Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 17
koma inn á Netið á sérstakar síður klukku- tíma eftir að þeir eru sýndir í sjónvarpi í Bandaríkjunum og þá get ég horft á þá strax og þarf ekki að bíða eftir að þeir verði sýndir hér. Ég veit um fólk hérna á görð- unum sem á ekki einu sinni sjónvarp heldur halar öllu efni niður og horfir á í tölvunni, meira að segja barnaefni.“ Að hennar sögn er ekki bannað opinberlega að hala niður efni af Netinu en þó sé fylgst með notkun. „Skammturinn er held ég 1 GB á mán- uði. Ef það fer yfir það er lokað á þig tímabundið.“ Það er ekki nema von að námsmenn nýti sér þennan mögu- leika á ókeypis afþreyingu. „Þeir þættir sem ég næ mér alltaf í í hverri viku eru Desperate Housewives, LOST og Grey’s Anatomy. Svo hef ég líka núna verið að fylgjast með þætti sem hefur ekki verið sýndur hér sem heitir Conviction.“ Dreifing á sjónvarpsefni er sífellt að aukast því nýir þættir eru um leið gefnir út á mynddiskum og eldri þættir endurútgefnir. Fyrir stuttu voru sjónvarpsþættirnir Dallas gefn- ir út aftur og í Bandaríkjunum er stór markaður fyrir enn eldra efni, eins og til dæmis skemmtiþætti Lucille Ball frá sjötta áratugnum, I Love Lucy. DVD-væðingin er draumur sjónvarpsframleið- enda og neytendur virðast vera ánægðir. Á bresku Amazon- vefversluninni eru sjónvarps- þættir í sex af tíu efstu sætunum á lista yfir mest seldu mynddiskana. Aðsókn í kvikmyndahús fer minnk- andi vestanhafs og vilja margir um kenna, auk Netsins, betri og stærri sjón- vörpum og heimabíóum. Það kemur ekki á óvart að flestir mest seldu mynddiskanna hjá vefverslun Amazon eru bandarískir, enda er sjónvarpsiðnaðurinn þar í landi stóriðja. Að sama skapi er hefð fyrir vönd- uðu bresku efni og hafa þættir á borð við Little Britain, The Office og Doctor Who notið mikilla vinsælda í sjónvarpi og í DVD-útgáfum. Vinsældir samfelldrar frásagnar … Síðasti þáttur endaði alveg svakalega spennandi. Maður bara verður að sjá hvað gerist næst. Hverjir eru „the others“? … Þeir sem skrifa fyrir sjónvarp vestan hafs virðast vera búnir að fullkomna listina sem felst í því að laða áhorfendur að skjánum viku eftir viku. Ein ástæða þess að myndaflokkar eru svona vinsælir hér á landi og erlendis er sú að gert er ráð fyrir í frásögn þeirra að fylgst sé með í hverri viku. Bygging leikins sjónvarpsefnis samkvæmt bandarískri hefð er yfirleitt með tvennu sniði, eða það kallað sem er hér þættir og flokkar. Þessar venjur eru nú líka orðnar viðmiðið í alþjóðlegu samhengi. Þættir eru sjálfstæðir og ekki háðir þeim næsta á undan eða eftir. Það sem tengir þá er aðalsögupersónan og ákveðnar aðstæður sem alltaf eiga við. Í myndaflokki er hins vegar samfelld frásögn sem nær yfir eina þáttaröð eða jafnvel margar. Innan mynda- flokka eru sjálfstæðar sögur í hverjum þætti, en ekki er hægt að horfa á þættina í myndaflokki í handahófskenndri röð því uppbygging þeirra skiptir máli fyrir að- alfrásögnina. Einnig er gripið til spennu- endis til að halda áhorfendum spenntum og tryggja áframhaldandi áhorf. Í hverjum þætti myndaflokks eru afmarkaðar hlið- arsögur sem ná yfir einn þátt, en það er eft- ir sem áður aðalfrásögnin sem skiptir höf- uðmáli, sú tilfinning að áhorfandinn „missi úr“ ef einum þætti er sleppt úr. Í bókinni The Contemporary Television Series, sem gefin var út í Bretlandi á síð- asta ári, er líkum leitt að því að nýtt form sem nýtir sér þætti beggja sé stór hluti þessara miklu vinsælda. Nokkuð sem skil- greint er sem series/serial hybrid, eða sam- runi þátta- og myndaflokksfrásagnar. Áð- urnefndir gæðaflokkar eiga það sameiginlegt að notast við báðar þessar frá- sagnaraðferðir þátta og myndaflokka, það er, langar samfelldar frásagnir og styttri hliðarflækjur sem leystar eru með einum þætti. Með þessari aðferð geta framleið- endur notið kosta þess að þróa persónur með lengri söguþræði á meðan hver og einn þáttur hefur stutta sögu sem leyst er í lok- in. Þetta er eftirsóknarvert fyrir áhorf- endur sem og framleiðendur. Unglings- stúlkan Veronica Mars leysir eitt mál í hverjum þætti á meðan aðalleyndardóm- urinn er upplýstur í lok þáttaraðar. Lög- fræði- og læknaþættir eru líka góð dæmi. Í styttri þáttum, eins og grínþáttum, er líka í auknum mæli notuð sú frásagn- araðferð myndaflokka sem felst í samfelldri frásögn. Aðdáendur Friends fylgdust með sambandi Ross og Rachel þróast og sama má segja um persónur í Svona var það (That 70’s Show) og Will og Grace. Þetta form myndaflokka, löng og samfelld frá- sögn, getur boðið upp á breidd og heild sem erfiðara er að setja fram í kvikmynd. Sam- keppnin um áhorfendurna verður æ harðari því það er aldrei hörgull á framboði efnis. Valkostirnir á stöðvunum eru svo margir að mikilvægt er fyrir auglýsendur og framleið- endur að reyna að staðsetja markhópa sína með nákvæmni. Það er borðleggjandi að blönduð frásagnaraðferð þátta og mynda- flokka hefur í mörgum tilvikum verið svar- ið. Hollywood hefur fundið hina fullkomnu formúlu – að minnsta kosti út frá hagn- aðarsjónarmiði. Höfundur er með MA-próf í blaða- og fréttamennsku frá HÍ. Greinin er hluti af lokaverkefni hennar. Allir elska Raymond (Every- body loves Raymond). Lög og regla (Law & Order). Soprano. Undir grænni torfu (Six Feet Under). CSI Draumaverksmiðjurnar í Hollywood hafa lengi séð heiminum fyrir óendanlegu framboði á skemmtiefni og hafa ráðið ferðinni í vest- rænni poppmenn- ingu á sviði kvikmynda og sjónvarps. Klippt og skorið (Nip/ Tuck). Lífsháski (Lost). MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 17 Spaugstofan. Spurningaþátturinn Gettu betur. Aðþrengdar eiginkonur (Desperate Housewives). Idol-stjarnan Snorri Snorrason. Silvía Nótt í Evróvisjón - söngva- keppninni Hluti af teyminu á bakvið Stelpurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.