Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 205. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Þessi sjarm- erandi maður Vegferð söngvarans Morrissey sem er væntanlegur til landsins | 22 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Dekur í dagsins önn  Hversdagsleikinn gerður skemmtilegur  Gæsaveisla í Slóvakíu Atvinna | Fjölmörg spennandi störf í boði fyrir áhugasama einstaklinga 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 STJÓRNVÖLD í Ísrael synjuðu í gær beiðni Sameinuðu þjóðanna um þriggja daga vopnahlé til að hægt yrði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra Líbana. „Ísraelar geta ekki fallist á vopna- hlé vegna þess að hryðjuverkasam- tökin Hizbollah myndu notfæra sér það til að safna saman almennum borgurum og nota þá sem skildi á átakasvæðunum,“ sagði Gideon Meir, háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneyti Ísraels. Philippe Douste-Blazy, utanríkis- ráðherra Frakklands, gagnrýndi ákvörðun Ísraela og sagði vopnahlé nauðsynlegt til að koma nauðstödd- um Líbönum til hjálpar. Jan Egeland, sem samhæfir hjálp- arstarf Sameinuðu þjóðanna, hafði skorað á Ísraela og Hizbollah að gera hlé á hernaðinum í þrjá daga til að hægt yrði að koma hjálpargögn- um á átakasvæðin, flytja þaðan sært fólk, börn og aldraða. Yfir 750.000 Líbanar á flótta Meir sagði að Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, hefði þegar samþykkt í viðræðum við Condo- leezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að sjá til þess að flutningaleið yrði haldið opinni til að hægt yrði að flytja matvæli, lyf og önnur hjálpargögn til suðurhluta Líbanons. Rice fór til Ísraels í gær til að ræða við þarlenda ráðamenn um hjálparstarfið og leiðir til að koma á varanlegum friði milli Ísraela og Hizbollah. Yfir 750.000 Líbanar hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna árásanna sem her Ísraels hóf fyrir tæpum þremur vikum. Egeland segir að yfir 600 Líbanar hafi beðið bana í árásum Ísraelshers, þar af þriðjungurinn börn. Ísraelar synja beiðni SÞ um vopnahlé Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞESSIR golfarar voru meðal þeirra fyrstu til að hefja hringinn í gærmorgun. Nú stendur Íslands- mótið í höggleik yfir, en það fer í ár fram á Urriðavelli í Garðabæ. Mótið hefur aldrei verið haldið á þessum tiltölulega nýja velli sem sumir segja að sé fallegasti golf- völlur landsins. Í gær höfðu menn séð þar mink, tófu og rjúpu, allt í sama hringnum. Hafa mótshald- arar bryddað upp á þeirri nýjung að hafa sérstakt svæði fyrir áhorf- endur með veitingatjöldum og annarri aðstöðu. Morgunblaðið/Eggert Safna fuglum á Urriðavelli? VIÐ fornleifauppgröft við Kolku- ós nú í vikunni fundust annars vegar kambur, sem talinn er vera frá 13. öld, og hins vegar akkeri í neðansjávarrannsóknum á svæð- inu. Að sögn Ragnheiðar Trausta- dóttur, fornleifafræðings sem stýrir Hólarannsókninni og upp- greftrinum við Kolkuós, er kamb- urinn um 10 cm að lengd og 5–6 cm að breidd. „Þetta er bein- kambur, sennilega úr horni, og er hann festur saman með brons- nöglum. Út frá bæði jarðlögum, gerð kambsins og skreytingum tel ég að hann sé frá Sturlungatím- anum,“ segir Ragnheiður, en á kambinum eru tveir skrauthringir sem eru, að sögn Ragnheiðar, dæmigerðir fyrir víkingaöld og fram á miðaldir. Segir hún eftir að aldursgreina kambinn nánar. Aðspurð segir Ragnheiður kambinn afar vel með farinn þótt hann sé brotinn á öðrum end- anum. Öðrum megin er kamb- urinn með fína teina, en hinum megin með grófa teina. Að sögn Ragnheiðar er kamburinn að öll- um líkindum innfluttur, því flestir kambar sem fundist hafa hér- lendis eru úr hjartarhorni og koma frá Skandinavíu. Segir hún kambinn geta hjálpað til við að skýra tengslin við útlönd fyrr á öldum. Hvað akkerið varðar segir Ragnheiður ljóst að fundurinn nú staðfesti að bátar hafi legið sunn- an við Elínarhólma, en