Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Menn hafa skilgreint Vín-arborg aldamótaáranna1900 sem tvískautamiðju módernismans, eins konar mótaða forritun á nýjum skilningi á stefnumörkum stílbragð- anna. Sýni stað andstæðna og sund- urlausrar framsóknar nútímalegra viðhorfa sem áttu þátt í að gera ald- arskipti Vínarborgar, Fin de Siécle, að yfirhöfnum töfrum. Og það hefur vakið margar áleitnar spurningar hvers vegna þessi frekar afturhalds- sama borg sem menn sögðu skorta metnaðarfulla framfarasýn, meðal annars vegna stjórnmálalegrar og fjárhagslegrar kreppu og væri að auki æ meira til hlés um öflug nývið- horf, skyldi verða nokkurs konar fæðingarstaður nútímaviðhorfa. Eins og það er skilgreint: „birt- hplace of modernity“, leiksvið eins frjósamasta tímabils á sviði lista og arkitektúrs, tónlistar og bókmennta, sálfræði og heimspeki í Evrópu. Áleitinn og langvinnur áhugi á Vín- arborg sagður einkum sækja til víx- ilverkunar skapandi krafta, sem blésu um sviðið og áttu upphaf um 1880, annars vegar í anda núviðhorfa og hins vegar íhaldssömum kaþólsk- um þjóðfélagsramma, gyðingahatri og þjóðernislitaðri pólitík. Málsvar- ar núviðhorfa litu frekar á meinta glæsta fortíð austurrískrar listar sem þröskuld, sjálfa sig í útlegð og Vínarborg trauðla miðstöð módern- ismans, öllu frekar rammgert virki fortíðarlegra hugmynda. En listiðn- aður hafði verið með miklum blóma og Listiðnaðarskólinn einmitt náms- grunnur Gustavs Klimt. Áhrifin bár- ust norður á bóginn og þarf ekki mikla glöggskyggni til að greina þau í danskri gullaldarhönnun, og marg- ir Íslendingar hafa setið á einhverri útgáfu hins sígilda Vínarstóls frá 1853. Þá má spá í að helsta prýði hans, einfaldar ávalar og mjúkar bogalínur, hafi með öðru verið fyr- irboði æskustílsins og seinna hag- nýtistílsins Á þessum uppgangstímumskapandi afla skorti ekkiáhugann á myndlist, ann-álar aldarinnar segja að 1902 hafi um fimmtíu þúsund gestir komið á hverri viku á árlega úttekt hennar í listhúsi Vínarborgar „Künstlerhaus Wien“. Listastefnan gegndi svipuðu hlutverki og Salon- inn í París, og húsið var mikilvæg menningarmiðstöð og samkomu- staður listunnenda sem streymdu víða að. Gustav Klimt gerði tvær gjörólík- ar útgáfur af Adelu Bloch-Bauer, þá fyrri af henni sitjandi en hina stand- andi, og þótt margt sé sameiginlegt með þeim gætu þær verið eftir tvo málara með svipaðan bakgrunn. Gullna myndin, sem hann lauk við 1907, sameinar áhrif frá egypskri og býsanskri list, einkum steinfellunum í Ravenna, en í hinni, sem er frá 1912, eru áhrifin meira sótt í aust- urlenska list og skreyti. Í henni má einnig greina áhrif frá Matisse sem sjálfur sótti þau til japanskrar listar sem og úthverfs innsæis í anda Munchs. Klimt hafði gert sér ferð til Ravenna 1903, og árið 1909 var stór alþjóðleg listastefna í Vín, hvar með- al annars mátti líta verk fauvistanna, villidýranna frönsku. Sama ár gerði málarinn sér ferð til Parísar, tveim- ur árum síðar var hann í Brussel og dvaldi þar um skeið við uppsetningu veggmyndar í Stoclet-höllinni. Hvar sem hann kom sogaði málarinn til sín áhrif frá list og mennt líkt og ryksuga, en setti sitt persónulega kennimark á allt sem hann útfærði. Áhrifin frá steinfellunum í Ra- venna eru vel greinanleg í gullnu myndinni, sem er útfærð með hand- verkslegri gjörhygli færustu gull- smiða og öll myndin er eins og sam- ræða á milli egypskrar og býsanskrar listar, að viðbættri jap- anskri gljákvoðuáferð. Sumt höfðar meira til skynfæranna en að það sé sérstaklega dregið fram í heildar- myndinni, þannig þarf að rýna vel í myndflötinn til að greina stólinn að baki hofróðunni, skoðandinn fær frekar hugboð um tilvist hans en að lögun hans verði greind. Þá er eitt- hvað eilíft og hátignarlegt í birting- armyndinni allri sem leiðir hugann að myndinni af Theodóru keisara- ynju í Öldungakirkjunni San Vitale í Ravenna, egypska skreytið og aug- un árétta svo enn frekar tímalausa eilífð. Allt sem greint verður af Adelu Bloch-Bauer sjálfri er andlit- ið, barmurinn og handleggirnir, hin sérstaka lögun handanna sækir til þess að frúin var með vanskapaðan fingur sem hún reyndi í sífellu að leyna með ýmsum hætti, meðal ann- ars með því að krækja fyrir hann. Myndin er mjög vel byggð upp, hlut- fallaandstæður miklar og ósam- hverfar, lóðlína konunnar frá toppi og niður býr yfir miklu skreyti- kenndu hryni og samanlagt er þetta eins og gegnumlýsing á persónu hennar og tímunum um leið. Sjálf ásjónan ber í sér upphafinn en um leið innri óróa og niðurbældar duld- ir, holdgerir það sem menn hafa skil- greint sem lostafulla úrkynjun, dekadens, tímanna. Adela