Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 27 stefnu, sem þurfi að reka hér á landi næstu árin. Í samantektarkafla skýrslunnar má ljóslega greina gagnrýni á ýmsa þætti í stefnu stjórn- valda undanfarin ár, þótt hún sé ekki orðuð með mjög beinskeyttum hætti. Viðskiptaráð bendir í fyrsta lagi á að reynslan af framkvæmd verðbólgumarkmiðs Seðlabank- ans leiði í ljós að vaxtahækkanir bankans hafi einkum verkað um farveg gengis krónunnar, en hefðu að réttu lagi einnig átt að verka á vexti. Seðlabankanum er ekki kennt um þetta heldur aðstæðum í fjármálalífinu; stóraukinni erlendri lánsfjármögnun fjármálastofnana og stærri fyr- irtækja, ásamt verðtryggingu fjárskuldbind- inga. Í öðru lagi er gagnrýnt að fjármál hins op- inbera hafi ekki stutt nægjanlega við peninga- málastjórnina. „Til að auka trúverðugleika pen- ingamálastefnunnar og skapa þannig skilyrði fyrir lækkun stýrivaxta er nauðsynlegt að sam- hæfa stefnu og aðhald í fjármálastjórn hins op- inbera þannig að hún styðji betur við verðbólgu- markmiðið en verið hefur,“ segir í skýrslunni. „Meta verður árangur í ríkisfjármálum í ljósi þess hve mjög tekjur ríkisins aukast sjálfkrafa í uppsveiflu.“ Þetta þýðir væntanlega að Við- skiptaráð telji að ríkissjóður verði að skila vax- andi afgangi, vegna þess hvað skatttekjurnar hafa hækkað mikið. Sveitarfélögin fá sinn skerf af gagnrýni.Við- skiptaráð bendir á að hallarekstur margra sveit- arfélaga á undanförnum árum sé skýrt dæmi um skort á samhæfðri fjármálastefnu af hálfu op- inberra aðila. Skýrsluhöfundar segja að efna- hagsleg þýðing sveitarfélaganna hafi vaxið með auknum umsvifum, án þess að þeim þætti hafi verið gefinn gaumur við hagstjórn í landinu. „Eigi að takast að ná markmiði um verðbólgu og hemja verðbólguvæntingar verða ríki og sveit- arfélög að taka höndum saman í stað þess að fjármálastjórn þeirra ógni stöðugleika eins og reyndin virðist hafa orðið,“ segir í skýrslunni. Í þriðja lagi gagnrýnir Viðskiptaráð ákvarð- anir ríkisstjórnarinnar, annars vegar um stór- iðju og hins vegar um breytingar á húsnæðis- lánamarkaði: „Hátt raungengi hefur að undanförnu lagt þungar byrðar á útflutnings- atvinnuvegi þjóðarinnar. Ekki er um það deilt að vandinn er að mörgu leyti heimatilbúinn og má að miklu leyti rekja hann til þess að ráðist hefur verið í stórframkvæmdir með fjárfestingum í orkuverum og jafnframt hafa verið gerðar af- drifaríkar skipulagsbreytingar á húsnæðislána- markaði. Áhugi erlendra aðila á eignum í ís- lenskum krónum, sem rekja má til mikils vaxtamunar við útlönd, hefur síðan enn stuðlað að háu gengi krónunnar. Brýnt er að atvinnustefna af hálfu opinberra aðila og aðgerðir stjórnvalda sem lúta að skipu- lagslegum þáttum á borð við fjármögnun íbúða- lána taki mið af almennri stefnu í efnahagsmál- um og sé mörkuð og tímasett með hliðsjón af henni. Samhliða skattalækkunum er nauðsyn- legt að draga úr útgjöldum og leggja ber áherslu á að allar atvinnugreinar í landinu sitji við sama borð. Nauðsynlegt er að hagstjórn verði mótuð í ljósi ólíkrar stöðu atvinnugreina þannig að stór- iðja og önnur útflutningsstarfsemi geti þrifist hlið við hlið í landinu. Að sama skapi ber að árétta mikilvægi þess að ákvarðanir um stóriðju- og virkjanaframkvæmdir verði teknar á mark- aðsforsendum.“ Viðskiptaráð gagnrýnir líka þá stöðu, sem nú er uppi, að margir kostir varðandi stóriðju og stórvirkjanir séu til umræðu í einu: „Til að hemja væntingar og skaðlegar afleiðingar þeirra þarf að draga úr óvissu um framtíðaráform í stóriðju. Líta ber til þess að óraunhæfar væntingar um framkvæmdir í náinni framtíð hafa áþekk áhrif á gengi og verðbólguvæntingar og tilkynning um nýjar framkvæmdir og því er óvissa í þessum efnum óheppileg.