Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fyrstu lýðræðislegu kosning-arnar í rúm 45 ár fara framí Lýðræðislega lýðveldinuKongó í dag. Kongó er ummargt merkilegt land. t.d. rennur fimmta stærsta á veraldar þar í gegn og þar er einn stærsti regn- skógur heims. Landið sjálft er eitt það gjöfulasta í heiminum, með dem- anta, gull, kóbalt, úraníum, kaffi, gúmmí, kopar og olíu innan landa- mæra sinna. Þrátt fyrir þetta er það nánast á sama stigi og það var fyrir 46 árum. Ráðamenn landsins hafa iðulega farið með auðlindirnar sem sínar eigin og þjóðin hefur lítið sem ekkert notið góðs af. Kongó hefur upplifað sinn skerf af styrjöldum og milljónir hafa látið lífið í þeim og vegna atburða þeim tengd- um. Fjölmennasta friðargæslulið heims er sem stendur að störfum í Kongó og verður þar væntanlega næstu árin á meðan nýkjörinn forseti og þing stilla saman strengi sína, koma á fót starfhæfum ríkisstofnun- um og endurvekja traust almennings á ríkinu. Til merkis um hversu mikið starf nýja stjórnin á fyrir höndum má nefna að engir vegir eru á milli vest- ur- og austurhluta landsins en flogið er á þyrlum með kjörseðla á ákveðna staði. Í raun veit enginn hversu margir landsmenn eru – allt að sex milljónum munar á talningum banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, og Sameinuðu þjóðanna. Heimsstyrjöld Afríku Upphaf þessa tímabils, sem hefur einkennst af óeirðum, uppreisnum og borgarastyrjöldum og lýkur vonandi formlega með þessum kosningum, má rekja aftur til ársins 1994 þegar þjóðarmorð voru framin í Rúanda, nágrannaríki Kongó. Það varð til þess að þeir herskáu hópar Hutu- manna, sem höfðu drepið nærri 800 þúsund Tútsa og hófsama Hutu- menn, fóru yfir landamærin til Kongó. Næstu árin stóðu svo herskáu Kongó á krossgötum hóparnir fyrir árásum á Tútsa og hóf- sama Hutu-menn á landamærasvæð- um Kongó og Rúanda. Árið 1997 ákváðu stjórnvöld í Rú- anda að ráða niðurlögum þeirra og fór með her sinn yfir í Kongó. Úg- anda tók þá við sér og bætti sínum herjum inn í hópinn og Laurent Ka- bila, lærlingur Che Guevara og at- vinnuuppreisnarmaður, leiddi innrás- arherinn frá austurhluta landsins. Þessi her, sem naut alþjóðlegrar vel- vildar, var samansettur úr tveimur uppreisnarhreyfingum; Samtökum um lýðræði í Kongó sem Rúanda studdi og Frelsishreyfingu Kongó sem Úganda studdi. Hann komst til valda án þess að finna nokkurn tíma fyrir verulegri mótspyrnu. Mobutu, fullu nafni Mobutu Sese Seko Kuku Ngbendu Wa Za Banga (áður Joseph Desiré Mobutu), þáverandi einræðis- herra Kongó, komst undan við illan leik og fékk hæli í Marokkó en lést þar fjórum mánuðum síðar vegna krabbameins. Til merkis um álit Mo- butu á sjálfum sér er gaman að segja frá því að stundum hefur nafnið sem hann tók upp ekki löngu eftir valda- töku sína verið þýtt sem „haninn sem lætur enga hænu ósnerta“. Kabila tók strax við völdum og var tekið sem frelsara fólksins. Brátt kom þó í ljós að hann var engu betri en Mobutu hafði verið. Margt var sagt og ýmis loforð gefin en allt fór það sömu leið og áður – peningarnir og auðlindirnar rötuðu í vasa hinnar ráðandi hástéttar. Kabila lét líka vera að reka þá