Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KAMBUR VIÐ KOLKUÓS Fornleifauppgröftur við Kolkuós í Skagafirði hefur leitt ýmislegt í ljós. Í vikunni fannst annars vegar kamb- ur úr beini frá 13. öld og hins vegar akkeri í neðansjávarrannsóknum á svæðinu. Kamburinn er að líkindum innfluttur. Akkerinu verður lyft af sjávarbotni á mánudag og rann- sakað nánar. Meðal gripa sem fund- ist hafa við Kolkuós eru keramik, pottar og hnífur úr járni, silfurpen- ingur frá 12. öld, bein smáhunda og kjarni úr plómu. Beiðni Sþ synjað Stjórnvöld í Ísrael synjuðu í gær beiðni Sameinuðu þjóðanna um þriggja daga vopnahlé til að hægt yrði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra Líbana á átakasvæð- unum. Ísraelar sögðust þegar hafa samþykkt beiðni Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að sjá til þess að flutningaleið yrði haldið opinni til að hægt yrði að koma hjálpargögnum á átakasvæðin, flytja þaðan sært fólk, börn og aldr- aða. Yfir 750.000 Líbanar hafa flúið heimili sín vegna árása Ísraelshers. Vilja meira íslenskt efni Samhliða setningu nýrra laga um RÚV hf. verða sett fram töluleg markmið um eflingu íslenskrar dag- skrárgerðar, í samningi milli RÚV og menntamálaráðuneytis. Íranar fá frest til ágústloka Ríkin fimm, sem eru með neit- unarvald í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, hafa náð samkomulagi um ályktun þar sem stjórnvöldum í Íran er veittur frestur til loka ágústmán- aðar til að hætta auðgun úrans, ella íhugi ráðið að grípa til refsiaðgerða gegn þeim. Fulltrúar allra aðild- arríkjanna fimmtán fengu drög að ályktun í fyrrakvöld og líklegt er að hún verði samþykkt á næstu dögum. Rússar og Kínverjar fengu því fram- gengt að orðalag textans er mildara en í fyrri drögum þar sem gert var ráð fyrir tafarlausum refsiaðgerðum verði Íranar ekki við kröfunni um að hætta auðgun úrans sem hægt væri að nota í kjarnavopn. Þróar kortaþjónustu Google Guðmundur Hafsteinsson vinnur hjá 8.000 manna stórfyrirtækinu Go- ogle en segir að andinn sé eins og í litlu fyrirtæki. Hann hefur und- anfarið ár unnið að því að gera kort og gervihnattamyndir fyrirtækisins aðgengileg í farsímum. Hægt er að sjá umferðarþunga hraðbrauta í Bandaríkjunum með þessari tækni. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 32 Fréttaskýring 8 Auðlesið efni 39 Hugsað upphátt 25 Myndasögur 40 Menning 44/49 Dagbók 40/43 Sjónspegill 24 Víkverji 40 Forystugrein 26 Staður&stund 43 Reykjavíkurbréf 26 Bíó 46/48 Umræðan 28/32 Sjónvarp 50 Bréf 32 Staksteinar 51 Minningar 33/37 Veður 51 * * * Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jó- hann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jóns- dóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is YFIRDÝRALÆKNIR telur að menn ættu að þurfa sérstakt leyfi til að mega halda búfé. Nautgriparækt er háð leyfum og þykir auðveldara að bregðast við vanrækslu nautgripa en vanhirðu dýra eins og hrossa og sauð- fjár sem ekki er skylt að hafa leyfi fyrir. Í ársskýrslu yfirdýralæknis fyrir árið 2005 kemur fram að starfsmenn embættisins hafi þurft að hafa af- skipti af dýraverndarmálum líkt og oft áður. Halldór Runólfsson yfir- dýralæknir segir að erfitt sé að segja til um hvort fjölgun eða fækkun hafi orðið á tilfellum sem þessum en þau komi þó alltaf upp. Flest snúist um vanfóðrun og vanrækslu sauðfjár og hrossa en nokkur vegna