Morgunblaðið - 30.07.2006, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 30.07.2006, Qupperneq 46
46 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Ég sótti tónlistarhátíðina G!í færeyska bænum Götuum síðustu helgi og það í fyrsta skipti. Tími til kominn en ég hef fylgst með þessari hátíð frá hliðarlínunni ef svo má segja allt síðan hún fór fyrst af stað árið 2002. Gata hefur verið mikill suðupunktur fyrir nýsköpun í fær- eyskri tónlistarmenningu það sem af er þessum áratug og hef ég fylgst grannt með uppganginum og gróskunni síðan færeyska bylgjan svokallaða skall á Íslandi. Kiddi í Hljómalind greiddi upp- haflega götu þessarar uppvakn- ingar hérlendis en upphaf per- sónulegra afskipta minna má rekja til viðtals sem ég átti við Kristian Blak á vormánuðum 2002 („Fínur tónleikur í Færeyjum“, 19. maí, 2002, Morgunblaðið).    Kristian er eigandi stærstuplötuútgáfunnar í Færeyjum, Tutl, og mikill tónlistargúrú þar í landi. Hann var kominn til Íslands í þeim erindum að þrýsta á meiri sýnileika á þeirri þróun sem er í eyjunum. Með honum í för var Sólarn Sólmunde, einn af með- limum Götuklíkunnar, og þá um- boðsmaður Clickhaze, rokksveit þeirri (eða rokkbólki eins og það heitir á færeysku) sem hafði á að skipa m.a. Eivöru Pálsdóttur og Jóni Tyril, eiganda G! hátíðar- innar og forvígismanni hennar. Fyrir þennan fund hafði ég lítið leitt hugann að Færeyjum og var haldinn þessum hefðbundnu for- dómum að þar færi litli, sveitalegi frændi okkar sem væri fyrst og fremst hallærislegur og því gott að hlæja að honum. Að fundi lokn- um var þetta allt saman gjör- breytt. Ég velti stundum fyrir mér af hverju ég hef svona mikinn áhuga á færeysku tónlistarlífi, mér finnst það í raun sérkennilegt. Margt hlýtur þó að koma til; al- mennur áhugi á tónlist en einnig heillaðist ég mikið af eljunni og ástríðunni hjá Kristian, Sólarn og bandamönnum þeirra. Þá hefur líka verið fróðlegt að bera saman senuna hér við þá færeysku en lík- indin með þjóðunum eru mikil. Bæði eru þetta lítil samfélög á Norðurlöndum og við tölum ná- skyld tungumál. Samt virðast Ís- lendingar í mun nánara sambandi við stærri þjóðirnar sem verður að teljast einkennilegt.    G! hátíðin er ekki nema fimmþúsund manna hátíð en hún uppfyllti vel þær exótísku vænt- ingar sem maður gerði til hennar. Ég fékk meira að segja að gista í húsinu hans Jóns Tyril, á forláta uppblásinni vindsæng sem var meira eins og vasa-hjónarúm. Maður stakk í samband og dýnan fylltist af lofti á örskotsstund. Ótrúlegt apparat. Maður var því í góðri nálægð við hátíðina allan tímann og hafði auk þess aðgang að kaffibirgðum skipuleggjenda og voru þær óspart nýttar. Gata er fallegt þorp og það er nettur portúgalskur blær yfir því, liggur við fjöru og er fjallasýnin þaðan mögnuð, algjört póstkortadæmi. Ég man að ég sat heima hjá Sól- arn vorið 2003 og þá voru hann, Jón og fleiri að fabúlera um vænt- anlega hátíð og skýjaborgirnar hrönnuðust upp. Ég dæsti í laumi, þeir voru farnir að tala eins og Ís- lendingar en almennt séð eru Færeyingar rólegir í tíðinni; eru í þessum hæggenga „nordiske sam- arbejde“ fundapakka. Mér brá því um síðustu helgi er ég gekk inn á skrifstofur G! Þar voru um fimm- tán manns á þeytingi; skrifstofuhúsnæðið í stærra lagi og tölvur, veggspjöld og snúrur um allt. Alvöru rekstur og ég átti eftir að sjá að skipulag var til fyrirmyndar, aldrei stress eða óðagot. G! vörur, bolir og slíkt voru á boðstólum og að sjálfsögðu veitingar og allt sem fylgir svona hátíðum. Örútgáfa af Hróars- keldu, öðruvísi hátíð líkt og Airwaves, South by Southwest eða All Tomorrows Parties sem tekur inn svipaðan gestafjölda.    Grein þessi fjallar þó ekki umG! sem slíka, hátíðin myndar einslags grunn að pælingum um færeyska tónlist. Nóg var af henni á hátíðinni eðlilega en allt síðan ég mætti sem gestadómari á Prix Föroyar árið 2003 (þeirra útgáfa af Músíktilraunum) hef ég fundið ákveðna þróun í þarlendri dægur- tónlist. Það verður að athuga strax að staðan þarna úti er allt öðruvísi en hér heima. Stefnur eins og rapp, bylmingsþungur harðkjarni eða tilraunakennd raf- tónlist þekkist ekki eða er hið minnsta ekki stunduð af heima- mönnum í neinum mæli. Jaðar- tónlist er eiginlega ekki til og spurning um hvað það er sem ger- ir það að verkum að 300.000 manna þjóð, afskekktari land- fræðilega séð en Færeyingar, er meira í takt hvað þetta varðar? Alþjóðlegi hljómurinn ’En spurningin sem sóttiá mig var þessi: Eru menn eitthvað vel settir ef þeir hljóma eins og Franz Ferdinand?‘ Morgunblaðið/Golli Velgengni tónlistarkonunnar Eivarar Pálsdóttur liggur ekki síst í því að hún hefur ávallt farið eigin leiðir. AF LISTUM Eftir Arnar Eggert Thoroddsen Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Stormbreaker kl. 4 (400 kr.), 6, 8 og 10. Silent Hill kl. 5.45, 8 og 10.20 B.i. 16.ára. Stick It kl. 4 (400 kr.) Silent Hill kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára Silent Hill LÚXUS kl. 8 og 10.40 B.i. 16 ára Over the Hedge m.ensku.tali kl. 1, 3, 5, 7 og 9 Over the Hedge m.ensku.tali LÚXUS kl. 1, 3 og 5 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 1, 3 og 5 Ultraviolet kl. 4.50 og 8 B.i. 12 ára Stick It kl. 3, 5.30, 8 og 10.20 Click kl. 10.10 B.i. 10 ára Rauðhetta m.ísl tali kl. 1 og 3 Ísöld 2 m.ísl tali kl. 1 Þau ætla að ná aftur hverfinu... ...einn bita í einu! SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKAFYLLSTA OG SKEMMTILEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. Magnaður spennutryllir eftir höfund „Pulp Fiction“ VELKOMIN TIL SILENT HILL. VIÐ ÁTTUM VON Á ÞÉR! Með frábærum úrvalsleikurum eins og Sean Bean, Deborah Kara Unger og Radha Mitchell (Pitch Black og Melinda & Melinda) FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! MILLA JOVOVICH Í MÖGNUÐUM SCI-FI SPENNUTRYLLI! BLÓÐSTRÍÐIÐ ER HAFIÐ! HLAUT TILNEFNINGU TIL GOLDEN TRAILER VERÐLAUNANNA Í FLOKKNUM BESTA HRYLLINGSMYNDIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.