Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 44
HILDUR Bjarnadóttir er til- nefnd til Sjónlistarorðunnar 2006 fyrir yfirlitssýninguna Unraveled í Boise listasafninu í Idaho í Bandaríkjunum undir lok síðasta árs. Á sýningunni voru alls sautján verk af fjöl- breyttum toga, það elsta frá 1999 og svo verk unnin á tímabilinu fram til 2005. Hildur vinnur verk sín á ný- stárlegan hátt úr textíl sem er sagður ögra þeirri sýn konseptlista- manna að efnisleg útfærsla lista- verka sé aukaatriði. Strigaverk Hildar eru í rauninni án myndar en þess í stað er handverkið hið eig- inlega verk. Verkin eru í senn hand- vefnaður og málverk – „í striga fremur en á,“ eins og segir í umsögn dómnefndar Sjónlistar 2006. Málverk með aðferðum textíls „Sýningin kom til þannig að ég hélt einkasýningu í galleríi í Port- land í Bandaríkjunum árið 2003. Á þá sýningu kom fólk frá The Boise Art Museum sem í kjölfarið bauð mér að halda einkasýningu í safn- inu,“ segir Hildur um tildrög sýning- arinnar, en hún var búsett í Portland í um fjögur ár. „Galleríið í Portland sýnir mestmegnis málaralist og þar sem maður reynir alltaf að laga sig að aðstæðum – landi, rými og áhorf- endum – fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti talað til þessa áhorf- endahóps,“ segir hún og bætir hlæj- andi við að sá hópur sé með svona frekar íhaldssaman smekk. „Ég byrjaði því á þeim tímapunkti að vinna út frá málarastriganum, þar sem textíll og málverk í rauninni mætast. Ég fór að endurvinna text- ílhefðina inn í málaralistina. Síðan þá hefur það verið eitt af aðal- viðfangsefnunum í minni myndlist að kanna hvernig textíll birtist í myndlistinni og hvar málverkið og textíll mætast,“ upplýsir Hildur sem lítur á sig sem myndlistarmann sem leggur megináherslu á að skoða textílhefðina. „Ég geri textílinn að aðalatriði.“ Mörg af þeim verkum Hildar sem voru á yfirlitssýningunni sem til- nefningin nær til hverfast því um þessa hugmynd. „Ég pantaði til að mynda belgískan hör, sem þykir fínasti og besti hörinn fyr- ir málarastriga. Í stað þess að vefa hann, eins og oftast er gert í vél, þá heklaði ég hann saman í litla ferhyrninga. Þannig er myndin í rauninni inni í striga- efninu.“ Svipaða sögu er að segja um verkið Gingham þar sem Hild- ur hefur litað þræði úr belgíska hörinu með gulri, rauðri og grænni akrýlmálningu og ofið þá saman í þrjá mismunandi köflótta striga sem hún síðan strengir á blindramma. Þar er því um að ræða vefnað, sem er samt málverk. „Það hefur öll element málverks. Það má því segja að þetta séu málverk en al- gjörlega unnin með aðferðum text- íllistarinnar. Ég er því ansi nálægt því að mála án þess að mála.“ Heimspekileg nálgun á listinni Meðal þess sem kemur fram í um- sögn dómnefndar er að Hildur taki málverkið sérstaklega fyrir og af- byggi hugmyndir okkar um gildi þess. Hún nýti handverkskunnáttu sína „til heimspekilegrar nálgunar á listinni“ með aðferðum sem hljóti enn víðfeðmari tilvísun þegar haft er í huga að þær byggjast á kvenlegri handverkshefð. Með þessari aðferð er hún einnig sögð setja spurning- armerki við réttmæti aðgreiningar á milli hálistar og láglistar með því að taka hannyrðir með sér inn í heim myndlistarinnar. Hvatning til að takast á við stór verkefni Um tilnefninguna til Sjónlist- arorðunnar segir Hildur að hún sé gífurleg hvatning, ekki síst þar sem hún sé fyrir sýningu í útlöndum. „Manni finnst maður oft svolítið einn í heiminum að sýna einhvers staðar í útlöndum. Það mætti til að mynda ekki nokkur maður sem ég persónu- lega þekkti á sýninguna. Tilnefn- ingin hvetur mann til að ferðast áfram um víðan völl og taka sér svona stór verkefni fyrir hendur.“ Hildur segir enga vöntun á góðum myndlistarmönnum á Íslandi en tel- ur að pottur sé víða brotinn í um- hverfi og aðbúnaði þeirra. „Í fyrsta lagi vantar að rétta hlut myndlist- armanna með listamannalaunum þannig að hann sé til jafns við aðrar listgreinar. Svo vantar fleiri gallerí og fleira fólk sem kaupir samtímalist þannig að það sé eitthvert framhald eftir listamannalaunin. Samt er margt gott í gangi. Það eru til dæmis alltaf að koma til betri styrkir sem gera myndlistarmönnum kleift að ferðast til útlanda. Sjálf er ég í út- hlutunarnefnd fyrir Mugg [sjóður á vegum menningarmálanefndar Reykjavíkur, Sambands íslenskra myndlistarmanna og Myndstefs] og ferðasjóð Muggs, og það er alveg rosalega inspírerandi að sjá allar umsóknirnar og hvað Íslendingar eru að gera í útlöndum. Íslensk myndlist á mikla möguleika en það þarf að halda áfram að styðja við hana og þá með myndarlegri hætti. Ég fékk til að mynda ferðastyrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar fyrir sýningunni í Boise og í sömu ferð gat ég sett upp sýningar í Kanada og Portland. Styrkveitingin gerði mér kleift að ferðast til og dvelja á öllum þessum stöðum.