Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali HVERAGERÐI - SÆLUREITUR Vorum að fá í sölu einstaklega fallegt um 100 fm einbýlishús á einni hæð við Dynskóga í Hveragerði. Auk þess fylgir 29 fm geymsluskúr. Um er að ræða timburhús sem stendur í jaðri Hveragerðis. Mjög rólegt umhverfi. Glæsilegt útsýni yfir Hamarinn og gróðursvæði. Fallegar gönguleiðir. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og tvö rúmgóð herbergi (fjögur skv. teikningu). Stór timburverönd í garði og heitur pottur. Húsið stendur á 1.120 fm fallega ræktaðri lóð. 5828 Nánari upplýsingar veitir Magnea fasteignasali í síma 861 8511. Fallegar eignarlóðir nærri Laugarvatni Eignarlóðir í einkasölu á skipulögðu svæði nærri Laugarvatni á fallegum stað úr landi Leynis. Lóðirnar seljast með lögnum fyrir heitt og kalt vatn að byggingarstað og vegi að lóðarmörkum. Verð lóða kr. 300 pr. fermeter, auk tengigjalda. Sjá www.holl.is -sumarhús. Lúxusbyggð við Úlfljótsvatn Höfum í einkasölu stórar eignarlóðir við Úlfljótsvatn, sjá www.holl.is/lodir. Nokkrar lóðir enn óseldar. Syðri-Brú, Grímsnesi Höfum til sölu um 7.000 fermetra eignarlóð úr landi Syðri-Brúar. Verð 1,5 milljónir. Sjá www.holl.is - sumarhús. Sími 595 9000 Höfum til sölu landspildur og sumarbústaðalóðir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Upplýsingar hjá sölumanni bújarða. Óskum eftir greiðslumarki í mjólk og sauðfé fyrir ákveðna kaupendur, einnig bújörðum í fullum rekstri, svo og hlunnindajörðum hvers konar. Hafið samband við sölumann bújarða. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða. Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið. Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761. Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvals- þjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Hafið samband við sölumann í síma 896 4761. AÐ UNDANFÖRNU hefur með- al almennings verið óvenju lífleg umræða um vanda umferðarinnar, en stjórnmálamenn hafa lítt haft sig í frammi. Ríkisútvarpið Rás 2 kom með ágætan spjallþátt fyrir hlustendur sína varðandi umferð- armál, fólk fékk að hringja inn og ræða málefnin. Minnist ég þess að kona, líklega frá Blönduósi, taldi að ekki þyrfti síður að herða eftirlit með þeim sem eldri eru í umferðinni en yngsta fólkinu, hjá þeim eldri væri potturinn brot- inn. Ef til vill má segja að eftir höfðinu dansi limirnir. Ein blaðagrein bar yfirskriftina „Í bana- stuði á barnabótum“. Ég var svolítið hugsi yfir þessari grein, en höfundurinn vildi færa ökuleyfisaldur til 18 ára. Í sjálfu sér er það mikið athug- unarefni, en mér fannst unga fólkið lítillækkað með þessari viðmiðun um barnabæturnar og vildi höf- undur greinarinnar svipta 17 ára gamalt fólk heimild til að öðlast ökuleyfi á grunni laga um sjálfræði ungmenna, þegar þeim var breytt frá 16 ára aldri í 18. Flestum sem fylgdust með þess- ari lagabreytingu var ljóst að Al- þingi hafði allt önnur sjónarmið en vanda umferðarinnar til að hækka sjálfræðisaldurinn. Greinarhöf- undur spyr síðan í greininni: „er ekki rétt að forða raunverulegum barnabótaþegum frá banastuði?