Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 37
Fyrirtæki
Fasteignasala
Gróin fasteignasala til sölu.
Fyrirspurnir sendist til augldeildar Mbl. eða
á box@mbl.is merktar „F — 18854“.
Húsnæði óskast
Óskum
eftir ein-
býlishúsi til leigu
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í
Reykjavík (SSR) óskar eftir að taka á
leigu einbýlishús í Reykjavík.
Húsnæðið þarf að vera tilbúið til afhend-
ingar í september 2006.
Grundvöllur fyrir leigu er:
Leigusamningur til tveggja ára og
með möguleika á framlengingu.
200 fermetrar eða stærra.
4 eða fleiri rúmgóð svefnherbergi.
Tvö baðherbergi.
Allar nánari upplýsingar veitir Lone
Jensen sviðsstjóri barnasviðs eða Bjarg-
ey Una Hinriksdóttir ráðgjafi í síma
533 1388 eða í tölvupósti lone@ssr.is,
bjargey@ssr.is
Húsnæði erlendis
Búseta í Kaupmannahöfn
Til sölu „andelsíbúð“ á besta stað í bænum
– Kaupmannahöfn-K, rétt við Nýhöfnina og
Kóngsins Nýjatorg.
Laus í ágúst, ath. búsetukvöð.
Uppl. í síma 0045 30500873.
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Jarðefnaiðnaðar ehf. verður
haldinn þriðjudaginn 8. ágúst 2006 kl. 09.00
á skrifstofu félagsins, Nesbraut 1, Þorlákshöfn.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum félagsins.
Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu
þess.
Stjórn Jarðefnaiðnaðar ehf.
Tilkynningar
Útboð
Framleiðsla máltíða
Sveitarfélagið Álftanes óskar eftir tilboðum
í framleiðslu á mat fyrir grunnskóla Álftaness.
Stofnun: Álftanesskóli.
Útboðsgögn verða seld hjá Sveitarfélagi
Álftaness, Bjarnastöðum, 225 Álftanesi, og hjá
VSO Ráðgjöf ehf., Borgartúni 20, 105 Reykjavík.
Gögn eru afhent á geisladisk eða á rafrænu
formi. Gjald fyrir útboðsgögn er 3.000 kr.
Opnun tilboða fer fram föstudaginn 25. ágúst
kl. 13.00 og skal tilboðum skilað fyrir þann
tíma. Tilboðin verða opnuð að viðstöddum
þeim bjóðendum sem þess óska.
Félagslíf
Sálarrannsóknarfélag
Íslands,
stofnað 1918,
sími 551 8130,
Garðastræti 8, Reykjavík.
Sumarlokun:
Skrifstofa SFRÍ verður lokuð
vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 9.
ágúst.
Nánari upplýsingar um starfandi
miðla, ásamt símanúmerum, er
hægt að nálgast á heimasíðu
okkar.
Huglæknarnir Hafsteinn Guð-
björnsson, Ólafur Ólafsson og
Kristín Karlsdóttir og
miðlarnir Ann Pehrsson, Guð-
rún Hjörleifsdóttir, Rósa Ólafs-
dóttir, Sigríður Erna Sverrisdótt-
ir, Skúli Lórenzson og Þórunn
Maggý Guðmundsdóttir starfa
hjá félaginu og bjóða upp á
einkatíma.
Hópastarf - Bæna- og þróunar-
hringir eru á vegum félagsins.
Uppl., fyrirbænir og bókanir í
síma 551 8130. Opið mán. frá kl.
9.30-14.00, þri. frá kl. 13.00-
18.00, mið.-fös. frá kl. 9.30-
14.00.
www.srfi.is
srfi@srfi.is
SRFÍ.
Vegurinn, Smiðjuvegi 5,
Kópavogi.
Samkoma kl. 19:00
Högni Valsson predikar, lof-
gjörð, fyrirbænir og samfélag.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.vegurinn.is
Samkoma í dag kl. 20.00.
Umsjón: Anne Marie Rein-
holdtsen.
