Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Klapparstígur - hús og byggingarlóð Vorum að fá í sölu um 260 hús í miðbænum. Húsið er aðalhæð, rishæð og kjallari. Húsinu fylgir 322 fm byggingarlóð. Fasteignin bíður upp á ýmsa möguleika m.a fyrir veitingarekstur og liggur fyrir útlitshönnun að nýbyggingu. Óskað er eftir tilboðum í eignina. Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Magnea Sverrisdóttir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Til sölu er jörðin Hellatún 2 í Ásahreppi. Landstærð er um 200 hektarar, allt gróið og grasgefið land sem hallar til suðurs með fallegu útsýni. Á jörðinni er gamalt íbúðarhús sem er nýtt sem geymsla. Í gegn um landið rennur lækur sem í er silungur. Jörðinni fylgir veiðiréttur á Holtamannaafrétti. Verð kr. 120.000.000. Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur sími 487 5028 JÖRÐ Í RANGÁRÞINGI Nánari upplýsingar á www.fannberg.is og á skrifstofu Fannbergs fasteignasölu ehf. í síma 487 5028. Óskað er eftir tilboðum í 4,3ha landspildu úr landi Hæðarenda í Grímsnesi. Landið er bæði grundir og balar og einnig rennur í lóðarmörkum fallegur lækur með fossum og flúðum. Möguleiki á heitu vatni frá bænum Hæðarenda. Um 22 km akstur frá Selfossi. Stutt í sund golf og verslun. Þröstur Árnason lögg.fast.sali 899-5466 Sigtún 2 Selfossi Sími 482-4000 Verslunarhúsnæði til leigu í Borgartúni Gott 283 m² verslunarhúsnæði í Borgartúni til leigu og afhendingar strax. Húsnæðið er með um 3,5 m lofthæð, með stórum verslunargluggum sem snúa að Borgartúni og nægum bílastæðum beint við inngang. Innangengt er í rúmlega 600 m² lagerhús- næði í kjallara sem hægt er að skipta í tvær eða fleiri einingar (þarf ekki að leigjast saman). Húsnæðið er bjart og ágætlega útbúið með flísum á gólfi, flúrósent lýsingu í lofti og öflugum tölvulögnum. Mánaðarleiga kr. 550.000.- Sími 511 2900 Áhugasamir hafið sambandi við skrifstofu Leigulistans eða Guðlaug í s. 896 0747. Sagt var: Þeir dönsuðu við konu hvors annars. RÉTT VÆRI: Þeir dönsuðu hvor við annars konu. Gætum tungunnar HEIMURINN verður nú vitni að hrikalegum mannréttinda- brotum í Palestínu og Líbanon. Eftir að ísraelski herinn hóf árásir á Gaza, Vesturbakk- anum í Palestínu og innrás í Líbanon, að sögn til þess að krefj- ast þess að Hizbollah- samtökin létu einn eða tvo ísraelska her- menn lausa úr haldi, hafa um 800 manns fallið, flestir óbreyttir borgarar. Tjón á mannvirkjum, þar á meðal sjúkrahúsum, samgöngumann- virkjum, vatnsveitum og skólum, er gríð- arlegt. Dómbærum og óvilhöllum aðilum ber saman um að atferli ísraelska hersins flokkist undir stríðsglæpi eins og þeir eru skilgreindir í alþjóðalögum og samningum. Tvö stórveldi, Bandaríkin og Bretland, láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Fréttamenn tóku upp samtal þeirra Bush Bandaríkja- forseta og Blairs forsætisráðherra Bretlands að þeim óafvitandi. Þar kom í ljós hversu óumræðilega smáir í sniðum forsvarmenn mestu hervelda heimsins eru. Sökin á vandanum liggur í þeirra huga algerlega hjá Palest- ínumönnum. Ísraelar séu fyrst og fremst að verja hendur sínar. Þessi skýring er endurómuð í mörgum fjölmiðlum, þar á meðal í leiðara Morgunblaðsins 18. júlí sl. Þar segir um upptökin af hernaði Ísraela: „Annars vegar réðust skæruliðar í Hamas-samtökunum á Gaza-svæðinu á suðurhluta Ísr- aels með eldflaugaárásum, felldu ísraelska hermenn og rændu ein- um félaga þeirra. Hins vegar gerðu öfgamenn úr röðum Hizbol- lah í Suður-Líbanon árásir á norð- urhéruð Ísraels. Þeir hafa einnig rænt ísraelskum hermönnum. Í báðum tilfellum voru viðbrögð Ísr- aela fullkomlega fyrirsjáanleg – og það nýta skæruliðarnir sér.“ Morgunblaðið telur þó að Ísraelar hafi gengið of langt að þessu sinni því undir lok leiðarans segir: „Ennfremur er nauðsynlegt að Ísraelsmenn læri að hemja við- brögð sín við árásum skæruliða. Það mun þó ekki gerast á meðan Bandaríkin halda áfram að bera blak af Ísraelum við sérhvert tækifæri. Bandaríkjamenn þurfa að taka þátt í að sannfæra ísraelsk stjórnvöld um að ekki sé alltaf skynsamlegt að beita öllu því afli, sem hinn vel þjálfaði herafli Ísraels býr yfir.