Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Erfiðasta frí sem maður fer í,er að veiða lax á Íslandi íviku. Maður þarf að fara íþriggja vikna leyfi til Frakklands á eftir, til að jafna sig. Og fjölskyldan heldur að maður sé hér í indælis afslöppun.“ Sir Richard Needham er að borða morgunverð í veiðihúsinu við Langá og það er ekki að sjá að hann sé stressaður við veiðarnar, eða þreyttur þrátt fyrir gaman- samar yfirlýsingarnar. Klukkan er orðin níu og yfir honum og félaga hans, veiðikonunni Rowan Peto, er ró sem er algengara að sjá hjá er- lendum en innlendum laxveiði- mönnum á Íslandi. Enda eru Ís- lendingarnir í hollinu búnir að kasta í tvo tíma þegar þau klæðast vöðlunum. „Við erum á leiðinni „upp á fjall“, það er frekar lítill fiskur þar ennþá,“ segir Sir Richard. „Ég er ekki viss um að við náum nokkr- um.“ „Jú jú,“ segir leiðsögumaðurinn Tim Edwards. „við setjum í fiska.“ Ellefu laxar á gárutúpu Það er hlý austanátt þegar við ökum af stað slóðana upp á efsta veiðisvæði Langár. Þetta er í fimmta sinn sem Sir Richard Needham veiðir hér; á fimm dög- um hefur hann landað 13 löxum – og hefur misst enn fleiri. „Ég er farinn að þekkja marga veiðistaði hér, samt er áin aldrei eins; aðstæðurnar breytast. Að þessu sinni hef ég náð ellefu löxum á hits, þetta eru svo til allt æsileg- ar yfirborðstökur. Það er mjög spennandi að veiða með gárubragðinu – en maður tap- ar helmingi fiskanna. Krókarnir eru svo smáir. Tvo dagana landaði ég einum laxi en missti fjóra. Dag- inn þar á eftir setti ég í þrjá og landaði öllum. Það er engin regla í þessum laxveiðum.“ Hann horfir út um gluggann á náttúruna sem er böðuð mildu sólarljósi. „Hvað kall- arðu þennan fugl?“ spyr hann og bendir á stelk. „Borðið þið hann? Nei. Í gær var rjúpa með átta unga við einn hylinn, það var gaman að fylgjast með henni. Ekki vildi ég skjóta rjúpu, en mér finnst allt í lagi að skjóta fasana. Það má rækta þá.“ Hann horfir út á ána. „Fyrir þremur árum voru miklir þurrkar hér og þá fannst mér ekki mjög gaman að veiða. Það var eins og fiskurinn væri allur að deyja úr súrefnisskorti. hann lá í nokkrum hyljum, mjög vesæll, og þar var barið á honum. Ég get aldrei skilið af hverju laxinn tekur. Í gær, sem dæmi, var ekkert að gerast lengi vel. Fiskur- inn hreyfði sig ekki. Skyndilega fór hann svo að taka og ég náði þrem- ur á 40 mínútum. Þetta er stór- furðulegt! Og enginn veit af hverju hann tekur, eða af hverju sumir laxar taka fluguna en aðrir ekki.“ Hann hristir höfuðið af undrun yfir háttalagi fiskanna. Laxinn eltur eins og hundur „Mér finnst ég geta merkt það á laxi sem ég sé stökkva, að það sé meira af stórum laxi en síðustu ár. Ég setti í tvo slíka á hitsið en land- aði hvorugum. Þeir eru sjálfsagt varkárari en smálaxinn, þeir eru lífsreyndari.“ Síðan veltir Sir Richard fyrir sér spurningunni um eftirlætis veiði- svæði sín í ánni. „Ætli það sé ekki Krókódíll. Hann er strax fyrir ofan sjóinn, þar taka laxarnir oft á brotinu og fara aftur niður í sjó. Þá þarf að „ganga með hundinn“ – elta fisk- inn. Fyrr í vikunni þurfti ég að elta einn „hundinn“ eina þrjú hundruð metra áður en ég gat strandað honum. Það var eins og að vera með ódælan Springer Spaniel sem vill alltaf hlaupa í öfuga átt við þá sem þú ert að fara! Það getur verið mjög spennandi. Í gærkvöldi náði ég öðrum þar og hann fór líka út í sjó. Þá svindl- uðum við og notuðum háfinn, ann- ars hefði ég þurft að elta.