Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 15 SKRÁNING Á NÝJA NÁMSÖNN ER HAFIN Það er hópur valinkunna tónlistarmanna og söngvara sem sér um kennslu hjá Tónvinnsluskólanum. Hægt er að velja úr fjölbreyttum söngnámskeiðum og námskeiðum í gítarleik, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið Söngur og framkoma er í höndum Selmu Björnsdóttur. Þetta vinsæla námskeið sem nú er haldið í fjórða sinn, kemur inn á söng, framkomu og söng í hljóðveri. Námskeiðið hentar þeim vel sem hyggjast þreyta áheyrnarprufur fyrir söngleiki og sjónvarpsþætti á borð við Rock Star og Idol. Barna- og unglinganámskeiðið verður á sínum stað í Tónvinnsluskólanum en það hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir yngri kynslóðina þar sem upprennandi söngvarar fá leiðsögn frá Heiðu Ólafsdóttur. Ein ástsælasta söngkona landsins,Andrea Gylfadóttir, verður í annað sinn með námskeið í jazz og bluessöng. Þetta námskeið er fyrir lengra komna, t.d. fyrir þá sem hafa klárað “söngur og framkoma” eða samskonar námskeið, eða vilja gera alvöru úr söngkunnáttu sinni. Gítarleikarar njóta leiðsagnar frá Vigni Snæ Vigfússyni (Írafár) og Gunnari Þór Jónssyni (Sól Dögg) og fleirum. Byrjendur sem og lengra komnir njóta góðs af reynslu þessara manna en farið er yfir helstu atriði gítarleiks og nokkur þekktustu rokklög sögunnar tekin fyrir. FARÐU Á TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ SÖNG- OG GÍTARNÁM Skráningarsími: 534 9090 ’ Líbanskir ráðamenn við-urkenna að stjórnin sé í raun valdalaus andspænis Hizbollah.‘Ingibjörg Þórðardóttir, stríðsfréttamaður BBC í Líbanon í viðtali við Morgunblaðið. ’ Þetta er ein versta útkoma áæðarvarpi sem menn hafa séð hér síðan 1949. Varpið hefur ekki snjóað svona í kaf síðan þá.‘Atli Vigfússon, æðarbóndi á Laxamýri. Vætutíð, kuldakast vestanlands og sunnan og maíhretið á Norðurlandi hafa valdið æð- arbændum búsifjum ’ Sennilega á máltækið skjóttskipast veður í lofti hvergi jafn vel við og hér á Íslandi. Ekki að- eins er íslenska veðráttan sí- breytileg og kvik heldur eru vindar þjóðmálaumræðunnar álíka óútreikanlegir og þokan á Hellisheiði.‘Kristján Torfi Einarsson í Viðhorfspistli í Morgunblaðinu sem fjallar um hvernig efnahagsundrið Ísland varð allt í einu að hræddri þjóð. ’ Við erum fyrst og fremst í um-ferðarmálum. Það er sérsvið lög- reglumanna á mótorhjólum. Hjólin eru sýnilegri og menn eru meira á ferðinni.‘Árni Friðleifsson þættinum; Í vinnunni í Blaðinu. Árni hefur starfað 16 ár hjá um- ferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík. ’ Lögreglan kom upp á sviðið ímiðju lagi og bað okkur að hætta að spila.‘Ingvar Helgi Kristjánsson, bassaleikari Fuse. Ekki var leyfi fyrir tónleikum sveit- arinnar á skemmtistaðnum Sirkuz á dög- unum. ’ Ég held að það sé sjálfsögðkrafa til þeirra sem fá að með- höndla fé frá ríkisvaldinu til upp- byggingar atvinnu í hinum dreifðu byggðum að menn vandi sig í sínum verkum.‘Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæj- arstjóri í Vestmannaeyjum. Hann hefur sagt sig úr stjórn Eignarhaldsfélags Vest- mannaeyja og gert athugasemdir við ým- islegt í rekstri félagsins, einkum kaup þess á Íslenskum matvælum í júní 2001. ’ Þetta var stórvandræðalausten auðvelt var það ekki.‘Ísraelska kajakkonan Rotem Rone í for- síðufrétt Morgunblaðsins. Rotem er að ljúka róðrarhring í kringum Ísland, hring- urinn lokast í Stykkishólmi. ’ Við erum ekki að halda þvífram að uppblásinn karlmaður sé eina lausnin við ótta kvenna við að keyra einar að kvöldlagi, en vonum að hann veiti konum aukið sjálfstraust og að þær hræðist síður að keyra einar í myrkri.‘Jacky Brown, talskona Sheilas’ Wheels, en fyrirtækið sérhæfir sig í bílatryggingum fyrir konur. Skv. könnun líður 80% kvenna betur með farþega í bílnum að kvöldlagi. ’ Ég sakna íslenska vatnsins,villtrar náttúru og allrar víðátt- unnar sem er heima. Landið er vitanlega yndislegt og ég elska að koma heim í grenjandi rigningu og roki.‘Þóra Katrín Gunnarsdóttir í viðtali við Blaðið, Þóra fann ástina á Ítalíu og hefur búið það sl. 5 ár en kemur venjulega til heimalandsins tvisvar á ári. ’ Álagningin ber það með sér aðáhrifin af hækkun fasteignaverðs til lækkunar vaxtabóta er veru- leg.‘Indriði H. Þorláksson, ríkisskattstjóri. Hækkandi tekjur landsmanna munu vega þarna þungt. ’Ég er stöðugt að fjalla um þaðsama en ég skipti bara reglulega um efnivið. Ég fjalla til dæmis mikið um vangaveltur um sjálfið, persónuraskanir, karlmennsku og kvenleika og árekstra þar á milli.‘Franski myndlistarmaðurinn Serge Compte um verk sín á sýningu, sem opnuð var í 101 galleríi. ’Hafi Guðmundur heyrt ein-hverjar svívirðingar í sinn garð á þeirri stundu þá ætla ég ekki að efast um að svo hafi verið. En það er alveg á hreinu að þær komu ekki frá mér.‘Hjörtur Hjartarson, sóknarmaður Skaga- manna, vísar á bug ásökunum um niðrandi ummæli við leikmann Keflvíkinga í leik lið- anna í Visa bikarkeppninni. ’Okkar ríki verða að hafa hend-urnar tilbúnar á sverðinu. Skolt- ur heimsvaldastefnunnar . . . heldur bæði okkur og Hvíta Rússlandi í heljargreipum.‘Hugo Chavez, forseti Venesúela, í op- inberri heimsókn til Minsk, en hann kaupir vopn af Rússum í óþökk stjórnvalda í Washington. Ummæli vikunnar Reuters Lítil stúlka við veggspjald af leiðtoga Hizbollah í skóla í Beirút, sem nú er bráðabirgðaskýli fyrir flóttamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.