Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 28. júlí 1996: „Fyrir hundrað árum, að kvöldi 24. júlí árið 1896, stigu hér á land fjórar nunnur af reglu St. Jós- efssystra. Landsmenn höfðu þá ekki barið nunnur augum frá því fyrir siðaskipti. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því á þeirri stundu, sem von- legt var, að þarna voru mættar afrekskonur, sem, ásamt systrum sínum fleir- um, áttu eftir að lyfta grett- istaki í heilbrigðis- og vel- ferðarmálum þjóðarinnar. Þær voru hingað komnar þeirra erinda, sem St. Jós- efssystur sinntu víða um veröld, að hjúkra og fræða. Regla St. Jósefssystra er upprunnin í sunnanverðu Frakklandi. [...] Megintil- gangur hennar var hjálp við náungann, hjúkrun og kennsla. Reglan breiddist smám saman út um Frakk- land og Evrópu – og út hing- að árið 1896, sem fyrr segir. St. Jósefssystur voru á margan hátt brautryðjendur í heilbrigðis- og velferð- armálum hér á landi. Þær hófust þegar handa við hjúkrun og fræðslu. Árið 1902 opnuðu þær sjúkrahús í höfuðborginni, Landakots- spítala. Starfssaga hans er merkur kapítuli í sögu ís- lenzkrar heilbrigðisþjónustu. Dr. Bjarni Jónsson, sem lengi veitti lækningum for- stöðu á Landakoti, komst svo að orði í formála bókar sinnar „Á Landakoti“, sem út kom 1990: „Þær komu hingað um aldamót, byggðu spítala, sem brýn þörf var fyrir, og léttu þeirri byrði af fátækum landssjóði. Þessi spítali var eini kennsluspítali landsins í nær þrjá tugi ára. Hans vegna var unnt að sinna sjúkum líkt og í nágranna- löndunum og halda uppi kennslu læknisefna.“ . . . . . . . . . . 27. júlí 1986: „Íslendingar eru ekki eina smáþjóðin á Vesturlöndum, sem áhyggj- ur hefur af tungu sinni og menningu, á tímum alþjóð- legrar fjölmiðlunar, þar sem enska ræður ferðinni. Í grein hér í blaðinu 11. júlí sl. kom fram, að í Danmörku fara fram miklar umræður um þetta efni og virðist sum- um, sem kvatt hafa sér hljóðs, að danskri tungu sé teflt í tvísýnu vegna sinnu- leysis um ensk áhrif. Hefur jafnvel verið talað um bráð- an háska tungunnar. Í grein- inni kemur þó fram, að ekki eru allir á einu máli um hætturnar af erlendum áhrifum. Erik Hansen, for- maður danskrar málnefndar, er t.d. í hópi þeirra, er telja hin útlendu tökuorð til marks um eðlilega þróun tungunnar. Hann bendir á, að tökuorð séu alls ekki nýj- ung í danskri tungu og margt af því, sem nú þyki gott og vandað mál, hafi upphaflega verið útlend að- skotaorð.“ 25. júlí 1976: „Í endað skeið svokallaðrar viðreisn- arstjórnar, sem Sjálfstæð- isflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn stóðu að, voru lögð drög og hafin endurnýjun togaraflota okkar. Þá var við það miðað að dreifa end- urnýjuninni á verulega lengri tíma en síðar varð raunin á og nýta hana jafn- framt til að koma fótum undir innlendan skipa- smíðaiðnað. Í tíð Jóhanns Hafstein sem iðnaðarráð- herra var málefnum íslenzks skipasmíðaiðnaðar gefinn meiri gaumur en um langt árabil. Á þessum árum hljóp mikill vöxtur í endurnýjun tog- araflotans, sem hafin var á tímum viðreisnarstjórn- arinnar. Tvenns konar alvar- leg mistök voru þó gerð. Í fyrsta lagi var horfið frá því að dreifa endurnýjun tog- araflotans á hyggilegan framkvæmdatíma og nýta hana til uppbyggingar ís- lensks skipasmíðaiðnaðar. Þess í stað var endurnýjunin eða nýsmíðin flutt öll út – í hendur erlendra fyrirtækja og erlends iðnaðarfólks. Ís- lenskur skipasmíðaiðnaður sat eftir rúinn því gullna tækifæri, sem atvikin höfðu búið honum í hendur. Í ann- an stað var hraðinn í togara- smíði og vöxtur skipastólsins slíkur, að hann var í engu samræmi við veiðiþol fiski- stofnanna umhverfis land- ið …“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S kýrsla Viðskiptaráðs Íslands um krónuna og atvinnulífið, sem gerð var opinber í vikunni, er gagnlegt innlegg í