Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 11 þrungið í drungalegu veðri og stórkarlalegt að sjá löðrandi Atlantshafið lemja á berginu. Hægt er að ganga út á enn einn predikunarstólinn úti í hafinu, einnig að skoða stigann í fjöruna og rennibrautina, og ljúft er að koma inn í hlýjuna í vitahúsinu. Þar fara gestir úr yfirhöfnum í hitakompu í kjallaranum og eru á ullarnærfötunum í stof- unni, svo stemmningin er afar heimilisleg. Rauð stjarna í stofunni, maturinn sóttur í kæligeymsl- una Síberíu og gistiherbergin heita Stalingrad, Leningrad, Moscow og Murmansk. Almennt er mælt með að ganga til baka meðfram bjarginu og inn Innstadal, en það eru allir orðnir það blautir og þreyttir að farin er sama leið yfir Kýr- skarðið. 4. dagur Fjórða daginn er gengið í logni og sól yfir Hafnarskarð í Veiðileysufjörð. Einhvern tíma á maður að hafa bograð þessa leið með eldavél, en það verður harla ótrúlegt þegar ösl- aður er snjórinn í júlímánuði. Í Veiðileysufirði bíða vistir, þar er kamar, og notalegt síðasta kvöldið. Þeir bjartsýnustu renna fyrir fisk í Veiðileysufirði. Harmóníkutónar um kvöldið vekja forvitni tveggja sela sem reka höfuðin upp úr sjónum og fylgjast með. 5. dagurAð morgni fimmta dagsins er hópurinn sóttur á báti. Siglt er inn að Hesteyri, þeim sögufræga stað, til að sækja ferðalanga. Þó að gárungarnir segi að kirkjunni hafi verið stolið af öðru byggðarlagi létu ung brúðhjón það ekki trufla sig og gengu í það heilaga á grunninum. Vart er hægt að hugsa sér rómantískari kring- umstæður. Milt er í sjóinn enda siglingin innan Djúpsins og enginn verður sjóveikur. Enda fólkið hraustara sem snýr aftur frá Horn- ströndum – það lætur ekki „smágutl“ hafa áhrif á sig, „kaldaskít“ eða „brælu“. Morgunblaðið/Pétur Blöndal Stórbrotið útsýni blasir við þegar horft yfir Hornbjarg af Kálfatindum. Stafalogn og glampandi sólskin við tjaldstæði göngumanna í Veiðileysufirði. pebl@mbl.is Þetta átti að verða síðasta ár Sigurðar fyrir norðan og síðan ætlaði hann að hætta að síga í björg. „Hann hafði skrifað kveðju til Hornvík- urinnar í gestabókina á Horni. Hann ætlaði að flytja á Hnífsdal með eiginkonu sinni og tveim- ur börnum og kenna við grunnskólann. En því miður rættist það ekki. Enginn leið skort Þó að náttúran væri miskunnarlaus á Horni, þá mátti vel komast af ef menn sömdu sig henni og þó að Arnór ætti níu systkini liðu þau aldrei neinn skort. „Kýrnar voru látnar bera á réttum tíma og við höfðum því mjólk yfir vet- urinn, fært var frá á sumrin, kindum og lömb- um smalað á hverjum degi, setið hjá og safnað smjöri og skyri, geymt í súr, soðið kjöt og slát- ur. Út á þetta gekk lífið í þá daga.“ Það þurfti að bera skynbragð á veðurfarið og nýta alltaf þau færi sem gáfust í þeim við- skiptum, að sögn Arnórs. „Ég man eftir tíðum ráðstefnum að morgni í brekkunni framan við húsið um hvernig veðrið yrði næsta daga og alltaf var það til að fara á sjó eða gera annað sem háð var veðri. Það var fylgst gaumgæfi- lega með hitastigi, straumi og hvernig stóð á sjó.