“ Hvenær verður spurt í blaðagrein hvort ekki sé rétt að forða raun- verulegum ellilífeyrisþegum frá banastuði? Ábyrgð og atvinnulíf ungs fólks Ísland nýtur sérstöðu ríkja í Vestur-Evrópu hvað varðar atvinnu fyrir ungt fólk. Þetta varð mér ljóst fyrir allmörgum árum, þegar ég sat ráðstefnu um vandamál ungs fólks í Strassborg í Frakklandi. Unga fólk- ið íslenska skar sig úr með atvinnu yfir sum- artímann, þá bæði undir og yfir 16 ára sjálfræðisaldri. Á þeim tíma var ég þess full- viss að við ættum að hækka ökuleyfisaldur í 18 ár, en eftir þessa ráðstefnu fór ég að hugsa málið með öðr- um hætti. Gríðarleg vandamál fylgdu unga fólkinu í nágrannaríkj- um okkar, sem hafði margt enga atvinnu öll sín skólaár. Á Íslandi tengjast atvinnumögu- leikar margra ungmenna ökurétt- indum við 17 ára aldur. Þetta unga fólk gengur fullt ábyrgðar inn í um- ferðina og til starfa fyrir þjóðfélag- ið og því er full alvara, það hefur stigið skrefin til framtíðarinnar. Í dag er ljóst að yngsta fólkið í umferðinni hefur bætt sig verulega í umferðaróhöppum skv. upplýs- ingum tryggingafélaga. Þessu má m.a. þakka hertum kröfum varð- andi ökukennslu og ökuskóla, sér- stök námskeið hjá tryggingafélög- unum, hertum prófkröfum og vandvirkum prófdómurum hjá Frumherja, punktakerfi í ökufer- ilsskrá, harðari kröfur gagnvart endurnýjun til fullnaðaröku- skírteinis, þar með akstursmat. Eftir áratuga samdrátt lögreglu- eftirlits með umferð hefur eftirlit verið aukið. Eftir stendur að um- ferðarmenning Íslands er eftirbátur nágrannaríkja okkar, við þurfum að endurmennta alla ökumenn okkar með áróðri í sjónvarpsstöðvum samfara aukinni löggæslu. Hér er um að ræða margra ára hnignun, sem mætti ná upp á einu sumri með mikilli fræðslu og hertum að- gerðum. Þar mætti jafnvel njóta stafskrafta skólafólks. Samgöngu- ráðherra hefur nú í handraðanum ýmsar mjög athyglisverðar hug- myndir varðandi umferðarmál, sem eflaust eiga eftir að styrkja umferð- armenningu Íslands. Ég bið hugsandi fólk að styðja unga fólkið í þeirri stöðu sem það hefur. Einvígið á akbrautinni Gylfi Guðjónsson vill bæta umferðarmenninguna ’… við þurfum að end-urmennta alla ökumenn okkar með áróðri í sjón- varpsstöðvum samfara aukinni löggæslu. ‘ Gylfi Guðjónsson Höfundur er ökukennari og fv. lögreglumaður. ÉG er einn af þeim sem tel al- menningssamgöngur mjög mik- ilvæga þjónustu fyrir íbúa í Reykjavík. Sjálfsagt er ýmislegt sem mætti gera til að bæta þessa þjónustu, sumt tiltölulega einfalt, annað flóknara. Á árunum 1995– 2000 var ég einn af stjórnendum SVR (Strætisvagnar Reykjavíkur) og kynntist því þá hvað þessi starfsemi er í raun margbrotin og flókin. Það er mjög auðvelt að hafa skoðun á því hvernig best sé að reka almennings- samgöngur og margir eru tilbúnir að láta þá skoðun í ljósi. Fram- kvæmdin er hins vegar öllu erfiðari. Í umræðunni síðustu daga og vikur hafa ýmis sjónarmið komið fram um almenningssamgöngur. Sumt virðist réttmæt gagnrýni, annað misskilningur og enn annað sett fram af einhverskonar van- þekkingu. Ég vil því nota tækifær- ið hér til að draga fram nokkrar staðreyndir sem ég held að skipti máli þegar tekin er ákvörðun um með hvaða hætti almennings- samgöngur eiga að þróast í Reykjavík á næstu árum. Það notar þetta enginn! Er viðhorf sem er ótrúlega líf- seigt. Að sjálfögðu nota ekki allir strætó og vissulega mættu fleiri gera það. Eftir sem áður eru farn- ar allt að 30.000 ferðir hvern virk- an dag yfir vetrarmánuðina. SVR lét á sínum tíma kanna reglulega hlutfall þeirra sem nota strætó. Niðurstöður þeirra kannana sýndu að 20–25% íbúa í Reykjavík not- uðu strætó vikulega eða oftar. Þetta hlutfall var