Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 29 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - Háhæð 13 OPIÐ HÚS Háhæð 13 2.h. parhús. Fallegt og vel staðsett 180 fm parhús á þremur pöllum með innbyggðum bílskúr og ca 60 fm óskráðu geymslurými í kjallara. Húsið skiptist í anddyri, gestasnyrtingu, þvottahús, innbyggðarn bílskúr, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi innaf hjónaherbergi, baðherbergi og geymslurými í kjallara. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 16-18. V. 45,0 m. 5777 Vaðnes - Á eignarlóð Sérlega fallegt og vandað sumarhús á tveimur hæðum í landi Vaðness í Grímsnesi. Húsið er skráð 71,6 fm en við það bætist svefnloft. Húsið var byggt árið 2002 og skiptist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, gott svefnloft, eldhús, snyrting, geymsla og forstofa. Miklir og vandaðir pallar eru við húsið ásamt góðum heitum potti með skjólveggjum. 7000 fm eignarlóð. Fallegt útsýni. V. 22,0 m. Vatnsendablettur - Sumarhús Sumarbústaður í landi Vatnsenda við Elliðavatn. Fallegt útsýni yfir vatnið. Rennandi kalt vatn. Stofa/herbergi. Eldhúsið er rúmgott og með ágætri innréttingu. Parket er á gólfum. Pallur er við húsið og sérlega fallegt útsýni. V. 7,9 m. Kárastígur - 4 íbúðir saman Fjórar íbúðir á 261 fm lóð við Kárastíg. Heildarstærð eignarinnar er 232,2 fm sam- anlagt í tveimur húsum sem tengjast á gafli. Þessar íbúðir eru tilvaldar í útleigu á þessum vinsæla stað í miðbænum. Tvær íbúðir eru í hvoru húsi. Nýlegt þakjárn er á öðru húsinu. Miklir möguleikar. Verðtilboð óskast. Keilugrandi - Góð íbúð Falleg og björt 2ja herbergja 52 fm íbúð á 3. hæð (4. hæð frá garði) er skiptist í hol, baðherbergi, svefnherbergi, stofu og eldhús. Suðuraustursvalir. Í kjallara er sérgeymsla og sam. þvottahús. Hús var lagfært og málað að utan á árunum 2003 og 2004 og sameign lagfærð 2006. V. 14,6 m. 5992 Fellsmúli - 4,15% lán Mjög rúmgóð 131 fm, 6 herbergja íbúð á 1. hæð. Tvær íbúðir á hverri hæð. Rúm- góð stofa og fimm svefnherbergi. Mögu- leiki á stúdíóíbúð í hluta íbúðar. Áhvíl- andi um 19 milljónir með 4,15% vöxtum. V. 24,9 m. 5993 Ferjubakki - Neðra Breiðholt Góð 4ra herb. íbúð á efstu hæð. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, eld- hús, bað og mjög stóra geymslu í kjall- ara. Góðar suðursvalir. V. 18,5 m. 5879 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Glæsileg 75 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð, efstu, íbúð 0402, í nýlegu fjölbýl- ishúsi í miðborginni auk stæðis í bílageymslu. Íbúðin skiptist í forst., 2 rúmgóð herbergi, bæði með skápum, eldhús opið við stofu með fallegri ljósri innréttingu, bjarta stofu með útgangi á svalir til suðvesturs og flísa- lagt baðherbergi með þvottaaðstöðu. Parket á gólfum. Sérgeymsla í kj. Verð 21,9 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14-16 Verið velkomin Þverholt 32 - Glæsileg 3ja herb. íbúð Opið hús í dag frá kl. 14-16 FRÉTTAFLUTNINGUR fjöl- miðla af stríðinu í Líbanon und- anfarna daga hefur verið sér- kennilegur að mínu mati. Fréttastofa Rík- isútvarpsins hóf í gær (17. júlí) a.m.k tvo fréttatíma síðdegis einhvern veginn svona: „Ísraelar drápu svo og svo marga óbreytta borg- ara í árásum í dag“ og „Ísraelar gerðu árás á rútu“ eða „Ísr- aelar skutu flug- skeytum á rútu“. Svona orðalag er við- haft til að gefa í skyn að Ísraelar drepi vilj- andi saklausa borg- ara, alveg eins og hryðjuverka- samtökin sem þeir berjast gegn. Svona orðalag er sérvalið af fréttamönnum, sem eru mjög fjandsamlegir Ísrael og til þess gert að sýna varnaraðgerðir Ísr- aels í sem neikvæðustu ljósi, án þess að ljúga beint. Augljóst er að þessir óbreyttu borgarar hafa fall- ið fyrir fallbyssukúlum eða flug- skeytum Ísraelsmanna, en orðalag fréttarinnar: „Ísraelar gerðu árás á rútu“ gefur í skyn að þeir hafi viljandi gert sérstaka árás á rút- una, fremur en að um slys hafi verið að ræða. Er einhver ástæða til að ætla að Ísraelar hafi viljandi ætlað að drepa fólkið? Við lestur þessarar fréttar á erlendum fréttasíðum kemur ekkert fram sem gefur ástæðu til að ætla að svo sé. Þvert á móti. Er RÚV í „heilögu stríði“ gegn Ísrael? Augljóst er að á Fréttastofu Ríkisútvarpsins