“ Needham og Peto hefja veiðar í kunnum veiðistöðum með sér- kennileg nöfn: hún í Kamparí og hann í Neðri-Kamparí. Undir hjá honum er blálituð hitstúpa með krók númer 16. Þetta er flugan sem hefur gefið honum mest í vik- unni. Laxinn hefur verið seinn að ganga á efsta veiðisvæðið þetta sumarið, búið er að setja í tvo í Kamparí til þessa en báðir sluppu. Sir Richard veiðir hylinn vand- lega, án þess að verða var. Að því búnu hvetur Tim hann til að fara yfir Kamparí, á eftir Peto, því hún reisti lax á einum stað. Hann segir Tim að byrja sjálfur að kasta, hann ætli aðeins að tylla sér. Endurreisti Belfast Hann rifjar upp þá tíma, er hann sneri til lands forfeðra sinna, Norð- ur-Írlands, sem ráðherra. „Ég er sá ráðherra sem hefur verið lengst þar við stjórnvölinn. Það var yndislegt starf, og ekki síst þar sem ég sá um allt annað en öryggis- og stjórnmál. Ég sá um efnahags- og viðskiptamálin, um- hverfis-, húsnæðis- og skipulags- mál; mitt hlutverk var að end- urskipuleggja og byggja upp efnahagslíf svæðisins. Ég byggði Belfast upp að nýju. Á þessum tíma, 1985, var Belfast alveg hræðileg. Sundursprengd og her- menn út um allt. Byssur og hræði- legar byggingar. Nú er Belfast eins og hver önnur nútímaleg evr- ópsk borg, friðsæl og falleg. Fjölskylda mín hafði verið í Norður-Írlandi síðan á 17. öld og þannig var ég í vissum skilningi að snúa heim og einstakt tækifæri að fá að taka þátt í uppbyggingunni. Ég hafði ákveðna sýn á framtíð mannlífsins í landinu. Ég líkti Bel- fast við Napolí,“ segir hann og hlær. „Ég fór til Napólí og spurði borgarstjórann hvað ég gæti lært hjá þeim. Hann svaraði: Napolí er full af skít en við eigum með nokkra demanta – lykilatriðið er hvernig stutt er við þessa demanta. Ég sneri aftur og sagði: Belfast er full af skít en við eigum heldur enga demanta! Við urðum að byrja á að skapa demantana. Við fengum fyrirtæki í lið með okkur, styrktum þau til að ráðast í verkin og sköp- uðum smám saman þessa demanta. Við fengum bestu arkitekta og borgarskipuleggjendur heimsins í lið með okkur. Og við virkjuðum fólkið í hverfunum. Belfast er yndisleg borg, hún villtist bara af leið og fólkið lenti í öngstræti, margir fóru. Lykillinn að endurreisninni var að endur- reisa stolt fólksins og tengingu þess við fortíðina. Það varð sífellt erfiðara fyrir hryðjuverkamennina. Ég gaf fólki alltaf símanúmer Gerry Adams ef þeir létu eitthvað á sér kræla, og sagði: Ekki skamma mig, hringið í hann,“ segir Sir Richard og hlær. „Nei, framtíð Norður-Írlands er björt. 90% fólksins er frábært. En 10% lifa læst í eymdar- ástandi, eyrnamerkt IRA öðrum megin og UDA hinum megin. Það er skelfilegt. Eins og norræn út- gáfa af Sikiley.“ Má ekki hugsa um kynlíf Sir Richard kom fyrst til Íslands að veiða fyrir sex árum, fyrir til- stilli góðs vinar. „Mér leiðist að fara til veiða og veiða ekki neitt! Þess vegna er ekkert voðalega gaman að veiða lax í Skotlandi; það er svo sjaldan sem maður veiðir eitthvað,“ segir hann með glettnisglampa í augunum. „Ísland er frægt fyrir laxinn og hvað það er mikið af honum. Áður en ég hætti í stjórnmálum hafði ég ekki efni á að koma hingað, en síð- ustu ár hef ég látið það eftir mér og eytt frábærri viku við veiðar með vinum mínum. Atlantshafslaxinn er hér að ganga beint úr sjónum, hann er sterkur og spennandi bráð. Laxinn er konungur fiskanna, ekki satt? Hann er yndislegur og spennandi. Og þetta er svo fallegur fiskur. Svo er ánægjulegt að sjá hvað ánni er vel stjórnað og vel gengið um hana. Landslagið hér er kannski ekki eins fallegt og í Skot- landi, en það er samt fallegt.“ Hann lítur í kringum sig. „Sjáðu bara,“ segir hann: „Villtur gróð- urinn, blómin, kindur, allir þessir fuglar; það er alltaf eitthvað að skoða. Annars má maður ekki hugsa um neitt annað en veiðina þegar maður er að veiða. Ekki einu sinni um kynlíf!