Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FJÖLMENNT var í Öxnadalnum á föstu- dagskvöld, þegar hljómsveitin Sigur Rós, sem verið hefur á tónleikaferð um landið, lék þar við bæinn Háls. Var ekki annað að sjá á tónleikagestum en að þeir væru afar ánægðir með framtak Sigur Rósar og var stemningin í dalnum góð, en margir höfðu tjaldað í námunda við tónleikastaðinn. Tón- leikaferð Sigur Rósar lýkur í dag með úti- tónleikum á Klambratúni í Reykjavík. Verða tónleikarnir sendir út beint í þjóð- arkvikmyndahús Englendinga í Lundúnum, National Film Theatre, en tónleikaferðin öll hefur verið kvikmynduð. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20.30 og verður að- gangur ókeypis. Ljósmynd/Ragnhildur Aðalsteins Sigur Rós með útitónleika í Öxnadal FRANSKIR dagar standa nú yfir á Fáskrúðsfirði, en hátíðin var form- lega sett á föstudagskvöld í skrúð- garði staðarins. Blíðskaparveður var við setninguna og var mikið fjöl- menni samankomið. Mátti þar sjá fólk úr nágrannabyggðum og einnig brottflutta Fáskrúðsfirðinga sem heimsótt höfðu sinn gamla bæ. Kveiktur var varðeldur og sungið, flugeldum var skotið á loft og var til- komumikið að fylgjast með flug- eldasýningunni í blíðunni. Þetta er í ellefta skipti sem fransk- ir dagar eru haldnir á Fáskrúðsfirði. Hafa þeir hafist með tónleikum Bergþórs Pálssonar í Fáskrúðsfjarð- arkirkju. Bergþór hefur haft sér til fulltingis frábært listafólk og svo var einnig í þetta sinn, en með honum í ár voru Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir og Kjartan Valdimarsson. Þau fluttu franska kaffihúsatónlist, íslensk stemmnings- lög og lög úr söngleiknum Skrúðs- bóndinn eftir Björgvin Guðmunds- son. Undirtektir voru afar góðar og léku listamennirnir nokkur aukalög. Franskir dagar á Fáskrúðsfirði Morgunblaðið/Albert Kemp MIKIL reiði er innan samfélags bif- hjólamanna vegna þeirra tilfella sem upp hafa komið síðastliðna sólar- hringa þar sem bifhjólamenn hafi verið stöðvaðir á ofsafengnum hraða. Brotin koma í kjölfar baráttufundar sem haldinn var á fimmtudaginn til minningar um þá sem látist hafa í sumar á bifhjólum og til að stuðla að bættri umferðarmenningu meðal bif- hjólamanna. Dagrún Jónsdóttir, ein þeirra sem stóð að fundinum á fimmtudaginn, segir að mikil reiði sé innan sam- félags bifhjólamanna. „Við sem stóð- um að fundinum erum mjög svekkt yfir því að hafa ekki náð betur til fólks en þetta.“ Hún segir ljóst að allavega tveir þeirra sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af stuttu eftir fundinn hafi verið á fundinum og einnig á minningarstund sem haldin var í Heiðmörk. Dagrún segir ljós að vakning þurfi að verða meðal vél- hjólamanna og eftir fundinn hafi ver- ið mikill vilji til að stofna regnhlíf- arsamtök sem gætu beitt sér til þess. Fólk vilji bæta ástandið og hraðakst- urinn síðustu daga sé fordæmdur. Árni Friðleifsson, bifhjólamaður og varðstjóri hjá umferðardeild, var einn framsögumanna á fundinum og segir að mikill vilji hafi verið þar til að bæta stöðu mála. „Þessi hraðakst- ur núna er eins og blaut tuska í and- litið á þessu fólki,“ segir Árni. Hann segir að hraðakstur sé í raun ekki al- gengur meðal bifhjólafólks og um þröngan hóp manna sé að ræða. „Mörg hjól komast ekki einu sinni á þennan hraða.“ Þrír ökumannanna sem lögreglan mældi nú fyrir helgi reyndu að stinga af undan lögreglu og segir Árni að slíkt komi reglulega fyrir og því miður hafi þess konar til- fellum fjölgað upp á síðkastið. Meðal fundarmanna á fimmtu- dagskvöldið kom fram nokkur gremja í garð stjórnvalda og vildu sumir meina að ekki hefði verið nóg gert til að sinna fræðslu og áróðri til bifjólamanna. Sigurður Helgason, verkefnastjóri umferðaráróðurs hjá Umferðarstofu, segir að Umferða- stofa hafi starfað með Sniglunum að fræðslumálum og útvegað fjármagn til auglýsinga. „Það er sárt að heyra að