Hutu-hermenn, sem stjórnvöld í Rúanda höfðu ætlað sér að útrýma, úr landi og bauð þá vel- komna í herinn. Ári seinna var stjórnvöldum í Rú- anda og Úganda nóg boðið og réðust þau því aftur inn í landið en nú í þeim tilgangi að knésetja leiðtogann sem þau höfðu komið til valda. Kabila lét sér ekki segjast og fékk Angóla, Sim- babve og Namibíu með sér í lið og næstu fimm árin ríkti stríðsástand í Kongó – ástand sem stundum hefur verið kallað „heimsstyrjöld Afríku“ og varð til þess að milljónir létu lífið. Árið 1999 var friðarsamkomulag undirritað en bardagar héldu áfram, með hléum, til 2003. Laurent Kabila var síðan myrtur árið 2001 og sonur hans, Joseph Kabila, tók við völdum. Hann náði að semja við stjórnvöld í Rúanda um brottför setuliðs þeirra frá austurhluta Kongó árið 2002 og í lok ársins var friðarsáttmáli undirrit- aður af öllum fylkingum. Samkvæmt sáttmálanum átti að koma á fót millibilsstjórn sem stefndi að því að koma á fót fjölflokka lýð- ræðiskerfi í landinu undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna. Joseph Kabila var þá settur forseti og tilnefndir voru fjórir varaforsetar, úr röðum uppreisnarmanna, stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Í lok síðasta árs, 2005, voru haldn- ar kosningar um nýja stjórnarskrá sem var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Nýja stjórnarskráin kvað á um að koma ætti á fót fjölflokka- lýðræði og kjósa forseta og þing næsta ár á eftir. Þær kosningar standa yfir í dag. Frjálsar og sanngjarnar kosningar? Frá því að ákveðið var að efna til kosninga hafa sumir flokkar og upp- reisnarhreyfingar ákveðið að snið- ganga þær. Helsti stjórnarandstöðu- leiðtogi í Kongó, Etienne Tshisekedi, hefur skorað á flokksmenn sína og beðið þá að virða kosningarnar að vettugi. Tshisekedi og stuðnings- menn hans hafa sakað núverandi stjórn um að ætla sér að svíkja kjós- endur og tryggja sér sigur með rúm- lega fimm milljón aukakjörseðlum sem voru prentaðir og eru í vörslu stjórnvalda. Kabila hefur aftur á móti komið fram og sagt að þessir auka- kjörseðlar hafi verið prentaðir til að hægt væri að hafa þá til taks ef ein- hverjir kjörseðlar týndust fyrir kosn- ingar. Annað sem kemur sér illa fyrir kosningarnar er að sumir hlutar AP Stuðningsmenn Tshisekedis brenna kosningaáróðursspjald Kabilas á fjöldafundi í höfuðborginni Kinshasa í vikunni. landsins geta vart talist öruggir. Í hinu uppreisnargjarna og auðlinda- ríka austri landsins ganga uppreisn- arhópar enn lausir þrátt fyrir að áætlanir séu í gangi um að afvopna þá. Sumir vilja einnig meina að her- menn í her Kongó séu valdir að ýms- um ofbeldisverkum á svæðinu og Sameinuðu þjóðirnar hafa farið fram á að kongóski herinn verði skikkaður til þess að dvelja í herstöðvum sínum á meðan kosningarnar standa yfir. Í austrinu þarf fólk enn að flýja heimili sín og þurfa væntanlega margir að kjósa undir verndarvæng friðargæsluliðs Sameinuðu þjóðanna. Einnig hefur verið bent á að kosning- arnar geti hrint af stað öldu ofbeldis þar sem sumum ættbálkum finnist þeir vera að fá minna en þeir eiga rétt á. Menntamenn hafa einnig bent á að erfitt sé að koma á lýðræði vegna