Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 39
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 39 Á ÞRIÐJU-daginn féllu fjórir eftir-litsmenn Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í loft-árás Ísraela á bækistöð þeirra í Khiam í Suður-Líbanon. Eftirlits-mennirnir, sem voru frá Austur-ríki, Kanada, Kína og Finnlandi, störfuðu allir fyrir friðar-gæslu-sveitina Unifil sem hefur verið í landinu síðan árið 1978. Kofi Annan, framkvæmda-stjóri SÞ, brást hart við og sagði árásina hafa verið gerða af ásetningi. Ingibjörg Þórðardóttir, stríðs-frétta-maður hjá breska ríkis-útvarpinu BBC í Líbanon, sagði á fimmtu-daginn að líbanskir ráða-menn hefðu viðurkennt að þeir hefðu misst tökin á stjórn landsins í hendur liðsmanna Hizbollah. „Það var Hizbollah sem fór í stríð við Ísrael og það er ákveðin hætta á að hreyfingin komi út úr þessu sterkari en áður,“ sagði Ingibjörg en að hennar sögn eru allir innviðir landsins farnir og efna-hagurinn í rúst. Fjármála-ráðherra Líbanons hefur verið harðorður í garð Banda-ríkjanna vegna þess að þau vilja ekki styðja vopna-hlé. Ingibjörg Þórðardóttir, stríðsfréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu BBC. „Ríkis-stjórnin valdalaus andspænis Hizbollah“ JAKOB Örn Sigurðsson, landsliðs-maður í körfu-knatt-leik, hefur samið við spænska liðið Ciudad de Vigo Basket sem leikur í þriðju efstu deild þar í landi, LEB 2. Jakob, sem lék með Bayern Leverkusen í úrvals-deildinni í Þýska-landi á síðasta keppnis-tímabili, verður því fjórði íslenski atvinnu-maðurinn í körfu-knattleik á Spáni. Hinir þrír eru Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinski og Hörður Axel Vilhjálmsson. Liðið er nýtt og varð til eftir að hópur fjár-festa með stuðningi borgar-yfirvalda í Vigo keypti keppnis-réttinn af öðru liði og er þetta í fyrsta skiptið sem borgin á lið í deildar-keppni í körfu-knattleik. Margir munu hins vegar kannast við knatt-spyrnulið borgarinnar, Celta. Jakob samdi við Vigo á Spáni VIÐSKIPTA-bankarnir eiga meiri verð-tryggðar eignir en skuldir og hagnast því á verð-bólgunni sem nú hrjáir landið, að sögn Sigurjóns Þ. Árnasonar, banka-stjóra Lands-bankans, en bankinn kynnti afkomu-tölur sínar á fimmtu-daginn. Bankinn skilaði sex milljarða hagnaði á öðrum árs-fjórðungi en það er þremur milljörðum meira en búist hafði verið við. „Allir þeir sem eiga meira verð-tryggt en þeir skulda græða á verðbólgu-skoti. Hins vegar er mikilvægt að benda á að verði verð-bólgan viðvarandi tapa allir,“ segir Sigurjón. Hagnaður Lands-bankans fyrir skatt á fyrri hluta ársins nemur því 25 milljörðum króna samanborið við 13,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2005. Hagnast á verðbólgu SÁ ORÐRÓMUR gekk fjöllunum hærra í Englandi í vikunni að miðvallar-leikmaðurinn Michael Carrick frá Tottenham væri á leiðinni til Manchester United og Tottenham væri þegar búið að sætta sig við ákvörðunina. Aðeins væri eftir að semja um kaup-verðið en líklegt er talið að það verði um 17 milljónir punda. Michael Car- rick til Man- chester United Í RANNSÓKN sem Heilsu-gæslu-stöðin á Akureyri og fleiri gerðu kemur fram að tengsl séu á milli aukinnar þyngdar og lakari náms-árangurs hjá nemendum 10. bekkjar. Í hóp þeirra sem eru þungir eru örfáir nemendur sem ná ágætum náms-árangri, að sögn Magnúsar Ólafsonar læknis. Þyngdar-þróun á svæðinu sem var rannsakað er þó jákvæð í 4.