“ Og fólk gerði ýmislegt til að hafa ofan af fyr- ir sér. „Það voru lesnar skáldsögur og kveðnar rímur. Pabbi kvað oft rímur á kvöldin og þá safnaðist fólk saman úr næstu húsum,“ segir Arnór. Svo var unga fólkið auðvitað að skjóta sig saman. „Við kynntumst þannig að hann var á skíðanámskeiði og leigði hjá mömmu og pabba á Ísafirði,“ segir Málfríður Halldórsdóttir, eig- inkona Stígs. „Hann nýtti sér það að systir hans var búin að ná í bróður minn,“ bætir hún við og hlær. „Ég var vanur skíðum, gekk alltaf milli húsa á skíðum á veturna. En mér datt í hug að sækja námskeiðið, þar sem okkur hafði verið boðin frí skíðakennsla,“ segir Arnór. „Hann varð Vestfjarðameistari í tvö ár í göngu og stökki,“ skýtur Málfríður inn í. „Ég fékk lánuð skíði til að stökkva. Og mætti bara á staðinn,“ segir Arnór og brosir grall- aralega. Eftir að byggð lagðist af á Hornströndum héldu sumir ferðamenn áfram að gera ráð fyrir að þeir gætu gengið að aðstoð vísri á staðnum. „Sumir héldu að þeir gætu lifað á landinu og það væri þjónusta á staðnum. Það leituðu Frakkar til Stígs bróður á Horni og einu vist- irnar sem þeir höfðu með sér voru krydd! Stíg- ur bróðir veiddi fyrir þá fugl, þeir elduðu og voru góðir í því,“ segir Arnór og hlær. „Menn komu til Guðfinns í Reykjafirði með fimm til tíu kíló af skothylkjum og riffla en engan mat. Hann skipti við þá á skotfærum fyrir mat og hló mikið þegar hann sagði þá sögu.“ Tófan át hangikjötið Og hrakfallasögurnar eru fleiri. „Einu sinni hittum við tvær hollenskar stúlkur sem fóru með íslenskum leiðsögumanni á Hornstrandir. Þau fóru með hangikjöt í Veiðileysufjörð sem þau geymdu í potti, en tófan náði hlemmnum af og át hangikjötið. Þess utan náði leiðsögumað- urinn að veiða einn máf, sem þau borðuðu svið- inn. Manni þótti það nú ekki matur,“ segir Arnór og hlær. „Þegar stúlkurnar komu í bæ- inn höfðu þær ekki fengið mat í tvo daga, að- eins kaffisopa í Fagranesinu. Við gáfum þeim að borða,“ segir Arnór ljúfur á manninn. Á sama tíma og íslenskir ferðamenn hrífast af ósnortinni náttúrunni á Hornströndum finnst Arnóri hálft í hvoru dapurlegt að koma þangað. „Ástæðan er aðallega sú að þarna er ekkert kvikt. Það var fullt af kindum, en nú er ekkert nema tófa og fuglinn. Þegar maður lítur upp í fjöllin er maður alltaf að gá að kindum, það er í manni ennþá. En það er gaman að vera þarna tíma og tíma í góðu veðri.“ Húsdyr á hvítu tjaldi vekja áreiðanlegaathygli margra sem koma í Hornvík.Það verður svo freistandi að banka upp á. Ekki síst í rigningarsudda. Blaðamaður lætur af því verða og til dyranna kemur land- vörðurinn á Hornströndum, Jón Björnsson – glaðsinna og sagnafróður, hvernig gæti annað verið – á þessum stað! Jón er íþrótta- og tómstundafulltrúi á Ísa- firði og segir það góða afslöppun að geta hlaupið úr því áreitisstarfi í kyrrðina á Horn- ströndum á vorin. „Það er alltaf tilhlökkun að koma hingað, enda fer sumarfríið í þetta, en eftir nokkrar vikur af einveru og rigningu er maður farinn að hlakka aftur til vinnu,“ segir hann brosandi. Upp úr svefnpoka í horninu gægist Gísli Kristinn Sveinsson, sem er 13 ára. Hann er í unglingavinnunni og á að hjálpa Jóni við sín störf í tvær vikur. Siglingin daginn áður hafði ekki verið auðveld fyrir hann og slagveðrið úti lofar ekki góðu, en hann er samt boru- brattur þegar hann er spurður hvernig hon- um líður og svarar: „Bara ágætlega.