Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 31 UMRÆÐAN Sigurður Óskarsson lögg. fasteignasali Sími 585 9999 - Þjónustusími um helgar 664 6999 OPIÐ HÚS Í HLAÐBREKKU 9 Í DAG KL. 14-16 UPPLÝSINGAR Í SÍMA 844-6785 168 fm einbýli, 3 herbergi, stofa, borðstofa og garðskáli. Fallegur garður. Gróin og róleg gata. V. 41 millj. Spennandi kostur í fallegu umhverfi Jörðin Þverhamar 3 er rétt fyrir ofan byggðina á Breiðdalsvík. Þar er rekið sauðfjár- bú með fullvirðisrétti upp á 230 ærgildi. Á fóðrum í vetur voru 200 kindur. Fjárhús eru steypt með vélgengum áburðarkjallara og rúma húsin 300 kindur, áföst hlaða er við húsin sem býður upp á möguleika á að breyta í fjárhús ef menn vilja. 120 fermetra góð véla- og verkfærageymsla, ræktað land er tæpir 30 hektarar. Vélakostur eru fjórar dráttarvélar ásamt heyvinnuvélum. Frjósemi hefur verið rétt um 2 lömb á hverja kind, fallþungi dilka hefur verið milli 17 og 18 kg. Á jörðinni er 297 fermetra glæsilegt íbúðarhús, vel staðsett með fallegu útsýni, einnig 73 fermetra gamalt uppgert íbúðarhús. Hér er góð jörð til sauðfjárræktar með góðum húsakosti og í fallegu umhverfi, skammt frá einu gróskumesta uppbyggingasvæði á Íslandi í dag, þ.e. Fjarðabyggð. Sími 595 9000 Þverhamar 3 - Breiðdal Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvals- þjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heið- arlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum Upplýsingar veitir Ásmundur Ásmundsson sölumaður s: 894 0559 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Höfum til sölu fjórar íbúðir í tveimur samliggj- andi húsum við Kárastíg. Heildarstærð eignarinnar er um 193 fm og eru tvær íbúðir í hvoru húsi. Lóðin er 261,0 fm. Hús og íbúðir þarfnast lag- færinga. Frábær stað- setning í miðborginni. Tilvalið tækifæri fyrir byggingarverktaka. Miklir möguleikar. Verðtilboð. Kárastígur - Fjórar íbúðir NÝR meirihluti hefur tekið við stjórnartaumum á Akureyri. Sjálf- stæðismenn eru áfram við stjórnvöl- inn, en þeir hafa nú skipt um með- reiðarfólk; hafa tekið Samfylkinguna inn í staðinn fyrir Framsókn. Í síðasta kjörtímabili skammaði ég þáver- andi stjórnarherra fyr- ir slælega uppbygg- ingu í málefnum aldraða og það ekki að ástæðulausu. Þótt ég segi sjálfur frá, þá held ég að þetta hafi haft áhrif. Stjórnendur bæjarins fundu til þess, að skrif mín leystu úr læðingi gremju, sem lengi hafði kraumað undir niðri meðal aldraðra og ekki síður meðal þeirra aðstandenda, sem svíður hvernig farið er með foreldra, afa og ömmur. Nú er ég ekki að halda því fram, að ástandið sé alslæmt, síður en svo. Eftir mikið japl, jaml og fuður tókst að koma af stað nýbyggingu við Hlíð, sem hefði þurft að vera í það minnsta áratug fyrr á ferðinni. Hún verður vonandi tilbúin i haust, þótt það geti dregist fram á veturnætur, samkvæmt síðustu fréttum. Þar er sjúkrarými, en það gerir ekki betur en að taka við því fólki sem þegar er á biðlistum, auk þess sem margir búa við þröngan kost í gamla húsinu á Hlíð og vonandi fá þeir þarna inni. Það er til skammar, að gamalt slitið fólk, skuli þurfa að deila herbergi með fólki á ævikvöldinu, fólki sem það þekkir ekki neitt. Það er til skammar. Það hefur líka verið staðið mynd- arlega að uppbyggingu á heimaþjón- ustu og íbúðir fyrir eldra fólk hafa verið byggðar með myndarbrag, þar sem jafnframt hafa verið byggðir þjónustukjarnar fyrir íbúana. En þetta er ekki nóg, því þeir sem hvað erfiðast eiga og skortir þrek til rétt- indabaráttu, hafa orðið útundan. Þetta er