Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 23 The Smiths í þeim tilgangi að spila Cillu Black lög. Vopnabúrið Morrissey hélt nú ótrauður áfram á eigin vegum og fyrsta sólóplatan, Viva Hate, kom út rétt um hálfu ári eftir Strangeways …, í mars 1988. Plötuna vann hann með Stephen Street, samstarfsmanni Smiths und- ir það síðasta, og var hann í hlut- verki upptökustjórnanda, lagahöf- undar og hljóðfæraleikara. Einnig kom Vini Reilly við sögu, sem rekur eins manns sveitina Durutti Column og er ein helsta ósungna hetja Man- chesterborgar. Reilly var líkt og Morrissey eitt sinn meðlimur í Nosebleeds, en var í henni áður en Morrrisey kom við sögu. Fyrsta smáskífa Viva Hate var „Suede- head“ og farnaðist laginu vel, sem og síðari smáskífan, „Everyday is like Sunday“. Ekki var um mikið frávik frá Smiths-hljómnum að ræða, og var það allt í lagi, og hefur það efalaust byggt undir gott gengi bæði laga og plötu. Morrissey hélt svo sína fyrstu sólótónleika 22. desember það ár í Wolverhampton, og voru allir með- limir Smiths utan Marr á sviðinu (Craig Cannon, fimmti Smiths-með- limurinn, lék á gítar). Tónleikarnir voru einnig titlaðir sem kveðjutón- leikar Smiths, sem er nokkuð skringilegt. Morrissey sté síðan ekki á svið aftur fyrr en þremur árum síðar, til að kynna næstu breiðskífu sína, Kill Uncle (1991). Morrissey sat þó ekki auðum höndum þau árin heldur gaf út smá- skífur með reglulegu millibili sem svo var safnað saman á plötuna Bona Drag (1990). Hana prýða m.a. skífurnar „The Last of the Famous International Playboys“, „Interest- ing Drug“, „Ouija Board, Ouija Bo- ard“, „November Spawned A Mons- ter“ og „Piccadilly Palare“, sem út komu árin 1989 og 1990. Allt skot- held lög og platan hin eigulegasta, eitt það besta sem frá Mozzer hefur komið þó í safnskífulíki sé (Mozzer er gælunafn sem NME gaf honum er hann var í Smiths). Tónlistarlegt bakslag, hið fyrsta sem Morrissey hafði upplifað til þessa, kom þó með áðurnefndri Kill Uncle plötu. Breska tónlistarpress- an, rætin eins og hún á eðli til, sætti lagi og hamaðist á Morrissey vegna plötunnar sem þótti hvorki fugl né fiskur. Mark Nevin (Fairground Attraction) var hægri hönd Morr- issey á plötunni og var Morrissey fljótur að láta hönd sína í kjölfarið. Hann sneri aftur ári síðar af bylm- ingskrafti með plötuna Your Arsen- al í farteskinu, og vilja margir meina að hún sé besta hljóðversplata Morrissey fyrr og síðar. Á henni var leitað fanga í gömlu rokkabillíi sem hafði verið ýjað að í Smiths lögum eins og „Rusholme Ruffians“ og „Nowhere Fast“. Gítarleikararnir Boz Boorer og Alain Whyte sáu nú um að semja lög og hafa verið með Mozzer síðan en upptökustjórn var í höndum Mick Ronson, fyrrum gít- arleikara David Bowie eða kannski öllu heldur Ziggy Stardust. Platan sló í gegn, „fimmta Smithsplatan“ sögðu sumir gagnrýnendur og Morrissey var kominn á fljúgandi fart á nýjan leik. Kjafturinn En ferill Morrissey hefur reynst æði skrykkjóttur og ef tónlistin bregst ekki bregst einfaldlega eitt- hvað annað. Eitt frægasta hneykl- ismálið, ef svo má segja varð þegar Morrissey kom fram á tónleikum 8. ágúst 1992, á Madstock-tónlistarhá- tíðinni svokölluðu sem haldin var vegna endurkomu hinnar uppruna- legu Madness. Þar vafði hann sig í breska fánann á meðan hann söng lagið „National Front Disco“ og var umsvifalaust stimplaður rasisti. NME fór mikinn og setti Morrissey í óopinbert bann sem entist í tólf ár. Morrissey hefur lítið gefið út á þetta og velur ýmist að vera þögull sem gröfin (vangaveltur um kynhneigð hans hafa grasserað lengi og er ekk- ert fast í hendi um það) eða hann leikur hlutverk Stórakjafts, og á það