nautgripa. „Þetta eru sem betur fer fá tilfelli og í langflestum tilfellum er búfjárhald í góðu lagi. Hvert tilfelli um vanrækslu er samt einu of mikið,“ segir Halldór. Í ársskýrslu embættisins kemur fram að héraðsdýralæknar telji að mikil þörf sé á að leyfisskylda búfjárhald og að slík leyfi yrðu háð ýmsum skilyrð- um sem vörðuðu aðbúnað og dýra- vernd. Nautgriparækt er leyfisskyld og segir Halldór að mun auðveldara sé að grípa inn í komi upp tilfelli um van- rækslu þeirra. „Yfirleitt hefur það þá ekki gengið það langt að menn séu sviptir leyfum. Menn hafa bætt að- búnað og farið eftir kröfum en í ein- stökum tilfellum hefur dýrum verið lógað.“ Mjög flókið geti verið að taka á málum sem þessum út frá dýra- verndunarlögum og búfjárhaldslög- um og auðveldara væri að bregðast við ef dýrahald væri háð leyfi. Fyrst og fremst mætti þó koma í veg fyrir að vandamál er vörðuðu vanrækslu dýra kæmu upp. Sjá mætti fyrirfram hvort aðbúnaður væri ófullnægjandi. Aðspurður hvort hann muni beita sér fyrir því að lögum verði breytt á þennan hátt segir Halldór að hann hafi bent á þessi atriði en samkomu- lag ekki náðst um hvað gera skyldi. Hrossa- og sauðfjár- hald verði leyfisskylt Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is FERNT var flutt á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í fyrrinótt eftir árekstur á Álftanes- vegi við Bessastaðaafleggjarann. Ökumaður annars bílsins virti ekki biðskyldu og beygði í veg fyrir þann sem á móti kom. Fjórir voru í bílunum tveimur og hlutu allir hrufl og meiðsl, að sögn lögreglu, og einn hlaut nokkur beinbrot en er ekki í lífshættu. Beita þurfti klippum á annan bílinn til að ná fólki út. Harður árekstur á Álftanesvegi Í SÍÐUSTU viku var merktur 5.000 fuglinn frá því að undirbúningur að stofnun Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands hófst árið 2003. Ár- ið 2003 var 151 fugl merktur og 2004 voru merktir 88 fuglar eða samtals 239 fuglar fyrir stofnun stöðvarinnar. Af þeim tegundum sem mest hefur verið merkt af eru 2.768 skógarþrestir, 966 kríur, 700 þúfutittlingar, 94 maríuerlur og 92 steindeplar en alls hafa 38 tegundir verið merktar. Þetta kemur fram á vefnum www.fuglar.is. Flestir fuglarnir hafa komið í net í Einarslundi sem er trjálundur sem Félag fuglaáhugamanna á Hornafirði hefur fengið til umráða. Hafa merkt 5.000 fugla 21 ÁRS ökumaður var aðfaranótt laugardags sviptur ökuleyfi til bráðabirgða eftir að lögreglumenn höfðu mælt bifreið hans á 168 km hraða á Strandarheiði á Reykjanes- braut, en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km. Að sögn lögreglunnar í Keflavík má ökumaðurinn búast við þriggja mánaða ökuleyfissviptingu auk hárrar sektar. Þá var ölvaður og æstur tvítugur karlmaður handtekinn í miðbæ Reykjanesbæjar snemma á laug- ardagsmorgun eftir að lögregla hafði fengið ábendingu um að hann hefði þá rétt áður brotið rúðu í símaklefa. Maðurinn var færður í fangageymslur og stóð til að taka af honum skýrslu þegar áfeng- isvíman rynni af honum. Á 168 km hraða á Strandarheiði MIKILLAR óánægju gætir meðal vagnstjóra Strætós vegna þess vaktakerfis sem þeir aka eftir og fyr- irhugaðra breytinga á því. Að sögn Guðmundar Jónssonar vagnstjóra hafa yfir 30 vagnstjórar Strætós sagt upp störfum undanfarið og segir hann að leggja hafi þurft niður leið S5 þess vegna, ekki vegna þess að sparnaðar hafi verið