Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 35 MINNINGAR Hleiðólfs fák ek hrindi á dröfn, úr hreysum sagna láða. Hvar hann tekur á hauðri höfn, bifhjólið mun því ráða. Hann Heiddi vinur okkar er fall- inn frá, því er nú ver. Þegar við heyrðum af fráfalli þínu trúðum við vart okkar eigin heyrn, enda færasti og reynslumesti bifhjólamaður Ís- landssögunnar á ferð. Segja má að þú hafir lifað lífinu eins og hver dag- ur væri sá síðasti, en þar ættum við hin að taka þig til fyrirmyndar. Þú lést drauma þína rætast, og fram- kvæmdir það sem þig langaði til, alla þína ævidaga. Góður varstu, Heiddi, og gestris- inn með eindæmum. Við minnumst þess oft þegar við vorum á ferð á Akureyri og þú fékkst veður af því. Alltaf varstu reiðubúinn að bjóða fram gistingu, og það að fyrra bragði. Og værir þú ekki heima léstu okkur bara fá húslykilinn og HEIÐAR ÞÓRARINN JÓHANNSSON ✝ Heiðar ÞórarinnJóhannsson fæddist á Akureyri 15. maí 1954. Hann lést af slysförum sunnudaginn 2. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju 11. júlí. sagðir okkur að vera eins og heima hjá okk- ur. Þetta er einstakt. Á ferðum okkar um landið varstu sá ráða- góði og sá hjálpsami. Þar fetaði enginn í þín fótspor. Þú fæddir menn og klæddir. Þú varst sá sem reddaði hlutunum, hvort sem var á faglegum eða persónulegum for- sendum. Stórt skarð hefur verið höggvið í raðir okkar bifhjólamanna sem ekki verð- ur fyllt. Alltaf mættir þú á landsmót Snigla og alltaf eldaðir þú súpu ofan í hundruð manna. Það var jafnvel það eina sem maður borðaði á föstu- deginum og því eina næringin sem maður fékk. Þú varst svo traustur og trúr þínum félögum að jafnvel hörðustu mótorhjólatöffarar ná ekki að halda aftur af tárunum, því mikill er missir okkar. Það að þú sért farinn fær okkur til að hugsa mikið. Allir geta misst vald á hjóli sínu, en að það skuli koma fyrir þig er nær óhugsandi. Við þurfum að endurskoða okkar hætti ef við ætlum ekki að fara líka, því ekki setjum við okkur á sama stall og þig hvað reynslu og aksturs- hæfni varðar. Það er ljóst. Minningarnar lifa, og þær munu lifa svo lengi sem við lifum. Uppá- tækin voru ótrúleg. Setningar eins og „Getum við ekki bara látið eins og hálfvitar?“ og „Voff“ kalla fram gleðitár, því þær minna sterklega á þig og þinn frábæra karakter, kæri vinur. Þegar við tölum um þig mun- um við varla eftir einu andartaki þar sem þú varst ekki í góðu skapi. Allt- af var stutt í brosið, fíflaganginn og góðmennskuna. Þannig minnumst við þín. En nú ertu farinn og við verðum að sætta okkur við það. Það er ein- hvern veginn þannig að mestu stór- mennin kveðja oft snemma. Þannig er það einmitt með þig. Við sjáumst vonandi þegar okkar tími kemur. Það er skylda okkar að horfast í augu við þá staðreynd að eitt sinn skal hver deyja. Það er erfitt … en óhjákvæmilegt. Við viljum votta aðstandendum þínum okkar dýpstu samúð og vin- um þínum um allan heim. Sérstak- lega er hugur okkar hjá bestu vin- um þínum, þeim Jóa Rækju, Steina Tótu, Axel Stefáns og Mæju Garð- ars. Verið sterk, vinir. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um. Við sendum þér okkar bestu kveðjur yfir móðuna miklu, Heiddi vinur, og vonum að þú fáir tækifæri þarna hinum megin til að fram- kvæma það sem þú áttir eftir hér og lést þig dreyma um. Það vonum við að þú hafir farið sáttur. Það er fyrir öllu. Vertu sæll. Nokkrir félagar í Snigl- unum (Ofur Baldur#177, Stjáni Sýra#348, Sissi#178, Nonni Metall#261, Axel Cor- tez#661, Áslaug#732 og Árni Vignir#810). Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Elva Hlín. Kæra litla frænka, ég er svo þakk- látur fyrir að hafa hitt þig í stúdents- veislu litla brósa. Þar fékk ég smá stund til að skyggnast inn í persónuna sem þú varst orðin og ert enn í minn- ingunni og á öðrum stað. Þar var á ferðinni persóna sem hafði mikinn þroska og var mjög gott að tala við. Það var gaman að hlusta á framtíð- arplönin þín og hvað þú varst að hugsa. Í ljósi þess að þú varst tekin allt of fljótt er einmitt gott að hugsa til þess hversu heilsteypt þú varst orðin. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þú hafir komið til okkar svona rétt fyrir þetta mikla áfall. Því að þannig fengum við að kveðja þig og þú SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR ✝ Sigrún Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1986. Hún lést í um- ferðarslysi að morgni 2. júlí síðast- liðins og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 12. júlí. kvaddir okkur í raun án þess að vita það að við værum að kveðjast í hinsta sinn í þessu jarðneska lífi. Örlögin vinna á undarlegan hátt og er ég þeim þakklátur fyrir þessa gjöf. Ég get ekki ímyndað mér sársauk- ann sem foreldrar þínir og systkini ganga í gegnum og vona ég af öllu hjarta að þau finni frið og sálarró í minn- ingunum sem þau eiga um þig. Þið eigið alla mína samúð frændfólk og megi himnasmiðurinn hjálpa ykkur að sjá ljósið á þessum myrku tímum. Villiblómið visnar í höndum garðyrkjumannsins. Það þarfnast andagiftar frelsisins til að halda lífi. Í stöðugleika villtrar náttúrunnar finnur það að tilvera þess er brothætt. Það lifir ekki eftir lögmálum staðfestunnar og finnur aðeins fyrir frelsi í óspilltu umhverfi. Dagarnir verða sem árþúsund í bliki stjörnu- bjarts himins. Og næturhúmið kallar. Vitneskjan um að hver vindhviða gæti rifið það upp með rótum fyllir það virðingu fyrir gjöf lífsins. Það breiðir út krónblöð sín til að njóta hvers andartaks. Þegar veturinn læðist að blóminu með frosti og lækkandi sól er það rödd eilífðarinnar sem kallar. Lofsöngur englakórsins. Kallið er einungis klukknahljómur í eyrum okk- ar sem stöndum eftir. Sólargeislar sefa ekki sorgina né þurrka tárin. Þeir varpa einungis ljósi á minningarnar sem við eigum um hvert annað. Verðmæti minninga er ómetanlegt. Auðurinn felst í tímanum tímanum sem við höfum eytt saman tímanum sem við höfum verið í návist hvert ann- ars. Tíminn er ómetanlegur auður. Teitur Björgvinsson      Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og lang- afi, HELGI VALDIMARSSON byggingarmeistari, Marargrund 9, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 1. ágúst kl. 13.00. Þóra Gísladóttir, Rannveig Helgadóttir, Einar Pálsson, Þröstur Helgason, Eyrún Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, afa, son- ar, bróður, frænda og tengdasonar, EIÐS ARNARSONAR, Fagrahvammi 3, Hafnarfirði. Hafdís Stefánsdóttir, Einar Rafn Eiðsson, Einar Örn Eiðsson, Valur Rafn Valgeirsson, Stefanía Helga Pálmarsdóttir, Eiður Rafn Valsson, Hallfríður Freysteinsdóttir, Guðbjörg Kristín Arnardóttir, Örn Bjarnar Marteinsson, Guðrún Sigurmannsdóttir. Af öllu mínu hjarta vil ég þakka þeim sem sýndu mér og börnum okkar samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, ARNAR JÓNS PETERSEN, Hybenvænget 10, Sorö, Danmörku. Guð blessi ykkur öll. Berglind Ólafsdóttir, Sandra Bragadóttir, Mikael Jörgensen, Hrafnhildur Arnardóttir, Arnór Dan Arnarson, Karen Arnardóttir, Heiðdís Arnardóttir og Ágústa Marý. Kæri Búbbi frændi, fyrir mér var dagur- inn sem þú varst til moldar borinn ákaf- lega erfiður þar sem ég var staðráð- inn í að koma norður og