umræður um gengismál hér á landi og til þess fallin að koma meira viti í þær umræður en verið hefur á köflum. Síðastliðinn vetur komu upp raddir um það, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi, að upptaka evru væri lausn á þeim gengissveiflum, sem ís- lenzka hagkerfið hefur glímt við að undanförnu. Þá var því hvað eftir annað haldið fram, bæði af stjórnmálamönnum og frammámönnum í at- vinnulífi, að hægt væri að taka upp evruna sem lögeyri á Íslandi án þess að ganga í Evrópusam- bandið. Þetta eru svipaðar umræður og komu upp árið 2001 við svipaðan óstöðugleika í efna- hagsmálum. Þeir, sem kynna sér skýrslu Við- skiptaráðs, hljóta að láta sannfærast um að evr- an sé ekki skyndilausn á þeim vanda, sem við er að glíma í hagstjórn á Íslandi um þessar mundir. Enda segir það beinum orðum í skýrslunni: „Evran kemur ekki til álita sem lausn á þeim vanda sem steðjar að íslensku atvinnulífi um þessar mundir. Til þess að Íslendingar geti í framtíðinni átt raunhæft val á milli evru og ís- lensku krónunnar, á grundvelli efnahagslegra og stjórnmálalegra forsendna, þarf að beita sam- ræmdum aðgerðum á sviði hagstjórnar til þess að mynda jafnvægi í þjóðarbúskapnum.“ Þetta er í samræmi við það, sem Morgunblaðið hefur fært rök fyrir undanfarin ár. Þeir, sem tala eins og það að taka upp evru geti leyst efnahags- vanda, horfa framhjá mikilvægum staðreyndum. Í raun krefst það mjög svipaðrar efnahags- og peningamálastefnu að ætla að standa áfram utan evrusvæðisins og að vilja taka stefnuna á aðild að Evrópusambandinu og evrunni. Hvort sem menn vilja vera fyrir innan eða utan þarf að fylgja stefnu stöðugleika og aðhalds. Óraunhæft án aðildar Í skýrslu Viðskipta- ráðs er farið kerfis- bundið yfir hugmynd- ir um einhvers konar einhliða eða tvíhliða tengingar við evru, án að- ildar að Evrópusambandinu. Þar er í fyrsta lagi fjallað um svokallaða doll- aravæðingu, þar sem gengi krónunnar væri fest við stóran gjaldmiðil, þ.e. evruna, með svipuðum hætti og ýmis ríki hafa fest gengi gjaldmiðils síns við dollar. „Dollaravæðing hefur fyrst og fremst átt sér stað á meðal þróunarlanda sem hafa játað uppgjöf í peningamálum og innleiða erlendan gjaldmiðil einhliða í því augnamiði að auka trúverðugleika hagstjórnar og koma á stöð- ugu gengi. Slíkt ástand á sér enga stoð í íslensku hagkerfi,“ segir í skýrslunni. Í öðru lagi er fjallað um tvíhliða tengingu við evru. Skýrsluhöfundar telja hæpið að henni yrði komið á, vegna þess að Ísland stendur utan ESB. „Við inngöngu Dana í ESB var komið á tvíhliða tengingu á milli dönsku krónunnar og evru enda standa Danir fyrir utan myntbandalagið. Út- færslan byggist á því að Seðlabanki Evrópu og danski seðlabankinn koma sér saman um mið- gildi dönsku krónunnar gagnvart evru og gengi gjaldmiðlanna er síðan viðhaldið innan þolmarka af seðlabönkunum með inngripum á gjaldeyr- ismarkaði. Inngripunum er ætlað að koma í veg fyrir að gengissveiflur ógni verðstöðugleika á evrusvæðinu og sporna gegn því að peninga- stefnu Danmerkur sé teflt í tvísýnu. Samstarf Dana og evrópska seðlabankans byggist á veru Dana í Evrópusambandinu,“ segir í skýrslunni. Í þriðja lagi fjallar nefnd Viðskiptaráðs um svokallað myntráð, sem fæli í sér að Seðlabanki Íslands yrði að vera reiðubúinn að skipta krón- um fyrir evrur á föstu gengi og evran verkaði sem akkeri á íslenzka peningaútgáfu. „Til að við- halda trúverðugleika íslensks myntráðs þarf gjaldeyrisvarasjóður landsins að vera jafnmikill eða meiri en magn innlendrar myntar í umferð,“ segja skýrsluhöfundar. „Slíkur valmöguleiki á illa við íslenskar aðstæður enda sýnast myntráð yfirleitt hafa verið tekin upp þar sem innlendur gjaldmiðill er rúinn trausti og hefur lengi haft veika stöðu gagnvart helstu gjaldmiðlum heims.