Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BANDARÍSKA vefleitarfyrirtækið Google hefur undanfarin ár unnið að því að gera kort og gervi- hnattamyndir af heiminum aðgengi- leg í gegnum vefinn. Hægt er að nálgast þessar myndir í gegnum tölvu eða í gegnum farsíma og hef- ur Guðmundur Hafsteinsson stýrt uppbyggingu þessarar þjónustu fyrir farsíma. Nú á dögunum kynnti Google nýjung í farsíma- þjónustu sinni, en nú er hægt að sjá umferðarþunga á stærstu hrað- brautum Bandaríkjanna í gegnum farsímann. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guð- mundur að hann hafi unnið að þessu verkefni í rúmt ár: „Þetta verkefni sem ég er að vinna að snýst í rauninni um að fá kort frá Google í farsím- ann. Þetta er svipað og Google Maps, hægt er að færa kortið til, „súmma“ inn og út, leita að hlutum, fá leiðbeiningar til að komast á milli staða og svo er hægt að fá gervihnattamyndir líkt og í Google Earth. Og þetta fer allt fram á netinu þannig að þetta kemur beint frá Google samtímis. Nýjungin sem við kynntum um daginn er sú að nú sjást grænar, gular og rauðar línur sem sýna hvernig umferðin er á hraðbrautunum í Bandaríkjunum.“ Hægt að finna pitsustað í Frakklandi Guðmundur hefur unnið hjá Go- ogle í eitt ár og kom fyrsta útgáfa þessa verkefnis út í nóvember síð- astliðnum. Spurður um hvort þessi þjónusta væri mikið notuð sagði Guðmundur svo vera og væri á uppleið: „Notkunin er að aukast á þessu. Það góða við þetta er t.d. að þetta er ókeypis frá Google, þú þarft bara farsíma sem við styðjum, og við styðjum mikinn fjölda, og þú getur bara náð í þetta og notað þetta. Þarft ekki áskrift eða neitt og það einfaldar þetta mjög mikið,“ en auk þess að geta notað þetta í Bandaríkjunum er hægt að fá kort af Kanada, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Spáni en einungis er hægt að fá umferðarupplýsingar í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir það eru möguleikarnir nokkrir í Evr- ópulöndunum: „Það er t.d. hægt að leita að pitsustað í Frakklandi eða fá götukort af Berlín.“ Guðmundur segir að hraðbraut- arviðbótin hafi vakið frekar mikla athygli enda eru sumar af stór- borgum Bandaríkjanna þekktar fyrir stóra umferðarhnúta og því ættu slíkar upplýsingar að koma sér vel. Spurður um hvort slík þjónusta muni verða í boði á Íslandi sagði Guðmundur léttur í bragði að það gæti verið auðvelt að framkvæma það: „Við vorum einmitt að grínast með þetta að setja eina græna línu á Íslandi, samanborið við Los Ang- eles,“ en á meðan samtalinu stóð leiðbeindi Guðmundur blaðamanni í gegnum tæknina og gat blaðamað- ur séð umferðarþungann í Los Angeles og var hann nokkuð þung- ur, gular línur víðast hvar og marg- ar rauðar, en lítið af grænum enda háannatími og klukkan að ganga átta um morgun og flestir á leið til vinnu. Eins og lítið fyrirtæki þrátt fyrir fjölda starfsmanna Eins og áður segir var klukkan að ganga átta þegar blaðamaður ræddi við Guðmund og var hann þá löngu mættur til vinnu. Lá beinast við að spyrja hvort þetta væri and- inn í fyrirtækinu, að mæta eld- snemma og hætta seint: „Nei nei, það er allur gangur á þessu. Ég vinn frekar mikið með Evrópu þannig að það eru oft símtöl á morgnana.“ Yfirleitt eru um 2–10 manns í starfshópum hjá Google og segir Guðmundur andrúmsloftið vera mjög gott miðað við stærð vinnu- staðarins, en tæplega átta þúsund manns starfa þar í dag: „Þetta er mjög frjótt umhverfi. Það er verið að koma með nýjar hugmyndir, ræða og pæla hvernig sé hægt að bæta heiminn. Það er stöðugt verið að koma með nýjar leiðir til að gera hlutina. Google hegðar sér líka á margan hátt eins og lítið fyrirtæki, það er auðvelt að koma hlutum í gegn og það er ótrúlega spenn- andi,“ og bætti Guðmundur við að góð samskipti væru á milli hátt og lágt settra og til marks um það sagði hann að margir nýir starfs- menn væru undrandi á því hvað allt væri opið og að umræðan væri sterk: „Innan fyrirtækisins er ekki verið að leyna miklu og þaðfinnst mér nauðsynlegt.