Opið hús daglega kl. 16-18
(nema mánudaga).
Allir velkomnir.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Fossaleyni 14.
Samkoma kl. 20.00 með
mikilli lofgjörð. Komið og sjáið
að Drottinn er góður. Þáttur
kirkjunnar „Um trúna og tilver-
una“ er sýndur á Ómega kl. 14.
Samkoma á Eyjólfsstöðum á
Héraði kl. 17.00.
Almenn samkoma kl. 20:00.
Sigrún Einarsdóttir prédikar.
Lofgjörð, fyrirbænir og kaffisala
að samkomunni lokinni.
Allir hjartanlega velkomnir!
Fríkirkjan Kefas,
Fagraþingi 2a
við Vatnsendaveg,
www.kefas.is.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðum. Vörður Leví Traustas-
on.
Gospelkór Fíladelfíu leiðir
lofgjörð.
Fyrirbænir í lok samkomu.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Ath! Barnakirkjan er kominn í
sumarfrí, hefst aftur 27. ágúst.
Hægt er að hlusta á beina út-
sendingu á Lindinni fm 102.9
eða horfa á www.gospel.is.
Á Ómega er sýnd samkoma frá
Fíladelfíu kl. 20.00.
filadelfia@gospel.is
www.gospel.is
Raðauglýsingar 569 1100
Raðauglýsingar
augl@mbl.is
Mínar fyrstu minn-
ingar um frænda minn
Halldór Snorrason
tengjast uppvaxtarár-
um mínum austur á Fljótsdalshér-
aði. Þessar minningar tengjast
reyndar samtölum foreldra minna,
ömmu Aðalbjargar og móðursystk-
ina Halldórs frá fyrra hjónabandi
afa, um þennan frænda minn sem
fluttur var til Reykjavíkur. Þessar
umræður voru ávallt af þeirri virð-
ingu og hlýleik að það hlaut að vekja
ákveðna forvitni og eftirvæntingu í
barnssálinni. Frá þessum árum er
mér síðar eftirminnilegt þegar Hall-
dór og Anna komu austur í Húsey,
flest sumur ef ég man rétt. Trúlega
var þó hugur unglingsins á þessum
árum frekar bundinn við þann bíla-
kost sem Halldór ók í hlað hverju
sinn en þá mannkosti sem falist
höfðu í orðum fullorðna fólksins.
Þeim kynntist ég betur síðar þegar
ég hafði sjálfur þroska til að kunna
þá að meta. Frá þessum tíma hefur
Halldór Snorrason ávallt skipað
HALLDÓR
SNORRASON
✝ Halldór Snorra-son fæddist í
Þórsnesi í Hjalta-
staðaþinghá 16. des-
ember 1917. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli 9.
júlí síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Bústaðakirkju
20. júlí.
ákveðinn sess í huga
mínum.
Halldór var maður
framkvæmda. Hann
gekk yfirvegaður til
sinna verka og ein-
hvern veginn fékk
maður það fljótt á til-
finninguna að hann
gæti ráðið í flest þau
mál sem fyrir hann
voru lögð. Tæknileg
viðfangsefni voru hon-
um sérstaklega auð-
leyst, það reyndi ég oft
þegar ég kom til hans
og sona hans á Kleppsmýrarveginn
með verkefni sem þurfti að leysa.
Kannski var þó galdur hans ekki síð-
ur fólginn í því hvernig hann miðlaði
þekkingu sinni, ekki síst til þeirra
sem yngri voru. Tilsögn hans var lát-
laus og án málalenginga. Svo mun
einnig hafa verið um stjórnun í at-
vinnurekstri hans við útgerð og fisk-
vinnslu. Það hef ég heyrt beint frá
ýmsum er fyrir hann unnu.