fólk sem man nær alla síð- ustu öld, lifði jafnvel við fátækt allt sitt líf, en sá þó um sig og sína og greiddi sína skatta og skyldur til samfélagsins. En á ævikvöldinu tekur heilsan að bila, líkaminn gefur sig eftir strit dagsins og heila- bilun getur gert vart við sig á besta aldri. Þetta fólk hefur orðið útundan. Á síðasta kjör- tímabili var um tíma neyðarástand í þessum málaflokki. Dæmi voru þess að sársjúkt fólk fengi hvergi inni, en væri upp á maka eða börnin sín komin, sem fyrir vikið gátu ekki stundað daglegt líf. Þegar bæjarfulltrúar voru búnir að fá margar ádrepur sáu þeir að þetta gekk ekki lengur. Þá var ráðist í að gera upp hluta af gömlu Skjald- arvík, þar sem Stefán Jónsson reisti elliheimili fyrir eigið fé á síðustu öld. Hann gaf síðan Akureyrarbæ heim- ilið. Þar var starfsemi fram á síðustu áratugi síðustu aldar, en þá datt stjórnendum bæjarins í hug að loka heimilinu og flytja fólkið í Kjarna- lund. Ég veit fyrir víst, að sumir voru fluttir nauðugir, því þeim leið vel í Skjaldarvík. Ég hef grun um, að þetta hafi verið gert til að skapa tekjur fyrir Kjarnalund, en Nátt- úrulækningafélagið hafði byggt hús- ið að mikilli eljusemi og fórnfýsi, en draumar um heilsumiðstöð þar rættust ekki. Húsið hefur nú verið selt og þar á að koma hótel. Hvað á að gera við gamla fólkið sem þar er? Mér datt satt að segja ekki annað í hug, þegar hafist var handa við endurbætur í Skjaldarvík, að þar væri aðeins verið að stíga fyrsta skrefið í heildaruppbyggingu stað- arins. Það segir mér fagfólk, sem þar hefur unnið með öldruðum, að umhverfið skapi einstakar aðstæður fyrir gamla fólkið. Þarna sé kyrrð og ró, sem gamla fólkið sækist eftir, sérstaklega þegar óöryggi og kvíði sækir að. En hvað gerist þá? Ný- kjörinn meirihluti í bæjarstjórn Ak- ureyrar ákveður að loka aftur í Skjaldarvík. Það á sem sé að kasta þeim fjármunum, sem þegar hafa verið lagðar í endurbætur á hús- næðinu, beint út í loftið. Það á líka að hunsa vilja gamla fólksins og þeirra sem vinna að hjúkrun þeirra. Bæjarfulltrúarnir stara á einhverjar tölur á blaði og taka kaldar ákvarð- anir út frá hagkvæmnissjón- armiðum. Við fulltrúa meirihlutans í bæj- arstjórn Akureyrar segi ég þetta; skammist ykkar fyrst, efnið síðan til samkeppni um framtíðaruppbygg- ingu í Skjaldarvík með það að mark- miði, að byggja þar upp vin fyrir aldraða og aðra hópa í samfélaginu, sem ekki geta bundið skóþvengi sína með sama hætti og aðrir. Samhliða mætti rækta þarna útivistarsvæði, með golfvelli og leiksvæðum fyrir alla fjölskylduna. Og það þarf að hefjast handa við þessa framkvæmd strax, því ella skapast neyðarástand í málefnum aldraðra á Akureyri inn- an fárra ára. Nú reynir á nýjan meirihluta. Hefur hann kjark til að viðurkenna mistök í upphafi valda- tímabils? Hefur hann kraft til að blása til sóknar? Það kemur í ljós. Hvers á gamla fólkið að gjalda? Sverrir Leósson segir að meiri- hluti í bæjarstjórn Akureyrar geri sig sekan um alvarlegan dómgreindarbrest með stefnu- leysi í málefnum aldraðra. ’Nú reynir á nýjanmeirihluta. Hefur hann kjark til að viðurkenna mistök í upphafi valda- tímabils? ‘ Sverrir Leósson Höfundur er útgerðarmaður á Akureyri. ÞVÍ er ekki að leyna að nokkur eftirvænting var meðal rekstr- araðila hjúkrunarheimila vegna samnings á milli heilbrigðisráðu- neytis og rekstraraðila Sóltúns. Lengi hefur verið deilt um grunn þess daggjaldakerfis sem í gildi hefur verið um langt árabil og því áhugavert að sjá kostnaðarmat fjárfesta á daglegum rekstr- arkostnaði