komin heim til sín þar um hálfellefu á sunnudagskvöldi. Þrátt fyrir þetta ferðalag segir hún þetta vera ein- falt líf en þreytandi: „Maður bara skiptir um gír og sættir sig við þetta. Ég geri þetta fyrir strákana heima, ég á einn 10 ára auk þess sem ég á annan sem er í mennta- skóla en sá elsti er í háskólanámi í Kaupmannahöfn,“ en eiginmaður hennar býr hér ásamt tveimur yngstu sonum þeirra. Aðspurð hvaða áhrif þetta hafi á syni hennar segir hún þá ekki þekkja neitt annað: „Synir mínir þekkja ekki neitt annað. Ég vann mikið þegar ég bjó heima. Pabbi þeirra sinnir þeim að mestu en þegar ég er heima þá er ég heima. Ég las annars staðar en ekki heima og hef haldið því.“ Sólveig segist þekkja til fleiri Íslendinga sem búa við sömu að- stæður en þeir fljúgi ekki jafn títt á milli og hún gerir. Einnig sé mikið um að fólk sem fylgi útrás íslenskra fyrirtækja ferðist á milli auk þess sem íslenskir lögfræð- ingar starfi á Íslandi en búi í Sví- þjóð og eigi sænskan maka og seg- ist hún hafa tekið eftir því að þessu fólki hafi fjölgað mikið á síð- ustu þremur árum. Sólveig segist myndu vilja starfa hér á landi ef það stæði til boða: „Já ég kem heim seint í haust og þá er ég búin að vera sex ár í mínu sérnámi og þá er ég að vona að kraftar mínir nýtist hér,“ sagði Sólveig og jafnframt að hún myndi ekki vilja halda þessu fyr- irkomulagi áfram til frambúðar og hún hlakki mikið til að geta komið og búið með fjölskyldu sinni. Nokkur fjöldi Íslendinga býr í öðru landi en fólkið starfar í og virðist þessi hópur fara stækkandi Flýgur heim frá Svíþjóð einu sinni í viku hverri Morgunblaðið/Eggert Sólveig Hafsteinsdóttir er í Svíþjóð á virkum dögum en á Íslandi með fjölskyldunni um helgar. Ljósmynd/Óli Arnar Brynjarsson Tveir skipverjar á Málmey SK 1 frá Sauðárkróki búa erlendis. Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.