einkanlega við um pólitík. Haustið 2004 hvatti hann Bandaríkjamenn til að kjósa John Kerry fremur en George Bush, og líkti ástandinu í Bandaríkjunum við Þýskaland Hit- lers. Nokkrum mánuðum áður hafði hann óskað Bush dauða á tónleikum. FBI og breska leyniþjónustan sáu ástæðu til að yfirheyra Morrissey í febrúar síðastliðnum vegna síendur- tekinna niðrandi ummæla um rík- isstjórnir beggja landa. Margir poppkollegar hans, eins og Robert Smith úr Cure, David Bowie og George Michael, hafa þá orðið fyrir barðinu á Mozzer og nú hefur hann ákveðið að sniðganga Kanada í yf- irstandandi tónleikaferðalagi vegna selaveiða þess, og segir hann Kan- ada vera mesta harðræðisríki heims, með Kína. Morrissey er eitilhörð grænmetisæta eins og fólk fékk rækilega að kynnast á annarri breiðskífu Smiths, Meat is Murder, og hefur beitt sér af alefli gegn kjö- tætunum í gegnum tíðina. Það kemur auðvitað ekki á óvart að Morrissey er þunglyndissjúkling- ur, „fyrir lífstíð“, að eigin sögn. Erf- iður maður með marga óvini, ein- arður og ósveigjanlegur – en snillingur af Guðs náð að mati þús- unda. Tveimur árum eftir Your Arsenal, eða 1994, kom svo platan Vauxhall and I. Tónninn rólegri en á forver- anum en engu síðri gæðagripur þar á ferð (platan tafðist reyndar í út- gáfu, kom út ári eftir að hún var kláruð. Ekki í fyrsta skipti og ekki það síðasta sem Morrissey lenti í vandræðum með að koma list sinni á framfæri). Morrissey sagði nú upp samning- um við EMI og gaf út plötu á RCA, Southpaw Grammar, árið 1995. Mörgum þótti platan furðuleg og enn í dag er deilt um hvort hér sé á ferð snilld eða rusl. Einkum þótti annkannalegt að platan byrjaði á ell- efu mínútna lagi, „The Teachers Are Afraid Of The Pupils“, en titill þess kallaði óneitanlega gamla Smit- hslagið „The Headmasters Ritual“ fram í hugann. Var Morrissey nú kominn í proggið? Síðasta plata fyr- ir þögnina miklu var svo Maladjus- ted, sem út kom 1997. Enn var Morrissey að leika sér með stílbrögð proggsins og platan ekki mikið, hvorki fyrir Morrissey sjálfan né aðdáendur. Hann flutti til Los Ang- eles eftir þetta og hafði hægt um sig, og var auk þess án samnings. Það var svo á miðju ári 2003 að Sanctuary Records sömdu við Morr- issey, sem hafði einhverju sinni lýst því yfir að hann væri til í að gefa út plötu, ef einhver vildi nú gera við hann samning. Sanctuary endur- vöktu nú reggíútgáfuna Attack í þeim eina tilgangi að gefa út nýja plötu með Morrissey. You Are The Quarry kom svo út vorið 2004 og þótti vel heppnuð og blés hún nýju lífi í Mozzer. Hann klikkaði að sjálf- sögðu ekki á smáatriðunum og mundar vélbyssu á umslaginu, sem er vísun í merki Attack en hlýtur að vera dýpri táknmynd um leið. Morr- issey er mættur aftur, og hlífir eng- um. Ljúft Umslagið á Ringleader Of The Tormentors er ekki síðra, dregur skemmtilega dár að hönnuninni sem jafnan fylgir útgáfum Deutsche Grammophone. Upptökustjóri plöt- unnar var Tony Visconti, sem þekkt- ur er fyrir vinnu sína með David Bo- wie og T. Rex, og var platan tekin upp í nýjum heimabæ Morrissey, Róm. Platan fór beint í fyrsta sæti breska vinsældalistans. Morrissey er samur við sig í textum og svart- sýnin hefur blessunarlega ekki yf- irgefið hann; þ.e. er að minnsta kosti okkar gróði. Fyrsta smáskífan var þannig lagið „You Have Killed Me“ og eitt lagið ber hið þekkilega nafn „Life is a Pigsty“. Morrissey lagði upp í heljarreisu til að fylgja Ring- leader of the Tormentors eftir og líkt og er með voldugan plötutitill- inn, og voldugt umslagið, ber túrinn yfirskriftina Tour Of The Tormen- tors MMVI. Ferðalagið hófst með upphitun í Bandaríkjunum í mars en Morrissey bjó lengi vel í Los