Fyrir nokkrum árum varð á vegi
mínum bók sem hafði að geyma
mannlýsingar um nokkra bændur á
úthéraði. Höfundur hafði sest að í
Vesturheimi en skrifaði þar mörgum
árum síðar stuttan kafla um afa okk-
ar Halldórs, Halldór Björnsson
bónda í Húsey. Ég man að þegar ég
las þetta um afa, sem lést fyrir mitt
minni, kom mér strax í hug Halldór
Snorrason. Öll mannleg samskipti af
þeirri gerð að þau stóðu eins og staf-
ur á bók. Orð jafngild skriflegum
samningi. Á síðustu árum hefur mér
oft verið hugsað til þessara eigin-
leika í samskiptum við börn og afa-
börn Halldórs. Orðheldni og hjálp-
semi sem lýst var fyrir meira en öld
er enn til staðar þótt samfélagið sé
breytt.
Á kveðjustund er ég þakklátur
fyrir allar samverustundir með Hall-
dóri hvort sem var í leik eða starfi.
Þær hafa gefið mér innsýn í heilbrigt
lífsviðhorf og verið mér skóli sem ég
hef oft leitað í.
Önnu og fjölskyldu sendum við
Guðrún hugheilar samúðarkveðjur.
Halldór Hróarr Sigurðsson.
Við fráfall Eyjólfs
Thoroddsen sér Rót-
arýklúbbur Seltjarn-
arness á bak einum af sínum traust-
ustu félögum. Eyjólfur var í hópi 27
stofnfélaga klúbbsins árið 1971 og
var alla tíð síðan mjög virkur félagi
og gegndi margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir Rótarý.
Þannig var hann í tvígang gjald-
keri klúbbsins, fyrst 1972–73 og síð-
an 1981–82 en það heyrir til al-
gjörra undantekninga að menn
gegni sama starfinu tvívegis innan
klúbbsins og er til marks um hve
mikils trausts hann naut meðal fé-
laga sinna. Hann var meðstjórnandi
1975–76 og 1980–81, varaforseti
1983 til 1984 og loks forseti 1984–
85. Hann var sæmdur Paul Harris
orðunni 1989 og var gerður heið-
ursfélagi 2001.
Eyjólfur var hár og myndarlegur
maður, fágaður í allri framkomu,
glaðvær og hlýr í viðmóti og lagði
jafnan gott eitt til mála. Einn af
EYJÓLFUR
THORODDSEN
✝ Eyjólfur Ólafs-son Thoroddsen
fæddist í Vatnsdal í
Patreksfirði 25.
október 1919. Hann
andaðist á Landspít-
alanum við Hring-
braut 13. júlí síðast-
liðinn og var
jarðsunginn frá Frí-
kirkjunni í Reykja-
vík 20. júlí.
eldri félögum klúbbs-
ins lét þess á dögun-
um getið við mig að í
forsetatíð Eyjólfs
hefði sænskur Rót-
arýklúbbur komið í
heimsókn, fjölmennur
hópur með mökum, og
væri minnisstætt
hversu vel og sköru-
lega Eyjólfur hefði
stjórnað þeim fundi á
skandinavískri tungu.
Eyjólfur var söng-
maður góður og leiddi
gjarnan söng á hátíð-
arsamkomum og jólafundum
klúbbsins. Hann var líka gæddur
góðri frásagnargáfu og var hag-
mæltur.
Eyjólfur var trúaður maður og
voru hugsjónir Rótarý um þjón-
ustulund, umburðarlyndi og skiln-
ing manna á millum augljóslega í
anda lífsskoðunar hans. Þar sem
hann fór þar fór maður sem vildi
láta gott af sér leiða og gerði það
sannarlega. Hann var því Rótarým-
aður í þess orðs bestu merkingu.
Rótarýklúbbur Seltjarnarness
þakkar Eyjólfi mikið og gott starf
og sendir Elínu Bjarnadóttur ekkju
hans, börnum þeirra og öðrum
vandamönnum innlegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu Eyj-
ólfs Thoroddsen.
Fyrir hönd Rótarýklúbbs Sel-
tjarnarness,
Gunnlaugur A. Jónsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella
á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning-
argreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Minningargreinar