talið er að hólminn hafi jafnvel verið land- fastur á öldum áður og þá mynd- að gott skjól fyrir helstu vind- áttum og Kolkuós því verið kjörið skipalægi. Segir hún akkerið illa farið og járnið tært, sem þýði ým- ist að akkerið sé gamalt eða að járnið í því hafi verið lélegt. Akk- erinu verður lyft af sjávarbotni nk. mánudag og í framhaldinu rannsakað nánar. Margt býr í moldinni Að sögn Ragnheiðar hófst upp- gröfturinn við Kolkuós þetta sum- arið í vikubyrjun, en grafið hefur verið við Kolkuós síðan sumarið 2003. Aðspurð segir Ragnheiður talsvert af gripum hafa fundist við Kolkuós. „Þetta eru minjar allt frá landnámi fram á 14. öld, en á þeim tíma var Kolkuós aðal- höfnin í Skagafirðinum enda höfn biskupsstólsins,“ segir Ragnheið- ur og bendir á að Kolkuós sé ein af fáum höfnum sem komi fyrir í Landnámu, en Kolkuós er í um 16 km fjarlægð frá Hólum. Meðal þeirra gripa sem fundist hafa við Kolkuós má nefna keramik, járn- potta, járnhníf, silfurpening frá 12. öld, bein smáhunda og bein bæði sjófugla og hvala, sem og kjarna úr plómu. Allt er þetta, að sögn Ragnheiðar, til sýnis í Minjahúsinu á Sauðárkróki á sýn- ingu sem nefnist „Margt býr í moldinni“. Unnið í kapp við sjóinn Aðspurð segir Ragnheiður alls sextán manns koma að rannsókn- inni við Kolkuós núna, tólf manns grafi á landi, auk þess sem dansk- ir sérfræðingar og íslenskir kaf- arar leiti minja á sjávarbotni. Segir hún skilyrðin fyrir neð- ansjávarrannsókn ekki vera góð þar sem tvær jökulár renni þarna til sjávar og að þeim fylgi mikill framburður. Segir Ragnheiður að verið sé að grafa í a.m.k. fjórum húsum við ósinn, sem eru ein- hvers konar búðir sem notaðar voru yfir sumartímann. „Það má segja að við séum að vinna björg- unarrannsóknir áður en sjórinn tekur þetta,“ segir Ragnheiður og bendir á að nú þegar sé margt farið út í sjó og því fyrst og fremst minjar eftir frá 12. og 13. öld. „Það er mjög mikið glatað og við erum í raun á síðustu metr- unum áður en sjóinn étur sig að þeim minjum sem við erum nú að rannsaka,“ segir Ragnheiður. Kambur frá tímum Sturlunga Kamburinn sem fannst við Kolkuós er talinn vera frá 13. öld. Hann er með grófa teina öðrum megin og fína teina hinum megin og er sennilega úr horni. Ljósmynd/Erlendur Bogason Akkerinu verður lyft af sjávarbotni á morgun og í framhaldinu verður það rannsakað nánar. Fundurinn staðfestir að bátar hafi legið við Elínarhólma. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Kuala Lumpur. AFP. | Laganemum við há- skóla í Malasíu verður stungið í fangelsi til að þeir geti kynnst því af eigin raun hvernig það er að vera hegningarfangi. Lagadeild Íslamska heimsháskólans skipulagði námskeiðið. „Auk þess sem námskeiðið hjálpar nemendunum að setja sig í spor fanga veitir það þeim innsýn í eina af greinum dómskerfisins og sú þekk- ing er einkum nauðsynleg fyrir verðandi verjendur sakamanna,“ hafði dagblaðið The Star eftir námskeiðsstjóranum. Laganemarnir fá sömu meðferð í fang- elsinu og fangar sem bíða eftir hengingu eða húðstrýkingu, að sögn blaðsins. Laganemar læra á bak við lás og slá London. AP, AFP. | Kassagítar, sem Paul McCartney notaði þegar hann lærði fyrstu gripin, var seldur á uppboði í London í fyrrakvöld fyrir 330.000 pund, sem samsvarar tæpum 44 milljónum króna. Gítarinn var í eigu æskuvinar McCart- neys, Ians James, sem hyggst nota féð sér til lífsviðurværis í ellinni. McCartney lék á gít- arinn þegar hann fékk John Lennon til að leyfa sér að ganga í hljómsveitina The Quarrymen árið 1957. Craig Jackson, frá Palm Beach á Flór- ída, hreppti gítarinn. „Þetta er mjög mik- ilvægur þáttur í rokksögunni og ég er óumræðilega hamingjusamur maður í kvöld,“ sagði hann. „Án þessa gítars hefðu Bítlarnir ef til vill ekki orðið til.“ Fyrsti gítar Pauls McCartneys seldur Fyrsti gítarinn sem McCartney snerti. AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.