við umönn- un aldraðra á hjúkr- unarheimili. Og samningur varð til þar sem Sóltúni er greitt í daggjöld 17.000 kr. á dag á einstakling á meðan önnur hjúkr- unarheimili fá 13.000 kr. á dag. Ef borin eru saman daggjöld á nýrri (H- álma) 60 rýma hjúkr- unarálmu við Hrafn- istu í Reykjavík, allir heimilismenn í einstaklings herbergjum, og sama fjölda heimilismanna í Sóltúni greiðir heilbrigðisráðuneytið 87.600.000 meira á ári til Sóltúns en Hrafnistu. Sé litið til gæða þjónustunnar við þá öldruðu er ég ekki í nokkrum vafa um að hún er sambærileg á Sóltúni og Hrafnistu og ef eitthvað er þá er meira í lagt við Hrafnistu því áfast við hina nýju H-álmu er nýbyggð sundlaug með heitum pottum, leikfimisalur og mjög góð aðstaða fyrir sjúkraþjálfun. Auk þess mismunar sem Sóltún fær í vistgjöld á dag á hvern ein- stakling, greiðir ríkið til Sóltúns allan lyfjakostnað við þann ein- stakling ef ígildi þess kostnaðar nemur hærri upphæð en 21 dag- gjaldi. Slík greiðsla þekkist ekki til annarra hjúkrunarheimila. Þá fær Sóltún sérstakt húsnæðis- gjald sem var 17.000 kr. á m² vegna ársins 2005 og fékk þá greitt fyrir 6.796 m² eða alls 115.532.000 kr. Rétt er að geta þess að heild- arstærð Sóltúns er 6.800 m². Enn skal það ítrekað að Hrafn- ista vill gera sam- komulag við heilbrigð- isráðuneytið sem felur í sér ígildi samnings við Sóltún og ég ætla að öll hjúkrunarheimili á landinu vildu það mjög gjarnan til að geta enn betur bætt þjónustu og aðbúnað í þágu aldraðra. Eftirréttur Það má segja að langt sé gengið í við- tali við stjórn- arformann Nýsis (Sól- túns) en viðtalið við hjúkrunarforstjóra Sóltúns Önnu Birnu Jensdóttur er ekki síður í anda stjórnarformannsins um ofur- ágæti starfseminnar. Í viðtali fyrrnefnds rits Samtaka atvinnulífsins segir Anna Birna m.a.: Kröfurnar til Sóltúns voru raunar meiri á mörgum sviðum en höfðu áður verið gerðar til hjúkr- unarheimila, t.d. þeirra sem voru rekin af hinu opinbera. „Já og sem dæmi þá náði það alveg niður í matseðilinn, það skyldi alltaf vera eftirréttur. Til gamans kom það í ljós að íbúarnir hjá okkur fitnuðu mikið og ég sendi erindi í ráðu- neytið og spurði hvort það mætti athuga þetta með eftirréttinn, hvort það mætti hafa hann kannski aðeins um helgar og á hátíð- isdögum? Við fengum þvert nei. Við kaupum mat frá annarri heilbrigð- isstofnun og ég veit að þeir hafa stundum þurft að elda sérstaklega fyrir okkur af því að þeir eru ekki háðir svona skilyrðum.“ Þessi ónefnda heilbrigðisstofnun sem matur er keyptur af er Hrafn- ista í Reykjavík. Í eftirgrennslan minni um séreldamennsku fyrir Sóltún kannast matsveinar Hrafn- istu ekkert við þetta. Það er sami matseðill fyrir Hrafnistu og Sóltún þannig að fullyrðing um ofurfæði, fremra og betra en á öðrum hjúkr- unarheimilum, fellur um sjálft sig. Og eftir stendur þá í öllu þessu Sóltúnsmáli fjárhagslegur eft- irréttur til fjárfesta Sóltúns sem nú vilja afleggja sjálfseignarstofnanir og horfa til fjölgunar í röðum aldr- aðra Íslendinga með mikla hagn- aðarvon í huga, skattgreiðendum þessa lands til óblandinnar ánægju. Óviðunandi mismunun Guðmundur Hallvarðsson skrifar um mismunun öldrunarstofnana ’Enn skal það ítrekað aðHrafnista vill gera sam- komulag við heilbrigð- isráðuneytið sem felur í sér ígildi samnings við Sóltún og ég ætla að öll hjúkrunarheimili á land- inu vildu það mjög gjarn- an . . .‘ Guðmundur Hallvarðsson Höfundur er stjórnarformaður Sjómannadagsráðs og Hrafnistuheimilanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.