Angel- es eins og áður hefur komið fram en er nú nýfluttur til Rómar. Hann seg- ir að ástæðan sé meðal annars hversu grunnhyggin þjóð Banda- ríkjamenn séu. Evrópa var svo tekin í apríl, og umfangsmikið ferðalag um Bretland fylgdi. Morrissey er nú að taka tónlistarhátíðarrúntinn og er Reykjavík skotið þar inn í. Morr- issey mun taka sér stutt orlof hér- lendis eftir tónleika, eins og gjarnt er um erlenda hljómlistarmenn sem heimsækja landið í fyrsta sinn. Segja má að efnisskrá væntanlegs kvölds komi úr þremur hagstæðum áttum; efni frá hinum goðumlíku Smiths, eldri gullmolar og svo lög af þessum tveimur plötum sem borið hafa með sér endurreisn lista- mannsins. Víst er að ljúft verður á að hlýða … Miðasala á tónleika Morrissey fer fram á midi.is, í verslunum Skíf- unnar og völdum BT-verslunum. Miðaverð í stæði er 4.500 krónur og 5.500 í stúku auk miðagjalds. arnart@mbl.is ’Ferill Morrisseyhefur reynst æði skrykkjóttur og ef tónlistin bregst ekki bregst einfaldlega eitthvað annað.‘ Síðasti vagninn í Sogamýri“ varsungið angurværri röddu á ár- um áður. Þetta varð að dægurlaga- texta þótt strætis- vagninn í Soga- mýri æki sam- viskusamlega a.m.k. eina ferð á klukkustund neð- an úr bæ. Hvað myndu dægur- lagahöfundar þess tíma hafa sagt hefðu þeir getað séð þróunina – að strætisvagnar yrðu nánast sjaldgæf sjón á götum höfuðborgarsvæðisins og sumir íbú- ar þess eða starfsmenn fengju enga þjónustu, eins og t.d. þeir 400 starfsmenn sem vinna hjá Morg- unblaðinu í hinu nýja húsi við Há- degismóa. Fjögur hundruð manns er eins og lítið þorp á landsbyggð- inni. Slík þorp fá rútur heim á hlað, sum nokkrum sinnum á dag, t.d. þéttbýlissvæðin fyrir austan fjall. Að vísu eru ekki alltaf mjög margir í þeim bílum en mér datt svona í hug að á því mætti ráða bót. Kannski mætti slá tvær flugur í einu höggi og láta rúturnar sem fara á misjöfnum tíma austur fyrir fjall leggja svolitla lykkju á leið sína og stoppa fyrir framan Morgun- blaðshúsið á leið sinni austur. Þá fengju rúturnar fleiri farþega og þeir sem þurfa gætu komist klakk- laust og á fremur einfaldan hátt upp í Hádegismóa til að vinna eða reka erindi þar. En auðvitað væri best að strætisvagnakerfið væri endurskoðað ennþá einu sinni með tilliti til breyttra aðstæðna og það færi að ganga vagn upp í Hádeg- ismóa á ákveðnum tímum. Það er raunar tímaspursmál hvenær það gerist, því það mikil byggð er orðin á svæðinu í nágrenni við Rauðavatn. Ég varpa þessu svona fram ef það mætti verða til að leysa úr málum í bili, meðan menn eru að skoða hvað gerast á í samgöngumálum höfuð- borgarsvæðisins er lengra líður. Mér finnst raunar með sam- göngumál eins og heilbrigðis- og menntamál, – að þjónustufyrirtæki af þessu tagi eigi ekki að skila arði í beinum peningum heldur óbeinum. Við borgum skatta og þeir sem fara með stjórn þeirra fjármuna í það og það skiptið eiga að sjá til þess að þessir grunnþættir séu í lagi og skili því sem þeim er ætlað. Auðvit- að lifum við á hverfanda hveli, rétt eins og vant er, en þá er að bregð- ast við því og láta sér á hverjum tíma skiljast hvað nauðsynlegt er að gera til þess að íbúar þessa lands haldi lífi, læri eitthvað og geti kom- ist á einfaldan hátt til náms og starfa. Það er miklu víðar pottur brotinn í samgöngumálum höfuð- borgarsvæðisins en á leiðinni upp í Hádegismóa. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Væri ekki hægt að „redda“ þessu? Strætó í Hádegismóa! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Útsala — Útsala 40% + 20% aukaafsláttur af öllum vörum Opið virka daga 10-18 • laugardaga 10-16Nýbýlavegi 12, Kóp. • sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.