“ Iðin við sýningarhald Hildur er fædd í Reykjavík árið 1969. Hún stundaði myndlistarnám við textíldeild Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og framhaldsnám við Pratt Institute í New York í Bandaríkjunum sem hún lauk með MFA-gráðu árið 1997. Fyrstu einkasýningu sína hélt Hildur á Nýlistasafninu árið 1998 og hefur síðan þá haldið sjö einkasýn- ingar hérlendis og í Bandaríkjunum. Hún hefur einnig tekið þátt í á ann- an tug samsýninga á Íslandi, í Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, Svíþjóð, Noregi og Póllandi. Í byrjun þessa árs var haldin einka- sýning á verkum hennar í Pulliam Deffenbaugh galleríinu í Portland í Bandaríkjunum og síðar á árinu verður hún með tvær einkasýningar í Reykjavík, í galleríi i8 og í Safni, og eina í Salina í Kansas. Þá er ónefnd sýning á verkum tilnefndra lista- manna til Sjónlistarorðunnar 2006 í Listasafninu á Akureyri sem verður opnuð 26. ágúst. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Hildar í Nýlistasafninu við Laugaveg 26 sem ber heitið Fletir. Sjónlist | Hildur Bjarnadóttir er tilnefnd til Sjónlistarorðunnar 2006 Fer á bak við málverkið Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Verk Hildar eru í striga fremur en á, eftir því sem kemur fram í umsögn dómnefndar. Þar segir einnig að Hildur afbyggi hugmyndir okkar um gildi málverksins og nýti handverkskunnáttu sína til heimspekilegrar nálgunar. Morgunblaðið/Golli Um verk sín segir Hildur Bjarnadóttir að hún sé ansi nálægt því að mála án þess að mála. 44 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgrímskirkju 30. júlí kl. 20.00: Bine Bryndorf, organisti frá Kaupmannahöfn, leikur verk m.a. eftir Buxtehude, Couperin, Mozart og Holmboe. PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Leikstjóri: Peter Engkvist LEIKHÚSTILBOÐ Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði frá kr. 4300 - kr. 4800 Sýningar í júlí og ágúst Sun. 30 júlí kl. 15 örfá sæti laus Sun. 30. júlí kl. 20 örfá sæti laus Fös. 4. ágúst kl. 20 Lau. 5. ágúst kl. 20 Sun. 6. ágúst kl. 15 Sun. 6. ágúst kl. 20 Lau. 19. ágúst kl. 20 Sun. 20. ágúst kl. 15 Sun. 20 ágúst kl. 20 Fös. 25. ágúst kl. 20 Sun. 27. ágúst kl. 15 Sun. 27. ágúst kl. 20 Á STOFUTÓNLEIKUM á Gljúfra- steini í dag mun píanóleikarinn Jón Sigurðsson leika fyrir gesti á Steinway-flygilinn. Efnisskrá tón- leikanna er fjölbreytt og mun Jón leika verk eftir Mozart, Strauss, Bach og Rossi. Jón Sigurðsson hefur lokið meist- araprófi í píanóleik frá Arizona State University í Bandaríkjunum auk burtfarar- og píanókenn- araprófs frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 sem endranær og kostar 500 krón- ur inn. Stofutón- leikar á Gljúfrasteini Jón Sigurðsson píanóleikari. BOÐIÐ verður upp á leiðsögn um sýninguna Húsagerð höfuðstaðar, saga byggingartækninnar í Reykjavík 1840–1940 á Árbæjarsafni í dag. Iðn- aðarmenn verða á staðnum og spjalla við gesti; málari sýnir hvernig á að oðra hurð og bólstrari hvernig gert er við stól. Leiðsögn á Árbæjarsafni Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Iðnaðarmenn verða á Árbæjarsafni í dag og spjalla við gesti. SÝNINGUNNI „Kraftur heillar þjóðar“ lýkur í Gerðarsafni í dag en þar hefur verið tekið saman safn af verkum Jóhannesar S. Kjarvals sem eru í eigu Landsbankans. Klukkan 15 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna. Það er listfræðingurinn Aðalsteinn Ingólfsson sem mun leiða áhugasama gesti í allan sann- leik um verkin en síðasta sunnudag komu um 100 manns og hlýddu á það sem Aðalsteinn hefur fram að færa um Kjarval og list hans. Sýningin er opin frá 11–17 og er aðgangur ókeypis. Sýningarlok í Gerðarsafni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.