“ Í skýrslu Viðskiptaráðs er niðurstaðan með öðrum orðum sú, að ná þurfi jafnvægi í þjóð- arbúskapnum með aðhaldi í fjármálum ríkis og sveitarfélaga og með því að eyða óvissu um stór- iðjuframkvæmdir og draga þannig úr vænting- um, sem þeim tengjast. Sú „samhæfða stefna“ sem ráðið vill að beitt verði, hlýtur að miða að því að minnka verðbólgu og vexti á ný og koma stöð- ugleika á gengi krónunnar. Efnahagslegar og pólitískar forsendur Þetta telur Viðskipta- ráð nauðsynlegt til að Íslendingar geti í framtíðinni átt val á milli evru og krónu, „á grundvelli efnahags- legra og stjórnmálalegra forsendna.“ Hvað efnahagslegu forsendurnar varðar, er rétt að hafa í huga að aðildarríki Evrópusam- bandsins geta ekki tekið upp evruna nema að fjárlagahalli og skuldir ríkisins séu undir tiltekn- um mörkum – það er til þess hugsað að svigrúm sé til að beita ríkisfjármálunum sem sveiflujöfn- unartæki í einstökum ríkjum þegar sjálfstæðri peningamálastefnu hefur verið fórnað – og að vextir og verðbólga séu sömuleiðis undir tiltekn- um mörkum. Um miðjan síðasta áratug uppfyllti Ísland öll þessi skilyrði. Í dag eru það hins vegar aðeins skilyrðin, sem snúa að ríkisfjármálum, sem eru uppfyllt. Vextir og verðbólga eru langt yfir þeim mörkum sem sett eru í Maastricht- sáttmálanum. Fimmta skilyrðið er svo að við- komandi ríki hafi haldið gengi gjaldmiðils síns stöðugu gagnvart evrunni í tvö ár. Þar á Ísland líka langt í land. Þeir, sem hafa áhuga á að Ísland taki einn góð- an veðurdag upp evruna, ættu því að einbeita sér að því næstu árin að mynda samstöðu um stefnu sem tryggir áfram heilbrigði ríkisfjármálanna, auk þess að stuðla að minnkandi verðbólgu og vöxtum og stöðugleika í genginu. Þeir, sem hafa ekki áhuga á að Ísland gangi í ESB eða taki upp evru, ættu að beita sér fyrir sömu stefnu, því að það er forsenda þess að íslenzkt atvinnulíf stand- ist samkeppni við fyrirtæki á evrusvæðinu. Þegar horft er á hinar efnahagslegu forsendur fyrir hugsanlegri evruaðild, er líka rétt að hafa í huga að þrjú helztu viðskiptalönd Íslands, ESB- ríkin Bretland, Danmörk og Svíþjóð, standa enn utan evrusvæðisins. Þegar rætt var um hugs- anlega upptöku evru á óstöðugleikatímabilinu fyrir fimm árum leit út fyrir að a.m.k. Bretland og Svíþjóð kynnu að taka upp evruna á næstu ár- um og ýmsir spáðu því að þá kynni Danmörk að sigla í kjölfarið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður fellt upptöku evru í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefði þetta gengið eftir, hefðu Íslendingar orðið að hugsa ráð sitt afar vandlega, enda eru 30% ut- anríkisviðskipta okkar við þessi ríki og önnur 30% við ríki á evrusvæðinu. Nú er þessi staða breytt. Sænskir kjósendur felldu EMU-aðild í atkvæðagreiðslu og í Bretlandi komst ríkis- stjórnin að þeirri niðurstöðu að upptaka evru myndi ekki þjóna efnahagslegum hagsmunum landsins og fyrir vikið var áformaðri þjóðarat- kvæðagreiðslu þar í landi frestað um óákveðinn tíma. Í Danmörku eru litlar umræður um upp- töku evru sem stendur. Og þegar rætt er um pólitískar forsendur fyrir upptöku evru eru þær auðvitað þær að sæmilega breið samstaða hafi náðst hér á landi um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, að sú um- sókn hafi verið lögð fram, að stjórnarskránni hafi verið breytt til að heimila framsal ríkisvalds, að aðildarviðræður hafi skilað jákvæðri niðurstöðu, að aðildin hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu og að Ísland sé orðið fullgilt aðildarríki ESB. Því að öðruvísi er ekki hægt að taka upp evruna – eða eru einhverjir enn annarrar skoð- unar? Morgunblaðið/SverrirUngir skátar við Rauðavatn. „Þeir, sem hafa áhuga á að Ísland taki einn góðan veð- urdag upp evruna, ættu því að einbeita sér að því næstu ár- in að mynda sam- stöðu um stefnu sem tryggir áfram heil- brigði ríkisfjármál- anna, auk þess að stuðla að lækkandi verðbólgu og vöxt- um og stöðugleika í genginu. Þeir, sem hafa ekki áhuga á að Ísland gangi í ESB eða taki upp evru, ættu að beita sér fyrir sömu stefnu, því að það er forsenda þess að ís- lenzkt atvinnulíf standist samkeppni við fyrirtæki á evru- svæðinu.“ Laugardagur 29. júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.