Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 21
STÓRVIRKI!
SAGA BISKUPS-
STÓLANNA
Fátt er jafngróið íslenskri sögu og
biskupsstólarnir báðir. Saga þeirra
er þjóðarsaga Íslendinga í nærfellt
þúsund ár. Þeir voru höfuðstaðir
trúarlífs landsmanna framan af
öldum en einnig menningar og
mennta og voru umsvifamiklir at-
vinnurekendur til sjávar og sveita.
Má segja að landinu hafi verið
stjórnað þaðan um margra alda
skeið og þar komu við sögu svip-
miklir biskupar og aðrir kirkjuhöfð-
ingjar.
SAGA BISKUPSSTÓLANNA - bók
sem allir Íslendingar verða að
lesa!
og er danski arkitektinn Tanja Jor-
dan annar þeirra. Hún stofnaði ný-
lega sína eigin stofu, Jordan+S-
teenberg, í Kaupmannahöfn ásamt
Charlie Steenberg.
Þér er boðið …
„Samfélag samanstendur af þeim
einstaklingum sem lifa og hrærast
innan þess,“ segir Tanja. „Við bæði
sköpum og framleiðum það sam-
félag sem við erum partur af um leið
og við erum innblásin af því. Þess
vegna er svo mikilvægt að rökræða
og velta fyrir sér þróun samfélags-
ins, bæði út frá faglegum forsendum
og á almennan hátt.“
Í júlí hefur Tanja Jordan verið
hluti af reykvísku samfélagi. Þar
sem hún fékk innblástur frá fé-
lagsskap borgarinnar varð framtíð-
arskipulag Reykjavíkur viðfangsefni
dvalarinnar. Borgin er í mikilli mót-
un og margar stórar framkvæmdir í
vændum sem koma öllum borgarbú-
um við. Þetta eru breytingar sem
geta skipt sköpum fyrir íbúa og það
samfélag sem þeir tilheyra.
Að bak við góðan arkitektúr ligg-
ur mikil vinna. Yfirleitt verða íbúar
ekki þátttakendur fyrr en bygging
er risin og arkitektinn hefur lokið
sínu ferli. Að hleypa almenningi inn
í vinnuferlið er áhugaverð leið til að
leita að möguleikum. Þetta hefur
Tanja Jordan gert með því að bjóða
hverjum sem er að taka þátt í rann-
sóknarferli sínu. Alveg eins og það
er mikilvægt að rannsaka sögulegar
staðreyndir eða menningarlega arf-
leið finnst Tönju nauðsynlegt að
geta tekið þátt í umræðu um fram-
tíðarsýn viðkomandi svæðis til þess
að átta sig á og skilja nýjan stað,
fyrir henni er virk umræða rann-
sóknartæki. Verkefni hennar í
Reykjavík hefur því byggst á plak-
ötum sem spyrja spurninga um
framtíðaruppbyggingu umdeildra
svæða í borginni. Plakötunum hefur
verið dreift víða um borgina og á
þeim er vísað í umræðusíðu á vef
sem Jordan hefur komið upp. Hún
uppfærir síðuna reglulega og spáir
meðal annars í sérstöðu Laugaveg-
ar, uppbyggingu hafnarsvæðisins
við Mýrargötu og tengingu Vatns-
mýrarinnar við gömlu hverfi borg-
arinnar. Arkitektinn leynir því ekki
að hann er gestur hér í borg, því tit-
ill plakatanna er á dönsku, eins og
til dæmis; „Hvad skal der ske i Mýr-
argata ved havnen?“ (Hvað á að
gera við Mýrargötu við höfnina?).
Á vefsíðunni gefst almenningi
kostur á að koma með viðbrögð,
vangaveltur og hugmyndir. Þarna
er ekki verið að leita að tiltekinni
lausn heldur frekar verið að skapa
vettvang rökræðna um málefni er
varða almenning. Með því að skapa
vettvang fyrir opna umræðu er um
leið verið að gefa fólki tækifæri til
að miðla hugmyndum sínum. Með
tímanum getur skapast áhugaverð-
ur hugmyndabanki á síðunni sem
öllum er frjálst að sækja í. Á þennan
hátt getur hver sem er hrint hug-
myndum í framkvæmd og verkefnið
getur því þróast í margar áttir og
boðið upp á ótal útfærslur.
„Ég sé sjálfa mig sem verkfæri til
að skapa umræðu meðal almenn-
ings, sú umræða er mér innblástur.
Vinnuferli mitt byggist á þessari
opnu umræðu sem gefur almenningi
kost á að vera áhrifavaldur í því.
Verkefnið er rökræða sem getur
þróað margar hugmyndir, farið í
margar áttir og orðið áþreifanlegt
gegnum ólíkar áherslur. Ég nýti svo
þennan hugmyndabanka í hönnun á
almenningssvæðum. Í hvaða tilviki
sem er hefur verkefnið marga höf-
unda,“ segir Tanja. Í augnablikinu
er ekkert ákveðið um stefnu verk-
efnisins en að sjálfsögðu hefði hún
áhuga á að fylgja því eftir eða fá að
taka þátt í því ferli.
