Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Nú um stundir má segjasegja að sól sé hátt álofti hjá Morrissey.Nýjasta hljóðversplatahans, The Ringleader of the Tormentors, kom út í apríl síðastliðnum og hefur fengið góða dóma, mjög góða meira að segja. Morrissey þykir hafa tekist vel upp að fylgja „endurkomu“-plötu sinni, You are the Quarry, eftir, en sú plata var gefin út fyrir rétt tæpum tveimur árum. Kom hún út í kjölfar sjö ára þagnar, en síðasta plata þar á undan, Maladjusted, þykir vera með slakari verkum söngvarans. Morrissey var sem endurfæddur á You are the Quarry, tungan flug- beitt og ástríða, sem talin var löngu kulnuð, blossaði upp sem aldrei fyrr. Morrissey lýsti því yfir í kjölfar út- gáfunnar að hann hygðist hamra skáldajárnið á meðan heitt væri, og gaf hann út hljómleikaplötu á milli hljóðversplatnanna tveggja, svona til að halda fólki við efnið. Heitir hún Live At Earls Court, kom út vorið 2005 og auk þess að innihalda þekkt lög frá sólóferli Morrissey eru þar fimm lög frá þeim tíma er Morrissey söng með The Smiths; „How Soon Is Now“, „Bigmouth Strikes Again“, „There Is A Light That Never Goes Out“, „Last Night I Dreamt That Somebody Loved Me“ og „Shoplif- ters Of The World Unite“. Ekki var slíkum æfingum fyrir að fara á Beethoven was Deaf, tónleikaplötu Morrissey frá 1993 og ekki að undra, enda var hann þá í óðaönn að hrista af sér Smithsdrauginn og sanna sig sem sjálfstætt starfandi listamaður. Tókst það vel hjá honum á þeim tíma, og er hann að stimpla sig inn aftur sem slíkur um þessar mundir. Skáld Það er til marks um aukið sjálfs- traust og sátt að Morrissey skuli farinn að læða þessum Smiths-slög- urum í efnisskrána sína, þar sem að hann þyrfti þess ekki ef hann vildi það ekki. Hann er ekki að gera þetta af örvilnun eða örvæntingu, enda ekki sokkin í það fen að þurfa að keyra á gömlu Smithsefni til að lokka fólk til sín, leið sem mörg stríðshrossin þurfa að fara og út- koman á stundum vafasöm. Nei, Morrissey er enn skapandi lista- maður og Smithslögin eru þarna einfaldlega af því honum þykir vænt um þau, þetta eru smíðar sem hann átti þátt í að gera óðdauðlegar og hann er laus við þann klafa að líta framhjá þeim vegna óþægilegra minninga, sem víst er þó nóg af. Eins og er með allar alvöru hljóm- sveitir stóð styr um The Smiths – sem margir vilja telja með allra fremstu rokksveitum sem Bretland hefur alið. Í huga þessa höfundar standa aðeins Bítlarnir framar en enginn, ég endurtek, enginn hefur náð að taka Morrissey fram er kem- ur að því að setja fram dægurlaga- texta sem hreinan skáldskap. Marg- ir hrópa nú upp Dylan, sumir Cohen sem er gott og vel en Morrissey hef- ur vinninginn hjá höfundi, m.a. af tilfinningaástæðum – nefmælt rödd Morrissey lék um minn viðkvæma unglingsheila sem festi í minni alla texta og þar eru þeir enn, meitlaðir í stein. Hiklaust hafa margir fleiri svipaða sögu að segja. The Smiths eru úr hinni grósku- ríku tónlistarborg Manchester og gáfu út sína fyrstu smáskífu, „Hand in Glove“, í maí 1983. Fljótlega varð lýðum ljóst að hér var eitthvað alveg sérstakt á ferðinni, og þótt að þetta tiltekna lag hafi ekki gert neinar gloríur tók vegur sveitarinnar að vaxa jafnt og þétt. Textar Morrissey þóttu eftirtektarverðir, hreinskiptn- ir og glúrnir; einslags sálusorgun fyrir unglinga í tilvistarkreppu sem launuðu björgunina með því að gera Morrissey að átrúnaðargoði sínu. „Hann er sá eini sem skilur,“ sagði einn aðdáandinn, spurður um dýrk- unina. Klingjandi gítar Johnny Marr, sem virtist ómögulegt að semja ógrípandi lag, smellpassaði þá við skáldgáfu Morrissey og varð þetta til þess að Smiths urðu í forustu endurreisnar á gítarrokki en hljóð- gervlar og trommuheilar höfðu þá um hríð verið í aðalhlutverki og ný- rómantísk stirni eins og Duran Dur- an skinu skært. John heitinn Peel hampaði sveit- inni linnulítið fyrstu misserin og næstu smáskífur, „This Charming Man“, „What Difference Does It Make“ og „Heaven Knows I’m Miserable Now“ treystu hana frekar í sessi. Það er athyglisvert að engin af smáskífum Smiths náði inn fyrir topp tíu listann í Bretlandi, þó að háskólavistir og unglingsherbergi hafi verið hersetin af Smiths á starfstíma hennar. Gott dæmi um hversu mikla yfirburði Smiths höfðu er þeir flugu sem hæst er að „How Soon is Now?