“ Jón fær til sín unglinga yfir sumartímann að hjálpa til við að þrífa og halda við göngu- stígum og kömrum, en einnig til að hreinsa fjörurnar og tjaldstæðið. Þá þarf að slá stíg- inn með sláttuorfi, auk þess sem mikil vinna fer í eftirlit og samtöl við ferðamenn. „Mörg- um finnst öryggi í því að hafa landvörð á svæðinu,“ segir Jón. Burðarvirkið í tjaldinu er úr plönkum og í því eru lúxusþægindi í augum ferðalanga á Hornströndum, sem hafa aðeins með sér helstu nauðsynjar. Hitarinn yljar og kakóið og í horninu er jafnvel sturtuaðstaða, þó að frumstæð sé. „Svo var það tilraun að vera með fulningarhurð, en hún er aðeins farin að bólgna, svo ég þarf að hefla af henni,“ segir hann og brosir. 90% ferðamannanna eru Íslendingar Hann segir að flestir þeirra sem leggi leið sína á Hornstrandir séu vanir ferðalangar. „Ég hef á tilfinningunni að margir gönguhóp- ar vilji undirbúa sig vel áður en þeir koma hingað og þess vegna séu Hornstrandir aft- arlega á listanum. Fólk þarf líka að safna í sig kjarki. Það er líka athyglisvert að um 90% þeirra ferðamanna sem hingað koma eru Ís- lendingar.“ Af erlendum ferðamönnum eru Þjóðverjar og Hollendingar fjölmennastir, svo Frakkar, Bretar og Skandinavar. „Það er áberandi að útlendingar tjalda ekki á tjaldsvæðum. Þeir hafa oft lesið greinar í erlendum ferða- tímaritum sem eru með villandi og röngum upplýsingum. Þeir reisa til dæmis hlóðir um allt vegna þess að þeir hafa lesið að það sé nóg af eldiviði og því þurfi ekki prímus.“ Jón er mjög varkár þegar kemur að upp- byggingu á svæðinu og hefur til dæmis ekki viljað að reist sé hús undir sína starfsemi. Og hann vill ekki að reist séu vatnssalerni á öll- um tjaldsvæðum. „Við verðum að gæta að okkur bæði til að vernda ósnortna náttúru á Hornströndum og einnig til þess að spilla ekki fyrir þeim framtakssömu einstaklingum sem eru að byggja upp þjónustu á þessu svæði, til dæmis við Hornbjargsvita, með því að fara í samkeppni við þá. Við gerðum könn- un meðal ferðamanna árið 2002 sem komu hingað og niðurstaðan var sú að 70% vildu ekki frekari uppbyggingu.“ Flestir ferðamenn koma sér fyrir á tjald- stæðinu í Hornvík og var metár í fyrra, þó að almennt hafi ferðamönnum fækkað um 10 til 15% á Hornströndum, að sögn Jóns. Engu að síður er ekki hægt að segja að Hornstrandir séu fjölsóttar af ferðamönnum. Þó að gisti- nóttum hafi fjölgað í þúsund í Hornvík síðasta sumar, þá voru á bak við þær aðeins 300 ferðamenn. Mestur fjöldi er síðari hluta júl- ímánaðar, þannig að þeir sem vilja fá algjöran frið ættu að fara á öðrum tíma. Friðlandið á Hornströndum er 520 ferkíló- metrar, en óbyggðasvæðið er mun stærra og nær yfir 1.800 ferkílómetra. „Það hefur verið til umræðu að stækka friðlandið. Ég vil stuðla að því að vernda sérstöðu svæðisins og ef það verður best gert með friðun, þá er ég fylgj- andi því. En til þess þarf góða samvinnu við landeigendur.“ Fjölbreytt flóra Jón hefur verið í námi í náttúrufræðum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Þar sótti hann meðal annars námskeið í mati á fjölbreytileika flóru og gerði það að gamni sínu í kjölfarið á því að gera úttekt á gróðri í höfninni þar sem tjaldsvæðið er. „Ég taldi 40 til 50 tegundir af plöntum á rúmlega hektara svæði en engin var ráðandi,“ segir hann. „Mest var um língresi en þó aðeins 15%. Við skoðuðum öflug svæði í Borgarfirði í nám- inu en þau komast ekki í hálfkvisti við þetta. Hér er ör vöxtur á gróðri, stuttur vaxtartími, fjölbreytt flóra og mikið náttúrulegt rask. Það sem er sérstakt er að það rýkur allur gróður upp í einu og það gerist ekki fyrr en um miðj- an júlí. Þá liggur gróðrinum mikið á, en hann sölnar síðan í fyrrihluta ágúst, jafnvel þó að það sé gott sumar.