spillingararfleifðar fyrrum ráða- manna í Kongó og þeirrar venju þeirra að veita eigin ættbálkum stærri hlutverk í stjórnmálum og nær útiloka aðra ættbálka frá hvers kyns starfi fyrir stjórnvöld. Sem stendur hafa frambjóðendur ekki beðið sér- staklega um stuðning ættbálka sinna umfram stuðning annarra en sú hætta er ávallt fyrir hendi þar sem það var iðulega gert fyrr á tímum. Í þriðja lagi gæti það leitt til erf- iðleika eftir kosningarnar að Joseph Kabila, núverandi forseti landsins og líklegasti sigurvegari kosninganna í dag, er af mörgum landsmönnum ekki talinn vera frá Kongó. Móðir hans er frá Rúanda, hann ólst upp í útlegð í Tansaníu ásamt fjölskyldu sinni og kom ekki til landsins fyrr en hann gerðist herforingi í uppreisnar- her föður síns, Laurents Kabila. Þessi atriði, auk þeirrar staðreyndar að hann talar ekki lingala, hið óop- inbera tungumál Kongó, gætu orðið til þess að handstæðingar hans flétti þóðernisstefnu og útlendingahatur inn í kosningaáróður sinn. Að lokum er rétt að nefna að ýmsir andstæðingar Kabila hafa bent á að tíminn til kosningabaráttu sé frekar knappur og þar sem hann stjórni rík- isfjölmiðlum hafi hann ósanngjarnan forgang að sjónvarpi og dagblöðum. Loksins land fólksins? Ef kosningarnar og stjórnarskipt- in ganga betur fyrir sig en þau hafa gert undanfarna áratugi er augljóst að þetta verður mikill sigur fyrir fólk- ið í landinu og lýðræðisfrömuði hvar- vetna í heiminum. Þjóð sem hefur undantekningarlaust sætt hverskyns ofbeldi og kúgunum ráðamanna allt frá stofnun landsins árið 1885 til árs- ins 2003 – með hléum þó – ætti sam- kvæmt öllu ekki að vera mjög líkleg til þess að bera þá kosti sem þykja nauðsynlegir nútíma fjölflokka lýð- ræðisríkjum. Stjórnarhættirnir sem tíðkuðust í Kongó eiga það nefnilega sameiginlegt að þeir draga úr þeim þáttum sem þykja nauðsynlegir fyrir lýðræði, til dæmis trausti og virðingu fyrir lögunum. Ráðamenn landsins hafa aldrei borið virðingu fyrir lög- unum og hafa Mobutu og Kabila not- að spillingu til að stjórna landinu. Persónustjórnmál réðu ríkjum og þeir höfðu hendur í öllu sem gerðist – almenningur réði engu. Og til að draga enn frekar úr vilja og þreki al- mennings til að blanda sér í stjórnmál þá höfðu erlend öfl gríðarleg áhrif á þróun mála í landinu. Belgía fyrst, þá Frakkland, Bandaríkin og ekki má gleyma Rúanda og Úganda. Jafnvel Che Guevara kom við sögu í Kongó. Samkvæmt öllu ætti Kongó að sitja sem fastast í spillingunni og eiga sér enga framtíðarvon en mannsandinn er ótrúlegt fyrirbæri. Kongóska þjóð- in hefur einsett sér að koma á fót ríki sem byggist á lögum og reglum sem ganga yfir alla sem einn. Það er eitt- hvað sem kongóska þjóðin hefur aldr- ei upplifað áður. Vonum bara að þeim takist ætlunarverk sitt. Þrátt fyrir að landið sé eitt það gjöfulasta í heiminum hafa íbúar Kongó búið við fátækt, stríðsáþján og spill- ingu stjórnvalda. Lítið hefur þokast í átt til framfara frá því að síðast var efnt til lýð- ræðislegra kosninga fyrir 45 árum. Jónas Haraldsson segir að kongóska þjóðin voni að eftir kosningarnar í dag verði komið á fót ríki sem byggist á lögum og reglu. Höfundur er nemi í afrískum