–7. bekk en nemendur í 10. bekk hafa skorið sig úr með því að þyngjast á milli ára. Hlutfall of þungra barna í 10. bekk hefur vaxið úr 21,3% árið 2000 í 27,7%. Lakari námsárangur tengdur þyngd Í NÝRRI skýrslu um jarð-göng til Vestmanna-eyja kemur fram að kostnaður geti numið á bilinu 20-25 milljörðum en skýrsluna vann norska ráðgjafa-fyrirtækið Multiconsult og var hún kynnt á fundi Ægis-dyra, félags áhuga-fólks um veg-tengingu milli lands og Eyja, sem haldinn var á fimmtudaginn. Í yfirlýsingu frá Ægis-dyrum segir að miðað við framlög sem ríkis-sjóður greiði árlega vegna Herjólfs og innkomu af áætluðu veg-gjaldi sé ljóst að göngin myndu verða greidd upp á 40 árum. Á dögunum skilaði starfs-hópur samgöngu-ráðherra um bættar samgöngur áliti sínu en þar voru jarð-göng nánast blásin út af borðinu. Ingi Sigurðsson, formaður Ægis-dyra, segir þá niður-stöðu hafa valdið sér miklum vonbrigðum en hann átti sætti í starfs-hópnum. Jarðgöng til Vestmanna- eyja gætu kostað 25 milljarða Á ÞRIÐJUDAGINN valt bensín-flutninga-bíll frá Olíu-dreifingu á þjóð-vegi 1 í Ljósa-vatns-skarði en 10 þúsund lítrar af bensíni láku á jörðina á meðan bíllinn lá á hliðinni. Þrátt fyrir gríðarlega hættu á bæði eldi og mengun tókst að koma í veg fyrir hvoru-tveggja. Olíu-gildrur voru settar upp við skurði og læki en talið er að hlýtt veður hafi átt sinn þátt í að talsvert af bensíninu gufaði upp áður en mengun hlaust af. Bílstjórinn hlaut minni háttar meiðsl. Björgunar-lið tók enga áhættu og ákvað að tæma bílinn eins vel og hægt var áður en hreyft var við honum. Notast var við froðu og sand til að vinna gegn bensín-menguninni á meðan unnið var að tæmingu tankbílsins. Mikill umferðarhnútur myndaðist við slys-staðinn enda var þjóð-vegurinn lokaður í um 6 klukkustundir. Lögreglan á Húsavík segir að mildi sé að ekki hafi farið verr þar sem eldsneyti hafi byrjað að leka úr kerrunni áður en hún stöðvaðist. Því hefði ekki þurft nema lítinn neista til að kveikja í eldsneytinu og þá hefði orðið stórbruni. Bensín-flutningabíll valt og olli mikilli hættu Morgunblaðið/Margrét Þóra Olíubíll valt í Ljósavatnsskarði með þessum afleiðingum. Á SUNNUDAGINN síðasta fór pall-bíll með fimm farþega innan-borðs á kaf í Krossá en fólkið náði að bjarga sér í land með því að klifra upp á þak bílsins og synda svo yfir að ár-bakkanum. Krossá hefur lengi þótt sérstaklega varasöm þar sem hún lítur iðulega sakleysislega út en ár-farvegurinn er síbreytilegur og afl árinnar er slíkt að hún getur grafið djúpa skorninga. Fólkið lét neyðar-línuna vita og kom flug-björgunar-sveit Hellu á vettvang og dró pall-bílinn upp úr ánni með tveimur vöru-bílum. Að sögn skála-varðar í Húsadal hefur verið nokkuð um að fólk festi bíla í ánni í sumar og hvetur hann fólk til að sýna varkárni og jafnvel hafa með sér vöðlur svo hægt sé að vaða út í ána og mæla dýpi þar sem ætlunin er að keyra yfir hana. Pallbíll á kaf í Krossá Þó Krossá lýti sumsstaðar sakleysilega út hefur það margsinnis sýnt sig að það er varasamt að aka yfir hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.