mun lægra í ná- grannasveitarfélögunum. Líklega snertir starfsemi Strætó bs. íbúa í Reykjavík mun meira en íbúa ann- arra sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Það er því mikilvægt að borgarfulltrúar hafi forystu um þróun almenningssamgangna í Reykjavík. Farþegum fækkar stöðugt! Það er rétt að farþegum hefur fækkað um 1–3% á ári frá því að Strætó bs. tók til starfa og að farþeg- ar með strætó eru mun færri í dag en árið 1970. En það hefur margt annað breyst frá árinu 1970. Þannig er kaupmáttur almenn- ings mun meiri nú en þá. Það hefur m.a. haft í för með sér að bílaeign er al- menn og gjarnan eru fleiri en einn bíll á hverju heimili. Að- gangur að bíl er algengasta ástæða þess að viðkomandi notar ekki strætó. Það er hins vegar ekki rétt að farþegum strætó hafi fækkað stöð- ugt frá 1970 því SVR tókst að fjölga farþegum um tæp 19% milli áranna 1992–1998 (sjá Árbók Reykjavíkur). Á þessu tímabili, sérstaklega seinni hluta þess, var markvisst stefnt að því að efla al- menningssamgöngur í Reykjavík. Til að mögulegt sé að efla al- menningssamgöngur þarf að gera margt rétt. Sumt er í höndum fyr- irtækisins, sumt í höndum sveit- arstjórnarmanna og enn annað í höndum Alþingis. Starfsemin þarf sterkt bakland í formi stuðnings eigenda, þ.e. sveitarstjórn- armanna. Eigendur þurfa að taka ákvörðun um að fjárfesta í al- menningssamgöngum þar sem lík- legt er að árangur náist. Ágætt er að hafa í huga að lífvænleiki al- menningssamgangna er því meiri sem þéttleiki byggðar er meiri. Það er því til umhugsunar hvort skerða eigi þjónustu í Árbæj- arhverfi, eins og nú hefur verið ákveðið, í ljósi þess að um er að ræða eitt þéttbýlasta svæði höf- uðborgarsvæðisins. Vilji menn skerða þjónustuna á annað borð ættu mörg önnur svæði að koma á undan því hverfi. Stuðningur rík- isins við almenningssamgöngur er afar takmarkaður og hefur svo verið árum saman. Það þarf að breytast. Framtíð Strætó bs. Fram hafa komið efasemdir um ágæti byggðasamlagsins um al- menningssamgöngur. Fyrir því má eflaust færa sterk rök með og á móti og afstaðan líklega ólík milli sveitarfélaga. Hugmyndin á bak við samstarfið er sú að notendur geti ferðast óhindrað um höf- uðborgarsvæðið í einu samræmdu leiðakerfi. Að þessu leytinu til er hugmyndin góð. Hún verður hins vegar ekki góð ef ekki ríkir fullur einhugur milli aðildarsveitarfélag- ana um starfsemina. Þá er líklega betur heima setið en af stað farið. Ef greiðslukerfið er samræmt má færa fyrir því rök að frekara sam- starf sé óþarft. Þá gæti hvert sveitarfélag boðið það þjón- ustustig sem það telur henta fyrir sig og sína. Það er mikilvægt fyrir íbúa í Reykjavík að í borginni séu öflug- ar almenningssamgöngur. Það getur verið að það sé ekki mik- ilvægt í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Sveit- arstjórnarmenn í Reykjavík verða því að koma sterkt að stefnumót- un í almenningssamgöngum. Ekki láta öðrum það eftir. Almenningssam- göngur í Reykjavík Þórhallur Guðlaugsson dregur fram staðreyndir um almenningssamgöngur ’Það er því til umhugs-unar hvort skerða eigi þjónustu í Árbæjarhverfi, eins og nú hefur verið ákveðið, í ljósi þess að um er að ræða eitt þéttbýl- asta svæði höfuðborg- arsvæðisins. ‘ Þórhallur Guðlaugsson Höfundur er dósent í viðskipta- og hagfræðideild HÍ og var áður stjórnandi hjá SVR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.