“ Tæknilegur bakgrunnur þykir nauðsynlegur Guðmundur hefur nokkra reynslu af hugbúnaðar- og tölvu- bransanum en hann starfaði við hann hér á Íslandi áður en hann fluttist til Bandaríkjanna: „Ég flutti frá Íslandi 2003 og var þá búinn að vera á Íslandi að reka mitt eigið fyrirtæki, sem hét Dímon hugbún- aðarhús, í nokkur ár. Ég fór þá út í MBA-nám í MIT-háskólanum og flutti svo árið 2005 á vesturströnd- ina og hóf störf hjá Google,“ en Guðmundur útskrifaðist frá Há- skóla Íslands sem rafmagnsverk- fræðingur. Þrátt fyrir að vinna ekki við forritun sjálfur þá þykir nauð- synlegt að vera með tæknilegan bakgrunn til að skilja eðli og um- hverfi vörunnar, en Guðmundur vann í farsímageiranum á Íslandi áður en hann fluttist út. Um fram- tíðina taldi Guðmundur að mikið væri að fara að gerast í farsíma- heiminum. Mikil áhersla væri lögð á þessa tækni, mörg stórfyrirtæki væru að vinna að henni og því væru möguleikar miklir. Kortaþjónustan ætti upp á pallborðið hjá fólki sem væri á flakki, fremur en t.d. vef- þjónusta í símum. Auk þess taldi hann að fleiri nýjungar ættu eftir að koma fram í nánustu framtíð. Hægt er að fá nánari upplýsingar um verkefnið og nýta sér þjón- ustuna í gegnum GSM síma með því að fara inn á vefslóðina www.google.com/gmm Íslendingur stýrir þróunarverkefni vefleitarfyrirtækisins Google fyrir farsíma Kort og upplýsingar um umferð- arþunga aðgengilegar í farsímum Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Svona lítur umferðin út skömmu fyrir kl átta á morgnanna í Los Angeles, gular línur næstum allas- staðar. REKSTRARKOSTNAÐUR emb- ættis ríkislögreglustjóra, RLS, árið 2005 jókst um 17% frá árinu á undan og var 975 milljónir kr. en 832 millj- ónir 2004, samkvæmt ársskýrslu embættisins fyrir árið 2005. Rekst- urinn var samkvæmt fjárheimildum en helsta skýring aukins rekstrar- kostnaðar var fjölgun sérsveitar- manna og kaup á búnaði fyrir þá. Í ársskýrslunni er m.a. fjallað um þróun í verkefnum efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra og tiltek- ið að nú beri meira á stærri og um- fangsmeiri málum en áður og brotum á sviði viðskipta sem áður voru óþekkt eða nær óþekkt. Dæmi um þetta eru Baugsmálið og olíumál- ið svonefnda. Við samanburð á hliðstæðum emb- ættum og efnahagsbrotadeildum á Norðurlöndum kemur í ljós að mála- fjöldi á hvern starfsmann efnahags- brotadeildar RLS er um tvöfalt fleiri en hjá sambærilegum deildum í Nor- egi og Svíþjóð. Ef litið er til þess hvernig vinnustundum er varið fæst einhver skýring á þessum mismun. Økokrim í Noregi ver rúmlega 60% af vinnustundum til rannsóknar og saksóknar og 7 til 9% vinnustunda til náms og kennslu. Til samanburðar er nefnt að efnahagsbrotadeild RLS hefur síðustu tvö árin varið um 4% vinnustunda til þessara þátta sem er veruleg aukning frá því fyrir nokkr- um árum. Hjá Økokrim fer þá mikill tími í stjórnun, umsýslu og erlend samskipti. Þessir þættir eru óveru- legur hluti vinnutímas hjá efnahags- brotadeild RLS á árinu 2005. Morgunblaðið/Kristinn Sérsveit Ríkislögreglustjóra að störfum. Fjölgar í sérsveitinni og kostaður eykst Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Í TILEFNI þess að samgönguráðu- neytinu hefur borist ný skýrsla um möguleika og kostnað við hugsanleg jarðgöng milli lands og Vestmanna- eyja sem unnin var fyrir Ægisdyr, félag áhugamanna um jarðgöng milli lands og Eyja, vill samgönguráðu- neytið taka fram eftirfarandi: Samgönguráðuneytið lætur nú vinna að framtíðarlausnum í sam- göngumálum Vestmanneyja í sam- ræmi við þær tilögur sem nefnd und- ir formennsku Páls Sigurjónssonar verkfræðings vann. Samgönguráð- herra þykir rétt að fá sérfræðinga til að fara yfir efni þessarar nýju skýrslu Ægisdyra og meta hvort rétt er að leggja í meiri rannsóknir vegna hugsanlegra jarðganga. Minnt skal á að niðurstaða nefnd- arinnar um framtíðarskipan sam- gangna milli Vestmannaeyja og lands var sú að gerð hafnar í Bakka- fjöru fyrir ferju milli lands og Eyja væri fýsilegasti kosturinn. Í sam- ræmi við þá niðurstöðu skipaði sam- gönguráðherra starfshóp til að fara yfir tillögur hópsins og vinna að frek- ari undirbúningi hafnargerðar og vali á ferju sem henta myndi til sigl- inganna. Starfshópurinn er að taka til starfa og mun vinna hans halda ótrufluð áfram þrátt fyrir athugun á skýrslunni sem unnin var fyrir Ægi- dyr. Samgönguráðherra um nýja skýrslu um Vestmannaeyjagöng Vinna starfs- hóps heldur ótrufluð áfram Morgunblaðið/Brynjar Gauti Guðmundur Hafsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.