þörf. Hann segir stjórnendur Strætós skapa mannekl- una, menn séu að hætta og fara í lægra launuð störf vegna þess að þeir hafi fengið sig fullsadda á vaktakerf- inu. Guðmundur segir akstursleiðir misjafnar, á sumum leiðum séu góð hlé en aðrar leiðir séu mjög strembn- ar og þá fái menn ekki hlé til að rétta úr sér, hvað þá fara á klósettið á álagstímum. Þá sé sá aðbúnaður sem vagnstjórum er búinn í Nauthólsvík og Mosfellsbæ með ótrúlegasta hætti en þar þjóna gámar hlutverki kaffi- stofu. Þar er t.d. ekkert heitt vatn að finna. Í kjölfar nýs leiðakerfis Strætós sem tekið var upp fyrir um ári og óánægju með nýtt vaktakerfi þá var að sögn Guðmundar gert bráða- birgðasamkomulag um að það vakta- kerfi fengi að haldast en nú hafi það verið endurskoðað og taki nýtt vakta- kerfi gildi 20. ágúst næstkomandi, um leið og endurskoðað leiðakerfi verður tekið upp þar sem hætt verð- ur að keyra stofnleiðir á 10 mínútna fresti á álagstímum yfir vetrartím- ann. „Það vaktakerfi er hreinasta hörmung. Sumir þora ekki að segja það en menn eru að skila inn vakta- möppunum og mótmæla kerfinu þannig. Það sem við sjáum er að menn byrja um tvöleytið og vinna til miðnættis, í stað þess að byrja klukk- an sex og vinna til miðnættis. Í raun- inni er það uppsögn að koma með nýtt vaktakerfi, margir fengu aðeins dagvaktir og það þýðir 30–40% kaup- lækkun hjá þeim,“ segir Guðmundur og bætir við að með þessu sé verið að nýta mannskapinn sem sé þá farinn að vinna eins og vélmenni. Aukin veikindi Hann segir ástæðuna fyrir því að ekki sé búið að leggja niður fleiri leið- ir þá að sumir vagnstjórar keyri allan ársins hring og svo aukalega í fríum. Þá segir Guðmundur marga vagn- stjóra vinna í sumarfríinu, sem sé kolólöglegt. „Það eru mikil veikindi í kringum þetta, menn eru farnir í baki og fót- um á þessu og veikindin hafa aukist mjög mikið. En margir vagnstjórar þora ekki að tjá sig, ég skil það vel, þeir eru komnir á efri árin og vilja hætta en óttast að þeir fái ekkert annað, þeir taka þessu því bara eins og hverju öðru hundsbiti.“ Guðmundur segir það mjög gaman að keyra strætó og hann hafi kynnst mörgu fólki. En þegar þreytan sé far- in að segja til sín þá sé erfitt að hafa gaman af akstrinum. Þá segir hann vagnstjóra mjög hneykslaða á stjórnarformanni Strætós, sem hafi játað það í Kast- ljósi fyrir framan alþjóð að hann tæki aldrei Strætó. „Þetta er eins og að reka hótel og kanna aldrei aðstæður á hótelinu eða þjónustuna. Jafnvel verslunarstjórar labba um verslanir og athuga hvort það sé ekki vel raðað í hillurnar.“ Morgunblaðið/Kristinn Vagnstjórar hafa fengið sig fullsadda á vaktakerfinu Segir leið S5 lagða niður vegna þess að yfir 30 vagnstjórar sögðu upp störfum Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is ÞAÐ var hart barist á strand- handboltamótinu sem fór fram í Nauthólsvík í gær en þar öttu bæði stúlkur og piltar kappi í sandinum. Alls mættu sextán lið til leiks, þar á meðal fornfræg félög á borð við FH og Fram, sem og minna þekkt félög líkt og Sólstrandagæjarnir og Bor- is. Þá mættu liðsmenn Uppgjafar vígreifir á vettvang en þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort gengi þeirra hafi verið í samræmi við nafngiftina. Á myndinni má sjá stúlkurnar í HK í leik gegn pilt- unum í World Class. Morgunblaðið/Eggert Handbolti á ströndinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.