Bloch-Bauer barst ekki mikið á og forðaðist sviðsljósið, samt var hún innfæddur Vínarbúi og af peningalegum háaðli þjóðarinnar, faðir hennar Moritz Bauer banka- stjóri og í fyrirsvari fyrir bankaveldi borgarinnar, til viðbótar forseti Austurlandahraðlestarinnar. Rétt fyrir jólin 1899 giftist Adela sykur- framleiðandanum og iðnaðarfurs- tanum Ferdinand Bloch, sem var 17 árum eldri. Sagt hagkvæmnihjóna- band, byggt á ótakmarkaðri og gagnkvæmri virðingu frekar en ást. Hjónabandið var barnlaust, en þrisvar varð Adele barnshafandi, tvisvar missti hún fóstur en í þriðja skipti dó jóðið fáum dögum eftir fæðingu. Það fylgdi Bloch-ættinni að allir karlkyns afkomendur létust snemma, sem varð til þess að fjöl- skyldan skipti um nafn 1917 og nefndi sig eftir það Bloch-Bauer. Frænka Adelu lýsti hennilöngu seinna sem grannri,glæsilegri, viðkvæmri ogveiklulegri konu með stöðug- an höfuðverk, reykjandi eins og skorsteinn, dreissugri og með yfir- máta gáfulegt andlit, stöðugt í leit að andlegri uppörvun og mjög annt um að hafa menningarvita borgarinnar sem oftast í kringum sig. Þannig margt sem nethimna og skynjun málarans þurfti að skila af sér á myndflötinn því ljóst má vera að hér var um óvenjulega persónu að ræða, barmafulla af þrám og metnaði til frama sem enn var lokað á konur. Hugnaðist ekki að vera til hlés og föst í mótuðu hlutverki þótt allt um kring væri ríkidómur, gull og ger- semar, fékk líka áþreifanlegan skammt af þeim gömlu sannindum að auðlegð og gáfur bera engan veg- inn í sér jafnaðarmerki við hamingju né barnalán. Skiljanlegt að málarinn lagði á sig mikla vinnu við gerð myndarinnar, höfðinglegar greiðslur rötuðu reglulega til hans svo ekkert tiltakanlega lá á. Gerði ótal riss og nálgaðist viðfangið af yfirmáta ná- kvæmni og fullkomnunaráráttu, myndin enda sögð hátindur gullna tímabilsins í list hans og um leið tindurinn í austurrískri manna- myndagerð. Klimt málaði einungis yfirstéttar- konur samkvæmt pöntun og bið- listinn langur, þannig þurfti jafnvel auðjöfurinn Ferdinand Bloch að bíða í nokkra mánuði áður en röðin kom að konu hans. Náðin að láta meist- arann mála sig kostaði jafnframt skildinginn þótt enginn væri Klimt tískumálari í almennasta skilningi hugtaksins. Fimm árum seinna, ennþá nafnkenndari og dýrari, gerði Klimt hina myndina af Adelu og var það sennilega í eina skiptið sem hann málaði konu tvisvar eftir pönt- un en hér peningar yfirnógir. En nú gekk málarinn allt öðruvísi til verks og myndbyggingin víxlverkun sam- svarandi lóðlínu viðfangsins fyrir miðju móti fjölþættum ósamsvar- andi flötum í bakgrunni. Yfirbragðið austrænt að hluta og í anda villidýr- anna frönsku en ber þó firnasterk höfundareinkenni. Adela Bloch-Bauer lést 24. janúar 1925 og fór bálför hennar fram tveimur dögum seinna, sagt að með henni hafi hún í hinsta sinn verið að opinbera samúð sína með sósíalist- um, meður því að kaþólska kirkjan var á móti líkbrennslu. Jafnframt vildi hún sýna tryggð sína við sam- virka þjóðreisn með því að láta þá eindregnu ósk í ljós í erfðaskrá sinni að Klimt-myndirnar rötuðu í Þjóð- listasafnið á efri Belvedere. Að öllu samanlögðu meinlegt að ósk hennar skyldi ekki rætast nema afmarkað tímaskeið, en óhætt að fullyrða að málverkið verði helstur menningar- legur sendiráðherra Austurríkis í Vesturheimi. Óþarfi að rekja hér það sem innvígðir vita um örlög mál- verkanna, heimspressan búin að gera því skil, en þó má árétta að hinn framsýni Ferdinand Bloch-Bauer fórnaði miklu til að koma í veg fyrir valdatöku þjóðernissinna og jós í því skyni peningum í verkalýðsfor- ustuna. Árið 1999 var málverk Gustavs Klimt: „Schloss Kammer am Atter- see“ slegið á þriðja hæsta verði sem sögur fóru af fram til þeirra tíma og hrökk þá listheimurinn við, einungis Sólliljur van Goghs og „Acrobate et un jeune Arlequen“ Picassos trón- uðu ofar. En hverjum skyldi þá hafa komið í hug að sjö árum seinna myndi gullna málverkið af Adelu Bloch-Bauer þrengja sér upp í efsta sætið með slíkum glæsibrag? Ekki úr vegi að upplýsa svona til að fólk hér á hjara veraldar meðtaki betur verðgildi hugvits og þjóðar- gersema, að upphæðin sem málverk- ið var slegið á, eða um og yfir tíu milljarðar króna, skagar hátt í áætl- aðan kostnað við tónlistarhús í Reykjavík … Frá nethimnu til grunnflatar SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson  Gustav Klimt: Adele Bloch-Bauer II, 1912, olía á léreft, 119 x 120 sm. Reuters  Gustav Klimt: Adele Bloch-Bauer I, 1907, olía, silfur og blaðagull á léreft, 138 x 138, Þýsk-austurríska safnið, New York. Allt um íþróttir helgarinnar á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.