Að taka þátt í umræðu sem þess-
ari er tækifæri til þess að taka þátt í
arkitektúr, arkitektúr sem í dag er í
formi hugmynda á bloggsíðu en get-
ur seinna orðið partur af landslagi
Reykjavíkur. Tanja hefur því ekki
aðeins boðið almenningi að vera
þátttakendur í rannsóknarferlinu
heldur býður hún hverjum sem er
að útfæra hugmyndir og hrinda
þeim í framkvæmd. Máttur opinnar
umræðu er oft vanmetinn; að fá
tækifæri til að tjá skoðanir sínar
eiga ekki að vera forréttindi. Allt
um þetta má sjá á www.urbanaffair-
.blogspot.com.
Máttur umræðunnar
Í hlutarins eðli | Með því að
skapa vettvang fyrir opna
umræðu gefst fólki tækifæri
til að koma hugmyndum
sínum á framfæri og taka
þátt í ákveðnu þróunarferli.
Guðfinna Mjöll Magn-
úsdóttir fjallar um opinn
arkitektúr í Reykjavík .
Tanja Jordan var einn af nokkrum arkitektum sem tók þátt í verkefninu „Urbanplanen 2003“.
Markmiðið var að endurlífga íbúahverfi á Amager í Kaupmannahöfn. Tanja Jordan fékk íbúa hverf-
isins í hugmyndavinnu, sem gekk út á að þeir skrifuðu hugmyndir á límmiða
þar sem þeir áttu að lýsa framtíð arsýn sinni fyrir yfirgefinn verslunarkjarna miðsvæðis í hverfinu.
Hugmyndirnar voru síð an þróaðar af arkitektum í tillögur að almenningsrýmum í hverfinu.
Plakötin spyrja spurninga og kalla á viðbrögð fólks, ef þeim tekst að fá einhvern til að velta fyrir sér þessum spurningum og skapa umræðu þá er markmiðinu náð.
hannar@mbl.is
Tanja Jordan hef-
ur verið hluti af
reykvísku sam-
félagi í júlímánuði.
’Þarna er ekki veriðað leita að tiltekinni
lausn heldur frekar
verið að skapa vett-
vang rökræðna um
málefni er varða
almenning. ‘
Hönnunarfagið hefurekki farið varhluta afstýringu efnahags-legra forsenda, semráða oft miklu um til-
gang og þróun hönnunar. Innihaldið
rýrnar og samfélagsleg sjónarmið
gleymast. Markaðsöfl hafa víða tek-
ið yfir og stjórna út frá útreikn-
ingum markaðsrannsókna, sem oft
vilja gleyma mannlegum þáttum.
Hönnun og arkitektúr eru fög sem
eiga að vera samfélagslega virk en
ekki stöðutákn útvaldra. Með góðri
hönnun er hægt að hafa áhrif á dag-
legt líf fólks og koma með innlegg í
það umhverfi sem við búum í og
örva það. Maðurinn er í langflestum
tilvikum notandi eða neytandi hönn-
unar og arkitektúrs, það er hann
sem leggur lokahönd á hvert verk
með viðbrögðum sínum og athöfn-
um. Mannleg hegðun ætti því að
vera eitt af meginviðfangsefnum
þessara faga.
Samfélagsleg sýn
„Ef allt er kallað hönnun þá er
hætta á að hugtakið missi þýðingu
sína og verði innihaldslaust. Þegar
við stefnum til framtíðarinnar,
hverju eigum við þá að stefna að?
Hvaða gildum eigum við að fara eft-
ir? Ráðandi markaðshyggja í hönn-
un verður að gefa pláss fyrir sam-
félagsleg gildi.
Þróun hönnunar er ekki hægt að
skoða eingöngu út frá markaðsrann-
sóknum, tölfræðilegum og efnahags-
legum greiningum, gagnlegra er að
sjá þær sem ákveðnar forsendur.
Greining verður að fela í sér önnur
svið. Umræðan verður að fjalla með-
al annars um gildi og eðli hlutana.“
Þetta segir Markus Degerman,
sem þróaði verkefnið „Social Per-
spectives on Architecture and De-
sign“ (Samfélagsleg sýn á arkitekt-
úr og hönnun) í samvinnu við
NIFCA, sem er norræn stofnun um
samtímalist. Verkefnið er tilrauna-
verkefni sem hófst á þessu ári og
stendur yfir fram á haust. Starfandi
hönnuðir, arkitektar og myndlistar-
menn sem vinna út frá samfélags-
legum forsendum hafa verið valdir
úr hópi umsækjenda og munu dvelj-
ast í vinnustofum víðsvegar á Norð-
urlöndunum. Þar er þeim gefinn
kostur á að vinna að verkefnum sín-
um og velta fyrir sér mikilvægi
hönnunar í nútímaþjóðfélagi. Tveir
þátttakendur koma til Reykjavíkur
Höfundur er vöruhönnuður