“, eitt þekktasta lag sveitarinnar, var upprunalega gefið út sem b-hliðar lag á „William, It Was Really Nothing“ tólftommunni. Að geta sólundað lögum sem þess- um á þennan hátt, lög sem aðrar sveitir dræpu fyrir, er til marks um þann gríðarlega sköpunarkraft sem þá bjó í sveitinni. Umdeildur Morrissey var um margt skringi- legt efni í poppstjörnu, eiginlega hetja narða og undirmálsmanna – allra þeirra sem voru lamdir á skóla- lóðinni og voru lélegir í íþróttum (þó að Morrissey sjálfur hafi verið efni- legur spretthlaupari um tíma). List- gyðjan tældi hann þó yfir til sín á endanum en tónlistarferill Morris- sey hófst með pönksveitinni Nose- bleeds þar sem hann samdi m.a. lög- in „I Get Nervous“ og „(I Think) I’m Ready for the Electric Chair“. Morrissey var einnig hneigður til bókmennta og kvikmynda og þróaði með sér þráhyggju gagnvart ýmsum hlutum, einkanlega James Dean, Oscar Wilde og frumpönksveitinni New York Dolls, sem hann skrifaði bók um og stýrði hann einnig aðdá- endaklúbbi sveitarinnar í Bretlandi. Um tíma var hann orðinn frægur að endemum fyrir lesendabréf sín í NME, þar sem hann tjáði sig af krafti um hvaðeina er viðkom sam- tíma poppi og rokki. Fyrsta bréfið skrifaði hann fimmtán ára gamall, árið 1974, þar sem hann mærði plötu Sparks, Kimono My House. Morrissey varð strax umdeildur sem framvörður Smiths og áttu ým- is uppátæki utan sviðs ekki síst þátt í því. Hann gagnrýndi ríkisstjórn, konungsvald og Live Aid m.a. og sá þannig til þess að hann og sveit hans voru stöðugt í fjölmiðlum. Oft og iðulega hefur Morrissey gengið fram af fólki eftir þetta, í textum er hann berorður mjög og lætur t.a.m. skammirnar dynja miskunnarlaust á Bandaríkjamönnum á tveimur nýj- ustu plötunum. Er þriðja breiðskífa Smiths, The Queen is Dead, kom út í júní 1986 voru komnir brestir í samstarfið, en vinnuálagið var gríðarlegt. Platan, sem er iðulega talin besta verk sveitarinnar, hafði tafist um sjö mánuði (hún var tilbúin í nóvember 1985) vegna lagastapps við útgáfu sveitarinnar, Rough Trade. Marr var er hér var komið sögu búinn að missa tök á drykkjunni og Andy Ro- urke, bassaleikari, var á kafi í her- óíni. Morrissey tók sig þá til og rak Rourke með því að setja miða á bíl- rúðuna hans þar sem stóð: „Andy – þú hefur yfirgefið The Smiths. Bless og gangi þér vel, Morrissey“. Ro- urke var þó endurráðinn nokkrum dögum síðar. The Smiths þraut örendið árið 1987, og var ekki lengur til er fjórða og síðasta hljóðversskífan, Stran- geways Here We Come, kom út í september það ár, aðeins fjórum og hálfu ári eftir að fyrsta smáskífan kom út. Það er næsta ótrúlegt hversu miklu sveitin náði að afkasta á þeim stutta tíma er hún starfaði. Ástæða endalokanna var fyrst og fremst óþol á milli Morrisey og Marr. Það að Marr væri að vinna með öðrum en Smiths í framhjá- hlaupi fór í taugarnar á Morrissey og einstrengingsháttur Morrissey varðandi hvernig tónlistin ætti að vera og hljóma skapraunaði Marr. Hann hefur lýst því yfir að hálmstráið hafi verið er sveitin tók upp lagið „Work Is A Four Letter Word“, sem endaði sem b-hlið að „Girlfriend In A Coma“ smáskíf- unni. Lagið er eftir Cillu Black, eitt af átrúnaðargoðum Morrissey, og var Marr búinn að fá sig fullsaddan af þessari sjöunda áratugar dýrkun hans og sagðist ekki hafa stofnað Þessi sjarmerandi maður … Morrissey, fyrrum söngspíra The Smiths og nú sóló- listamaður til átján ára, held- ur hljómleika laugardags- kvöldið 12. ágúst í Laugardalshöll. Arnar Eggert Thoroddsen lítur yfir vegferð þessa sérlundaða söngvara, en skin og skúrir hafa skipst þar reglubundið á. Morrissey er þunglyndissjúklingur, „fyrir lífstíð“, að eigin sögn. Erfiður maður með marga óvini, einarður og ósveigjanlegur – en snillingur af Guðs náð að mati þúsunda. ’Textar Morrissey þóttu eftirtektarverðir,hreinskiptnir og glúrnir; einslags sálusorgun fyrir unglinga í tilvistarkreppu sem launuðu björgunina með því að gera Morrissey að átrúnaðargoði sínu. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.