fræðum við háskólann í Birmingham á Englandi. jonas@hotmail.is  Fólksfjöldi: 56 milljónir (Sam- einuðu þjóðirnar, 2005)  Höfuðborg: Kinshasa  Stærð: 2,34 milljónir ferkíló- metra (til samanburðar er Ísland um 103 þúsund ferkílómetrar)  Helstu tungumál: Franska, lingala, kiswahili, kikongo, tshi- luba  Helstu trúarbrögð: Kristni og íslam auk ýmissa afrískra trúar- bragða  Meðalárstekjur: Um 9000 ís- lenskar krónur (Alþjóðabankinn, 2006)  Meðallífslíkur: Karlar 50 ár, konur 53 ár (CIA Factbook, 20. júlí 2006)  Læsi 15 ára og eldri: 65% en er þó mismunandi eftir svæðum (CIA Factbook, 20. júlí 2006) stjórninni. Hann er fyrrum leiðtogi upp- reisnarmanna og er í forsvari fyrir samtök sín sem nefnast „Frelsishreyfing Kongó“. Stuðnings- menn hans koma úr norðvesturhluta Kongó en í borgara- styrjöldinni frá 1997 til 2002 studdi Úganda þessa hreyfingu. Bemba vill umbreyta ríkisstofnunum og bæta stjórnun þeirra.  Azarias Manywa Ruberwa, 42 ára. Ru- berwa er annar varaforseti úr millibils- stjórninni en hann er leiðtogi uppreisn- arhópsins „Samtök um lýðræði í Kongó“ sem var studdur af Rúanda í borgara- styrjöldinni frá 1997 til 2002. Ruberwa er lögfræðingur og er frá Suður-Kivu sem er í suðausturhluta Kongó. Hann er Frambjóðendur í for- setakosningunum eru 33 talsins. Þrír helstu frambjóðendur eru eft- irfarandi:  Joseph Kabila, 35 ára. Kabila er álitinn sigurstranglegasti frambjóðandinn. Þrátt fyrir að vera ekki uppalinn í Kongó er hann vel liðinn meðal almennings fyrir að hafa komið langþráðu friðarferli af stað. Helstu baráttumál hans verða að sameina landið eftir langa borgarastyrj- öld, endurbyggja innviði stjórnkerfisins og festa lýðræði í sessi. Hann leiðir sam- tök sem kallast „Samtök fyrir meirihluta forsetans“.  Jean-Pierre Bemba, 44 ára.Bemba er einn af fjórum varaforsetum í millibils- sagður bera sterkar taugar til Rúanda. Baráttumál hans eru þau sömu og Bembes, að betr- umbæta ríkisstofn- anir og taka upp betri stjórnarhætti.  Fleiri frambjóð- endur má nefna til sögunnar, eins og Nzanga Mobutu, son fyrrverandi einræðisherrans, Just- ine Kasavubu, dóttur fyrsta forseta sjálfstæðs Kongós, og Guy-Patrice Lum- umba, son fyrsta forsætisráðherra sjálf- stæðs Kongós. Frambjóðendur í þing- kosningunum sem fara fram samhliða forsetakosningunum eru alls 9.707 og bí- tast þeir um 500 sæti. Sumir hafa hins vegar ákveðið að taka ekki þátt í kosningunum. Etienne Tshisekedi, 74 ára, er formaður flokks- ins „Bandalag um lýðræði og félagslega framför“. Hann var kjörinn forseti lands- ins á svokallaðri full- veldisráðstefnu sem haldin var í Zaire ár- ið 1992 (þar sem nafni landsins var breytt í Lýðræðis- lega lýðveldið Kongó) en Mobutu tók völdin aftur nokkrum mánuðum síðar. Hann hefur verið í forystu stjórnarandstöðunnar í landinu allt frá upphafi níunda áratug- arins. Hann hefur sett sér og sínum flokksmönnum að sniðganga kosningarn- ar og er almennt talið að hann hefði orð- ið öflugasti keppinautur Josephs Kabila um forsetaembættið. Etienne Tshisekedi Azarias Manywa RuberwaJoseph Kabila Jean-Pierre Bemba Helstu forsetaframbjóðendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.