“ Hvernig væri að menn reyndu að sann- færa Ísraela um að fara að samþykktum Sameinuðu þjóðanna um landamæri Ísraels og Palestínu og að þeir virtu sjálfs- ákvörðunarrétt pal- estínsku þjóðarinnar? Samkvæmt tillögu Sameinuðu þjóðanna um skiptingu Palest- ínu frá árinu 1947 var Ísraelsríki ætlað rúmur helmingur landsins (55%). Núverandi stjórnvöld í Ísr- ael ætla Palestínumönnum innan við 10% af sundurtættri Palestínu. Og þegar það gerist að kosin er ríkisstjórn, með 77% þátttöku og niðurstaðan verður ísraelskum yf- irvöldum ekki að skapi, þá ákveða þau að halda eftir tollum og skött- um sem Ísraelar innheimta, því ekki má láta hinni hernumdu þjóð slíkt eftir. Ekki nóg með þetta, þingmönnum er meinaður aðgang- ur að þinghúsi og sumir þeirra fangelsaðir. Jafnframt er haldið uppi stöðugum manndrápum og ofbeldisaðgerðum. Allt þetta ger- ist eftir að Hamas-samtökin, sem kjörin voru lýðræðislega til valda, höfðu einhliða virt vopnahlé í 16 mánuði. Í kjölfar þessa atburða sauð upp úr og bæði Hamas og Hizbollah í Suður-Líbanon gripu til vopna. Bæði Bandaríkin og Evrópu- sambandið höfðu stutt Ísraela í of- beldinu og eftir að til átaka kom, var viðkvæðið: „Ísraelar hafa rétt til að verja hendur sínar.“ Gott ef ekki heyrðist eitthvert taut um þetta í Stjórnarráði Íslands líka, frá umsækjendunum um full- trúasæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr hlutskipti þessa ísraelska her- manns, Gilat liðþjálfa í hernáms- liðinu, sem numinn var á brott og verður hugsanlega drepinn af pal- estínskum skæruliðum eða kannski líklegar í ísraelskum eld- flauga- og stórskotaárásum. En menn skyldu þó hafa stærð- argráður í huga. Síðan 1967 hafa 650 þúsund Palestínumenn setið í ísraelsku fangelsi eða 40% allra karla í Palestínu! Núna eru 9.800 Palestínumenn í fangelsi af póli- tískum ástæðum, einnig hundruð kvenna og barna. Ívitnaður leiðari Morgunblaðs- ins bar yfirskriftina Vítahring- urinn í Mið-Austurlöndum. Í nið- urlagi hans segir að með einhverjum ráðum verði „að reyna að rjúfa vítahringinn í Mið- Austurlöndum“. Þessu er ég hjart- anlega sammála. Mín spurning er hins vegar þessi: Væri nú ekki ráð að hætta að stilla upp að jöfnu ísr- aelska stórveldinu annars vegar og hernumdri palestínskri þjóð hins vegar; krefjast þess að Ísr- aelar fari að samþykktum Samein- uðu þjóðanna og láti þegar í stað af stríðsglæpum og öðrum mann- réttindabrotum? Á sínum tíma agnúaðist Morgunblaðið iðulega út í þá sem stilltu upp á jafnræð- isgrunni, lýðræðisríkjum annars vegar og einræðisríkjum hins veg- ar. Ekki væri saman að jafna sagði Morgunblaðið, ríkjum sem virtu lýðræði og mannréttindi og hinum sem á þessum réttindum træðu. Þetta er rétt. En á þetta ekki við um Ísraela og Palest- ínumenn líka? Eru þetta aðeins „deiluaðilar“, sem verða að setjast að samninga- borði? Skyldi Morgunblaðið vera haldið sama tvískinnungi og stór- veldin í vestri, sem ekki eru reiðubúin – ekki einu sinni í orði – að verja alþjóðlega samninga um stríðsglæpi og mannréttindabrot, hvað þá samþykktir Sameinuðu þjóðanna? Ekki verður annað skil- ið. Ef Ísraelsríki virti alþjóðlega samninga yrði friðvænlegra í Mið- Austurlöndum. Yfir 75% kjósenda Hamas í Palestínu, vilja frið fram- ar öllu öðru, enn hærra hlutfall er friðelskandi þegar horft er til allra Palestínumanna samkvæmt nýleg- um skoðanakönnunum. Kannanir á meðal íbúa Ísraels sýna að hlutfall friðelskandi fólks þar er einnig hátt. Hlustum á raddir þeirra sem þrá frelsi og frið. Segjum hernaðarofbeld- ismönnum að þeirra tími sé liðinn. Tvískinnungur stórveldanna – og Morgunblaðsins Ögmundur Jónasson skrifar um hernað Ísraela ’Væri nú ekki ráð aðhætta að stilla upp að jöfnu ísraelska stórveldinu annars vegar og hernumdri palestínskri þjóð hins vegar; krefjast þess að Ísraelar fari að samþykktum Sameinuðu þjóðanna og láti þegar í stað af stríðsglæpum og öðrum mannréttindabrotum? ‘Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks VG. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.