“ Í fjórða lagi er fjallað um einhliða upptöku evru eða tengingu krónunnar við myntkörfu við- skiptalandanna, sem nefndin segir mismunandi útfærslur á sömu hugmynd. Um þetta segir í skýrslu Viðskiptaráðs: „Í báðum tilvikum myndi Seðlabanki Íslands hins vegar ákvarða uppruna- legt gengi og verja það síðan á gjaldeyrismark- aði, hvort sem miðað er við staðfast eða sveigj- anlegt fastgengi innan fyrirfram skilgreindra vikmarka. Munurinn kynni fyrst og fremst að vera fólginn í því að með því að festa krónuna við samvegna körfu af gjaldmiðlum viðskiptaland- anna næðist fram betri sveiflujöfnun út frá vægi utanríkisviðskipta. Tenging við körfu af gjald- miðlum viðskiptalanda væri frá þessu sjónarmiði að einhverju leyti heppilegra skref þar sem ein- hliða tenging við evru endurspeglar minna en helming utanríkisviðskipta landsins. Þrátt fyrir mikið vægi evrulanda í utanríkisviðskiptum væri erfiðara fyrir Seðlabanka Íslands að halda uppi vörnum á gjaldeyrismarkaði í einhliða tengingu við evru en með körfu gjaldmiðla þar sem karfan endurspeglaði betur vægi utanríkisviðskipta. Hins vegar má gera því skóna að vegna frjálsra fjármagnsflutninga væri nær ógerningur fyrir Seðlabankann að verja krónuna til lengdar ef ósamhverfir skellir verða á milli evrulanda og Ís- lands enda líklegt að árásir spákaupmanna yrðu til þess að trú á krónuna brysti að lokum.“ Við þetta má bæta því, sem ekki kemur bein- línis fram í skýrslu Viðskiptaráðs, að með hvers konar tengingu við evru án þess að ganga í Efna- hags- og myntbandalag Evrópu og þar með Evr- ópusambandið, væru Íslendingar að fórna sjálf- stæðri peningamálastefnu án þess að öðlast í staðinn nokkur áhrif á hina sameiginlegu pen- ingamálastefnu bandalagsins, sem mótuð er á vegum Seðlabanka Evrópu og Sambands evr- ópskra seðlabanka (ESCB). Jafnvel ESB-ríkið Danmörk, með sína tvíhliða tengingu við evruna, finnur fyrir þeim upplýsingaskorti og missi áhrifa, sem fylgir því að vera ekki í innsta hring gjaldmiðilssamstarfsins. Kostir og gallar evru Ef skýrsla Viðskipta- ráðs dugar ekki til að sannfæra þá, sem hafa haldið því fram að hægt sé að taka upp evruna án ESB-aðildar, er vandséð að þeir verði sannfærðir með rökum. Sérfræðingar Viðskiptaráðs eru sömu skoðunar og einn helzti sérfræðingur í gjaldmiðilsmálum innan Evrópusambandsins sjálfs, Hervé Carré, sem kom hingað til lands síðastliðið vor og sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki þjónaði nokkr- um tilgangi fyrir Íslendinga að „taka upp gjald- miðil sem stjórnað er af seðlabanka sem Ísland á ekki aðgang að“. Carré benti á að Seðlabanki Evrópu gæti hlaupið undir bagga með þeim að- ildarríkjum sem lenda í erfiðleikum, en án að- ildar væri ekki hægt að gera ráð fyrir slíkri að- komu bankans. Því gæti það beinlínis verið áhættusamt að taka upp evru án aðildar að ESB, þó að ýmsar þjóðir hefðu tekið upp stærri gjald- miðla. Carré var hins vegar þeirrar skoðunar að það myndi verða til mikilla hagsbóta fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna í framhaldi af því. Undir þá skoðun er tekið að hluta til í skýrslu Viðskiptaráðs. Bent er á að kostirnir við að nota evru væru m.a. afnám vaxtamunar við evrusvæðið og lækkun við- skiptakostnaðar. Upptaka evru myndi væntan- lega hafa jákvæð áhrif á milliríkjaviðskipti, sem gæti stuðlað að auknum hagvexti. Það er ekki nefnt í skýrslunni, en líklegt má telja að ef evran væri notuð hér á landi yrði allur verðsamanburð- ur við önnur evruríki auðveldari og aðhald neyt- enda að innlendum seljendum vöru og þjónustu myndi aukast. Í ljósi frétta af mun á verði vöru og þjónustu á Íslandi og í ESB-ríkjunum virðist sem ekki væri nein vanþörf á slíku. Á móti áðurtöldum röksemdum með upptöku evru er í skýrslu Viðskiptaráðs teflt fram atrið- um á borð við að hagsveiflan sé ólík á Íslandi og í ríkjum ESB. Stjórnvöld