“ Og hann hlær hjartanlega. Í sömu mund er kallað: „Sir Rich- ard!“ Tim stendur við Kamparí með kengbogna stöng. Lax hefur tekið rauða Frances. Needham sprettur á fætur en um leið slaknar á línunni, laxinn er farinn. Kamparíhyljirnir gáfu ekki laxa þennan morgun og þá var ekið aft- ur niður slóðann. Peto fór úr bíln- um við Hornhyl en Tim fylgdi Sir Richard að Klettakvörn. Hitsið rennur þar yfir streng milli grjóta og lax kemur svo að segja strax á eftir. Og eftir nokkur köst í viðbót tekur einn. „Fljótur, taktu mynd!“ kallar Sir Richard og að myndatök- unni lokinni er laxinn slopinn. „Jæja, þú náðir allavega mynd- inni,“ segir veiðimaðurinn þegar við göngum aftur að bílnum. Þetta var gaman! Bjargstrengur er í víðu gili með gráum klettaveggjum. Þar er gáru- bragðið einnig reynt og þarna er greinilega saman kominn fjöldi laxa, þeir stökkva á fimm stöðum hið minnsta, við mikla gleði við- staddra. Og ekki þarf að kasta oft áður en einn tekur. Þetta er löng og æsileg viðureign. Flugan er smá og haldið getur þar af leiðandi ver- ið lítið. Fiskurinn stekkur aftur og aftur og alltaf nær veiðimaðurinn að leggja stöngina niður svo slynk- ur komi ekki á línuna. Þegar hann reynir síðan að lempa laxinn nær landi, nær hann nokkrum sinnum að strika aftur út í strenginn. Að lokum tekst Sir Richard með róleg- heitum að koma fiskinum upp á grunnt vatn við klettinn sem hann hefur fært sig upp á og þar nær Tim að hafa á honum hendur, eftir að laxinn hefur gert heiðarlegar til- raunir til að sleppa. „Þetta var gaman, var það ekki?“ segir Sir Richard að viður- eigninni lokinni, og augun ljóma af gleði. „Ekki segja mér að til sé neitt sem er meira spennandi en þetta! Það er ekki til.“ „Eigum við ekki að fara aftur útí?“ spyr Tim. „Auðvitað,“ er svarið. Og samtímis stekkur lax neðst í hylnum – eins og fyrirheit um fleiri tökur. Ekkert meira spennandi en þetta Morgunblaðið/Einar Falur „Hef aldrei skilið af hverju laxinn tekur.“ Sir Richard Needham nýtur aðstoðar leiðsögumannsins Tim Edwards við að landa laxi í Langá. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Sir Richard Needham, sem var við veiðar í Langá í liðinni viku, var þingmaður breska Íhaldsflokksins 1979 til 1997. Á árunum 1985 til 1992 var hann ráðherra á Norður-Írlandi og bar meðal annars ábyrgð á enduruppbyggingu Belfast. Árið 1992 varð Sir Richard viðskipta- ráðherra og gegndi því embætti í þrjú og hálft ár. Frá því hann sagði skilið við stjórnmálin hefur hann setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana, og er einn helsti stjórnandi Dyson, stærsta framleiðanda ryksuga í heiminum. Hann er sjötti jarlinn af Kilmorey á Norður- Írlandi, en notar ekki titilinn, að eigin sögn þar sem hann var þingmaður, og þá býr hann ekki á ættaróðalinu heldur frændi hans. Hinsvegar ber eldri sonur hann titilinn greifi af Newry. Sir Richard segist vera frístundaveiðimaður; hann veiði lax á Íslandi í eina viku á ári og í eina viku veiðir hann silung í á nærri heimilinu. Fyrsta laxinn veiddi hann á Írlandi fyrir tuttugu árum. „Hann tók í neðsta hyl árinnar og aðstæðurnar voru sérstakar; þar sem ég var að berjast við laxinn voru við hliðina á mér börn að leik á ströndinni og golfleikarar að pútta.“ Sir Richard segist eiga sér einn draum sem veiðimaður. „Hann er sá að þegar sonarsynir mínir þrír verða komnir á unglingsár, langar mig að fylgjast með þeim veiða sína fyrstu laxa hérna.“ Dreymir um að veiða með barnabörnunum Sir Richard Needham. STANGVEIÐI | VEITT MEÐ SIR RICHARD NEEDHAM Í LANGÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.