eru einhverjir miklir hatursmenn Ísraels við störf, sem grípa þau tækifæri sem gefast til að útmála Ísraela sem stríðsglæpamenn og yfirgangs- seggi, þó sannleikurinn sé allur annar. Sannleikurinn er sá að Ísr- aelsher er einn agaðasti og mann- úðlegasti her í heimi, sem leggur sig fram um það að hlífa óbreytt- um borgurum í átökum. Menn geta sagt sér sjálfir að Ísraelar gætu með öllum sínum herstyrk auðveldlega fellt þúsundir óbreyttra borgara í Líbanon eða á Gaza á hverjum einasta degi, ef það væri markmið þeirra. Árás- arferðir þeirra gegn skotmörkum í Líbanon eru nú komnar hátt á þriðja þúsundið og mannfall óbreyttra borgara (sem auk þess er ekki alltaf ljóst hvort séu óbreyttir borgarar) er á bilinu 150–200. Er það mikið, miðað við fjölda árásarferða? Er það mikið miðað við stríðsátök annarra ríkja? Samkvæmt Wikipediu á netinu þá féllu í fyrstu loftárás- arhrinu Þjóðverja á London 1940, sem gerð var með 300 sprengi- flugvélum u.þ.b. 436 óbreyttir borgarar. Nærri þrjú þúsund árásarferðir Ísraelsmanna und- anfarnar vikur með fullkomnum fjarstýrðum hátæknieldflaugum hafa drepið 150-200 manns. Ber það vitni um að ætlun þeirra hafi verið að drepa sem flesta óbreytta borgara? Það ber einnig að hafa í huga að flugvélar Ísraelsmanna dreifðu gríðarlegu magni viðvör- unarmiða yfir þau svæði sem þeir ætluðu að gera árásir á og hvöttu íbúana til þess að koma sér burt af þeim áður en árásir hæfust. Allt bendir því til að Ísraelsmenn berjist afar mannúðlega, ef hægt er að tala um stríðsrekstur á þeim nótunum, og á siðferðilega háu plani. Það líkar óvinum þeirra ísl- ömskum og palestínskum hryðju- verkahreyfingum og stuðnings- mönnum þeirra afar illa, enda þær hreyfingar ekki þekktar fyrir að hlífa óbreyttum borgurum í sínum árásum. Taka jafnvel saklaust fólk af lífi fyrir framan myndavélar eða gera árásir á barnaheimili og skóla gagngert til að drepa sem flesta sakleys- ingja. Af einhverjum ástæðum virðast sum- ir íslenskir fjölmiðlar láta sér fátt um finn- ast, ef árásir eru gerðar gegn gyð- ingum og Ísrael, en ef Ísraelum verða á mis- tök sem kosta óbreytta borgara lífið, þá kemur heill her róttækra fréttamanna þeysandi fram á ritvöllinn eða brjótast skjálfandi og andstuttir af hatri inn á öldur ljósvakans til að tjá hneykslun sína og andúð á „stríðsglæpum“ Ísraelsmanna og yfirgengilegri grimmd þeirra, sem er svo engin ef að er gáð! Árangur ógnarverka og áróðurs. Sú herleiðing hugarfarsins, sem áróðursmeistarar Palestínuaraba og einnig sumra heimsfjölmiðla hafa valdið hér á landi, kemur jafnvel fram í ritstjórnargrein Morgunblaðsins í dag 18. júlí, þar sem segir m.a: „En það sem er gagnrýnivert, er hvernig Ísraelar beita yfirgnæfandi herstyrk sínum og sprengja allt í tætlur, sem fyrir verður, bæði í Líbanon og á Gaza- svæðinu.“ Þetta er eins full- komlega röng lýsing á framgangi Ísraelshers og framast getur orð- ið, en er hinsvegar í fullu sam- ræmi við lygaáróður óvina Ísraels, bæði hér á Íslandi og í ýmsum er- lendum fjölmiðlum. Her Ísraels er gríðarlega öflugur, en beitir her- styrk sínum af mikilli varkárni, bæði í átökunum við hryðjuverka- samtök Palestínuaraba á Gaza og í Líbanon. Á báðum stöðunum gæti hann valdið gríðarlegu manntjóni á stuttum tíma, ef það væri ætlun hans, en gerir það ekki. Annað dæmi um algjöra herleið- ingu hugarfars íslensku þjóð- arinnar gagnvart Ísrael, er sú staðreynd að engin hjálparstofnun eða íslenska ríkinu hefur dottið í hug á undanförnum árum að senda Ísraelum neyðaraðstoð til fórnarlamba hryðjuverka þar, né heldur vegna stríðsátakanna þar núna. Þessi ágæta þjóð Ísrael sæt- ir nú og hefur lengi sætt ógn- arlegu einelti araba- og músl- imaþjóðanna. Sæmir það íslensku þjóðinni að taka þátt í þeim grimma gjörningi? Ísraelshatur fjölmiðla – er RÚV í „heilögu stríði“ gegn Ísrael? Hreiðar Þór Sæmundsson segir fjölmiðla fjandsamlega Ísraelsríki ’Svona orðalag ersérvalið af fréttamönnum, sem eru mjög fjandsamlegir Ísrael og til þess gert að sýna varnaraðgerðir Ísraels í sem neikvæðustu ljósi, án þess að ljúga beint. ‘ Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er kaupmaður í Reykjavík. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.