gætu ekki brugðizt við ytri áföllum með aðlögun í gengi innlendrar myntar. Þá er vitnað til kenninga kanadíska hagfræð- ingsins Roberts Mundell, sem hefur haldið því fram að það geti reynzt dýrkeypt fyrir land að ganga inn í myntbandalag ef framleiðsla, hag- vöxtur og vinnumarkaðir hafi ólík einkenni, enda miðist peningastefnan við meðalverðbólgu á öllu svæði myntbandalagsins. Þannig kunni tíma- bundin uppsveifla að valda djúpri kreppu innan- lands þegar hún gengur yfir þar sem raungengið aðlagast hægar en við sjálfstæða peningamála- stefnu. Þetta eru sterk rök og virðist raunar liggja í augum uppi að það væri lítið vit í því við núver- andi þensluaðstæður í íslenzku efnahagslífi að búa við vexti Seðlabanka Evrópu, sem eru 2,75%. Vextir Seðlabanka Íslands eru 13%. Gagnrýni á stjórnvöld Í skýrslu Viðskipta- ráðs er hins vegar ekki eytt miklu plássi í umfjöllun um kosti eða galla upptöku evru, vegna þess að skýrslu- höfundar telja evruna augljóslega ekki munu koma til í náinni framtíð. Þeim mun meiri gaum- ur er gefinn þeirri efnahags- og peningamála- TAPAÐ STRÍÐ Ísrael mun ekki vinna stríð sitt viðHizbollah-skæruliða í Líbanon.Það ætti að vera orðið öllum ljóst, líka stjórnvöldum í Jerúsalem. Eðli Hizbollah, að fela sig á meðal óbreyttra borgara, þýðir að Ísrael getur ekki upprætt samtökin. Eins og fram kom í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu í gær, er sennilegast að Hizbollah-menn láti sig einfaldlega hverfa í fjöldann, fari að sverfa veru- lega að þeim. Ísrael hefur þegar gengið of langt. Mannfallið í liði óbreyttra borgara í Líbanon er orðið svo mikið, hörm- ungar fólksins svo skelfilegar, eyði- legging grunngerðar þessa litla lands svo algjör, að Ísraelar hafa nú þegar tapað öðru stríði, sem skiptir þá ekki síður máli, en það er áróðursstríðið um almenningsálitið í öðrum ríkjum. Í grein Kristjáns Jónssonar í Morgunblaðinu í gær er bent á að al- menningsálitið í arabaríkjunum hafi snúizt á sveif með Hizbollah og að arabaríki, sem í upphafi fordæmdu árásir Hizbollah að fyrrabragði á Norður-Ísrael, hafi nú snúið við blaðinu. Það sama á við víðast hvar á Vest- urlöndum. Það skiptir ekki lengur máli að Hizbollah-menn áttu upptök- in að átökunum. Það, sem almenn- ingur sér, blóðsúthellingar, eyðilegg- ing og árásir Ísraela á hjálparstarfs- menn og eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, þýðir að málstaður Ísraels á afar lítinn stuðning. Viðbrögð Ísr- aels eru úr öllu samhengi við þann skaða, sem eldflaugar Hizbollah hafa unnið ísraelskum borgurum. Þetta verða stjórnvöld í Ísrael að skilja og leita allra leiða til að koma á vopnahléi. Afstaða á borð við þá, að niðurstöðuleysi á fundinum í Róm, þar sem átti að leita leiða til að stöðva átökin, sé „heimild“ til að halda stríð- inu áfram, er röng og hættuleg. Stjórnvöld í Bandaríkjunum þurfa líka að skilja að vegna stuðnings þeirra við Ísrael í því að halda áfram að drepa óbreytta borgara í Líbanon, bíður ímynd þeirra meðal almenn- ings um heim allan enn frekari hnekki. Og Bandaríkjastjórn mátti sízt við því. Ferð Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Mið-Austurlanda sem hófst í gær, verður að skila árangri. Það er hægt að spyrja sem svo: Hvað áttu Ísraelsmenn að gera þegar hryðjuverkamennirnir í Hizbollah juku eldflaugaárásir sínar á óbreytta borgara í Norður-Ísrael? Áttu þeir að sitja aðgerðalausir hjá? Stjórn- völd í Ísrael geta sagt með nokkrum rétti að fyrst enginn annar stöðvaði Hizbollah, hafi þau orðið að gera það. En þau stöðvuðu ekki Hizbollah. Og nú verða aðrir augljóslega að gera það. Úr þessu er enginn kostur annar en að alþjóðlegt friðargæzlulið taki sér stöðu á landamærum Ísraels og Líbanons. Það er mikilvægt að það gerist sem allra fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.