“ Undanfarin ár hefur verið æ minna um fugl í björgum og segir Jón að sennilega sé æt- isskortur ástæðan. „Það er áfellisdómur um Íslendinga að vera ekki með vöktun á svona stöðum. Ef við teljum lífríkið í fuglabjörg- unum nokkurs virði, þá eigum við að fylgjast með þróun þess. Á Bretlandseyjum og í Fær- eyjum er það að hverfa og það sama gæti gerst hér ef fugli fækkar áfram í björgum, að minnsta kosti á Vestfjörðum. En það er alltaf sama sagan, það þarf fjármagn til rannsókna og það er af skornum skammti. Margir kenna því um að tófu hafi fjölgað, en ég er ósammála því, enda hófst sambúð fugls og tófu hér um slóðir áður en maðurinn kom til sögunnar. Refir hafa verið hér í þús- undir ára og það er bagalegt ef við kennum honum alfarið um og losum okkur sjálf undan ábyrgð. Friðaðir refir eru þyrnir í augum margra. En á móti kemur að þess vegna er refurinn svona gæfur hér á Hornströndum. Við vitum þó að refurinn hefur verið skotinn og svo sér náttúran um sína, þannig að það eru sveiflur í stofnstærð með tíðarfari og fugli.“ Jón segir brýnt að fylgjast með þróun þessa fjölbreytta fuglalífs. „Á Hornbjargi og Hælavíkurbjargi má til dæmis finna stuttn- efju, sem er á válista yfir fugla í útrýming- arhættu. Það má líka velta því fyrir sér hve- nær tímabært er að draga úr eggjatínslu eða leggja hana af. Menn eru ansi kaldir í um- gengni við náttúruna. Það er til dæmis maka- laust að aðeins eru til tvö þúsund varppör af dílaskarfi, en samt er hann enn veiddur og ekki alfriðaður nema á varptíma.“ Fólk dettur í fuglana Fólk sem skoðar fuglabjarg kemur ekki samt til baka, að sögn Jóns. „Fólk getur gjör- samlega gleymt sér við að skoða fuglalífið af brún; það dettur í fuglana. Lyktin, hávaðinn og sýnin er engu líkt. Ég held við viljum að afkomendur okkar fái líka að njóta þessarar upplifunar en sjái ekki bara dautt bjarg.“ 50 til 70 hús eru í friðlandinu á Horn- ströndum, en þá eru talin öll hús, þar með tal- ið skúrar og neyðarskýli, að sögn Jóns. Og er rúmur helmingur af húsunum nýttur sem sumarhús. „Flest hús eru í Aðalvík og á Hest- eyri, en síðan eru stór svæði alveg húslaus, til dæmis allt svæðið vestan Látravíkur og þrír af Jökulfjörðunum. Hvers virði er algjörlega ósnortið land – að fá tækifæri til að upplifa auðnina? Ég er engan veginn sammála þeim sem vilja fá að reisa hús á þessum stöðum og tel við eigum að varðveita þessa sérstöðu.“ Jón segir að Ísafjarðarbær hafi sýnt að bæjarfélagið sé tilbúið að marka ábyrga stefnu án aðkomu ríkisvaldsins og vernda sér- stöðu friðlandsins í góðri samvinnu við Um- hverfisstofnun. „Ísafjarðarbær tók að sér landvörslu og rekstur friðlandsins og það hef- ur komið vel út. Það hefur orðið sterk um- hverfisvakning í sveitarfélaginu og horft er til þess að viðhalda þeirri sérstöðu sem svæðið hefur.“ Fólk þarf að safna í sig kjarki Morgunblaðið/Pétur Blöndal Jón Björnsson, landvörður á Hornströndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.