lögreglan þurfi að stöðva bifhjól svona skömmu eftir fund sem þenn- an. Þetta er vandamál sem menn verða að vinna innan frá og við höf- um reynt að gera það í gegnum tíð- ina,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Mikil reiði meðal bifhjóla- manna í kjölfar hraðaksturs Tilfellum fjölgar þar sem ökuþrjótar á bif- hjólum stinga af Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ALLS starfa nú tæplega 30 hjúkr- unarfræðingar á vegum einkafyrir- tækja inni á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi í júlí. Spítalinn fer þá leið að kaupa þjónustu hjúkrunarfræð- inga af einkafyrirtækjum til að létta undir mönnun á spítalanum. Starfs- mennirnir koma frá fyrirtækjunum Liðsinni ehf. og Alhjúkrun ehf. sem eru hvort tveggja einkafyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Að sögn Önnu Stefánsdóttur, hjúkrunarforstjóra LSH, er fjöldi hjúkrunarfræðinga á vegum einka- fyrirtækja tiltölulega lágur en að jafnaði starfi á spítalanum 1.150– 1.200 hjúkrunarfræðingar og ljós- mæður í 960 störfum. Anna segir að hjúkrunarfræðingar eigi rétt á fjög- urra vikna sumarleyfi. Aukin eftirspurn Alhjúkrun ehf. er þjónustufyrir- tæki á heilbrigðissviði sem var stofn- að árið 2001 en starfsemi þess hófst árið 2002. Fyrirtækið útvegar hjúkr- unarfræðinga til heilbrigðisstofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Starf- semin hófst í júní 2001. Dagmar Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Alhjúkrunar, segir að um tíu hjúkrunarfræðingar vinni á spítölum á vegum fyrirtæk- isins. Fyrirtækið útvegar starfs- menn allt árið um kring en Dagmar segir að mest þörf sé á sumrin og há- tíðum, t.d. jólum og páskum. Al- hjúkrun hefur einnig unnið fyrir öldrunarheimili og mannar stöður á slíkum heimilum. Alls starfi um 25 hjúkrunarfræðingar hjá fyrirtækinu og 4–5 sjúkraliðar. Dagmar segir að ásókn í þjónustu fyrirtækisins hafi farið vaxandi und- anfarin ár og að það megi meðal ann- ars skýra með því að starfssvið hjúkrunarfræðinga hafi stækkað síðastliðin ár samhliða aukinni tækni. Aðspurð hvort kjörin hjá einkafyr- irtækjum séu öðruvísi en á spítalan- um segir Dagmar að þau séu eitthvað betri. Hún tekur þó fram að fyrir- tækið stundi það ekki að bjóða í starfsmenn ríkisspítalanna. Haft var samband við Liðsinni ehf. en þeir vildu ekki ræða við fjölmiðla um að hve miklu leyti fyrirtækið kæmi að mönnun á spítölum. Um 30 hjúkrunarfræðing- ar frá einkaaðilum á LSH Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Hjúkrunarfræðingar að störfum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. MJÓLKA íhugar að krefjast þess að Osta- og smjörsalan hætti að nota orðið FETA á umbúðir sínar þar sem það vörumerki er lögform- lega skráð eign Mjólku hjá Einka- leyfastofu, segir í tilkynningu frá Mjólku. Fyrirtækið hafi ótakmark- að leyfi til að nota það á vörur sín- ar og hyggist gera það áfram þrátt fyrir hótanir samkeppnisaðila um lögbann en Osta- og smjörsalan hefur krafist þess að Mjólka stöðvi tafarlaust sölu á fetaosti í gler- krukkum sem líkist umbúðum Osta- og smjörsölunnar. Í tilkynn- ingunni segir að Osta- og smjörsal- an noti vörumerkið FETAOST á sínar afurðir en það sé óskráð og hafi Grikkir hlotið alþjóðlega við- urkenningu á því að þeir eigi það vörumerki. Mjólku sé kunnugt um að stjórnvöld þar í landi hyggi á aðgerðir gegn þeim framleiðendum sem nota vörumerkið FETAOST á sínar vörur í óleyfi. „Mjólka skilur vel viðbrögð Osta- og smjörsölunnar sem ekki er vön því að starfa á samkeppn- ismarkaði. Sérstaklega í ljósi þess að á tæplega hálfu ári hefur Mjólka náð yfir 50% markaðshlutdeild á neytendamarkaði og enn stærri hlut á stórnotendamarkaði, þ.e. í sölu á FETA til veitingahúsa og framleiðenda,“ segir í tilkynning- unni. Mjólka íhugar að kæra Osta- og smjörsöluna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.