kveðja þig hinsta sinni, en heilsufar mitt hafði verið frekar lélegt vikuna áður og brást mér algerlega aðfararnótt jarðarfarardags þíns. Það þótti mér ákaflega sárt því við Inga höfðum undirbúið þessa ferð og ætluðum að dvelja jafnvel eina eða tvær nætur norðan heiða og farangur var því kominn í bílinn kvöldið áður, en svona er það bara þegar heilsan hangir algerlega í lausu lofti og maður getur aldrei á hana stólað, ég veit að þú skilur það. Fyrir mér varst þú alltaf flottasti frændinn sem ég átti. Mér þótti allt- af töff að rölta með þér eða keyra um á K-40 og alltaf hlakkaði ég til að koma norður til þín og Huldu því þar átti ég svo marga frændur og frænkur. Það þótti mér algert æði ÞORVALDUR ÞORVALDSSON ✝ Þorvaldur Þor-valdsson fæddist á Mörk í Laxárdal 5. september 1913. Hann lést á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki 4. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauðárkrókskirkju 14. júlí. og ekki síst að ferðast þangað með Hreinsa frænda á flottasta flutningabílnum sem til var á Íslandi, K-24, og hjálpa honum að lesta og losa hann oft með fullt af vörum til þín í verslunina Vísi, sem í þá daga var eins flott og Kringlan er í dag. „Já, magasín norðursins, maður fékk allt þar!“ eða það minnir mig allavega. Ég tala nú ekki um þegar maður fékk að afgreiða í búð- inni þinni, þá var maður nú stór karl. Eins fannst mér búðin ennþá flottari þegar Erla Gígja dóttir þín var innanborðs því mér fannst hún svo flott skvísa og eitt er víst að ákaflega reyndist hún Erla þér vel varðandi reksturinn á búðinni. Ann- að man ég líka vel, það var þegar afi Þorvaldur rölti yfir götuna í matinn til þín og Huldu eins og hann var vanur í þá daga og er mér það sér- staklega í huga þegar Hulda hafði eldað heimsins bestu soðningu sem til var, hvað hann afi notaði mikið smjör ofan á rúgbrauðið. Ég held að það hafi verið tomma á þykkt en rúgbrauðssneiðin kannski bara einn sentimetri á þykkt. Svona getur barnsminningin oft verið sterk. Nú eru þið öll þrjú komin saman á ný og getið endurtekið leikinn. Ég er alveg viss um það Búbbi minn, þar sem þú varst höfðingi heim að sækja, að þú býður líka öllum sem þú þekkir þarna til þín í soðninguna góðu, annað tæki hún Hulda ekki í mál því hún var ekki síðri í að gera vel við sína. Það væri endalaust hægt að rifja upp gamlar minningar en ég held að best sé að geyma þær innra með sér því þá eru þær ennþá dýrmætari en ella. Ég varð að láta eftir mér að nefna bara þessar stikl- ur af annars mörgu sem um hugann reikar. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig Búbbi minn, en efst er mér í huga þakklæti og virðing í þinn garð, góðvildin sem þú og Hulda sýnduð mér og mínum alla tíð í einu og öllu, þess vegna hefði það gefið mér mikið ef ég hefði kom- ist á Krókinn að kveðja þig og ég tala nú ekki um að bera þig með Kalla bróður síðasta spölinn eins og Huldu. Ég veit að Kalli bróðir tók tvöfalt á í burðinum því ég bað hann að bera fyrir okkur báða. Eitt vil ég þó segja, þegar við Kalli komum norður að kveðja Hreinsa frænda hinstu kveðju gaf það mér og Kalla heilan helling að sjá þrátt fyrir þinn erfiða sjúkdóm hve glæsilegur og reffilegur þú varst, það hafði ekkert breyst. Þú mundir bara þó nokkuð frá því að Bibbu-pollarnir Pálmi og Kalli voru í heimsókn á Króknum enda frískir strákar þá. Að endingu vil ég senda dætrum þínum Erlu og Öldu ásamt fjölskyld- um þeirra og fjölskyldu Hreinsa mínar dýpstu samúðarkveðjur og innilega hluttekningu. Þinn systursonur, Úlfar Pálmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.